Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1992, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1992, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992. Afmæli Sigurjón Sæmundsson Sigurjón Sæmundsson prent- smiðjustjóri, Suðurgötu 16, Siglu- firði, er áttræður í dag. Starfsferill Sigurjón er fæddur í Lambanesi. Faðir hans drukknaði í fiskróðri 1915 og við það tvístraðist fjölskyld- an og fór Sigurjón þá fyrst í umsjá Einarssínu, móðursystur sinnar, sem var kaupakona, en síðan var hann léttadrengur á ýmsum bæjum. Hann fluttist til Siglufjarðar á tólfta aldursári og hafði þá átt heima á átta stöðum í Fljótum. Siguijón dvaldi á Siglufirði til sextán ára aldurs við síldarstörf, sjósókn og verkamannavinnu en fluttist þá til Akureyrar ásamt móð- ur sinni og bræðrum og hóf prent- nám hjá Oddi Björnssyni bókaútgef- anda. Siguijón starfaði í sjö ár í Prentverki Odds Björnssonar eða þar til hann keypti Siglufjarðar- prentsmiðju árið 1935 sem hann hefur starfrækt allar götur síðan ásamt viðamikilh bóka- og tímari- taútgáfu. Siguijón hefur tekið virkan þátt í félagsmálum Siglufjarðar. Hann var bæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn í 20 ár, bæjarstjóri í 9 ár og formað- ur Iðnaðarmannafélags Siglufjarðar í 15 ár en félagið rak Iðnskóla Siglu- fjarðar á áðumefndu tímabili. Hann söng með Karlakór Akureyrar, Karlakórnum Geysi, Kantötukór Akureyrar og Karlakómum Vísi á Siglufirði en þeim síðasttöldu söng Sigurjón með í yfir hálfa öld. Sigur- jón var einn af einsöngvurum Vísis og hann hefur haldið marga ein- söngskonserta. Hann var formaður Vísis í 30 ár og frumkvöðull að stofn- un Tónlistarskóla Vísis sem var undanfari Tónhstarskóla Siglu- fjarðar. Sigurjón hefur verið félagi í Rot- ary í meira en hálfa öld og tekið virkan þátt í félagsstörfum þar. Hann var um árabh ræðismaður Svía á Siglufirði og var í starfslok sæmdur orðu af sænska konungin- um fyrir störf sín á þeim vettvangi. Fjölskylda Sigurjón kvæntist 8.6.1935 Ragn- heiði Jónsdóttur, f. 2.1.1914, hús- freyju. Foreldrar hennar voru Jón St. Melstað, bóndi á Hallgilsstöðum Ný sending Peysur og peysujakkar Bolir og blússur Síðbuxur og pils Fallegar vörur - Gott verð Tískuskemman Laugavegi TOYOTA 4RUNNER ’84 12 þ. km á vél, 36" radial, krómfelgur, topplúga, 5:71 drifhlutföll, nospin framan, loftdæla, talstöð, 2 ben- síntankar. Verð 1.450.000, skipti á ódýrari. S. 91-71455 e. kl. 19.00. Nauðungaruppboð önnur saia á neðangreindum fasteignum fer fram í dómsal embættisins í Gránugötu 4-6 fimmtudaginn 7. maí 1992: Aðalgata 28A og B, Siglufirði, þingl. eign Leós R. Ólasonar, eftir kröfu inn- heimtumanns ríkissjóðs, kl. 14.00. Eyrargata 8, Siglufirði, þingl. eign Sæmundar Bj. Áreh'ussonar, eftir kröfti Þórðar Gunnarssonar hrl. og innheimtumanns ríkissjóðs, kl. 14.10. Mjóstræti 1, Siglufirði, þingl. eign Jóns Sigurðssonar, eftir kröfu Islands- banka hf., innheimtumanns ríkissjóðs og Landsbanka íslands, kl. 14.30. Suðurgata 24, efri hæð og ris, Siglu- firði, þingl. eign Leós Ólasonar, eftir kröfú innheimtumanns ríkissjóðs, kl. 14.40._____________________________ Túngata 