Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Síða 11
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992. 11 Matthias Guðmundsson er á níræðisaldri en er enn í fullu fjöri. Hann starf- ar nú einn í vélsmiðju sem verið hefur í núverandi húsnæði síðan 1913. Fyrst er járnið hitað í yfir 1400 gráður í oliukyntum ofni... ... síðan er potturinn tekinn upp með þar til gerðum töngum . ... og hellt sjálfur gert. mót sem hann hefur DV-myndir BG Matthías Guðmundsson á Þingeyri: Vélsmiðja rekiní sama húsi frá 1913 - lítið að gera núorðið því útgerðin kaupir ekki neitt „Faðir minn byijaði í þessu sem ungur maður fyrir aldamót en vél- smiöjan flutti í þetta hús 1913. Ég er fæddur 1911 og byrjaði' nú ekki að vinna héma 2 ára,“ segir Matthías Guðmundsson á Þingeyri og hlær ógurlega. „En 4-5 ára fór maður að líta héma inn og um fermingaraldur var maður orðinn drallugur upp fyr- ir haus. Nú, svo var ég hér til náms náttúrlega hjá fóður mínum.“ Faöir hans flutti vélsmiðjuna í þetta húsnæði 1913 og rak hana með bræðranum Proppé en keypti þá síö- ar út úr fyrirtækinu. Matthías vann með honum meira eða minna alla tíð en fór til náms í Danmörku á fyrsta kreppuárinu. Áður unnu margir í smiðjunni, oft um 14-16 menn, og nefndi hann t.d. að Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á Þingeyri, hefði lært hjá sér og afi Ólafs Ragnars Gríms- Það er litið að gera núorðið enda útgerðin hætt að kaupa nokkuð. Matthí- as fæddist inn i Sjálfstæðisflokkinn og hefur verið þar síðan. Hann segir þó að persónur skipti meira máli en flokkarnir og sjálfstæðismenn geti verið forskrúfaðir og blindir. Aðalmálið sé að hafa mannfrelsi. sonar hefði lengi unnið þama og Ól- afur verið mikið sjálfur að þvælast þarna með afa sínum. Nú er hann hins vegar einn þama þar sem lítið sé orðið að gera en fær tvo menn til að aðstoða sig þegar hann hellir í mótin. „Þetta er ekkert orðið núna. Núna síðasta árið hefur þetta dottið niður svo mikiö vegna þess að útgerðin hefur ekki keypt neitt.“ DV var á ferð um Vestfirði á dögun- um og fylgdist með Matthíasi að störfum. Fyrst hitar hann járnið í þar til gerðum potti upp í yflr 1400 gráður í olíukyntum ofni. Síðan hellir hann kraumandi járninu í þar til gerð mót sem hann hefur gert Þetta*er mikil nákvæmnisvinna því ekkert má út af bregða til að stórslys eigi sér stað. En þrátt fyrir háan aldur dregur Matthías hvergi af sér. Líkamlega er hann gríðarlega sterkur og ekki síð- ur andlega. Hann hefur mjög ákveðnar skoðanir og er vel inni í þjóðmálunum. Hann segist hafa fæðst inn í Sjálfstæðisflokkinn og verið þar síðan og setið marga lands- fundi flokksins. Hann leggur þó áherslu á að góðir menn sén í öllum flokkum og einnig slæmir, persón- umar skipti meira máh en hvaða flokkum þeir sitji í. „Sumir sjálfstæð- ismenn er forskrúfaðir og blindir." Aðalmálið er að hans mati mann- frelsið. -pj LUS DANSKAR GÆÐATRÉVÖRUR Sólpallar - girðingar - skjól- og skilrúmsveggir Sérlega vandaðar danskar gæðatrévörur úr völdu gagnvörðu timbri í miklu úrvali á góðu verði. Afgreitt að mestu leyti samsett með ítarlegum leiðbeiningum um uppsetningu. ★ Afgreiðsla tekur íjórar vikur frá pöntun. ★ Hafðu samband við okkur í síma 26911 og fáðu litabækling og verðlista. Skipholti 19 3h. Sími 91-26911 Fax. 91-26904 REYKIALUNDUR - með vatnið a hreinui

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.