Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Page 27
ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1992. 31 ■■IIHHHHKblÉfiÉÍMaÉCiaaaÉ Fréttir Ágreiningur um hvort skipa á sérstaka Evrópunef nd í þinginu „Þessi EES-mál hafa þróast í þá áttina að færa EB-dómstólnum aukin völd. Allt lyktar þetta því af því að skerða sjáífsákvörðunarrétt okkar. Enn hef ég ekki séð nema slitur af þessum samningsdrögum og veit því ekki hvernig sá samningur lítur út sem nú liggur á borði ríkisstjórnar- innar. Ég hef verið hlynntur þessum samningi í viðskiptalegum skilningi en vil hins vegar vera mjög varkár varðandi þau atriði hans sem tengj- ast mannlífinu," segir Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, formaður utanríkis- málanefndar Alþingis. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur viðrað þá hugmynd að skipuð verði sérstök nefnd til að fjalla um EES-samninginn. í utanríkismála- nefnd hefur þessi hugmynd hins veg- ar mætt verulegri andspyrnu af hálfu Eyjólfs Konráðs og fulltrúa stjómarandstöðunnar. Þykir mörg- um sem hugmynd Davíðs feli í sér vantraust á Eyjólf Konráð, sem margsinnis hefur lýst yfir efasemd- um um EES-samninginn. „Ég sé ekki tilganginn með því að skipa sérstaka nefnd um þetta. Svona sérnefndir em stundum kosnar þeg- ar fastanefndir þingsins eru önnum kafnar til að flýta afgreiðslu mála. Hjá utanríkismálanefnd er hins veg- ar ekkert annað fram undan en að fjalla um EES-málin. Ég held að til- gangurinn hljóti að vera annar en sá að flýta málinu. Þetta er í fljótfæmi lagt til af forsætisráðherra og kannski í einhverjum annarlegum tilgangi," segir Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknar- flokksins. Björn Bjarnason, þingmaður og einn fjögurra fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í utanríkismálanefnd, kveðst ekki kannast við ágreining um EES-samninginn innan þing- flokks Sjálfstæðisflokksins. Á hinn bóginn segir hann það mikilvægt að itarlegar umræður eigi sér stað um samninginn, jafnt á þingi sem annars staðar í þjóðfélaginu. „Fjölmiðlaupphlaupið út af þeirri hugmynd að sérstakri þingnefnd verði falið málið finnst mér ekki lofa góðu um að slíkar umræður fari fram. Mér finnst hugmyndin um sér- staka þingnefnd í samræmi við það sem fram hefur komið hjá þing- mönnum, bæði stjómarsinnum og stjómarandstæðingum, í þingum- ræðum í vetur. Það er ómálefnalegt að tengja kjör slíkrar nefndar við hugsanlega afstöðu einstakra þing- manna á meðan EES-samningurinn hefur ekki verið skoðaður ofan í kjöl- inn.“ Að sögn Eyjólfs Konráðs mun hann ekki vinna gegn ríkisstjóminni í ut- anríkismálanefnd. Því hafi hann ekki ástæðu til að ætla að tillaga for- sætisráðherra feh í sér vantraust á sig persónulega. Samkvæmt lögum ber utanríkis- málanefnd að vera ráðgjafi ríkis- Short með vinn- ingsforskot Enski stórmeistarinn Nigel Short sigraði Anatoly Karpov í aðeins 28 leikjum í áskorendaeinvígjunum í Linares á Spáni í gær. Hefur nú vinn- ungsforskot á Karpov, 3 'A-2 'A, eftir 6 skákir af 10. Karpov lék illa af sér í skákinni í gær sem Short nýtti sér og hann hefur nú hlotð 2 'A vinning úr þremur síðustu skákunum. Þeir Jan Timman og Artur Ju- supov tefldu ekki í gær en staðan í einvígi þeirra eftír 6 skákir er jöfn 3-3. -hsim stjórnarinnar á sviði utanríkismála. Að sögn Eyjólfs Konráðs og Stein- gríms Hermannssonar getur Alþingi ekki svipt nefndina þessu hlutverki. „Meirihluti Alþingis getur sam- þykkt að skipa nýja nefnd um EES- máhð en að óbreyttum lögum verður máhð ekki tekið af utanríkismála- nefnd. Ég held að þama yrði því bara um tvíverknað að ræða,“ segir Stein- grímur. -kaa SEPTEMBER KL. 21 í ÍÞRÓTTAHÚSINU VIÐ VESTURGÖTU Á AKRANESI GR0N LÉTT0L Gerir lífið örlítld grænna REYKJAVIK: Aðgöngumiðar eru seldir á eftirtöldum stöðum: SKÍFAN Laugavegi 26 og Kringlunni STEINAR Austurstræti 22, Borgarkringlunni og Mjódd AKRANES: Myndbandaleigan ÁS, Kirkjubraut 8 VERÐ AÐGÖNGUMIÐA: Kr. 3.500,- fram til 31. maí Kr. 4000,- frá og með 1. júní I I j SAMSKIP hf I I I .1 Samvinnuferóir-Landsýn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.