Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992.
Skák
Ólympíuskákmótið í Manila:
Enskir lagðir 17. júní
- Rússar langefstir fyrir lokasprettinn
íslenska ólympíuskáksveitin kom saman í léttar veitingar áður en haldiö var til Manila á Filippseyjum þar sem hún hefur staðið sig með sóma.
Jón L. Ámason, DV, Manila;
Því er ekki að leyna að nokkur
beygur var í íslensku skákmönn-
unum fyrir taflið við Englendinga
í niundu umferð ólympíuskák-
mótsins hér í Manila. Enska sveitin
er skráð í 2. sæti í styrkleikaröð-
inni - á eftir Rússum - og oft hafa
ensku stórmeistaramir verið ís-
lendingum skeinuhættir. Á síðasta
ólympíumóti í Novi Sad fyrir
tveimur árum skildu þjóðimar
raunar jafnar, 2-2, og máttu enskir
þakka fyrir. Hins vegar vom minn-
ingamar frá Dubai 1986 ekki jafn-
ánægjulegar. Er upp var staðið
höfðu Englendingar unnið skákir
sínar á öllum borðum-fjögur núll!
En í Manila var stund hefndar-
innar mnnin upp. Svo skemmti-
lega vildi til að taflið bar upp á þjóð-
hátíðardaginn, 17. júní. Auðvitað
gátum við ekki verið þekktir fyrir
annað en að standa okkur þennan
dag og vera landi og þjóð tU sóma.
Engu að síður komu úrslitin á
óvart: íslendingar fengu þrjá vinn-
inga gegn einum vinningi enskra.
Kunnugustu menn segja að enska
sveitin sé sú sterkasta sem íslend-
ingar hafi nokkm sinni unniö á
ólympíuskákmóti. Englendingar
hafa nú staðið sig mun lakar en
búist var við fyrirfram. Gárang-
amir segja að þeir geti ekki ein-
beitt sér að taflinu fyrir áhyggjum
af hjónabandsmálum bresku kon-
ungsfj ölskyldunnar.
Sigling á Manilaflóa
Vel fer um íslendingana á Hótel
Manila og sannast sagna eru að-
stæður og skipulagning mótsins
betri en við höfðum búist viö. Mat-
urinn fer meira að segja vel í mann-
skapinn þrátt fyrir viðvaranir ís-
lendinga sem farið hafa á þessar
slóðir og spáðu okkur löngum kam-
arsetum.
Á frídögum hafa sveitarmenn
reynt að slaka á frá baráttunni á
skákborðinu. Farið var í skoðunar-
ferð til Corregidor - eyju sem er
sögufræg úr seinni heimsstyijöld-
inni og Gunnar Eyjólfsson, sérleg-
ur aðstoðarmaður sveitarinnar,
gerðist félagi í siglingakiúbbi Man-
ila um stundarsakir. Nokkrir liðs-
manna fóm í siglingu um Manila-
flóa í boði fyrrverandi sendiherra
Filippseyja í Róm og drukku kaffi
með borgarsfjóranum.
Þá buöu mótshaldarar, með
Campomanes, forseta Fide, í broddi
fylkingar, til glæsilegs kvöldsam-
kvæmis þar sem borð svignuðu
undan krásum, óþijótandi drykkj-
arfong vom af öllum gerðum og
sextán manna stórhljómsveit sá
um að skemmta gestum. Eftir þvi
var tekið hvað íslendingamir voru
stilltir og fóru snemma heim en
nokkrir keppenda, einkum frá hin-
um nýju lýðveldum, fóru bersýni-
lega heldur of geyst í sakimar.
Kasparov
og Kramnik
Rússneska sveitin virðist ætla að
stinga af með gullverðlaunin og
raunar hafa Rússamir staðið sig
ennþá betur en sveit „gömlu Sovét-
ríkjanna". Heimsmeistarinn, Garrí
Kasparov, er óstöðvandi á fyrsta
borði - hefur 5,5 vinninga af 6 er
þetta er ritað. Auk hans tefla í
sveitinni Khalifman, Dolmatov,
Dreev, Vizmanavin og Vladimir
Kramnik sem hefur farið hamfór-
um - unnið allar sex skákir sínar
til þessa.
Baráttan stendur fyrst og fremst
um silfur og brons og þar eru marg-
ir um hituna. Nýju sovésku lýð-
veldin, sem hafa á að skipa mörg-
um öflugum mönnum, hafa breytt
Umsjón
Jón L. Árnason
myndinni frá því sem áöur var.
Vonandi tekst íslensku sveitinni að
blanda sér í baráttuna. Sigurinn
gegn Englendingum gefur vissu-
lega fögur fyrirheit.
I taflinu við Englendinga komst
Jóhann langt með Short á fyrsta
borði en tókst þó ekki að leggja
kappann. Skák Margeirs við Speel-
man á 2. borði lauk einnig með jafn-
tefli. Margeir varðist þar vel yinn-
ingstilraunum Speelmans. Á 3.
borði tefldi ég gegn Adams í þriðja
sinn og tókst nú loks að snúa við
blaðinu - fyrri tveimur skákum
okkar lauk með sigri Adams. Þá
tefldi Hannes við Chandler á 4.
borði og yfirspilaði Englendinginn
gjörsamlega í miðtaflinu. í loka-
stöðunni er tafl Chandlers algjör-
lega í rúst.
Hvítt: Jón L. Árnason
Svart: Michael Adams
Vínar-bragð.
