Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992.
5
Fréttir
Hæstiréttur dæmir bónda til að greiða 15 þúsund króna sekt:
S.D.M.O.
RAFSTÖÐVAR
Hélt áfram að kveikja eld
Hæstiréttur hefur dæmt bónda í
landi Sléttu í Reyöarfirði til greiðslu
15 þúsund króna í sekt fyrir brot á
lögum um sinubruna og meðferð elds
á víðavangi. Hann var einnig dæmd-
ur til að greiða samtals um 80 þúsund
króna málskostnað í héraði og fyrir
Hæstarétti.
Þann 11. maí 1990 var lögreglu til-
kynnt um sinuelda á túnum norðan
Sléttuár í Reyðarfirði. Þegar lögregl-
an hafði tal af bóndanum kvaðst
hann vita allar reglur um sinubruna
en sagðist reka búskap eftir sínu
höfði - ekki eftir því sem lögreglu
fyndist. Þegar bónda var tilkynnt að
slökkvilið væri á leiðinni sagði hann
það í góðu lagi og hélt áfram að
kveikja elda. Hann kvaðst eiga mikið
land eftir til að brenna - hann myndi
halda áfram um nóttina ef hann fengi
ekki frið til þess þennan dag.
Tveimur dögum síðar, 13. maí, kom
lögreglan aftur að bónda við sinu-
bruna. Þá sagði hann hann lögreglu
að hann væri að hefja búskap eftir 3
ára hlé, hann yrði að brenna sinuna
af túnunum núna enda hefði tæki-
færi ekki gefist til þess fyrr vegna
snjóalaga. Slökkvilið kom og slökkti
eldinn.
Gafst upp „á vitleysunni“
15. maí komu menn enn að bóndan-
um við sinubruna. Slökkviliðsstjór-
inn á Reyðarfirði sagði þá við lög-
reglu að fyrir nokkrum dögum hefði
hann verið að slökkva sinueld hjá
umræddum bónda. Hann sagði bónd-
ann þá hafa gengið um í skjóli reyks
og kveikt í sinunni jafnóðum og
brunaverðir slökktu. Slökkviliös-
stjóri kvaðst tregur til að standa aft-
ur í slíkri vitleysu enda væri starf
brunavarða ólaunað áhugamanna-
starf á Reyðarfirði.
í janúar 1991 bauð ríkissaksóknari
bóndanum dómssátt, það er sektar-
greiðslu, vegna málsins. Bóndinn
hafnaði sáttinni. Var þá gefin út
ákæra og hún send héraðsdómara
Austurlands. Fyrir dómi viður-
kenndi bóndinn að hafa brennt sinu
í umrædd skipti. Hann bar jafnframt
að hafa eftir fyrsta atvikið talað við
sýslumann en verið synjað um að
kveikja sinuelda.
Skorið niður vegna riðu
Ástæðuna fyrir sinubrununum
kvað bóndinn vera þá að árið 1988
þurfti hann að skera niður fé vegna
riðuveiki. Sumurin 1988 og 1989
hefðu túnin við bæinn verið óslegin,
fyrst og fremst vegna rigninga. Bónd-
inn sagði að vegna samnings við
sauðfjárveikivarnir, varðandi niður-
skurð á fé og nýtingu á túnum, heföi
hann verið skyldugur til að halda
túnunum við með því að slá þau eða
brenna sinu úr þeim. Úr því að fyrri
kosturinn var úr sögunni hefði bónd-
inn því þurft að brenna túnin sumar-
ið 1990 til aö geta nýtt þau það ár.
Héraðsdómur sakfelldi bóndann.
Dómurinn taldi hins vegar rétt að
fresta ákvörðun um refsingu og félli
hún niður að 2 árum liðnum héldi
bóndinn almennt skilorð. Þessu undi
bóndi ekki og áfrýjaði til Hæstarétt-
ar. Hæstiréttur staðfesti sakarmat
héraðsdómsins en taldi rétt að gera
bóndanum að greiða 15 þúsund
króna sekt til ríkissjóðs. 5 daga varð-
hald kemur í stað sektarinnar verði
hún ekki greidd innan 4ra vikna frá
birtingudómsins. -ÓTT
ISLENSKUR 111 Cl IM
IÐNAÐUR H|||| ’SUN ÍVERKI
íslenskur iðnaður bygglr á hugsun og
þekklngu. Hug og hönd er beitt í hverju
verki, smáu og stóru. Hugvlts- og haglelksmenn í
Eigum til afgreiðslu rafstöðvar
frá 2,2 kW til 6 kW, bæði
bensín og dísil
Verðfrá kr. 76.083,-
Hg®!©© gl
Skeifunni 11 d. sími 686466
Matargjafiráveg-
umborgarinnar?
„Niðurstaðan varð sú að þaö varð
samkomulag um það í borgarráði að
efni tillögunnar yrði tekið til umfjöll-
unar í félagsmálaráði,“ sagði Alfreð
Þorsteinsson, borgarfulltrúi og flutn-
ingsmaður tillögu um skýli fyrir úti-
gangsfólk í Reykjavík.
í meginatriðum gerir tillágan ráð
fyrir að komið verði upp aðstöðu í
Reykjavík þar sem bágstaddir gætu
komið og þegið mat. Alfreð sagði að
það væri alltaf ákveðinn hópur sem
hefði þörf fyrir slíkt skýli. Þetta væri
fólk sem aðlagaðist ekki kerfinu og
þó að það fengi peninga þá væri þeim
eytt í eitthvað annað og fólkið gengi
hungrað um götumar.
Að sögn Alfreðs hafa tveir söfnuðir
borgarinnar rætt um að veita þjón-
ustu af þessu tagi og væri það mögu-
leiki að Reykjavíkurborg ræki skýlið
í samvinnu við kirkj una. -GHK
Iðnaðl gegna mikllvagu hlutverki í íslenskrl
mennlngu. Iðnaðurlnn harfnast hæfileikafólks.
Stöndum saman og styrkjum verkmenntun í
landlnu. Veljum íslenska framleiðslu og eflum
atvlnnulíf okkar.
ÍSLAND ÞARFNAST IÐNAÐAR.
LANDSSAMBAND
IÐNAÐARMANNA
Samtök atvlnnurekenda i Iðnaðl