Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992. Astrid Lindgren. Emil og Astrid Sýningar á Emil í Kattholti fara nú aö nálgast 50. Um helgina verða tvær sýningar á Stóra svið- inu í Þjóðleikhúsinu. Líklega eru ekki margir bama- bókahöfundar í heiminum sem hafa náð viðlíka vinsældum og Astrid Lindgren. Böm um allan heim þekkja bækur hennar um Emil í Kattholti, Línu langsokk, Bömin í Ólátagarði og Bróður minn Ljónshjarta. Astrid þekkti að minnsta kosti einn raunverulegan Emil og sá átti systur sem hét Ida en þau voru systkini móður Astridar. Emil og Ida í raunveruleikanum voru þvi talsvert eldri en Astrid sjálf. Kannski hefur móðir Astridar sagt henni sögur af systkinum sínum og sú htla hefur geymt þær í huganum. Leikhús í dag Emil í Kattholti. Þjóðleikhúsið í dag kl. 14. • » * * * I ISllS!!! ■■ Faller fararheill Með skerandi öskri henti hin 29 ára gamla Elvita Adams sér niður frá útsýnistumi Empire State byggingarinnar sem er á 86. hæð. Öskrið heyrðist enn nokkr- um sekúndum síðar frá nánast sama stað því að uppstreymið hafði feykt henni upp á 80 cm syllu nokkrum fetum neðar. Henni var bjargaö inn um gluggann og varð ekki meint af stökkinu. Blessuð veröldin Sjaldan er ein báran stök Atvinnulausi hstamaðurinn John Helms lenti í svipuðum vandræðum með sína sjálfs- morðstilraun. Eins og Elvita kastaði hann sér út úr Empire State byggingunni, uppstreymið tók hann í fallinu og feykti hon- um upp á nákvæmlega sömu syhu og Elvita hafði lent á. Eftir aö hafa staðið á syhunni agndofa í eina og hálfa klukkustund klifr- aði hann inn um glugga og kom'st inn í öryggið. Lögreglan tók manninn í sálfræðirannsókn. Fram í rauðan dauðann Þriðja skráða tilfeUið um sjálfs- morðsthraun, þar sem viðkom- andi lendir í uppstreymi, er frá 1946. Charles Vogel henti sér fram af, lenti í uppstreymi og hafnaði á syUu litlu neðar. En Vogel var ákveðinn maður og syllan varð því aðeins viðkomu- staður hjá honum því hann stökk aftur fram af og tókst því að fyrir- fara sér. Léttskýjað SV-lands Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fýrir léttskýjuðu og um þremur vind- stigum. Hiti verður tvö til fimm stig um hádaginn en gert er ráð fyrir vægu næturfrosti. Á landinu er gert ráð fyrir bjart- viðri sunnan- og vestanlands en dá- litlum éljum á Norðausturlandi. Kalt verður áfram, víða næturfrost en aht aö 8 stiga hiti syðst á landinu um hádaginn. Veðrið í dag Á sunnudag er búist við hægviðri og bjartviðri um mestaht landið, ef tíl vhl smáéljum við norðaustur- ströndina. Á mánudag er spáð hæg- viðri og bjartviðri norðanlands og austan en heldur vaxandi austanátt suövestanlands þegar hður á daginn og þykknar upp. Kalt báða dagana og víöa næturfrost. Veðrið á hádegi í gær: Akureyri léttskýjað 1 Egilsstaöir snjóél 0 Keila víkurflugvöUur léttskýjað 3 Kirkjubæjarklaustur léttskýjaö 6 Rauíarhöfn alskýjað -2 Reykjavík léttskýjað 3 Vestmannaeyjar léttskýjað 4 Bergen skýjað 6 Helsinki skýjað 12 Kaupmannahöfn skúr 10 Ósló skúr 11 Stokkhólmur léttskýjað 14 Þórshöfh skýjað 4 Amsterdam skýjað 12 Barcelona mistur 20 Berlín rigning 17 Feneyjar heiðskirt 23 Frankfurt skýjað 20 Glasgow haglél 9 Hamborg skúr 9 London hálfskýjað 13 Lúxemborg skýjað 10 Madrid léttskýjað 22 Malaga léttskýjað 22 MaUorca léttskýjað 25 Nuuk léttskýjað -1 París skýjað 15 Róm