8, Siglufirði, þingl. eign Hild- ar Gunnarsdóttur, eftir kröfti Ólafs Gústafssonar hrl. og innheimtumanns ríkissjóðs, kl. 14.50. Túngata 10B, e.h., Siglufirði, þingl. eign Sigurðar Friðfinns Haukssonar, eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands, Kristjáns Ólafssonar hdl., bæjarsjóðs Siglufiarðar og Áma Páls- sonar hdl., kl. 15.00. BÆJARFÓGETINN Á SIGHMffll í Hörgárdal, og Albína Pétursdóttir, húsfreyja. Börn Sigurjóns og Ragnheiöar: Stella Margrét, f. 3.12.1935, tann- fræðingur, maki Ingvar Jónasson, víóluleikari, þau eiga þijú börn; Jón Sæmundur, f. 25.11.1941, fyrrver- andi alþingismaður, maki Birgit Henriksen, þau eiga eina dóttur. Systkini Sigurjóns: Kristján, f. 4.12.1910, setjari í ísafold og Leiftri; Andrés, f. 10.9.1913, d. 1.10.1929; Sigurlaug, f. 25.3.1915, d. 1916. Hálf- bróðir Siguijóns, sammæðra: Eirík- ur J.B. Eiríksson, f. 27.8.1924, starfs- maður Akureyrarbæjar, maki Rósa Pálsdóttir kennari, þau eiga einn son. Foreldrar Siguijóns voru Sæ- mundur Jón Kristjánsson, f. 16.10. 1883, d. 30.8.1915, útvegsbóndi í Lambanesi og víðar, og Herdís Jón- asdóttir, f. 30.7.1889, d. 14.2.1938, húsfreyja og verkakona. Ætt Sæmundur var sonur Kristjáns Jónssonar, bónda í Lambanesi í Fljótum, og konu hans, Sigurlaugar Sæmundsdóttur. Foreldrar Krist- jáns voru Jón, bóndi að Hóh í Svarf- aðardal, og Gunnhildur Hahgríms- dóttir, bónda að Stóru-Hámundar- stöðum, Þorlákssonar, danneborgs- manns frá Skriðu í Hörgárdal. Með- al niðja systkina Kristjáns eru Jón Loftsson, kaupmaður í Reykjavík, Jóhann G. Möher, fyrrv. bæjarfuh- trúi á Siglufirði, Bjöm Sigurbjörns- son, skólastjóri á Sauðárkróki, og Kristján Rögnvaldsson, skipstjóri á Siglufirði. Foreldrar Sigurlaugar voru Sæmundar Jónsson, bóndi að Felh í Sléttuhhð, og kona hans, Björg Jónsdóttir, Eiríkssonar, prests að Undirfelli í Vatnsdal, af Djúpadalsætt, en kona hans var Björg Vídalín, systir Ragnheiðar, ömmu Einars Benediktssonar skálds. Á meðal systkina Bjargar í Felh voru Herdís frá Kjörvogi, ætt- móðir Páls Ásgeirs sendiherra, Tryggva bankastjóra og Herdísar ritstjóra; Katrín á Barði, ættmóðir Þuríðar Pálsdóttur söngkonu og Katrínar Ejeldsted borgarfulltrúa; Margrét, móðir Jóns Þorlákssonar, fyrrv. formanns Sjálfstæðisflokks- ins. Herdís var dóttir Jónasar Stefáns- Sigurjón Sæmundsson. sonar, bónda í Minni-Brekku í Fljót- um, Sigurðssonar, frá Fossum í Svartárdal, og Önnu Jónsdóttur, bónda á Brúnastöðum í Fljótum, og Guðrúnar Einarsdóttur, prests á Knappstöðum, en Guðrún á Kvía- bekk, systir hennar, var amma Dav- íðs Stefánssonar, skálds frá Fagra- skógi. Sigurjón og kona hans, Ragnheið- ur Jónsdóttir, vonast til að sjá sem flesta vini og vandamenn að Hótel Höfn á Siglufirði í dag kl. 17-19. Til hamingju með afmælið 5. maí 90 ára 70 ára 50 ára Olgeir Jónsson, Magnús Þ. Torfason, Jósefína Friðriksdóttir, Höskuldsstöðum, Reykdælahrepp i. Bergstaðastræti73,Reykjavik. _ JónS. Guðmundsson, Stuðlaseh 27, Reykjavik. ívar Sigmundsson, 85 ára Ljósvahagötu 22, Reykjavík. Friðrik Bjarnason, Bröttuhlíð 3, Akureyri. Guðmundur Benediktsson, Hhf II, Torfunesi, Isafirði. Garða Jónsdóttir, 