Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992. 59 Afenæli Helga Hannesdóttir Helga Hannesdóttir, bama- og ungl- ingageölæknir, til heimilis aö Trönuhólum 18, Reykjavík, verður fimmtug á morgun. Starfsferill Helga fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá MR1962, cand. med. et. chir.-prófi frá HÍ1969 og stundaði sérfræðinám í almennum geðlækningum og bamageðlækningum við Strong Memorial Hospital, University of Rochester 1971-74. Hún hefur verið sérfræðingur við bama- og ungl- ingageðdeild Landspítalans frá 1980. Helga var formaður Félags barna- geðlækna frá stofnun þess 1980-84, sat í stjóm Geðlækriafélagsins 1987-91, sat í fræðslunefnd lækna- ráðs Landspítalans 1975-78, var ráðsmaður í Bamaverndarráði ís- lands 1983-87, var formaður skóla- nefndar Fósturskóla íslands 1985-89, situr í stjórn rannsóknar- hóps norrænna barnageðlækna fyr- ir hönd íslands frá 1986, er vara- formaður Bemskunnar, íslands- deildar OMEP-samtakanna, frá 1990. Fjölskylda Helga giftist 31.10.1964 Jóni G. Stefánssyni, f. 10.1.1939, yfirlækni við geðdeild Landspítalans. Hann er sonur Stefáns Sigurjónssonar, sem er látinn, og Aðalbjargar Jónsdóttur húsmóður. Böm Helgu og Jóns era Aðalbjörg, f. 12.8.1966, héraðsdýralæknir á ísafirði; Hannes Valgarður, f. 1.6. 1969, laganemi við HÍ, og er unnusta hans Stella Ingvarsdóttir, lækna- nemi við HÍ; Valgerður Björg, f. 4.5. 1975, nemi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Systkini Helgu eru Leifur Hannes- son, f. 13.1.1930, byggingaverkfræð- ingur, kvæntur Áslaugu Stefáns- dóttur og eiga þau þrjár dætur; Val- gerður Hannesdóttir, f. 20.7.1931, húsmóðir, gift Ólafl Ólafssyni og eiga þau þrjú böm; Lína Hannes- dóttir, f. 14.9.1935, gjaldkeri, gift Hilmari Pálssyni og eiga þau þrjá syni. Foreldrar Helgu voru Hannes Guðmundsson, f. 25.2.1900, d. 27.5. 1959, læknir í Reykjavík, og kona hans, Valgerður Björnsdóttir, f. 24.5. 1899, d. 27.1.1974, húsmóðir. Ætt Hannes var sonur Guðmundar, læknaprófessors og alþingismanns í Reykjavík, bróður Jóns, b. á Brún, langafa Guðrúnar Vgnarsdóttur og Ástríðar Thoraren, en. Annar bróð- ir Guömundar var ’áll, b. á Guð- laugsstöðum, faðir Halldórs búnað- armálastjóra og B. örns á Löngu- mýri. Páll var afi I áls þingfokks- formanns og langafi Hannesar Hólmsteins. Guðmundur var sonur Hannesar, b. á Eiðsstööum, Guð- mundssonar, alþingismanns á Guð- laugsstöðum, Arnljótssonar. Móðir Hannesar á Eiðsstöðum var Elín Amljótsdóttir af Skeggsstaðaætt. Móðir Guðmundar prófessors var Halldóra Pálsdóttir, b. á Hvassa- hrauni, Jónssonar. Móðir Hannesar læknis var Karó- lína Sigríður Margrét ísleifsdóttir, prests á Stað í Steingrímsfirði, Ein- arssonar. Móðir ísleifs var Guðrún Guðmundsdóttir, prests á Kálfa- tjörn, bróður Þorvalds í Holti, langalangafa Vigdísar forseta og Matthíasar, skálds og Morgunblaðs- ritstjóra. Guðmundur