heiðskírt 22 Valencia mistur 24 Vín skýjað 22 Púlsinn: Scobie, Pollock- bræður Vinir Dóra leika á Púlsinum kvöld. Góðir gestir koma fram með þeim félögum en það eru Richard Scobie og bræðumir Mick og Daní- el Pohock. Þessir þrír hafa ahir veriö áberandi í íslensku tónlistar- lifi síðustu ár en þeir eiga það allir sameiginlegt að rekja ættir sínar til Bandaríkjanna. Richard var lengst af í hljómsveitinni Rikshaw en Pohock-bræður voru báöir í hJjómsveitinni Utangarðsmönnum ásamt Bubba Morthens. Scobie mun m.a. flytja nýtt lag eftir sig sem heitir Hate to see you Söngvarinn Richard Scobie. cry og er á nýrri hljómplötu sem hann er með í sraíðum og auk þess mun hann taka nokkra vel valda blúsa. Mick og Danni ætla að ein- beita sér aö blúsnum. Skemmtanalffiö Annars verður fyrri hluti kvölds- ins tileinkaður úrslitakvöldinu í Eurovision-söngvakeppninni. Stóru sýningartjaldi verður komið fyrir á sviöinu og hljóðiö tengt inn á hljóökerfi Púlsins. 61 Paul Newman. Paul Newman Paul Newman er með reyndari leikurum vestanhafs. 1987 var hann útnefndur til óskarsverð- launa fyrir leik sinn í Peninga- litnum (The Color of Money). Áður hafði hann veriö útnefndur til óskarsverðlauna sex sinnum og tvisvar fengið óskarinn eftir- sótta. í fyrra lék hann í myndun- um Blaze og Fat Man and Little Boy. Newman leikur aðalhlutverkið í nýrri mynd sem Regnboginn hefur tekið til sýningar en hún heitir Herra og frú Bridge. Mynd- in hefur fengið ágætis dóma gagnrýnenda. Newman hefur farið inn á nýjar brautir í seinni tíð og hann hefur verið mjög áberandi í ahs kyns góðgerðarstarfsemi, þar hefur hæst borið hið fræga vörumerki hans, Newmans Own, en ágóði af þeirri starfsemi rennur óskipt- ur í ýmis góðgerðarmál. Herra og frú Bridge fjallar um hjónaband og lífshlaup fólks af efri mihistétt í Bandaríkjunum upp úr 1930. Bíóíkvöld Nýjar kvikmyndir Herra og frú Bridge. Regnboginn. Út í bláinn. Saga-bíó. Refskák. Háskólabíó. Skehum skuldinni á vikapiltinn. Bíóhöllin. Mitt eigið Idaho. Laugarásbíó. Krókur. Stjömubíó. Gengið Gengisskráning nr. 86. - 8. maí 1992 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 58,510 58,670 59,440 Pund 105.502 105,791 105,230 Kan. dollar 48,789 48,922 49,647 Dönsk kr. 9,2774 9,3027 9,2683 Norsk kr. 9,1809 9,2060 9,1799 Sænsk kr. 9,9414 9,9686 9,9287 Fi. mark 13,2002 13,2363 13,1825 Fra. franki 10,6464 10,6755 10,6290 Belg. franki 1,7423 1,7471 1,7415 Sviss. franki 38,7227 38,8286 38,9770 Holl. gyllini 31,8517 31.9388 31,8448 Vþ. mark 35,8528 35,9509 35,8191 It. líra 0,04763 0,04776 0,04769 Aust. sch. 5,0958 5,1097 5,0910 Port. escudo 0,4299 0,4311 0,4258 Spá. peseti 0,5730 0,5746 0,5716 Jap. yen 0,44157 0,44278 0,44620 Irskt pund 95,752 96,013 95,678 SDR 80,8351 81,0561 81,4625 ECU 73,6378 73,8391 73,6046 Slmsvari vegna gengisskráningar 623270. Fyrsta torfærukeppni ársins verður haldin 1 dag. Keppnin hefst stundvislega kl. 14 í Jós- epsdal. Þetta er Norðurlanda- keppni en tveir bhar koma frá Svíþjóð. Seinna í sumar munu svo níu bhar fara héðan th Sví- þjóðar. Íþróttiríkvöld Jósepsdalur er stórbreyttur frá því svæði sem fólk er vant því stórvirkar vinnuvélar hafa verið að hamast þar viö að móta brekk- umar í nær ókleifar torfærur. Þaö má þvi búast við skemmti- legri keppni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.