40 ára Hörgi, Svalbarðsstrandarhreppi. Jörfabakka 12, Reykjavík. Valdimar Steinar Jónasson, 75 ára 60 ára Núpabakka 7, Reykjavík. Elín Jósefína Hansen, Sigríður Guðmundsdóttir, Hringbraut 47, Reykjavík. Oddlaug Valdimarsdóttir, Kópavogsbraut 47, Kópavogi. Ólafur Jónsson, Bamaskóla Gaulveija, Gaulverja- bæjarhreppi. Barmahhð5, Sauöárkróki. Hörður Stefánsson, Stapasíðu 11D, Akureyri. Konráð Eggertsson, Túnbrekku 2, Kópvogi. Gullbrúðkaup Bjöm Friðriksson og Hlað gerður Oddgeirsdóttir Björn Friðriksson og Hlaðgerður Oddgeirsdóttir, Blikahólum 6, Reykjavík, eiga gullbrúðkaup í dag en þau gengu í hjónaband á Hlöð- um á Grenivík árið 1942. Starfsferill Björn er fæddur 2.9.1918 og starf- aði í áratugi hjá Kaupfélagi Norð- ur-Þingeyinga þar sem hann var m.a. útibússtjóri. Hlaðgerður er fædd 22.1.1921 og starfaði lengst af hjá Jökh hf. og Fiskiðju Raufar- hafnar, auk þess sem hún sinnti heimihsstörfum. Bjöm og Hlaðgerður bjuggu á Raufarhöfn 1942-1992 en hafa verið búsett í Blikahólum frá því í febrú- ar sl. Þau hafa tekið virkan þátt í félagslífi í gegnum tíöina og voru m.a. félagar í kór Raufarhafnar- kirkju frá 1943 og fram th þess tíma er þau fluttu í höfuðborgina. Fjölskylda Böm Björns og Hlaögerðar: Frið- rik, f. 1.5.1943, sjómaður, maki Hugrún Hermannsdóttir, þau era búsett á Raufarhöfn og eigafjögur böm, Önnu, Bjöm, Hermann og Þorvald Frey; Oddgeir, f. 10.9.1944, húsgagnasmiður, maki Fanney Sæmundsdóttir, þau era búsett í Keflavík og eiga fiögur böm, Bjöm, Hlaðgerði, Brynju og Ömu; Skjöld- ur Vatnar, f. 9.3.1947, kennari, maki Sigríður Sigurðardóttir, þau era búsett í Reykjavík og eiga einn son, Rúrik Vigni; Björgólfur, f. 8.7. Björn Friðriksson og Hlaðgerður Oddgeirsdóttir. 1949, útgerðarmaður, maki Kol- brún Stefánsdóttir, þau eru búsett á Helhssandi og eiga tvær dætur, Birgittu og Brimrúnu; Þorbjörg, f. 6.1.1953, starfsmaður Flugleiða, maki Óttar Strand Jónsson, þau era búsett í Keflavík og eiga tvo syni, Börk Strand og Darra Strand; Aðalheiður, f. 7.5.1957, sjúkraliði, maki Bjartmar Pétursson, þau eru húsett í Hafnarfirði og eiga fiögur börn, Sigríði Önnu, Friðmar, Eyþór og Örvar; Amheiður, f. 7.5.1957, nuddari, hún er búsett í Reykjavík og á tvö böm, Bríet Konráðsdóttur og Breka Konráðsson; Edda Hrafn- hildur, f. 26.1.1959, verslunarstjóri, hún er búsett í Reykjavík. Bjöm og Hlaðgeröur eiga sjö barnabama- börn. Systkini Björns á lífi: Guðni; Friðný. Hálfsystkini Björns, sam- mæðra, á lífi: Guðmundur Einars- son; Friðrik Einarsson; Signý Ein- arsdóttir; Björg Einarsdóttir. Systkini Hlaðgeröar á lífi: Alma; Aðalheiður; Jóhann Adolf; Kristján Vemharður; Fanney; Margrét; Sig- ríður; Hákon; Björgvin. Foreldrar Björns voru Friðrik Guðnason frá Hóh á Melrakka- sléttu í Presthólahreppi og Þor- björg Bjömsdóttir, frá Sveinunga- vík á Melrakkasléttu í Presthóla- hreppi en þau bjuggu á á síðar- nefnda staðnum. Foreldrar Hlað- gerðar voru Oddgeir Jóhannsson frá Saurbæjargerði í Grýtubakka- hreppi og Aðalheiður Kristjáns- dóttir frá Végeirsstöðum í Fnjóska- dal en þau bjuggu á Hlöðum á Grenivík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.