Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992.
11
Vísnaþáttur
í síðasta þætti mínum birtist vísa
sem Vilhjálmur Benediktsson í
Brandsskarði norður í landi orti á
þeim árum sem Dalakofi Davíðs
Stefánssonar, skálds frá Fagra-
skógi, var vinsælastur. Það kvæði
birtist fyrst í annarri bók höfund-
arins sem út kom 1922. En mest var
það sungið á hörðustu kreppuár-
unum er hinn ágæti söngvari og
sveitungi höfundarins, Hreinn
Pálsson, hafði fundið við það erlent
dægurlag, held ég, og gerði enn
frægara en ella, ef unnt hefði verið.
Þáttastjóri var þá á barnsaldri og
mikill aðdáandi skáldsins og æ síð-
an. En þess minnist ég að mér
fannst jöfur vor skjóta yfir markið.
Þarna fór rómantíkin að margra
dómi fram úr öllu hófi. Þetta voru
mikil fátæktar- og hörmungarár.
En Davið átti eftir að yrkja margt
betra og merkilegra. Skáldskapur
og veruleiki eiga ekki alltaf sam-
leiö. En komum nú að efninu. Dótt-
ir höfundar þeirrar vísu sem ég
birti í leyfisleysi í síðasta þætti, 30.
apríl, hringdi og sagði: „Faðir minn
var fátækur barnamaður og vinur
hans dáðist að Dalakofa Davíðs. Þá
orti hann vísu sem flaug víða.“ En
dóttirin er ekki ánægð með orða-
lagið. Efnislega er vísan rétt en hún
hefur á vörum fólks tekið smá-
breytingum sem að dómi þátta-
manns eru til bóta. Mörgum hættir
til að ofhlaða áherslulitlum höfuð-
stöfum og stuðlum í vísur sem fram
er kastað af góðri hagmælsku. Um
þetta ræddi ég einmitt í öðru sam-
hengi. Svona vill dóttirin hafa vís-
,',Aumt er að borða úr einni skel
og eiga fátt til vina.
En sælt er að vera saddur vel
og syngja um fátæktina."
Sannleikans vegna er rétt aö geta
þess, þó raunar óþarft sé, að þótt
Davið Stefánsson kæröi sig ekki
um að vera öreigaskáld var hann
alla tíð samúðarmaður fátækra og
þeirra sem minnimáttar voru. En
hann var þó framar öðru höfðingja-
sinni og hafði ekki skap til að sýn-
ast annað en hann var. Hann var
skáld rómantísku og hetjudýrkun-
ar. í einkalífi og hst og í hvaða
stöðu og starf sem okkur er skipað,
erum við börn uppeldis og upp-
runa. Davíð orti um konuna sem
kynti ofninn og um verkamanninn
þreytta sem þurfti að fá að sofa.
En þeir sem hann orti svo um
brostu eða jafnvel hlógu. Öðru
máli gegndi þegar Davíð lýsti kjör-
um sveitafólksins og skáldbóndans
á Bólu sem skar stafi sína í tóman
ask.
Davíð Stefánsson 1891-1964, f. að
Fagraskógi við Eyjafjörð, og
kenndi sig við þann bæ. Borgara-
legt starf hans var að vera for-
stöðumaður viö Amtsbókasafnið á
Akureyri. Gaf út níu ljóðabækur á
árunum 1919-64, tíunda bókin kom
að honmn látnum 1966. Ennfremur
leikritin Munkarnir á Möðruvöh-
um 1925, Gullna hliöið ’41, Vopn
guðanna ’44, Landið gleymda ’56,
skáldsagan Sólon Islandus I-II1940
RAUTT LJÓS
RAUTT LJOSJ
og ritgeröasafnið Mælt mál 1963.
Ennfremur heildarútgáfur ljóð-
anna. Hér eru tekin nokkur stutt
kvæði og stökur úr „Síðustu ljóð“,
lokabindi í heildarsafni Helgafells-
útgáfunnar, á ljóðum skáldsins.
Óskastund
Ég bið um þá líkn í Utla stund,
sem ljóðinu flugið veitir,
bræðir klakann úr kaldri lund
og kvölum í söngva breytir.
Týnd er sú veröld, sem var mér
kær
og vorlaufið græna bliknað.
En mörg hefur stjarna mild og
skær
í móðunni bláu kviknað.
Varla hræðist sá veðraský,
sem vorið í fjarska eygir.
Stráin hrökkva í stormagný,
sem stórviðinn aöeins sveigir.
Þó veturinn herði vilja sinn
og vofur um hjarnið sveimi,
þá glæðir þaö innsta muna minn,
sem mest er í þessum heimi.
Þeir kunna að finna karlmanns-
lund
í kveðjusöngvunum mínum,
sem aldrei dreymir um óskastund
í ormagarðinum sínum.
í Gunnarshólma
Mikinn hleif hefur Markarfljót
úr moldarbökkum skorið.
Grimmdin brýnir hin gömlu spjót,
en gammarnir teygja sporið.
Þó storki mér örlög stór og hörð
þá stöðva ég fákinn ólma.
Fögur er hlíðin, fósturjörð,
en fegurst úr Gunnarshólma.
Ég kýs ekki far á knerri þeim,
sem Kolskeggur á að lenda.
f fylgd með Gunnari fer ég heim
til fólksins á HUðarenda.
Þú ert ung
Þú ert ung, og þú ert skír,
og þú ert ægifógur.
í þér búa ævintýr
og íslendingasögur.
Fyrir eitt þitt bhðubros
bæri ég harm í hljóði,
breiddi þér að fótum flos
fágað mínu blóði.
Tveir þorskar
Tveir þorskar.mættust í myrkum
hyl.
- Hér er mjúkt, hér er alltaf lygna.
Víst er gaman aö vera til
og vera hæf til að hrygna.
- Margt hef ég numið á langri leið
og látið að þínum gælum.
En hörð er sú kvöð að klekja skreið
í kjaftinn á heimskum þrælum.
Einvera
Þó öðrum gangi aUt í vil,
má enginn sköpum renna,
og suma brestur trúnað til
að treysta heitum kvenna.
En það er stundum þeirra vörn,
sem þúsundimar gleyma,
að geta elskað aUra börn
í einverunni heima.
Hér eru loks tvær stökur úr Síð-
ustu ljóöum:
1.
Fer ég enn um farinn veg,
fýsir síst til baka.
En heim í Vatnsdal vildi ég
vagni mínum aka.
2.
Gott er enn að grisja beð,
gera eld í rjóðri.
En iUgresi skal eyða með
öðram betra gróðri.
Jón úr Vör,
Fannborg 7, Kópavogi
STORFELLD
VERDIÆKKUN!
100 NÝIR OÍLAR Á SÉKTILRODI
SKOOA FAVORIT1992 - SKEMMTILEGA ODYR
SHOOH
Skoda Favorit er glæsilegasti og vandað-
asti bíll sem Skoda-verksmi&jurnar hafa
framleitt til þessa. Nú eiga Þjóðverjar
hlut í verksmiðjunum enda ber bíllinn
þess greinileg merki; Skoda hefur öðlast
mun evrópskara yfirbragð og eiginleika
en áður. Þrátt fyrir það færðu nýjan
Skoda Favorit á sama verði og gamall,
notaður bíll fæst á, eða frá aðeins
498.500,- krónum. Það eru góð og
skynsamleg kaup í nýjum og glæsi-
legum Skoda Favorit. Ef þú ert í bílahug-
leiðingum skaltu skoða Skoda Favorit,
- áður en þú gerir nokkuð annað.
JOFUR
NYBYLAVEGI 2 • SIMI 42600