var sonur Böðvars, prests í Holtaþingum Högnasonar prestafoður. Móðir Karólínu var Gróa Sveinbjörnsdótt- ir. Uppeldisbróðir Valgerðar Bjargar var Jón Sólnes alþingismaður. Val- gerður Björg var dóttir Björns, b. í Tjarngarðshorni í Svarfaðardal, bróður Snorra, skólastjóra og síðar námsstjóra, fóöur Snorra flugstjóra, Jóhannesar yfirflugmanns og Hauks ritstjóra. Bjöm var sonur Sigfúsar, b. í Brekku, Jónssonar, b. Helga Hannesdóttir. í Syðra-Garðshomi, Jónssonar. Móðir Sigfúsar var Guðlaug Gunn- laugsdóttir. Mpðir Björns var Anna Sigríður, dóttir Bjöms Björnssonar, b. á Gmnd, og Ingigerðar Jónsdótt- ur. Móðir Valgerðar Bjargar var Lilja Daníelsdóttir, b. á Tjarngarðshorni, Jónssonar, b. í Miðkoti, Jónssonar og Guðrúnar Gunnlaugsdóttur. Móðir Lilju var Guðrún, dóttir Jóns Guðmundssonar, b. í Litlakoti, og Ragnhildar Árnadóttur. Helga og Jón taka á móti gestum að Suðurlandsbraut 22,3. hæö, á morgun milli klukkan 17.00 og 19.00. Guðmundur Jónsson Guðmundur Jónsson, Nausta- hvammi 20, Neskaupstað, er sextug- urídag. Starfsferill Guðmundur fæddist á Hallsstöð- um á Fellsströnd í Dalasýslu. Hann stundaði búskap í Túnsgarði á Fells- strönd 1952-79 og í Skógum í sama hreppi 1979-91 er hann brá búi og flutti til Neskaupstaðar. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 14.9.1956 Ester Kristjánsdóttur, f. 11.6.1938, frá Efri-Múla í Saurbæjarhreppi, húsmóður. Hún er dóttir hjónanna Kristjáns Jóhannssonar, f. 5.12. 1901, d. 9.11.1970, og Valgerðar Hannesdóttur, f. 10.4.1898, sem nú dvelur á dvalarheimilinu Barma- hlíðáReykhólum. Böm Guömundar og Esterar eru Jón, f. 28.6.1956, búsettur á Hrafns- eyri í Amafirði, kvæntur Helgu Bjömsdóttur ogeigaþau þrjú böm; Valgeir Kristján, f. 7.4.1958, búsett- ur í Neskaupstað, kvæntur Elísabet Birgisdóttur og eiga þau þrjú böm; Friðjón, f. 25.3.1959, b. í Svínaskógi á Fellsströnd, en sambýhskona hans er Kristín Heiðbrá Sveinbjömsdótt- ir og eiga þau tvær dætur; Garðar Hlíðar, f. 16.5.1962, búsettur í Reykjavík, og á hann tvö böm; Mar- ía Kristín, f. 9.4.1965, búsett í Reykjavík, og á hún tvær dætur í sambýh með Jóni Helga Eiðssyni; Guðni Hannes, f. 20.10.1972, í for- eldrahúsum. Bræður Guðmundar era Hilmar, f. 9.7.1933, búsettur í Kópavogi, kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur og eiga þau þrjá syni; Einar Hólm, f. 20.10.1936, b. á Hallsstöðum; Krist- inn, f. 9.8.1948, búsettur í Búðardal, og á hann þrjá syni; Svanur, f. 29.6. 