Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992. 21 Þungarokkshljómsveitin Sororicide hefur náð sér í miklar vinsældir eftir að hún sigraði í Músiktilraunum í Tónabæ fyrir ári. Strákarnir eru Fróði Finnsson gítarleikari, Gisli Sigmundsson, söngvari og bassaleikari, Kari Águst Guð- mundsson trommuleikari og Guðjón Óttarsson gítarleikari. DV-mynd Hanna Unglingahljomsveit a uppleið: Endalausir for- dómar gagnvart þungarokki - segir Gísli Sigmundsson, söngvari Sororicide „Við stofnuðum hljomsveitina upphaflega fjórir nemendur í Réttar- holtsskóla. Við höfðum aidrei lært á hljóðfæri en keyptum okkur þau þeg- ar ákvörðun hafði verið tekin um að stofna hljómsveit. Tveir hættu síðan í hljómsveitinni og í gegnum kunn- ingsskap fundum við nýja liðsmenn sem voru með okkur þegar við sigr- uðum í Músíktilraunum árið 1991,“ segir Gísli Sigmundsson, söngvari og bassaleikari hljómsveitarinnar Sor- oricide, í samtali við helgarblað DV. Gísli og félagar hans hafa gert það gott síðan þeir sigruðu í Músíktil- raunum fyrir ári. „Við fórum ein- göngu í keppnina til að komast í út- varp og þannig koma okkur á fram- færi. Það tókst hins vegar ekki þar sem Stjarnan, sem ætlaði að útvarpa, hætti við vegna þess hversu mikið af þungarokki þar var leikið,“ sagði Gísh. Sororicide fékk hins vegar heil- mikla viðurkenningu eftir sigurinn. „Við fengum að spila í miðbænum sautjánda júní, í Galtalækjarskógi um verslunarmannahelgina og síðan höfum við spilað talsvert í félagsmið- stöðvum," segir Gísli. Kunnu ekki á hljóðfæri Sororicide hafði verið til í tæpt ár þegar strákamir unnu í Músíktil- raunum. Gísli sagði að þetta hefði veriö erfitt í fyrstu þar sem þeir kunnu ekkert á hljóðfærin en það kom fljótt. „Við vorum ekki ákveðnir í hvað tegund tónlistar við ættum að leika þrátt fyrir að við hlustuðum mikið á þungarokk. Við reyndum einungis að spila án stefnu,“ segir hann. „Það er ekki nokkur vafi á að sigur í Músíktilraunum kemur manni á framfæri. Það tók enginn mark á að við værum að spila tónlist fyrr en eftir þennan sigur. Fordómarnir hurfu og við fengum fleiri tækifæri til að koma fram. Það má segja að þetta hafi opnað töluvert margar dyr fyrir okkur," segir Gísli. Ekkert Poison-rokk í kjölfar sigursins varð til hljóm- plata enda voru sigurlaunin þijátíu tímar í hljóðverinu Sýrlandi. Sú plata kom úr fyrir síðustu jól og seld- ist ágætlega, að sögn Gísla. Strákarn- ir flytja einungis frumsamda tónlist. Gísli segir mun erfiðara að semja þungarokk en dægurlagatónlist. Þó vill hann ekki meina að þeir séu með Poison-, GunsN’Roses- eða Iron Ma- iden-tónlist. „Við erum miklu þyngri en þær hljómsveitir," segir hann. Mikill áhugi er á þungarokki hér á landi hjá vissum hópum. Gísh segir það ekki afmarkað við unglinga. „Það eru eiginlega krakkar á öhum aldri sem hafa áhuga á þungarokki,“ segir hann. „Sá hópur er líka alltaf að stækka." Þess má líka geta að mjög mikil gróska er í lifandi tónlist hér á landi um þessar mundir. Gísh telur að slík gróska hafi ekki verið síðan á pönktímabihnu. „Það spretta upp hljómsveitir um aht,“ segir hann. Strákamir í Sororicide eru fyrir utan Gísla, Guðjón Óttarsson og Fróði Finnsson (Finns Torfa Stefáns- sonar) gítarleikarar og Karl Ágúst Guðmundsson trommuleikari. Karl