Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992. 25 Niðurstaða læknisskoðunar var lungnabólga í vinstra lunganu. „Það er ekkert að mér,“ sagði ungi maðurinn og kæfði hóstakjöltrið og reyndi að sýnast bæði sterkur og heilbrigður. Hann átti þó síðar eftir að liggja tvær vikur á spítala. Lungnabólga er algengur sjúkdómur og tíð dánarorsök hjá eldra fólki. Sjúkdómurinn einkenn- ist af skyndilegum veikindum, háum hita, hósta og uppgangi. Ungur maður með al- varlega lungnabólgu Þau höfðu hist á balli í vertíðar- lok. Hann var háseti á loðnubát en hún vann í frystihúsinu. Þau voru hæði innan við tvítugt, höfðu hætt í skóla að loknum 10. hekk og farið aö vinna. Á ballinu vönguðu þau síðasta dansinn, fóru heim í verbúð- ina og sváfu saman í fyrsta sinn. Að sex mánuðum liönum voru þau farin að búa og innan þriggja ára áttu þau tvö böm. Hann fór að vinna á verkstæði en hún afgreiddi á skyndibitastað. Fyrstu árin bjuggu þau í leiguhús- næði en festu síðan kaup á lítilh íbúð í verkamannabústöðum. En peningamir hrukku ekki til svo að hann fór aö beita á kvöldin og um helgar og hún eltist við alla yfir- vinnu sem fáanleg var. Bömin vom til skiptis hjá fimm barnfóstrum úti umallanbæ. „Þetta er nú meira baslið," sagði hann stundum þegar hann kom heim síðla kvölds og kveikti sér í sígarettu. „En ekki dugar að gefast upp!“ Inflúensa og hósti Einhvern tíma í febrúarmánuði fékk hann inflúensu og var slappur og þreyttur í nokkra daga. Hann lét það ekki á sig fá og hélt ótrauður áfram að vinna þrátt fyrir slen og hóstakjöltur. „Ég hlýt að hrista þetta af mér!“ sagði hann og fékk sér kaffi og víta- mín. En allt kom fyrir ekki. Honum elnuðu veikindin og einn morgun vaknaði hann í svitakófi. „Ég er orðinn veikur," sagði hann og hóstaði eins og hann ætti lífið að leysa. „Mældu þig!“ sagði hún. Hann spuröi hvort hún væri geng- in af vitinu. „Ég má ekkert vera að því að vera veikur!" Hann hóstaði, stóð á fætur og fann hvemig fætumir virtust kikna und- ir honum. í vinnuna fór hann en stóð varla undir sjálfmn sér. Honum sortnaði fyrir augum, svitinn bogaði af honum og hann hóstaði allan daginn. Um kvöldið fór hann að beita eri afköstin voru ekki góð. Næsta morgun var hann enn slappari. Hann svimaði og fann fyr- ir mæði við alla áreynslu og verkj- um vinstra megin í brjóstinu þegar hann hóstaði. „Þú verður að fara til læknis," sagði hún. „Þú ert svo andstuttur." Hann lét tilleiðast og fór í hádeg- inu á næstu heilsugæslustöö. Ungur læknir skoðaði hann og kaliaöi sér tíi ráðuneytis eldri starfsbróður. Saman hmgðu þeir hlustunarpípum sínum á brjóst honum spekingslegir á svip. Þeir hvísluðust á íbyggnir eins og stúlkur í gagnfræðaskóla. „Þú ert sennilega með lungna- bólgu," sagði sá eldri og síðan var farið með hann í myndatöku og blóðrannsókn. „Það er ekki um að villast, þú ert meö lungnabólgu vinstra rnegin." Þeir létu hann spýta í glas og mæla sig. Hitinn var um 39 gráður. „Þú verður að fara heim og hvíla þig í nokkra daga og taka þessi pen- ísillínhylki," sagði eldri læknirinn föðurlega. En manninum krossbrá. „Ég má ekkert vera að því,“ sagði hann. „Getíð þið ekki bara gefið mér eitthvað sem rífur þetta úr mér? Ég á að fara og beita í kvöld og verð að fá þessa peninga." Þeir horfðu á hann skilningsvana augum þeirra manna sem aldrei hafa haft neinar áhyggjur af eigin aíkpmu. Hann fór út og leið illa. „Ég má ekki við því að missa neitt Á læknavaktiimi úr vinnu. Allt er á heljarþröm pen- ingalega," sagði hann við sjálfan sig og minntist allra ógreiddu reiking- anna sem lágu heima. „Þessir lækn- ar eru ekki alvitrir." Hann fór í apótekið, leysti út lyf- seðilinn, fékk í hendur 40 litskrúðug hylM og flýtti sér síðan á verkstæð- ið. Á leiðinni ákvað hánn að láta kylfu ráða kastí og gleyptí í sig 15 hylki. „Með illu skal illt út reka,“ tuldr- aði hann fyrir munni sér. Hóstinn virtist fara versnandi og mæðin jókst. Verkstjórinn hvessti á hann augun þegar hann kom. „Þetta var langur klukkutími," sagði hann. „Við getum ekki haft neina sjúkhnga hér í vinnu. Ef þú ert eitthvað slappur geturðu hætt. Nógir eru um boðið.