Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992. ick'A DV-myndbandalistmii Kvikmyndin um hljómsveitina The Commitments leysir af hólmi Terminator 2 í fyrsta sætinu en sú mynd hefur verið þaulsaetin þar. Annars er mjög rólegt yfir listanum. Gamanmyndin Soapdish stekk- ur að vísu beint i fimmta sætið og gæti ógnað The Commitments á toppnum i næstu viku. Your Ufe (2) The Commítments (3) Regarding Henry (I) Terminatoril (5) Toy Soldier w (4) (7) (8) (6) (15) The Sheltering Sky (9) Quigley down under (II) The Hard Way 13 (10) Cyrano de Bergerac 14 (12) Lionheart 15 (■) To Catch a Killer Ung í anda Raunir Danaprinsins HAMLET Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Franco Zefferelli. Aóalhlutverk': Mel Gibson, Glenn Close, Alan Bates, Paul Scofield og Helena Bonham-Carter. Bandarísk, 1990 -sýningartími 130 mín. Leyfð öllum aldurshópum. Það kom mörgum á óvart á sínum tíma þegar það fréttist að Mel Gib- son ætlaði sér að leika Hamlet í mynd Franco Zefferelli, en þá var Gibson nýbúinn að öðlast miklar vinsældir fyrir leik sinn í hasar- myndum á borð við Lethal Weap- on. Þótti Gibson tefla ferh sínum í tvísýnu þar sem hlutverk Hamlets þykir eitt það erfiðasta sem leikari kemst í tæri við. Hamlet er aftur á móti mjög eftirsótt hlutverk og því skiljanlegt að hann skyldi taka áhættuna. Og þeir sem gagnrýndu ákvörðun Gibsons mest hafa ábyggilega ekki séð leik hans í ástr- ölsku kvikmyndinni Tim, þar sém hann lék vangefinn mann, og fékk mikið hrós fyrir. Það kemur reynd- ar í ljós að Mel Gibson stendur al- veg jafnfætis Glenn Close, Alan Bates og Paul Scofield sem öll eru þekktir túlkendur á klassísk leik- verk. Er túlkun Mel Gibson á Ham- let mikill leiksigur fyrir hann og hefur örugglega ekki haft neikvæð áhrif á leikferil hans. Óþarft er aö fara í gegnum sögu- þráðinn svo þekktur sem hann er. Því meiri ástæða að nefna aðra leikara þá sérstaklega Alan Bates og Paul Scofield sem leika bræð- urna, Scofield, kónginn fóður Ham- lets sem bróðir hans lætur myrða og giftist síðan móður Hamlets. Þessir tveir leikarar eru sérlega góðir og er unun að heyra þá fara með textann. Glenn Close er góð í hlutverki móður Hamlets, þó sam- leikur þeirra sé kannski ekki alveg eins og best verður á kosið. í þeim átökum hefur Mel Gibson betur. Það er svo Helena Bonham-Carter sem leikur Ófelíu og gerir það vel, en persónan er og verður alltaf hálfóskiljanleg. ítalski leikstjórinn Franco Zeffer- elli hefur einbeitt sér að klassísk- um verkum og leikstýrt með mikl- um ágætum bæði óperum og klass- ískum leikverkum. Tvær Shake- spearemyndir, The Taming of the íhringiðuglæpa LEATHER JACKETS Útgefandi: Biómyndir. Leikstjóri: Lee Drysdale. Aðalhlutverk: D.B. Sweeney, Bridget Fonda og Cary Elwes. Bandarísk, 1991 - sýningartími 90 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Leather Jackets íjallar um þrjú ungmenni sem hafa lent á villigöt- um. Claudi (Bridget Fonda) er laus- lát stúlka sem þó innst inni er róm- antísk og þráir að komast í farsælt samband við mann og koma um leið reglu á líf sitt. Einn elskhugi hennar er Dobbs (Cary Elwes), of- beldisfullur og samviskulaus þrjót- ur sem níðist á þeim sem hann umgengst. Einn vina hans er Mick- ey (D.B. Sweeney) allt önnur mann- gerö sem heldur sig aö mestu rétt- um megin við lögin. Mickey er hrifin af Claudi og seg- ist tilbúinn að sjá fyrir henni og giftast henni. Claudi sér í Mickey þann mann sem hún gæti hugsað sér að eyða ævinni með. Þau ákveða að flytja til annarrar borg- ar. Rétt í þann mun sem þau eru að leggja af stað kemur Dobbs til þeirra líkamlega sár eftir aö hafa lent upp á kant við aðra glæpa- menn. Þau sjá aumur á honum og taka hann með, en það hefðu þau betur látið ógert. Söguþráðurinn í Leather Jackets er mjög dramatískur en einhvem veginn fær maður aldrei samúð með persónunum eða áhuga á þéim. Örlög þeirra skipta því litlu máh. Myndin er ágætlega leikin, sérstaklega er það Bridget Fonda sem gerir hlutverki sínu góð