Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992. Kvikmyndir Alien3 frumsýnd í lokmaí: Miklar tafir hafa kostað svita, tár og peninga Beöið er með mikilli eftirvæntingu í Bandaríkjunum efir að sýningar heíjist á Alien3. Myndin Kefur feng- ið geysilegt umtal í blöðum, kostn- aður sagður hafa farið langt fram úr áætlun en í upphafi var hann áætlaður 50 miHjónir dollara og einnig segja illar tungur aö hinn ungi leikstjóri, David Fincher, hafi brugðist. Aðrir sem séð hafa hluta úr myndinni segja að um hreint snilldarverk sé að ræöa. Alien3 er búin aö vera lengi í gerö og undirbúningi. Sjö ár liöu frá því að Alien var gerð og þar til Aliens var frumsýnd fyrir sex árum og hafa mörg handritsdrög verið gerð og margir handritshöfundar verið ráðnir. í upphafi átti að frumsýna Alien3 t£yrrasumar, síðan fyrir síöustu jól ekkert sé eftir í myndinni sem minni á drögin hans. Næsti handritshöfundur var Eric Red sem var ráðinn í fimm vikur 1988. Vann hann með leikstjóran- um Renny Harhn að handriti. Skil- uðu þeir drögum í janúar 1990. Red segir að þeir hafi lagt á það áherslu að ný tegund ófreskju kæmi til sög- unnar. Ekkert var úr gerð myndar- innar þá og Renny Harlin hvarf á braut. Sá næsti, sem ráðinn var til að skrifa handrit, var David Twohy sem skrifaði handritið að Warlock. Hugmynd hans var fanganýlenda úti í geimnum og urðu alhr hrifnir af þeirri hugmynd. En í drögum hans var engin Ripley (aðalpersón- an í eldri myndunum tveimur, leik- in af Sigomey Weaver) en það var kvikmynda í október 1990. Twohy segir að hann hafi ekki haft hugmynd um að verið var að vinna að öðm handriti fyrr en blaðamaður hjá New York Times hringdi í hann og spurt hvort það væri satt að í gangi væri sam- keppni um besta handritið að þriðju AJien-myndinni. Hann segist hafa sagt að það væri hin mesta vitleysa en blaðamaðurinn gaf sig ekki og sagði að leikstjóri myndar- innar, Vincent Ward, hefði ráðið eigin handritshöfund. Twohy seg- ist hafa hringt í kvikmyndaverið og fengið þau svör að hann væri ennþá að skrifa Alien3, hinn væri að skrifa Alien 4. „Með þessi svör hætti ég samstundis við gerð hand- ritsins og fór aö vinna að minni eigin kvikmynd segir Twohy og hef viðskiptum sínum við Ward. „Myndin heitir Ahen3 vegna þess að það er óþekkt og grimm geim- vera í myndinni. Ég gat ekki komið Ward í skilning um þetta. Það var augljóst að Ward og Fox vom ekki sammála um hvemig myndin ætti aö vera og ég lenti á mihi. Ég tók því þann kost að hætta.“ Pmss hætti of snemma því fáum vikum síðar var Ward einnig hætt- ur. Nú var Fox kominn í alvarleg vandræði, ekkert handrit, enginn leikstjóri og undirbúningur í fuh- um gangi. Tahð var að þegar væri búið að eyða þrettán mihjónum dohumm í undirbúning, auk þess sem erfiðlega gekk að semja við Sigourney Weaver. Enduðu þeir samningar á þann veg að Weaver gerði hagstæðasta samning sem Hih og Giler ákváðu því að taka áhættuna með Fincher eftir að hafa spurst fyrir um hann og fengið mjög jákvæð svör. Það var því komið á fundi með Fincher, framleiðendum, Sigoum- ey Weaver og fulltrúa frá Fox, Ro- ger Birnbaum. Weaver segir frá þessum fundi: „Ég gat ekki annað en brosað þegar ég sá þennan