Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1992, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1992, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1992. Gróðurhúsaplast Hollensk gróðurmold Höfum fyrirliggjandi gróðurhúsaplast í eftir- farandi breiddum: 8 m, 9,2 m og 10 m, lengd á rúllu 50 m. Hollensk gróðurmold, tilbúin til notkunar, í 50 lítra pokum. Efnaver hf., Réttarhálsi 2, s. 91-676939 OPIÐ HÚS Opið hús verður í Félagsheimili SVFR föstudaginn 8. maí. Húsið opnað kl. 20.30. Dagskrá: * Veiðihorfur sumarið 1992: Guðni Guðbergsson frá Veiðimálastofnun flytur. * Hljómlist: Haukur Sveinbjarnarson. * Glæsilegt happdrætti. Fræðslu- og skemmtinefnd SVFR. Tilkynning frá gatnamálastjóra um hreinsunardaga í Reykjavík vorið 1992 Sérstakir hreinsunardagar verða laugardagarnir 9. og 16. maí og verða ruslapokar afhentir í hverfastöðvum gatnamálastjóra. Eftir hreinsunardagana munu starfsmenn Reykjavík- urborgar fara um hverfi borgarinnar og hirða upp poka og rusl. Til að auðvelda fólki að losna við rusl eru gámar á eftirtöldum stöðum: Ánanausti móts við Mýrargötu. Sléttuvegi í Fossvogi. Sævarhöfða móts við Malbikunarstöð. Gylfaflöt austan Gufunesvegar. Jafnasel í Breiðholti. Gatnamálastjórinn í Reykjavík Hreinsunardeild. Reykjavík, 4. maí 1992 Utlönd Áhorfendastúkan á leikvanginum í Bastia er nú rústir einar. Stúkan, sem reist var til bráðabrigða, hrundi alveg og þúsundir manna féllu til jarðar. simamynd Reuter Mikil reiði á Korsíku eftir slysið á leikvanginum í Bastíu: Sökudólgunum verður að refsa - heimildum ber ekki saman um hvort 10 eða 26 eru látnir „Það verður að refsa þeim sem eru sekir í þessu máli. Það var ekki rétt- lætanlegt að hrófla upp nýrri stúku á einni viku til að geta selt þúsundum manna aðgang að leikvangi sem var of lítiil," sagði Bemard Tapie, ráð- herra í frönsku stjóminni og eigandi knattspymuliðs Marseille, um slysið mikla á knattspymuleikvanginum í Bastía á Korsíku. Mikil reiði er á Korsíku vegna slyssins. Þar er því haldiö fram að eigendur knattspymuliðsins á staðn- um hafi ætlað sér að græða stórfé á leiknum gegn Frakklandsmeisturum Marseilie með því að selja 18 þúsund fleiri mönnum inn á leikinn en sæti eru fyrir. í þessu skyni var reist aukastúka fyrir 10 þúsund manns. Heimildum ber ekki saman um hve margir eru látnir eftir slysið á þriöju- dagskvöldið. Heimamenn segja að 26 séu þegar látnir en stjómvöld í París halda fast við að 10 séu látnir. Lækn- ar á Korsíku segja að sumir hinna slösuðu muni ekki lifa af og því hði nokkur tími þar til endanlegar tölur um manntjón verða birtar. Um 70 áhorfenur em alvarlega slasaðir. Nokkrir þeirra hafa lamast eftir um 20 metra fall úr efstu sætum áhorfendastúkunnar. Alls hlutu um 700 manns meiri eða minni sár. Franska stjómin hefur heitiö því að málið verði rannsakað opinber- lega og þeir dregnir fyrir dóm sem bera ábyrgð á því hvernig fór. Ljóst er að ekki var gengið nægilega tryggilega frá áhorfendastúkunni sem reist var til bráðabirgða. Áhorfendur fundu að hún hreyfðist þegar þeir komu upp á pallinn og hnoðnaglar í grind hans féllu til jarð- ar meðan fólkið var að koma sér fyr- ir. Þá var mikil stemning á pallinum fyrir leikinn og bylgjuhreyfing myndaðist þegar fólkið stappaði í takt. Reuter AUKABLAÐ Garðar og gróður Miðvikudaginn 13. maí nk. mun aukablað um garða og gróður fylgja DV. Þar veröur fjallað um helstu vorverkin í garðinum ogýmsar leiðbeiningar fyrir garðeigendur. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hið iyrsta í síma 63 27 22. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 7. mai. ATM.! Bréfasimi okkar er 63 27 27. Verkföllin í Þýskalandi: Viðræður fóru út um þúfur Verkfall opinberra starfsmanna í Þýskalandi er nú á ellefta degi eftir að samningaviðræður milli launþega og atvinnurekenda fóru út um þúfur í gærkvöldi. Stærsta verkalýðsfélag opinberra starfsmanna, ÖTV, og viösemjendur þess frestuðu fundi þegar komið var fram á kvöld og sögöust ætla að halda áfram könnunarviðræðum í dag. Verkfóllin hafa nú staðið í tíu daga og hafa þau valdið mikilli röskim í landinu. Sorp heldur áfram að hrannast upp á götum borganna og miiljónir bréfa liggja óflokkaðar á pósthúsum. Algjör ringulreið hefur einnig ríkt á flugvöllum landsins og jámbrautarstöðvum. Talsmaður ÖTV sagði aö 320 þús- und manns yrðu í verkfalli í dag og aögeröum yrði haldið áfram þar til samningar næðust. Aðaláherslan verður lögð á verkfall við sorphirðu um allt land. Þegar samningafundur hafði staðið yflr í tvær klukkustundir í gær án þess að neitt þokaðist í samkomu- lagsátt var gert fjögurra tíma fundar- Monika Wulf-Mathies, formaður stærsta verkalýðsfélags opinberra starfsmanna i Þýskalandi, sagði að deiluaðilar hefðu ekkert að segja hverjir við aðra. Simamynd Reuter hlé. Þegar viðræður hófust að nýju stóðu þær aðeins í nokkrar mínútur. „Við stóðum hlið við hlið og höfð- um ekkert að segja hverjir við aðra,“ sagði Monika Wulf-Mathies, formað- ur ÖTV. Samningamenn hins opinbera sögðu fyrir viðræðumar að þeir ætl- uðu að leggja fram nýtt tilboð. Eftir fundinn vísaði aðalsamningamaður ríkisins því á bug að ósætti meðal vinnuveitenda hefði komið í veg fyr- ir að það væri gert. Launþegar fara fram á 9,5 prósenta kauphækkun en vinnuveitendur hafa boðið 4,8 pró- sent. Sáttasemjari mælti með 5,4 pró- senta launahækkun í síðasta mán- uöi. Verkfallsaðgerðum var aflýst á flugvöllunum í Frankfurt, Stuttgart, Berlín og Munchen en umferð um flesta aöra velli var takmörkuð, þar á meðal Köln, Hannover og Dussel- dorf. Á almennum vinnumarkaði er einnig fariö að hitna í kolunum. í gær lögðu 105 þúsund starfsmenn í málmiðnaði niður vinnu um stund- arsakir til að leggja áherslu á kröfur sínar um 9,5 prósenta launahækkun. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.