1950, búsettur á Akranesi, kvæntur Halldóra Daníelsdóttur og á hann þijú börn. Foreldrar Guðmundar: Jón Guð- mundsson, f. 19.1.1909, d. 7.4.1979, b. á Hahsstöðum, og kona hans, Jó- fríður Einarsdóttir, f. 5.3.1907, sem nú býr hjá Einari syni sínum. Ætt Jón var bróðir Guðmundar, fóður Péturs, körfuboltamanns hjá Tinda- stóh. Jón var sonur Guðmundar, bróður Sigurbjargar, langömmu Þorgeirs Astvaldssonar dagskrár- gerðarmanns, Svavars Gestssonar alþingismanns og ömmu Friðjóns sýslumanns, föður Þórðar, forstjóra Þjóðhagsstofnunnar. Guömundur var sonur Jóns, b. í Skógum, Jóns- sonar. Móðir Jóns í Skógum var Ingveldur á Hahsstöðum Þorkels- dóttir, b. í Knarrarhöfn, Þorkelsson- ar, á Hömram í Hraunhreppi (Laga- Móra), Sigurðssonar. Móðir Guð- mundar á Breiðabólstað var Salome Þorsteinsdóttir, b. á Leysingjastöð- um, Helgasonar, b. á Leysingjastöð- um, Jónssonar, b. á Skarfsstöðum, Guðmundur Jónsson. Guðmundssonar, b. í Sælingsdal, Péturssonar. Móðir Jóns á Skarfs- stöðum var Sólveig Ásgeirsdóttir, prests í Tröllatungu, Einarssonar. Móðir Jóns á Hallsstöðum var Kristín Jónasdóttir, b. í Köldukinn, Magnússonar, b. í Arnarbæli, Magnússonar. Móðir Kristínar var María Ólafsdóttir. Móðir Maríu var Ingibjörg Oddsdóttir. Móðir Ingi- bjargar var Þuríöur Ormsdóttir, hreppstjóra í Fremri-Langey og ætt- foður Ormsættarinnar, Sigurðsson- ar. Jófríður var dóttir Einars, b. í Vogi, Guðbrandssonar, b. í Vogi, Einarssonar, b. á Kýrunnarstöðum, Einarssonar. Móðir Einars í Vogi var Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, b. í Knarrarhöfn, Jónssonar, b. í Skál- holtsvík, Hjálmarssonar, prests í Tröllatungu og ættföður Trölla- tunguættarinnar, Þorsteinssonar. Móðir Jófríðar var Hólmfríður Ágústa Bjömsdóttir, b. á Ytra-Felh, Ólafssonar, b. á Hlaðhamri, Bjöms- sonar, b. á OrraStöðum, Björnsson- ar. afmælið 9. maí 90 ára Guðmunda Sigurðardóttir, Kleppsvegi 64, Reykjavík. 85 ára Oddfríður Erlendsdóttir, Háteigsvegi 50, Reykjavík. 80 ára Jóhanna Ámadóttir, Hhðarási 2, Mosfellsbæ. 50 ára Hannes Haraldsson, Hofteigi 19, Reykjavík. Edith María Óladóttir, Heiðargarði 18, Keflavík, Gunnar Friðriksson, Víöigrund 24, Sauðárkróki. Guðmundur Jóhannesson, Hjallaseli l, Reykjavík. Jenný L. Einarsdóttir. Aðalgötu 5, Keílavík, áður tilheimilisað Suðurgötu 16, Keflavík. Fyrri maður Jennýj- arvarEinar Ilaukur Jóns- son en hann lést!935. Seinni maour nennar var Ámi Þorsteinsson skipstjóri sem lést 1986. Jenný tekur á móti gestum sunnu- daginn 10.5. í Safnaðarheinúlinu Innri-Njarðvík klukkan 16.00. 60 ára Friðjón Eyþórsson, Grænumýri 12, Akureyri. 40ára____________________ Ósk Sigmundsdóttir, Reykjanesvegi 56, Njarðvík. Svanhvít Kristjánsdóttir, Árnanesi Ih, Nesjahreppi. Jóhannes Bárðarson, Hverafold 66, Reykíavík. Margrét Barðadóttir, Úthhö 12, Reykjavík. Anna Magnúsdóttir, Reynigrund 31, Kópavogi. Hreinn Ómar Sigtryggsson, Klapparbergi 13, Reykjavík. Eggert Vaiur Þorkelsson, Bogahlíð 24, Reykjavík. Jóhann Frímaim Stefánsson, Þórunnarstræti 132, Akureyri. Margrét V. Þórðardóttir, Vestursíðu 2 C, Akureyri. | Petnr Þor Jonasson Pétur Þór Jónasson sveitarstjóri, Brekkutröð 3, Eyjafjarðarsveit, er fertugurídag. Starfsferill Pétur fæddist á Akureyri en ólst upp á Skriðuklaustri og í Fellabæ á Héraði. Hann