“ „Það er ekkert að mér,“ sagði maðurinn og kæfði hóstakjöltrið og reyndi að sýnast bæði sterkur og heilbrigður. Hann stóð við allan daginn og píndi sig áfram. Um kvöldið fór hann að beita og tók 10 hylki til við- bótar. Næsta morgun fór hann aftur af stað í vinnuna og barðist við veik- indin allan þann dag. „Ég má aldrei gefast upp,“ tuldraði hann milli samanbitinna tannanna. Svona gekk þetta í nokkra daga en einn morgun var hann oröinn fárveikur. Hann komst ekki á fætur og konunni fannst hann með óráði og óeðlilega blár á vönmum. Hún hringdi í lækni sem kom fljótlega og lagði hann samstundis á sjúkra- hús. „Hann er með alvarlega lungna- bólgu,“ sagði hann. Ég heyri enga öndun vinstra megin og blóðþrýst- ingurinn er afar lágur.“ Alvarlegur og algengur sjúkdómur Lungnabólga er algengur sjúk- dómur og tíð dánarorsök hjá eldra fólki. Sjúkdómurinn einkennist af skyndilegum veikindum, háum hita, hósta og uppgangi. Oft fylgja hóstanum mikil særindi fyrir brjósti sem stafa af bijósthimnu- bólgu. Sjúklingminn verður oft móður og andstuttur og hreyfir minna þann hluta brjóstkassans þar sem bólgan er. Margvíslegar bakter- íur (pneumokokkar, hemofílus inflúensae, mycoplasma, legionella ofl.) og veirur valda lungnabólgu. Margt eykur líkur á þvi að fólk fái lungnabólgu eins og reykingar, önn- ur veikindi sem trufla ónæmiskerfi líkamans, mikil drykkja og aðrir sjúkdómar í lungum (bronkítis, krabbamein, lungnaþan). Við skoöun heyra læknar slím- hljóð í lunganu og á röntgenmynd má greinabólguþéttingu. Blóðrann- sókn leiðir yfirleitt í ljós mikla íjölg- un á hvítum blóðkomum og hátt sökk. Venjulegast dugar rétt fúkka- lyfjameðferö á þessar sýkingar en fólk verður að fara vel með sig. Þau veikindi sem hér er lýst em því ekki dæmigerð fyrir þennan sjúkdóm. Spítaladvöl og endir Hann lá á spítalanum í 2 vikur. Fyrstu dagana var hann mikið veik- ur, með óráði og háan hita og varð um tíma að fara í öndunarvél. Mik- ill vökvi hafði myndast í bijósthol- inu vinstra megin og varð að leggja inn kera til aö ná honum út. Hann fékk alvarlega blóðeitrun og fór um tíma í lost. Læknamir gáfu honum fúkkalyf og vökva í æð (ceftriaxone) og smám saman fór hann að jafna sig. Þegar hann kom til sjálfs sín aftur á gjörgæsludeildinni sat hún hjá honum í gulum slopp með grímu fyrir andlitinu. Hann horfði á hana eins og ókunnuga manneskju en sagði svo: „Er ég búinn að missa vinnuna?" Hún virti hann fyrir sér og fór að gráta. „Guði sé lof,“ sagði hún. „Þú ætlar að lifa þetta af. Allir héldu að þú væriraödeyja." „Hvað um vinnuna?" endurtók hann. „Hvaöa máli skiptir það?“ sagði hún. „Þú ert til einskis nýtur fyrir mig og bömin dauöur.“ Hann lokaði augimum. „Ég er þreyttur," sagði hann og hvæf síðan inn í draumalandið. „Ég elska þig,“ hvíslaði hún. „Þú mátt aldrei aftur leika hetju." PÁLEIÐSLA EINKATÍMAR Hef opnað fyrir bókanir í einkatíma. Dáieiðsla getur hjáipað þér á fjölmörgum sviðum eins og t.d.: Hætta að reykja, losna við aukakílóin, streitu, flughræðslu, lofthræðslu, kynlífsvandamál, bæta minni og einbeitningu, ná betri árangri í íþrótrum, öðlast aukinn viljastyrk og margt fleira. Símatímar virka daga kl. 17.00-19.00. Friðrik Páll er viðurkenndur i alþjóðlegum fagfélögum dáleiðara eins og International Medical and Dental Hypnotherapy Association, American Guild of Hypnotherapists og National Society of Hypnotherapists. FRIÐRIK PÁLL ÁGÚSTSSON R.P.H. C.HT. VESTURGATA 16, SÍMI: 91-625717 SUZUKISWIFT 3 DYRA, ÁRGERÐ 1992 * * * * * Aflmikil, 58 hestafla vél með beinni innspýtingu. Ódýr í rekstri - eyðsla frá 4.0 1. á hundraðið. Framdrif. 5 gíra. Verð kr. 726,000,- á götuna, stgr. $SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF. SKEIFUNNI 17 ■ SiMI 685100 LJPUR OQ SKEMMTILB3UR 5 MANNA BfLL- HEFURÐU PRÓFAÐ PVOTTA- AÐSTÖÐUNA VIÐ GAGNVEG? Auk rúmgóðs þvottaplans er þvottastöð þar sem þú getur þvegið bílinn með fullkomnum háþrýstibúnaði og valið um ýmis þvottakerfi. Að sjálfsögðu bjóðum við eirinig allt fyrir bílinn og ýmislegt fyrir heimilið í ESSO búðinni. □ a Olíufélagið hf GAGNVEGI - GRAFARVOGI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.