Ágúst og Fróði eru í skóla en Gísh og Guðjón eru í vinnu. Gísh segist hafa tekið sér frí frá námi og starfar nú sem lagermaöur hjá Skífunni. Hljómsveitarmeðhmir, sem eru 16-19 ára gamlir, éru síðhærðir eins og tíðkast í erlendum þungarokks- hljómsveitum. Reyndar er sítt hár mikið að koma aftur í tískuheimin- um. Gísh segir að tónhst og tíska fari ahtaf saman og með auknum áhuga á þungarokki verði sítt hár stöðugt vinsælla. „Þetta er svo flott,“ útskýr- ir hann. Systurmorð Nafnið Sororicide, sem þýðir syst- urmorð, er komið frá einum liðs- manni hljómsveitarinnar. Þunga- rokkshljómsveitir bendla sig oft við dauða og hafa verið gagnrýndar vegna þess. Gísla finnst ekkert at- hugavert við nafnið og segir að það sé ekki verra en hvert annað nafn. Þegar hann er spurður hvort þunga- rokkinu fylgi ekki flkniefni og annar ólifnaður, svarar hann því til að slíkt sé jafn einstaklingsbundið hjá rokk- urum og öðru fólki. „Það er ahs ekki hægt að tengja slíkt við þungarokk og þetta eru einvörðungu fordómar gagnvart okkur. Slíkir fordómar voru líka uppi á fyrstu árum Bítl- anna. Þungarokkið á eftir að verða viðurkennd tónlist eins og aðrar tón- hstarstefnur. Hljómsveitin Metalica er til dæmis orðin mjög vinsæl þrátt fyrir að hún flytji þungarokk," segir Gísli. Hann segist ekki sækja sína tórhist th erlendra hljómsveita. „Við hlust- um ahir á mjög fjölbreytfa tónhst og næstum aht nema gæðapopp sem hljómar í útvarpinu. Við höfum alhr haft tónhst sem áhugamál frá barns- aldri,“ segir söngvari og gitarleikari Sororicide sem vafalaust á eftir að láta meira að sér kveða í framtíð- inni. Þeir félagar ætla að ferðast um landið í sumar og leyfa ungu fólki á landsbyggðinni að heyra í hljóm- sveitinni. -ELA íbr Leikur um 7. sæti krr REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR KARLA Víkingur-Leiknir sunnudag kl. 20.00 Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL S V H R S E I L L FRNTR 0G BYLGJUNNRR 11.- 22. maí Leikuninn byggist á því að flutt er brot úr alþekktu dægurlagi sem allir eiga að þekkja. Lagið sem leikið er fjallar á einhvern hátt um ákveðinn hlut, atvik, persónu eða aðgerð sem hægt er að þekkja á þeim myndum sem munu birtast daglega í DV. Þrjár myndir verða birtar og passar ein myndin við lagið sem flutt er. Myndirnar verða merktar A, B og C og merkja þátttakendur við þann bókstaf er þeir telja að standi fyrir rétt lag. Fylla verður út svörin á svarseðlinum hér að neðan. Þegar öllum spurningunum hefur verið svarað þá þarf að koma svarseðlinum til Bylgjunnar, tryggilega merktum þátttakanda. Menkiö A, B eða C við laganúmeiMn 11/5 12/5 13/5 14/5 15/5 II I BH~~I El E El WD □ il I E 18/5 ■ P ■ 19/5 ! 20/5 21/5 22/5 Nafn: Helmillsfang: Póstnr. og staOur: Síml: _____________ Aldur: i > ■ ;# f i 1 ■ . Þennan svarseðíl klippir þú út og sendír inn fyrir 20. maí merktan: LANDSLEIKUR FAIUTA OG BYLGJUNNAR LYNGHÁLSI 5, 110 REYKJAVÍK ............................. Bíðið með að senda inn svarseðilinn þar til öll lögin liafa verið flutt. Dregið verður úr réttum svörum þann 1., 2., 3. og 4. júní á Bylgjunni. í hvert skipti verður dregið um 15 BAUER LÍNUSKAUTA. Fanta 4^ -gott appelsín 9 Rnn iiivarpi BYLGJAN GOTT ÚTVARP!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.