Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 22
22 LAUGAKDAGUR 9. MAÍ 1992. Sérstæð sakamál Kampavín og morð Neil og Amanda á brúökaupsdaginn. Irene og Pete. Pete Tompkins leit svo á að kvöldinu væri ekki betur varið en með vinum á krá við öldrykkju og píiukast. Og venjuiega urðu glösin íimm eða sex áður en hann hélt heim á leið. Draumur Amöndu Maskels í lífinu var aftm- á móti hjónaband og böm. Pete og Amanda höfðu búið sam- an á Englandi í tvö ár en þrátt fyr- ir það hafði Pete ekki beðið hennar enn. Amanda var orðin tuttugu og sjö ára og Pete þrítugur svo hún var þeirrar skoðunar að ekki væri lengur eftir neinu að bíða fyrir þau. Haustkvöld eitt árið 1986, er þau sátu heima, kom hún því beint að efninu. En svar Petes var neikvætt. „Þið konur eruð allar eins,“ sagði hann. „Þið krækið í mann og um leið og þið haldið aö þið hafið náð föstu taki byrjið þið að tala um brúðkaup og böm. Hvaö er að því að lifa eins og við gerum? Ef þér feliur það ekki þá veistu hvar dyrn- ar eru.“ Út að skemmta sér Þegar Pete hafði sagt þetta stóð hann upp, tók frakkann sinn og fór út. Amanda sat hugsi um hríð en ákvað síðan að fara á diskótek. Þar hafði hún ekki verið lengi þegar hún hitti Nefi Costner. Þegar kvöldið var á enda bauö hann henni út. Hann sagði að hún gæti sjálf vahð það kvöld sem henni hentaði best. Hún valdi því næsta fóstudagskvöld því hún vissi að þá yrði Pete á fastakránni sinni að kasta pílum með vinum sínum. Hún hlakkaði til að sjá svipbrigð- in á Pete þegar hún segði honum að henni hefði verið boðið út. En hann virtist ekki taka fréttina um það nærri sér: „Skemmtu þér þá vel. Ég kem líka seint heim svo þú skalt ekki vaka eftir mér.“ Neil hafði keypt blóm handa henni og hann fór með hana á dýrt veitingahús og hældi henni fyrir hve vel hún liti út. Var öll fram- koma hans eins ólík því sem hún átti að venjast hjá Pete og hugsast gat. En í hennar augum var Neil þó bara meðal til að gera Pete af- brýðisaman. Fast samband Amanda kom heim um miðnætti en þá var Pete ekki kominn heim. Og hann kom ekki fyrr en klukkan fjögur um nóttina. Þegar Amanda ætlaði að setja skyrtuna hans í óhreina tauið daginn eftir sá hún að það var varalitur á henni. Þá tók hún saman fóggur sínar og yfirgaf íbúðina. Neil varð nú sá sem hún var með í nær öllum frístundum sínum. Og ekki leið á löngu þar til Amöndu kom til hugar að léti hún Pete halda að henni væri alvara með Neil bæði hann hana um að koma aftur til sín. En það var ekki að sjá að Pete hefði miklar áhyggjur af sam- bandi þeirra Amöndu og Neils. Amanda tók því bónorði Neils og tæpu ári eftir að þau kynntust gengu þau í hjónaband. Sýndi Pete engin sérstök viðbrögð við fréttinni um að brúðkaup væri fyrir dyrum. Amanda fór að sjá eftir því að hafa gifst Neil í sjáífri brúðkaups- ferðinni. Hann var að vísu ákaflega hugsulsamur en henni fannst hann ekki vera þaö sem eiginniaður ætti að vera. Hún var því mjög glöð þegar Pete hringdi til hennar Skömmu efdr að hún var komin heim. „Eina stúlkan sem..." Þegar þau Pete og Amanda höfðu ræðst viö í símanum um hríð sagði hann: „Þú verður að fyrirgefa að ég skuh ekki hafa hringt fyrr til að óska þér til hamingju, en þú veist hvemig ég er. Hvemig er að vera gift?“ Amanda gætti þess að láta ekki bera á neinni óánægju og svaraði: „Þú ættir að prófa það sjálfur!" Pete svaraði á þann hátt að það var sem blásið hefði verið í gamlar glæður. „Ég hafði svo sem hugsað um það en eina stúlkan sem ég hefði haft áhuga á að kvænast giftist öðrum manni.“ Þetta samtal varð til þess þau fóru að hittast. Amanda lét skrá sig í leikfimitíma svo að hún hefði af- sökun fyrir því að vera að heiman á hveiju fimmtudagskvöldi og af og til hitti hún Pete einnig á öðmm dögum, einkum þegar Neil var í viðskiptaferðum. Mánudag einn, rnn ári eftir að þau Neil giftu sig, þurfti hann skyndilega að fara að heiman á vegum fyrirtækisins sem hann vann þjá og greip Amanda þá tæki- færið til að fara heim til Petes. Glöð og ánægð kom hún við í vínbúð og keypti flösku af kampavíni. En það kom ekki til þess aö þau drykkju hana saman þetta kvöld. Þegar Pete hafði boðið Amöndu inn fyrir gekk skyndilega stúlka fram úr baðherberginu, klædd bað- slopp einiun fata. Óvænttíðindi Pete lét sér hvergi bregða og kynnti stúlkumar hvora fyrir ann- arri. „Irene, þetta