Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992. Myndbönd ot tlic tuturc. Bctrayod by a vvom.m r>» t>i» pa&t. Fr.vnM Warrrsn ifai wirud to nxplndo. Fangelsi framtíöarinnar WEDLOCK Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Lewis Teague. Aðalhlutverk: Rutger Hauer, Mimi Rog- ers og Joan Chen. Bandarisk, 1990 - sýningartimi 100 mín. Bönnuö börnum innan 16 ára. Wedlock gerist einhvem tímann í nánustu framtíð og leikur Rutger Hauer snjallan þjóf, Frank Harris, sem er svikinn af félögum sínum. Áður hefur honum tekist að fela mikil auðæfi í demöntum. Hairis lendir í fangelsi sem hefur enga girðingu, en er þó alveg ömggt. Utan um háls fanganna er hringur sem er rafeindatengdur við annan sams konar og ef þessir hringir mælast í 100 metra fjarlægð hvor frá öðmm verður sprenging með þeim afleiöingum að viðkomandi drepast. Fangamir fá að sjálfsögðu ekki að vita hveijir em samtengd- ir. Einn samfanganna, stúlka að nafni Tracy, kemst að því að hún er samtengd Harris og saman flýja þau, en þeirra bíöur hættufór því margir vilja eignast demantana... Wedlock er spennandi mynd og frumleg framan af, enda er hug- myndin snjöli, en úrvinnslan er eldd nógu góð og þegar að flóttan- um kemur um miðja mynd er fátt eftirtektarvert eftir það. Veðravíti SLIPSTREAM Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Steven M. Lfsberger. Aðalhlutverk: Mark Hamill, Bill Paxton, Eleanor David, Ben Kingsley og F. Murray Abraham. Bresk, 1989 - sýningartimi 101 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sjálfsagt verða spennumyndir sem gerast eiga í framtíðinni aldrei sannfærandi nema miklu sé kostað til. Tæknin er orðin það mikil, en að sama skapi dýr, að þegar reynt er að gera slikar myndir á ódýran máta sést fljótt að mörg atriði hefðu verið áhrifameiri með meiri til- kostnaði. Slipstream er ein slik mynd. Umgjörðin sem er jörðin í framtíð- inni þegar geysimiklir vindar sem hér eru kaUaðir loftrásir (SUpstre- am) eru að gera jörðina óbyggUega. Jarðarbúar sem eftir eru hafa því búið sér heimiU í djúpum dölum. Slipstream er spennumynd sem í byijun snýst um að koma eftirlýstu vélmenni til réttra yfirvalda og hirða verðlaunaféð, en vélmennið sem er í mennskri mynd og ræður sjálft hvort það viU láta handtaka sig eða ekki, hefur góða „sál“, ann- að en hægt er að segja um suma þá sem eltast við það. SUpstream er ágæt afþreying fyr- ir unnendur vísindaskáldsagna en hún hefði getað orðið betri. ★★★ Ekkert yenjulegt stefnumót DOGFIGHT Útgetandi: Steinar hf. Leikstjóri: Nancy Savoca. Aðalhlutverk: River Phoenix, Lili Taylor og Richard Panebianco. Bandarísk, 1991 - sýningartími 90 min. Bönnuð börnum innan 12 ára. Þótt langstærsti hluti kvik- mynda, sem sýndar eru hér á landi í kvikmyndahúsum, sé frá Banda- ríkjunum þá eru það aUtaf nokkrar bandarískar úrvalsmyndir sem fara beint á myndbandamarkaöinn og er Dogfight ein þeirra. Er hér um að ræða vel heppnaða mynd um sérkennUegt ástarsamband. Myndin gerist snemma á sjöunda áratugnum. Víetnamstríðið er í augsýn og eru aðalpersónumar fjórir ungir pUtar sem eru að halda tíl Víetnams. Þeir ákveða ásamt félögum sín- um að sletta ærlega úr klaufunum í San Francisco kvöldið áður en, lagt er af stað. Ákveðið er að halda samkvæmi á einum dansstað og er lagt í púkk og fær sá sem kemur með ljótustu stúlkuna í samkvæm- ið aUan peninginn sem safnast hef- ur. Eddie Birdlace (River Phoenix) gengur í fyrstu Ula að hitta ein: hveija stúlku sem er við hæfi. Á kaffihúsi einu sér hann svo Rose, feitlagna og hlédræga stúlku sem aldrei myndi fá þátttökurétt í feg- urðarsamkeppni. Rose, sem hefur ekki haft mikU afskipti af karl- mönnum, er draumlynd stúlka og auðveld bráð fyrir Eddie. Þrátt fyr- ir að samviskan nagi Eddie fer hann með hana í samkvæmið þar sem Rose kemst fljótt að því hvers vegna henni var boðið og heUir sér yfir Eddie og félaga hans áður en hún heldur á hrott. Eddie skynjar aftur á móti að fegurðin er ekki alltaf sjáanleg og heldur í humátt Lili Taylor og River Phoenix leika tvo einstæðinga sem dragast hvor að öðrum í Dogfight. á eftir henni... Leikstjóri Dogfight er ung kvik- myndagerðarkona, Nancy Savoca, sem vakti mikla athygh með fyrstu mynd sinni, True Love, en sú mynd hreppti aöaiverðlaunin á kvik- myndahátíðinni í New York 1989. Dogfight er ekki síðri kvikmynd, vel útfærð og einlæg í afstöðu sinni tíl mannfólksins og einnig