strák koma í bol og gahabuxum á fund- inn og spurði hann hvað hann hefði í huga fyrir Ripley og hann svar- aði: „Hvemig hst þér á að hún veröi sköllótt?" Ég sneri mér að Roger og sagði við hann að ég væri svo sem alveg til í að leika sköhótt en þá yrði ég að fá meiri peninga." Hin jákvæða svömn Weaver nægði og Fincher var ráðinn ásamt Larry Ferguson sem ráðinn var th að endurskrifa handritiö á fjórum vikum fyrir mikið fé. Þegar Fergu- Leikstjóri Alien3, David Fincher, ræðir hér við Sigourney Weaver meðan á upptökum stóð. Sigourney Weaver sköllótt í hlutverki Ripley i Alien3 ásamt Charles Stutton sem leikur einn foringja fanganna í fanganýlendunni. en nú hefur verið ákveðinn fmm- sýningardagur síðast í maí (Me- morial Day). Slík seinkun vekur að sjálfsögðu mikið umtal og ganga sögusagnir um að kostnaðurinn sé kominn vel yfir sjötíu mhljónir dohara. Og ef hla fer em allir th- búnir aö skella skuldinni á hinn unga leikstjóra, David Fincher, sem aðeins er 27 ára gamall. Mörg drög að handriti Sjö ár hðu frá því AUen var gerð þar th AUens kom fyrir sjónir áhorfenda og síðan em hðin sex ár. Það var ekki vegna þess að ekki var vhji fyrir því aö gera nýja AU- enmynd. Franheiðenduriúr, Walt- er Hhl og David Gher, byijuðu strax eftir Ahens að undirbúa þriðju myndina, réðu fyrst hand- ritshöfundinn Wilham Gibson til að gera handrit úr hugmynd sem þeir vom með á borðinu en þeir vhdu að næsti kafh gerðist að hluta til um borð í sovésku geimfari. Gib- son segir aö hugmyndin hafi verið að gera kaldastríðsmynd úti í geimnum. Gibson byijaði á verk- inu en hætti fljótt þegar nýir stjóm- endur tóku við rekstri Twentieth Century Fox og tók þess í stað að skrifa skáldsögu. Segir hann að gert aö uppástungu Walters Hhl sem vhdi sleppa henni i þriðju myndinni en láta hana svo koma aftur í þeirri fjórðu. Þegar þessi hugmynd var að geij- ast tók Joe Roth við stjóminni hjá Fox og þegar hann hafði lesið hand- ritið sagði hann við Twohy: „Þetta er stórkostlegt handrit en ég geri ekki myndina án Sigourney." Þá var farið að ræða við Weaver og hún samþykkti að taka að sér hlut- verkið ef henni líkaði handritiö og Twohy tók því th viö að breyta handriti sínu. Meðan Twohy var að skrifa hand- ritið sá Hhl í New York nýsjáíensku kvikmyndina The Navigator og hreifst mikið af handbrögðum leik- sijórans Vincent Ward. Hhl tókst að vekja áhuga Fox á honum og var Ward boðið aö leikstýra Ahens3. Ward tók því en sagðist ekki vera hrifinn af handriti Twohys. Sjálfur væri hann með hugmynd sem gengi út á að Ripley lenti einhvers staðar úti í geimnum þar sem munkar réðu ríkjum. Hugmynd- inni var vel tekið þótt hún þætti nokkuð fáránleg og var John Fasano ráöinn th að skrifa handrit- ið með Ward. Fasano segir að í raun hafi þeir verið að skrifa handrit aö fjórðu myndinni en var sagt aö ef þeir yrðu á undan yröi hún númer þrjú en ákveðið var að byija að Kvikmyndir Hilmar Karlsson ekki heyrt frá þeim síðan. Þetta sannar að Hollywood borgar hand- ritshöfundum vel en fer með þá eins og blauta tusku.