Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 18
18 Veiðivon dv Veiðiþjónustan Strengir: Býðnr upp á veiðileyfi á fimm veiði- svæðum „Ég tel aö það sé þörf fyrir svona veiðiþjónustu eins og Strengi, enda erum við með fjölbreytt úrval af veiðiám og vötnum í boði,“ sagði Þröstur Elliðason hjá Veiðiþjón- ustunni Strengjum í vikunni. En þeir bjóða upp á veiðileyfi í Rangánum, Breiðdalsá, Kiðafellsá, Tangavatni og Galtalæk. Veiðiþjónustan Strengir er til húsa í nýbyggingu að Mörkinni 6 en þar mun verslunin Veiðivon verða opnuð næstu daga höfum við heyrt. En verslunin Veiöivon hefur verið lokuð núna í alllangan tíma. í Rangámar er veiðileyfi ódýrast 2000 þúsund en dýrast 19.000 þúsund, í Breiðdalsá er ódýrast 1800 til 7000 þúsund, í Kiðafellsá kostar hálfur dagur 6000 þúsund, svo eitthvað sé tínt til frá þeim í Veiðiþjónustunni Strengium þetta sumarið. -G.Bender Þröstur Elliðason t.v með veiðimanni á bökkum Rangánna með góða veiði. DV-mynd JJJ Hann Tómas Skúlason hefur hnýtt hundruð fiugna í vetur og árangur- inn kom í Ijós við Elliðvatn á fyrsta degi. DV-mynd G.Bender Þeir stóru veiddu en þeir yngri léku sér bara með fötuna sína, eins og hann Aron Leifsson gerði. Mannlíf vlð Elliðavatn Það em margir sem hafa lagt leið sína upp að Elliðvatni fyrstu dagana sem hefur verið opið. Flestir eru komnir til að veiða en margir til að skoða og svo einn og einn bara til að gera allt annað. Mannlífið við vatnið hefur verið fjölbreytt og veiðin er þónokkur. Veiðimenn eru sammála um að sil- ungurinn sé stærri og betur á sig kominn en oft áður í vatninu. Margir urriðar, tveggja og þriggja punda, hafa veiðst þessa fyrstu daga. -G.Bender LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992. Þjóðar- 'Wr'ir spaug DV Biðin Unglingsstúlka úr Reykjavík dvaldi í sumar sem leið á sveitabæ einum i Austur-Húna- vatnssýslu. Hún var áhugasöm um bústörfm og ákvað bóndi þvi að leyfa henni að prófa að mjólka kýmar. Þegar í fjósið kom settist borgarstúlkan „undir eina kúna“ og byrjaði að fitla við einn spen- ann. Eftir dágóða síund spurði bóndinn hana hvort hún ætlaði ekki að fara að mjólka. „Ég er nú bara að bíða eftir því, góði minn, að hann verði stíf- ur," svaraði stúlkan skætings- lega á móti, mjög svo hissa á van- kunnáttu bóndans í þessum efh- um. prests síns og bað hann um að skíra fyrir sig nýfætt bam. Þetta var reyndar ekld í fyrsta skipti sem maðurinn kom þessara er- inda, því aö presturinn hafði áður skírt ll böm fyrir þau hjónin. Þai* sem hjónin voru fátæk af verald- legum gæðum fannst prestinum ekki óviöeigandi að spyrja: „Ætlið þið hjónin nú ekki að fara aö hætta þessum barneign- um?“ Maðurinn var ekki á sama máli og svaraði: „Er það ekki rétt hjá mér að í Biblíunni standi einhvers staðar: Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina." „Jú, rétt er það,“ mælti prestur. „En það stendur hvergi skrifað í þeirri bók að þið hjónin eigið að gera þaö ein.“ Tengda- sonurinn Gömul kona á Sauðárkróki var eitt sinn spurð að því hvemig henni litist á tengdason sinn; „Ja, ef hann væri vettlingur, sem ég hefði sjálf prjónað, þá mundi ég umsvifalaust rekja hann upp,“ svaraði sú gamla ákveðin. Finnur þú fimm breytingar? 152 Þetta gengur ekki, herra minn, það er stranglega bannað aö skjóta hér á bensínstöðinni. Nafn:........ Heimilisfang. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: SHAJIP stereo ferðaútvarpstæki með kas- settu að verðmæti kr. 6.380 frá Hljómbæ, Hverfisg. 103. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.941. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Á elleftu stundu, Falin markmið, Flugan á veggnum, Leik- reglur, Sporlaust. Bækumar em gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 152 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað flmmtugustu og fyrstu getraun reyndust vera: I.Sunneva Helgadóttir Unufelli 29,111 Reykjavík. 2. Elínbjörg Þorbjarnardóttir Dvergholti 21, 270 Varmá. Vinningarnir veröa sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.