er Amanda. Amanda, þetta er Irene." Irene tók vinsamlega í hönd gestsins. „Já, Pete hefur sagt mér svo mikið um þig,“ sagði hún. Amanda fékk ekki séð að þetta yrði skemmtilegt kvöld en hún lét þó ekki á neinu bera. Hún sat um stund og ræddi daginn og veginn en hélt svo sína leið. Daginn eftir hringdi hún til Petes og bað hann afsökunar á því að hún skyldi hafa komið óboðin og spurði hvort hún hefði komið honum í nokkurn vanda. Jafnframt spurði hún hve lengi hann hefði þekkt Ir- ene. Svarið féll henni ekki: „Ég hef þekkt hana í um það bil ár og hef í huga að kvænast henni áöur en langt um líður. Það eina slæma við það, Amanda, er að það verður erfitt fyrir okkur að halda áfram þessu sambandi okkar.“ Síðasta heimsóknin Orðin „þessu sambandi okkar“ komu ákaflega illa við Amöndu. Sem fyrr reyndi hún að dylja til- finningar sínar og sagöi: „Það er ágætt aö heyra að þú skulir ætla að kvænast. Geymdu kampavínið. Ég kem á fimmtudagskvöldið." Það fyrsta sem Amanda tók eftir þetta fimmtudagskvöld var að kampavínsflaskan var ekki sú sem hún hafði keypt. Sú sem Pete kom fram með var ódýrari. Pete og Irene hlutu því að hafa drukkfð hina. Amanda lét þó sem ekkert væri, skálaði rólega við Pete og fór síðan með honum inn í svefnherbergi til síöasta ástarleiksins. Að honum loknum gekk Pete fram í baðherbergið til að fara í sturtu. Þá fór Amanda og sótti beittan steikarhníf sem hún hafði tekið með sér að heiman. Hún lagð- ist aftur á rúmið og þegar Pete kom og lagðist við hlið hennar á ný reis hún skyndilega upp og stakk hann í bijóstið. Árásin kom honum svo á óvart að hann náði ekki að verja sig. Amanda gekk síðan sjálf fram í baðherbergið, fór í sturtu og þvoði af sér blóðið. Á eftir fór hún fram í svefnherbergið, klæddi sig, fór og ók heim. Heimsóknin Hún varð ekki undrandi þegar rannsóknarlögreglumenn heim- sóttu hana kvöldið eftir. Hún hafði jú búið með Pete í tvö ár og það var eðlilegt að þeir kæmu til að spyrja hana um vini þeirra og ann- að sem gæti orðið til að upplýsa það sem gerst hafði. Henni brá hins vegar þegar hún var beðin að gera grein fyrir því hvar hún hefði verið kvöldið áöur. Hún kvaðst hafa verið í leikfimi- tíma og þegar hún hún var spurð að því hvenær hún hefði síöast hitt Pete Tompkins svaraði hún því til að hún hefði ekki séð hann frá því að hún gifti sig, ári áður. „Það er athyglisvert, frú Costner, því að konan, sem kom að Pete Tompkins látnum, Irene Peckham, hefur sagt okkur að hún hafi rætt við þig heima hjá honum á mánu- dagskvöldið var.“ Amanda fór nú að ræða um allar þær konur sem Pete hefði þekkt og umgengist. Irene hlyti að hafa ruglað henni saman við einhveija aðra konu. Amanda var nú beðin um að koma með á lögreglustöðina. Þar eð hún taldi að hún heföi geng- ið þannig frá í íbúö Petes að engin fingrafor fyndust þar af henni hafði hún ekkert á móti því að fingarfór hennar væru tekin. Mistökin Amanda beið róleg um hríð í bið- stofu sem henni var vísað í en svo kom lögregluþjónn sem hafði farið í heilsuræktarstöðina þar sem hún hafði sagst vera í leikfimi. Þar hafði honum verið sagt að hún hefði að vísu skráð sig í tíma fyrir all- nokkru en aldrei mætt. Skömmu síðar gátu svo tæknimenn rann- sóknarlögreglunnar skýrt frá því að þeir hefðu fundið fingrafór Amöndu á kampavínsglasi í íbúð Petes Tompkins. Er henni varð ljóst að sönnun lá fyrir um að hún hafði verið í íbúð- inni, þar sem morðið var framið, gerði hún játningu sína. Hún skýrði frá því að Pete hefði ekki viljað kvænast henni og hefði hún því ákveðið að giftast Neil Costner til að gera Pete afbrýðisaman. Þau hefðu síðan farið að vera saman á ný og þá hefði hún haldið aö þau myndu gifta sig þegar hún hefði fengið skilnað frá Neil. En svo hefði komið í ljós að Pete hefði ekki ver- ið nein alvara í þetta sinn heldur. Sagan var sögð í réttinum og þar sem ijóst var að um morð að yfir- lögðu ráði var að ræða voru kvið- dómendur ekki í neinum vafa um að Amanda væri sek. Þá varð það henni heldur ekki til framdráttar að hún skyldi hafa gengið í hjóna- band með Neil og nær strax farið að halda fram hjá honum til þess eins að reyna að ná í Pete. Amanda fékk þyngsta dóm sem lög leyfðu., Neil Costner sótti strax um skiln- að og fékk hann athugasemdalaust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.