“ Undirbúningur byrjar án handrits John Fasano kláraði handrit sitt en ekki voru menn hjá Fox nógu ánægðir og var Greg Prass ráðinn th að endurskrifa það vegna þess að Fasano tók til við að skrifa hand- rit af Another 48 Hours. Pmss seg- ist hafa gert fimm thlögur um breytingar og fór hann ásamt Ward th London þar sem átti að taka stór- an hluta myndarinnar. Þar var þegar byijað að búa th leikmynd og undirbúningur var kominn á fuht án þess að nokkurt handrit væri th. Nú fór Vincent Ward að verða th vandræða fyrir Fox. Það kom nefrúlega í ljós að hann hafði meiri áhuga á munkunum sínum en Rip- ley og ófreskjunni. Pmss segist hafa lent í miklum vandræðum í leikkona hefur gert, fékk 4 milljón- ir dohara, auk vænnar prósentu af hagnaði ef yrði. David Fincher ráðinn í þessum vandræðum hjá Fox kemur David Fincher th sögunnar. Hann hafði vakið mikla athygh fyr- ir frumleg tónlistarmyndbönd og hafði þegar fengið það orð á sig að vera snihingur. Fincher er sonur blaðamanns hjá Life og var þegar farinn að stjórna fréttatímum í sjónvarpi meðan hann var enn í skóla. Aðeins 19 ára gamah vann hann við gerð kvikmyndarinnar Return of the Jedi og fékk að ráða dáhtlu um' tækniatriði í þeirri mynd. Hann leikstýrði sínu fyrsta tónhstarmyndbandi 21 árs og var þá ráðinn th fyrirtækis Siguijóns Sighvatssonar, Propaganda Film, þar sem hann hefur unnið síðan og leikstýrt mörgum bestu mynd- böndum fyrirtækisins. Nú er það svo að framleiðendum- ir Walter Hhl og David Gher höfðu ráðið Ridley Scott og James Camer- on th að leikstýra AUen-myndun- um tveimur og þótt þeir væm eng- ir byijendur þegar þeir leikstýröu þessum myndum vom það AUen- myndimar sem gerðu þá fræga. son skhaði handritinu lá við að aht færi th fjandans því Weaver sagði blákalt aö ef ætti að gera AUen3 eftir þessu handriti þá yröi hún gerð án hennar. Nú vora góð ráð dýr og það endaði með því að fram- leiðendumir Hhl og Gher tóku sig th og skrifuðu handrit Fergusons upp á nýtt. Þeir lokuðu sig inni á skrifstofu, tóku fram handrit Two- hys og ákváðu að halda sig við fangelsisplánetuna. Á aðeins þrem- ur vikum voru þeir búnir aö gera handritsdrög sem Fox Ukaði við, Weaver líkaði við en Fincher hafði sitthvað út á að setja. Upptöku var frestaö th 14. janúar í fyrra og næstu vikur unnu Hhl og Gher með Fincher aö lokahand- riti sem átti að nota hvað sem hver segði. Á meðan var undirbúningi og byggingu sviðsmyndar haldið áfram. Vandræðin voru samt ekki búin. Erfiðlega gekk að hemja Fincher og fljótlega var ljóst að myndin myndi fara alvarlega fram úr fjár- hagsáætlun og th að koma í veg fyrir það ákvað Fox að stytta upp- tökutímann úr sextán vikum í þrettán. Auk þess kom th vinsUta mihi framleiðandanna, Hills og Ghers og Fox sem endaði með því að Hhl og Ghers fóru frá London f fússi þegar tökur vora rétt byijaðar. Og Fincher átti eftir að reynast Fox dýr þegar yfir lauk. í stað þrettán vikna kláraöi hann á uppranalega áætluðum sextán vikum. Þetta nægði samt ekki og stutt er síðan lokið var þriggja vikna tímabhi þar sem unnið var aö endurtökum. Hvort David Fincher er slíkur snih- ingur sem af er látið kemur ekki í ljós fyrr en í lok maí en miöað viö það sem á undan er gengið er það hið mesta kraftaverk ef AUen3 er jafn vel heppnuð og fyrri myndim- ar tvær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.