Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992. Fréttir Meirihlutinn í bæjarstjóm Kópavogs: Svíkur gef ið loforð við félagsmálaráðherra - aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur fer til fyrri starfa Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra átti samtöl við Gunnar I. Birgisson, formann bæjarráðs í Kópavogi, og Sigurð Geirdal bæjar- stjóra um leyfi til handa Braga Guð- brandssyni, félagsmálastjóra í Kópa- vogi, þegar hann réð sig sem aðstoð- armaður Jóhöimu. í félagsmálaráðuneytinu er litið svo á að samkomulag hafi tekist og loforð verið fyrir því gefiö að Bragi mætti snúa aftur til fyrra starfs eftir eitt ár, tvö ár, þrjú ár eða eftir kjör- tímabiiið. Nú hefur bæjarráð sam- þykkt að annaðhvort komi Bragi til starfa um næstu mánaðamót eða ekki fyrr enn að loknu kjörtímabili, það er eftir þijú ár. Þessi ákvörðun hefur ekki vakið hrifningu innan fé- lagsmálaráðuneytisins. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir leit- aði til Braga um að vera aðstoðar- maður sinn kom fram að hann vildi ekki sleppa starfi félagsmálastjóra. Jóhanna leitaði til Gunnars I. Birgis- sonar og Sigurðar Geirdals. Sigurður Geirdal sagði í samtali við DV að erfitt væri að fá hæfa menn til aö leysa af í svo skamman tíma í senn, það er til eins árs. Starfi félag§jnála- stjóra gegnir nú Aðalsteinn Sigfús- son sálfræðingur. Sigurður Geirdal sagði Aðalstein ekki hafa beitt nein- um þrýstingi vegna þessa máls. Nú er eitt ár liðið frá því Bragi hóf störf hjá Jóhönnu. Jóhanna og Bragi geröu ráð fyrir að framlenging á leyf- inu yrði aðeins formsatriði en svo reyndist ekki vera. Bæjarráð, undir forystu Gunnars I. Birgissonar, gerir ráð fyrir að leyfi Braga renni út um næstu mánaðamót og bæjarráð sam- þykkti aö það skuli ekki framlengjast nema þá til loka kjörtímabilsins, eftir því sem Sigurður Geirdal segir. Nú bendir flest til þess að Bragi fari aft- ur til starfa sem félagsmálastjóri og Jóhanna Sigurðardóttir þurfi að leita sér annars aðstoðarmanns. -sme Aukning grálúðukvóta: Gefekkimik- iðfyrir stofn- unsemlegg- urslíkttil - segirVilhelniAnnasson Reynir Trauöaaan, DV, Flateyri „Það er algjörlega út í hött að auka grálúöukvótann um 20%. Ég gef ekki mikið fyrir þá stofnun sem stendur að svona tillögugerð. Ef einhver stofii við landiö er í hættu þá er það grálúðustofn- inn,“ segir Vilhelm Annasson, skipstjóri á togaranum Sléttanesi ÍS. „Ef þetta er spegilmynd af mati Hafró á þorskstofninum þá tek ég ekki mark á þessari spá manna þar um ástand þorskstofnsins. Ég skal ekkert segja um það hvort skera á niður þorskveiðar um 10%, 30% eöa 100% eða hvort halda á óbreyttri veiði, ég tek ein- faldlega ekki mark á svona mats- aðferðum," sagöi Vilhelm. Tillögur fiskifræðinga til há- marksafla á næsta fiskveiðiári hafa mætt harðri gagnrýni sjó- manna. Þær raddir eru háværar sem segja tillögumar lítt ígrund- aöar og ekki trúverðugar. Menn gagnrýna sérstaklega tillögur til hámarksveiöi á grálúðu og þorski Almennt viöhorf raeðal sjómanna er aö grálúðan sé of- veídcL MikÖl grálúðukvóti er ónýttur og ekki fyrirsjáaniegt að hann náist. Stór hluti togaraflot- ans hefúr ekki lengur möguleika á aö veiða grálúöu þar