Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 52
ETT AS KOTS F R 62 ■ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreífing: Sími Frjálst,ohaö dagblaö LAUGARDAGUR 9. MÁi 1992. um misnotkun Hæstiréttur hefur sýknað fóður ungrar stúlku af sakargiftum um að hafa misnotað hana kynferðislega er hún var í umsjá hans tvo daga í mai árið 1990. Settur héraðsdómari í Sakadómi Skagafjarðarsýslu dæmdi manninn í 8 mánaða fangelsi en málinu var áfrýjað að ósk mannsins. Ríkissaksóknari krafðist þyngingar á refsingu. Þegar grunsemdir vöknuðu um að ekki hefði verið allt með feOdu var stúlkan, sem þá var 4ra ára, skoðuð hjá lækni. Áht hans var að kynferðis- leg misnotkun hefði átt sér staö. í kjölfarið var máhð kært tll lögreglu. Grunur lék á að misnotkunin hefði átt sér stað þegar stúlkan var ein með föðurnum í íbúð hans. í dómi Hæstiréttar segir að látið hafi verið sitja við þá læknisskoðun sem fyrir lá þegar kæra var lögð fram og að sérfræðingur heföi látið í ljós neikvætt álit um gildi þeirra upplýs- inga sem fram komu við skoðunina. Þá er þess einnig getið í dóminum að annmarkar hefðu verið á viðtali við bamið sem tekið var á Land- spítalanum - þar hefði fulltrúi frá 4I&RLR ekki verið viðstaddur. Meðal annars með hliðsjón af fram- ansögðu og eindreginni neitun fóður- ins, ófullkominni rannsókn á vett- vangi, sem leiddi ekkert neikvætt í ljós, og vitnum sem töldu ekkert óeðlilegt við framkomu barnsins var faðirinn sýknaður. Einnig fann Hæstiréttur aö því að læknirinn, sem skoðaði barnið, hefði ekki veriö sér- fræðingur - hann hefði ekki haft beina reynslu frá hliðstæðum tilvik- um. Dómurinn fann einnig að því að barnasérfræðingar, sem komu við sögu málsins, hefðu gengið út frá þvi sem gefnu að barnið hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. -OTT ÞRttSTUR 68-50-60 VANIR MENN LOKI Fyrst Svíarspá okkur botninum hljótum við að vinna! Kjaradeilan í álverinu í Straumsvík harðnar Hóta að loka álverinu beygjum við okkur ekki segir Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlifar „Viö höfum síðan i haust staðið í samningaþófi við ísal. Það er al- veg sama hvað mn er rætt, þeir hóta alltaf að loka álverinu og flytja starfsemina úr landi, ef við göngum ekki að öllum kröfum þeirra. Þetta er óþolandl. Við kunnum ekki við þessar sífelldu hótanir og senfium ekki undir slíkum þrýstingi. Við erum tilbúnir til samninga hvenær sem er en kreQumst þess aö hótun- um þeirra linni,“ sagði Sigurður T. Sigurðsson, formaður Verka- mannafélagsins Hlífar í Hafnar- firði, um kjaradeiluna í álverinu i Straumsvík. Vinnuveitendasambandið felldi miðlunartillögu rikissáttasemjara í kjaradeilunni í álverinu. Þórarinn V. Þórarinsson. framkvæmdastjóri VSÍ, sagði stjórn sambandsins hafa gert það að beiðni sfiórnenda ísal svo hægt væri að halda áfram samningum. Sigurður T. Sigurðsson var spuröur hvað tæki nú við eftir að VSÍ hefðí fellt miölunartillöguna: ,.Ég mun nú halda vinnustaða- fund með mínum félagsmönnum þar sem farið verður yfir stöðuna. Ég útiloka ekkert í framhaldinu.“ - Ertu að tala um verkfall? „Sá möguleiki hefm* verið rædd- ur og er inni í myndinni. Ég endur- tek að ég útiloka ekkert.“ - Forstjóriísalhefursagtaðbreyta þurfi kjarasamningum á þann veg að hann og aðrir yfirmenn fyrir- tækisins geti stjómað því. Núver- andi fyrirkomulag hindri það? „Auðvitað á hann að stjóma en það er enginn forstjóri á íslandi sem getur stjómað burtséð frá öllu og öllu. Menn verða beygja sig und- ir lög, reglugerðir og samninga í því landi sem þeir starfa. Ég get nefnt sem dæmi að í fyrirtæklnu eiga um 150 starfsmenn rétt á kaífi- tíma. Aðrir starfsmenn hafa selt fyrirtækinu kaffitima sinn. Nú vill fsal kaupa kaffitímana af þeim sem enn eiga rétt á þeim samkvæmt samningum. Við höfum bent á að það sé alfarið undir starfsmönnun- um sjálfum komið hvort þeir selja sína kaffitíma. Það kemur Hlif ekki við. En ísal krefst þess að félagið ákveðí að starfsmennirnir selji kaf- fitímana. Það kemur ekki til greina að sjálfsögðu. Þetta er svona eitt dæmi um kröfur þeirra í þessum samningum,“ sagði Sigurður T. Sigurðsson. -S.dór Tennishöll í Kópavogi Vigdis Finnbogadóttir, forseti íslands, sést hér ásamt hópi skólabarna sem gróðursettu birkiplöntur i gær í lundi við Selfoss á vegum Yrkju, sjóðs æskunnar til ræktunar landsins. Skógræktarfélag íslands hefur umsjón sjóðsins með höndum og skipuleggur framkvæmdir á hans vegum. - Sjá nánar á bls. 2. DV-mynd BG „Tennis er vinsæl íþrótt hér í Kópa- vogi. Þessi íþrótt verður lítt stunduð utandyra hér á landi og því ánægju- legt að einhver skuli vilja hýsa hana,“ segir Sigurður Geirdal, bæj- arstjóri í Kópavogi. Bæjarstjórn Kópavogs mun á þriðjudaginn kemur afgreiða lóðar- umsókn frá Tennishöllinni hf. Fyrir- tækið hyggst reisa fjögur þúsund fer- metra tennishöll með sex kepnis- völlum í Kópavogsdal. Bæjarráð hef- ur þegar fiallað um umsóknina og var henni vel tekið. Að sögn Sigurðar leituðu forsvars- menn Tennishallarinnar eftir fiár- stuðningi frá Kópavogsbæ til bygg- ingar hallarinnar, með óformlegum hætti þó. Slíkur stuðningur hefði hins vegar ekki verið til umræðu og því yrði höllin alfarið byggð á kostn- að eigendanna. Samkvæmt heimildum DV er áætl- aður kostnaður við tennishölhna um 100 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að byggingarframkvæmdum ljúki í ágústnæstkomandi. -kaa Veðrið á sunnudag og mánudag: Bjart hægviðrí en kalt A sunnudag er gert ráð fyrir hægviðri og bjartviöri um mestallt landið. Þó veröa ef til vill smáél við norðausturströndina. Á mánudag verður hægviðri og bjartviðri norðanlands og austan en heldur vaxandi austanátt suðvestanlandsþegar líöur á daginn og þá þykknar upp. Kalt verður báða dagana og víða næturfrost.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.