stund- um fyndin. Það reynir mikið á aðal- leikarana, River Phoenix og LUi DV-myndbandalistinn Ellen Barkln leikur aðalhlutverklð í gamanmyndinnl Swltch sem er í fjórða saetí listans og er á uppleiö. Leikur hún karirembu sem kom- ið er fyrir kattarnef en kemur aftur til jarðarinnar I k venmannslíkama. The Mariboro Man 2(2) FX2 3 (7) The Fisher King 4 (6) Switch 5(3) Ricochet 6 (5) Not without My Daughtí 7 (4) Doc Hollywood 8 (-) Don’t Tell Mom the Babysitter’s Dead 9 (12) Wedlock 10 (10) Mortal Thoughts 11 (8) Body Parts 12 (-) Thelma and Louise 13(9) Jungle Fever 14 (11) K«2 15« Aheitu sumri 1968 MAÍDAGAR (MILOU EN MAI) Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Louis Malle. Aðalhlutverk: Michel Piccoli og Miou Mlou. Frönsk, 1991 - sýningartimi 95 min. Leyfð fyrir alla aldurshópa. Árið 1968 verður sjálfsagt áváUt tahð meðal merkari ára á þessari öld. HippatímabUið var í algleym- ingi þar sem ungt fólk boðaði frið og ást og þetta ár gerðust margir örlagaríkir atburðir. Stúdentaó- eirðimar í París voru einn slíkur atburður. Nýjasta kvikmynd franska leik- stjórans Louis Malle, Maídagar (MUou en mai) gerist einmitt í maí 1968 þegar stúdendaóeirðimar vom í algleymingi. Myndin er sér- lega skemmtíleg gamanmynd. Bak- grunnurinn og áhrifavaldur em óeirðimar þótt myndin gerist í sveit langt frá París og fjallar um fiölskyldu sem er tvístruð en hittist þegar ættmóðirin deyr. Fjölskyldumeðlimimir, sem eru ákafalega ólíkir, sameinast á þess- ari stundu en fljótt kemur upp ágreiningur um hver á að fá hvað úr búinu og em aðferðimar ekki aUtaf heiðarlegar í þeim efnum. Flestir vUja selja ættarsetrið en þar hefur búið elstí bróðirinn, sem Mic- hel PiccoU leikur snUldarlega, og segist hann ætla að drepast þama hvað sem hver segir. VandamáUn hlaðast upp. TU að mynda fara grafarar í samúðarverkfaU með stúdentum í París og sú gamla verður því að Uggja í stofunni dáUt- iö lengur en ætlað var. Á þessum tíma var boðað fijáls- lyndi í ástum og fer sú bylgja ekki framhjá fiölskyldunni. í hita dags- ins er dregin upp hasssígaretta sem látin er ganga á milU og hefur núk- U áhrif á hormónastarfsemina. Bundinn er snöggur endi á þá veislu þegar óstaðfestar fréttir ber- ast frá París um að stúdentar séu búnir að taka við stjóm lands- ins... Maídagar er skemmtileg og mannleg kvikmynd. Þótt hún standist ekki samanburð við síð- ustu mynd Louis MaUe, Verið þið sæl krakkar (Au Revoir le En- fants), þá er hún kærkomin til- breyting og húmorinn í myndinni er frábær þótt stundum sé stutt í alvöruna. Maídagar er mynd sem óhætt er að mæla með fyrir aUa. -HK Taylor. Phoenix sem vakti athygh sem barn er vaxandi með hverri mynd og fer vel með hlutverk Eddi- es. LUi Taylor nær mjög góðum tökum á hlutverki sínu, er fyrst aðeins ófríð gengilbeina en er líður á myndina tekur maður ekki eftír útUtinu lengur, innri persónan hef- ur yfirhöndina. -HK Vafasamur frændi SHADOW OF A DOUBT Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Karen Arthur. Aóalhlutverk: Mark Harmon, Diane Ladd og Margaret Welsh. Bandarisk, 1991 -sýningartími 100 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Þær eru margar kvikmyndaperl- urnar sem Alfred Hitchcock sldldi eftir sig. Meðal þeirra er Shadow of a Doubt sem hann gerði 1943. Mynd þessi var endurgerð 1958 undir öðru nafni og nú hefur þriöja útgáfan Utiö dagsins ljós og þótt handbrögð meistarans séu ekki til staðar þá er hin nýja Shadow of a Doubt hin besta afrreying. Hinn sjarmerandi en slægi Charlie frændi var leikinn af Jos- eph Cotten í útgáfu Hitchcocs en hér er það Mark Harmon sem leik- ur þennan morðingja sem kemur heim til sín í smáhæ þar sem hon- um er fagnað sem hetju enda veit fiölskylda hans ekki betur en að hann starfi sem verðbréfasaU í New York. Frændinn er sérlega heiUaður af ungri frænku sinni sem hefur verið skírð í höfuö hon- um. Það er svo einmitt hún sem kemst að hinu sanna en veit að ef sannleikurirm kæmi fram í dags- ljósið myndi móðir hennar, sem er systir CharUe, aldrei ná sér. Það er ekkert verið að fela að verið er að herma eftir einstökum atriðum úr myndum eftir Hitc- hcock og má þar nefna kamival- atriði sem er eins og kUppt út úr 'Strangers on a Train. TU að undir- strika þetta leikur svo Tippi He- dren, ein af þekktustu leikkonum Hitchcocks, Utiö hlutverk í mynd- inni. __________ -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.