sem hún stendur mjög (fiúpt og er horfin af hefðbundinni veiðislóð. Varö- andl stofnmat á þorski er þaö mat margra að togararallið sé gjör- samlega ónýt aðferð til að meta stærð þorskstofnsins. Sinfónían leikurjólalög í þessura mánuöi hefiast upp- tökur á nýrri hljómplötu með Sinfóniuhljómsveit íslands. Á plötu þessari veröa eingöngu sí- gild jólaiög. Þaö er Ed Welch sem sér um útsetningar á lögiraum og stjórna hljómsveitarmni. Auk Sinfóníuhljómsveitarinn- ar tekur Kór Öldutúnsskóla þátt I nokkrum laganna og Sigrún Hjálratýsdóttir syngur eitt lag. uu •im Guöm Andreasen í Guönabakaríi á Selfossi setur nýja olíuofninn af staö. „Þetta er magnaöur ofn og út úr honum koma góö brauö,“ sagöi Guöni. DV-mynd JAK Guðni Andersen, bakari á Selfossi, kyndir með olíu: Lækkar kyndingarkostn- aðinn um ríflega þriðjung - Ásbjöm Blöndal veitustjóri er ekki sammála Guöni Andreasen í Guðnabakaríi á Selfossi er eini sjálfstæði bakarinn á landinu sem kyndir bökunarofn- ana með olíu. Vitaö er um olíuofn í brauögerð Mjólkursamsölunnar í Reykjavík. Guöni hefur starfrækt eigið bakarí í 20 ár og síðustu fjögur ár hefur hann kynt ofnana með olíu. Núna eru olíuofnarnir orðnir tveir, sá nýjasti var tekinn í notkun fyrir hálfu ári. Guðni segist spara ríflega þriðjung með því að kynda með olíu en ekki rafmagni en veitustjórinn á Selfossi er bakaranum ekki alveg sammála. „Þetta byrjaði með könnun sem Landssambönd iðnaöarmanna og bakara gerðu sameiginlega á raf- orkuverði. Þá kom í Ijós að raforku- verð til brauðgerðarhúsa á íslandi var allra dýrast á Selfossi. Við töluð- um fyrir daufum eyrum um að fá leiðréttingu á töxtum rafveitunnar. Þannig aö ég lét verða af því að kaupa mér olíuofn," sagði Guöni. Eldri ofninn framleiðir um 48 kíló- vött á klukkustund. Guðni segir reynsluna af honum hafa verið mjög góða. Þó að Guðni kyndi bökunarofn- ana með olíu þá fær hann senda dá- góða reikninga frá Rafveitu Selfoss. Hann sýndi okkur einn þar sem stendur að kílóvattstundin kosti rúmlega 5 krónur, fyrir utan viröis- aukaskatt. „Verðið á olíuframleiddri kilóvattstund er rúm 1 króna,“ segir Guðni. Afköst nýja olíuofnsins eru 120 kílóvattstundir. Ofninn kostaði um tvær miiljónir króna og hefur reynst vel að sögn Guðna. Guðni segist nota um 1000 lítra af olíu á mánuði. Eins og áður sagði er veitustjóri Selfoss, Asbjöm Blöndal, ekki sam- mála Guðna um hagkvæmni þess að kynda með olíu. í samtali viö DV sagðist Ásbjöm ekki skilja útreikn- inga bakarans. „Ásbjöm bauð mér að endurskoða það raforkuverð sem var í boði en þaö var orðiö of seint, ég var búinn að panta nýjan olíuofn. Efdr sem áður erum við héma á Selfossi með dýrasta raforkuverðið á íslandi," sagði Guðni. Aðspurður sagðist Guðni ekki skipta yfir í rafmagn næstú árin en vildi þó ekki útiloka það. Hann sagöi kostnaöinn við að breyta nýja ofnin- um yfir í rafmagn vera um hálfa milijón króna. -bjb Hinn frægi langhali matreiddur Aflakaupabankinn, sem er sam- starfsverkefni aflanýtingamefndar sjávarútvegsráöuneytisins og Rann- sóknastofnunar fiskiönaðarins, stendur aö kynningu á nýjum fisk- tegundum á 20 veitingahúsum dag- ana 19. til 26. júní. Kynningin ber nafniö „Sælgæti úr sjó“ og veröa þijár