skil. -HK Hefndarþorsti HELL HATH NO FURY Útgefandi: Bergvik hl. Lelkstjóri: Thomas J. Wright. Aðalhlutverk: Barbara Eden og Loretta Swit. Bandarísk, 1991 - sýningartfml 100 mfn. Bönnuð börnum Innan 16 ára. í Hell Hath no Fury takast leik- konumar Barbara Eden og Loretta Swit á í miklum andlegum sem og líkamlegum átökum. Leikur Swit geðbilaða konu sem drepur eigin- mann Eden þegar hún getur ekki notið hans sjálf. Hún reynir síðan að koma morðinu á eiginkonuna. Þegar það heppnast ekki drepur hún vinkonu hennar og lætur líta svo út sem eiginmaðurinn og vin- konan hafi verið elskendur. Leikkonumar tvær sýna báðar ágætan leik en söguþráðurinn er flatur og handritið illa skrifaö, auk þess sem aðrir leikarar standa þeim stöllum langt að baki. Eins og svo oft með myndir sem lítið er lagt í er aðdragandinn að lokaatrið- inu allt of langur, sem og lokaatrið- ið sjálft. Dettm- því sú spenna niður sem myndast hafði um miðbik myndarinnar. THE ANTAGONISTS Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjórl: Rob Cohen. Aðalhlutverk: David Andrews og Lauren Holly. Bandarisk, 1991 - sýningartími 89 min. Bönnuð börnum innan 12 ára. The Ántagonists er fyrirrennari sjónvarpsþáttaraðar sem ég veit því miður engin nánari deili á. Fjallar myndin um tvo lögfræðinga sem starfa hvor sínum megin við borðið. Jack Scarlett er verjandi sem tekur að sér öll þau mál sem vekja áhuga hans, hvort sem skjól- stæðingurinn er saklaus eða sekur. Þykir hann mjög fær og hafði sem kennari eitt sinn komið illa fram við einn nemanda sinn, Gretchen, sem einmitt er nú orðin lögfræð- ingur hjá saksóknaranum. Mynd- ast strax spenna milli þeirra þar sem hún er ákærandi konu sem sökuð er um að hafa myrt elskhuga sinn og Scarlett er verjandi hennar. The Antagonist hefur klassíska umgjörð og ef þáttaröðin heppnast jafn vel og þessi byijunarmynd sem er bæði spennandi og skemmtileg með endi sem kemur á óvart þá verður gaman að fylgjast með framhaldinu. Mel Gibson i hlutverki Hamlets Danaprins. Shrew og Romeo and Juliet, liggja eftir hann, báðar vel heppnaðar. Ósjálfrátt fer maður að bera Ham- let við aðra nýlega mynd gerða eft- ir leikriti Shakespeare, Henry V., í leikstjóm Kenneth Brannagh, og verður mynd Brannaghs að teljast betri þótt vissulega sé mikið varið í Hamlet Zefferellis. -HK ★★ CHANCE OF A LIFETIME Útgefandl: Myndform. Aðalhlutverk: Betty White, Leslie Niels- en og Ed Begley jr. Bandarfsk, 1991 - sýningartimi 92 mfn. Leyfð öllum aldurshópum. Allir þeir sem fylgjast með þátta- röðinni Klassapíur á Stöð tvö ættu að kannast við leikkonuna Betty White sem leikur eina af flórum konum sem búa saman. í Change of a Lifetime leikur White ekkju sem lifir fyrir fyrirtæki manns síns sem hún stjómar af miklu öryggi og festu svo öllum sem umgangast hana þykir nóg um. Þegar ekkjan kemur til læknis síns í hefðbundna læknisskoðun kemur í ljós að hún er haldin ólæknandi sjúkdómi og á aðeins sex mánuði ólifaða. Hún lít- ur í eigin barm og kemst að því að þaö er margt annað hægt að gera síðustu mánuðina sem hún á ólif- Ste % pSÍÉiigp Ite «n. iit áiiSsíds IIií ISWM Þegar til Mexíkó er komið fer sú ' gamla að sletta úr klaufurium, hitt- ir mann á sama aldri sem verður hrifinn af þessari „djörfu" konu en veit ekkert um ástæðuna fyrir áræði hennar. Þegar ekkjan er loks farin að njóta lífsins hringir lækn- irinn og segir að ekkert sé að henni. Lætur hún sig þá hverfa hiö fljót- asta og heldur að allt sé gleymt, en elskhugi hennar er ekki á því að láta hana sleppa. Chance of a Lifetime er létt og hugljúf kvikmynd sem sýnir okkur að rómantíkin getur blómstrað á hvaða aldri sem mannskepnan er. Betty White og Leslie Nielsen eru alveg mátuleg huggulegt eldra fólk til að gera persónumar trúverðug- ar. Helsti galli myndarinar er mátt- laust handrit sem er uppfullt af ofnotuðum klisjum. -HK aða en þræla sér út. Hún tilkynnir því undirmönnum sínum að hún ætli sér í frí til Mexíkó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.