Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Síða 29
ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1992. 33 dv Fréttir Saltkjötið olli matareitruninni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Fullvíst er taliö að um matareitrun hafi veriö aö ræöa þegar 12 vistmenn og þrír starfsmenn veiktust á dvalar- heimili aldraðra á Dalvík fyrir skömmu. Fjórir veiktust alvarlega og voru tveir lagðir inn á sjúkrahús á Akureyri þar sem annar þeirra lést. Einkenni sjúklinganna lýstu sér fyrst og fremst í svæsnum niður- gangi, mismiklum verkjum innvort- is, einstaka sjúklingur fékk ógleði og einn mikil uppköst. í greinargerð héraðslæknis Norð- urlands eystra, heilbrigðisfulltrúa Eyjafjarðar og yfirlæknis heilsu- gæslustöðvarinnar á Dalvík kemur fram að þann 1. apríl fengu 19 aðilar á dvalarheimilinu sér saltkjötsrétt og veiktust 15 þeirra en 26 sem borð- uðu annað veiktust ekki. Fimm saur- sýni voru send til Reykjavíkur í ræktun og reyndust þau öll neikvæð. í greinargerðinni segir ennfremur að þýðingarmikið sé að fylgst sé með að kæling matvæla sé hröð og upp- hitun nægileg. Mótstöðuafl einstakl- inga sé misjafnt en fjöldi gerla í mat- vælum við neyslu sé afgerandi um hvort matareitrun verður. Sparisjóður Þórshafnar: Hagnaðurtæp- ar 10 milljónir Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Rekstur Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis á árinu 1991 var hagstæð- ur um 9,7 milljónir króna en árið 1990 nam hagnaður 3,4 milljónum króna. Eigið fé sparisjóösins var í árslok 1991 55,6 milljónir og hafði aukist um 31% eða 22% umfram lánskj araví sitölu. Innlán Sparisjóðsins námu í árslok 277 milljónum króna og höfðu aukist um 16,7% og voru trompreikningar vinsælasta innlánsformið. Útlán Sparisjóðsins voru í árslok 270,5 milljónir og jukust um 40% á milli ára. 83 þúsundatvinnu- leysisdagarímars 83 þúsund atvinnuleysisdagar voru skráðir á landinu öllu í marsmánuði síðastliðnum. Þar af voru 48 þúsund hjá körlum en 33 þúsund hjá konum. Samkvæmt þessu hefur skráðum atvinnuleysisdögum fjölgað um 8 þúsund frá febrúarmánuði, eða um tæplega 11 prósent. Þetta eru fleiri skráðir atvinnuleysisdagar en dæmi eru um í marsmánuði hér á landi. Undanfarin fimm ár hafa til dæmis verið skráðir að meðaltali 37 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu í marsmánuði. -JSS ^NTŒCÍ? Litsj ónvarpstæki jr1 14" m/Qarstýringu Kr. 21.500 stgr. 5 ára ábyrgð á myndlampa VÖNDUÐ VERSLUN _j- _J ~j —^ FÁKAFEN 11 — SfMI 688005 I ihíiLl Jordan* tannbursts TAKN UM BETRI TANNHIRÐU í Evrópu RMTTLfoi* RAUTT LJOS míumferðar Vráð LJOS/ rfn ■ EINN BÍLL Á MÁNUÐI í g ÁSKRIFTARGETRAUN . . . OG SIMINN ER 63 27 . NJOTTU LIFSIIMS A BÓÐUM DEKKJUM - NÝJUM EDA SÓLUÐUM! TIMAPANTANIR FYRIR SKIPULAGBBr- I SOL OG SUMARDEKK! L. - 1 ‘ ¥ \4- B if* 'lJLíl hJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.