fisktegundir kynntar: hinn frægi langhali, stinglax og háfur. Hin síðari ár hefur athygli manna beinst í auknum mæli aö vannýttum fisktegundum í hafinu við ísland og ijóst er að sá áhugi á ekki eftir að minnka þegar fyrirsjáanleg er skerö- ing á þorskkvótanum. Fjöldi tegunda er lítiö veiddur þrátt fýrir að um sé að ræða-góðan matfisk og afar eftir- sóttan, til dæmis í Frakklandi, Eng- landi og Spáni. Aílakaupabankinn kaupir allar vannýttar fisktegundir sem aö landi berast. Bankinn hefur það hlutverk að stuöla að nýtingu, vinnslu og markaðsetningu á vannýttum fisk- tegundum. -Ari Áttræður flugmaður: FráWashing- ton til Moskvu í einum áfanga -áeins hreyfilsflugvél I gær flaug lítil eins hreyfils vél af geröinni Beachcraft Bonanza yfir ísland. Vélin kom frá Was- hington í Bandaríkjunum og er feröinni heitið alla Jeið tii Moskvu án lendingar. Áætlaður flugtími er rúmar 30 stundir. Þetta væri í sjálfu sér ekki í frá- sögur færandi ef flugmaðurinn væri ungur og sprækur en hér er á ferðinni maður á áttræðis- aldri. Hann er auk heldur einn í vélinnL Hér er á ferð dr. Charles Mack sem giftur var íslenskri konu og er vel kunnugur hér á landi. Fyrir nokkrum árum flaug Charles Mack frá Alaska yfir norðurpólinn til Helsinki í Finn- landi án millilendingar. Áður hefur hann flogið milii New York og Parísar bæði austur og vestur. Að þessu sinni mun Charles Mack fljúga heim án millilend- ingar til Bancor í Main-ríki í Bandaríkjunum en þar er hann fæddur. -ask KeflavíkurflugvöUur: Atvinnumálín í brennidepli Næstkomandi þriöjudagskvöld mun utanríkisráöherra, Jón Baldvin Hannibalsson, eiga fund, meö íslenskum starfsmönnum á Keflavikurflugvelli um horfur í atvinnumálum á vellinum. Und- anfariö hefur íslendingum verið sagt upp störfum bjá varnariíð- inu sökum samdráttar. Jón hélt fund með starfsmönnunum í okt- óber sl. og hafa verkalýðsfélög á Suðurnesjum síðan farið fram á annanfúnd. „Við viljum fá fram stöðuna hjá vamarliðinu og stöðuna í þeim viðræðum sem hafa verið í gangi milli vamarliösins og íslenskra stjórnvalda," segir Kristján Gunnarsson híá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur. „Við munum reyna að knýja á um svör við því hvort það verður frekarí samdráttur og hvort stjómvöld ætli þá að beita Bandaríkjamenn einhveijum þrýstingL“ Kennarar Víðistaðaskóla: Bréfleg tilmæli umað Eggert hafnistöðunni Kennarar og aðrir starfsmenn Víöistaðaskóla hafa sent Eggerti J. Levy bréf þar sem þeir mælast tfl þess að hann hafni stöðu skóla- stjóra við skólann. Er þetta gert i framhaldi af fundi sem starfs- menn skólans áttu í fyrrakvöld. Þar vora samþykkt haröorð mót- mæli til menntamálaráöherra vegna embættisveitingarinnar. -JSS - Sjá nánar á bls. 4,5 og 7 Reykjavík: Lýsteftir Lögregian í ReyKjavik lýsir eftir bifhjóli sem var stoUð frá húsi við HjaUalund aðfaranótt 20. apríl síðastUöinn. BifhjóUð er af gerðj inni Suzuki TS 50. Þegar því var stoUð bar það skráningamúmer- ið ÖA-097. HjóUÖ var blátt og hvítt aö Ut, árgerð 1989. Vélaraúmer hjólsins er 124806 og stellnúmer 124586. Þeir sem telja sig vita hvar hjóUð er niður- komið em beðnir að hafa sam- bantfvið lögregluna í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.