lauk stúdentsprófl frá MH1972, varð búfræðikandidat frá Hvanneyri 1977 og lauk M.Sc-prófi í landbúnaðarverkfræði frá Sænska Búnaðarháskólanum í Uppsölum 1983. Pétur Þór var ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands 1977-79, stundaði rannsóknir við Sænska búnaðarháskólann 1979-82, var kennari á Hvanneyri 1982-84 og á sama tíma við rannsóknir þar, var ráöunautur viö Tölvudeild Búnað- arfélags íslands 1984-86 og forstöðu- maður deildarinnar 1986-91, var stundakennari á Hvanneyri 1984-91 og hefur verið sveitarstjóri í Eyja- íjarðarsveit frá 1991. Fjölskylda Pétm- Þór kvæntist 3.1.1976 Freyju Magnúsdóttur, f. 19.5.1956, ljósmóð- ur og hjúkrunarfræðingi. Hún er dóttir Magnúsar Einarssonar, hif- reiðastjóra í Reykjavík, og Hólm- fríðar Guðrúnar Sveinsdóttir, starfsmanns á Borgarspítala. Dætur Péturs Þórs og Freyju era Guðrún Gígja, f. 9.3.1975, nemi í MA, og Hrefna Hrund, f. 13.4.1986. Sonur Péturs Þórs frá því áður er Davíð, f. 28.7.1972. Systkini Péturs Þórs: Hreinn Jón- asson, f. 13.10.1933, rafmagnstækni- fræðingur í Reykjavík og forstöðu- maður Rafmagnsdehdar Hitaveitu Suðumesja, kvæntur Sigríði Halb- laub og eiga þau þijú böm; Erla Jónasdóttir, f. 15.3.1936, símavörður á EgUsstöðum, gift Ármanni Magn- ússyni og á Erla eina dóttur. Foreldrar Péturs: Jónas Péturs- son, f. 20.4,1910, fyrrv. alþingismað- ur, og kona hans, Anna Jósafats- dóttir.f. 11.4.1910, d. 1.1.1984, hús- freyja. Ætt Jónas er sonur Péturs, b. á Hrana- Pétur Þór Jónasson. stöðum, Ólafssonar, b. á Stokka- hlöðum, Jónssonar. Móðir Jónasar var Þórey Helgadóttir frá Leifsstöð- um, systir Einars í Gróðrastöðinni og Sveins, afa Bjöms Bjömssonar bankastjóra. Móðir Þóreyjar var Kristbjörg Einarsdóttir, systir Sig- ríðar, ömmu Kristjáns frá Djúpa- læk. Ommusystir Þóreyjar var Sig- ríður í Laufási, móðir Þórhahs bisk- ups og VUhjálms á Rauðará. Anna var dóttir Jósafats Guð- mundssonar, b. í Krossanesi í Skagafirði, og Ingibjargar Jóhanns- dóttur. Þorsteinn Julius Þorsteinsson Þorsteinn Júhus Þorsteinsson, Kirkjustræti 2, Reykjavík, er sex- tugurídag. Starfsferill Þorsteinn fæddist í Reykjavík en ólst upp í Staðarsveit og Fljóta- hverfi. Hann stundaði nám við Handíða- og myndlistaskólann, við Listaháskólann í Ósló, auk þess sem hann var skamma hríð við hstnám í París og Genf. Hann skrifaði um myndhst í Tímann 1973-74. Þor- steinn veiktist 1964 og var lengst af vistmaður á Ási í Hveragerði 1964-83. Fjölskylda Þorsteinn kvæntist 16.9.1954 Ge- orgine Sedlaseck, f. 1935, ljósmóður, en þau shtu samvistum. Þau eignuðust son er lést nokk- urravikna. Systur Þorsteins: Ólína Guðrún, Þorsteínn Júllus Þorsteinsson. Pálína Guðbjörg og Olga Gunnhild- urKristín. Foreldrar Þorsteins: Þorsteinn Sigurður Ólason bifreiðastjóri, og Júhana Ágústa Gísladóttir, bæði látin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.