1. e4 e5 2. Rc3 Rc6 3. f4!?
Fyrir skákina bað ég Kristján
Guðmundsson liðsstjóra um leyfi
til að tefla kóngsbragð. Hann veitti
það góðfúslega en vitaskuld er
þetta afar tvíeggjað vopn. Raunar
frestaði ég framrás f-peðsins um
einn leik, svona til að róa taugar
liðsstjórans andartak.
3. - exf4 4. Rf3 g5 5. d4 d6?
Þekkt mistök sem Helgi Áss gerði
sig einnig sekan um gegn Skotan-
um Motwani á Hafnarborgarmót-
inu á dögunum. Svartur verður að
taka áskoruninni og leika 5. - g4
6. Bc4! gxf3 7.0-0 með afar óljósum
afleiðingum.
6. d5! Re5 7. Bb5+ Bd7 8. Bxd7 Rxd7
9. Dd4 f6 10. h4!
En ekki 10. Rxg5? fxg5 11. Dxh8
Rdf6 og drottningin lokast inni.
10. - g4 11. Rg5 Rc5 12. Re6
Ef 12. b4 getur svartur svarað
með 12. - h6, eöa 12. Dd7!? 13. bxc5
dxc5 og drottningin verður að
hrökklast af homalínunni.
12. - Rxe6 13. dxe6 c6 14. Bxf4 Db6
15. Dd3 0-0-0 16. 0-0-0 h5
Svartur hefur varla átt aðra kosti
en staða hans er afar slæm.
17. Dg3 Dc7 18. Hd3 De7
Hótunin var m.a. 19. Rd5! cxd5 20.
Hc3 o.s.frv.
19. Hhdl Dxe6 20. Bxd6 Bxd6 21.
Hxd6 Hxd6 22. Hxd6 De7 23. Df4
Hh7 24. Re2!
Riddarinn er á leið til g3 þar sem
hann heijar á svörtu peðin. Ef nú
24. - Dc7 25. Df5+ Kb8 26. Dg6! og
svartur er í miklum kröggum.
24. - Hf7 25. Df5+ Kc7 26. He6 Dd7
27. Df4+ Kc8 28. Hd6 De7 29. Rg3!
Á réttri leið eftir hringferðina.
29. - De5 30. Dxe5 fxe5 31. He6! Kd7
32. Hxe5 H£2 33. Rxh5 Hxg2 34. Hg5
Rh6 35. Hg7+ Ke8 36. Hg6 Rf7 37.
Hxg4! Hh2
Ef 37. - Hxg4 38. Rf6 + og hrókur-
inn fellur. Hvítur hefur nú unnið
tvö peð og ætti að vinna en þarf
að tefla nákvæmt.
38. Rg7+ Ke7 39. Rf5+ Kf6 40. b3
a5 41. Hg8 Ke5 42. Hf8 Rd6 43. Rxd6
Kxd6 44. Hf4 b5 45. a3 Ke6 46. Hg4
Ke5 47. Hg6 Hxh4 48. Hxc6 Kd4 49.
a4! bxa4 50. Hc4+ Ke3 51. Hxa4 Hh5
52. Kb2 Hg5 53. Hc4 Hh5 54. Ka3 He5
55. Ka4 Kd2 56. Hc8 Kcl 57. c4 Kb2
58. Hb8 Kc3 59. Hb5
Og Adams gafst upp.
Hvítt: Murray Chandler
Svart: Hannes Hlífar Stefánsson
Spænskur leikur.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4
Rf6 5. 0-0 Be7 6. De2 b5 7. Bb3 0-0
8. c3 d5 9. d3 Bb7
Nákvæmara er 9. - He8. Nú lend-
ir Hannes í dálitlum erfiðleikum.
10. Bg5 Ra5 11. Bc2 h6 12. Bh4 dxe4
13. dxe4 Rd7 14. Bg3 Bd615. Hdl Rc6
16. Rbd2 He8 17. Rfl Dc8 18. Re3 Bf8
19. Rh4 Rd8 20. a4 Bc6 21. Rd5 Re6
22. b4 bxa4 23. R£3 Bd6 24. h3?
Frá og með þessum leik missir
Chandler algjörlega þráðinn. Hann
var nú að komast í tímahrak og kýs
því að leika „varúðarleik". Betra
er 24. Bxa4 og hvítur viröist eiga
heldur betra tafl þótt svarta staðan
sé traust.
24. - a5 25. b5? Bxd5! 26. Hxd5 Rec5
27. De3 He6! 28. Rh4 c6 29. dxc6 Dxc6
30. Rf5 Rf8 31. Bh4 Rb6 32. Hddl Rc4
33. De2 Rb3! 34. Hbl Hb8 35. Bd3 Ra3
36. Hb2 Dxc3
Og í þessari vonlausu stöðu féll
Chandler á tíma.
Staða yfirlæknis
Staða yfirlæknis í geðlækningum er laus til umsókn-
ar.
Gert er ráð fyrir að læknirinn sinni geðlækningum
við Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi, verði yfirlæknir
vistheimilis fyrir ósakhæfa geðsjúka afbrotamenn að
Sogni í Ölfusi og verði ráðgefandi geðlæknir við
fangelsið að Litla-Hrauni.
Umsóknir um stöðuna ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf skulu sendast til skrifstofu
Sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi.
Umsóknarfrestur um stöðuna er til 15. júlí 1992.
Upplýsingar um stöðuna eru veittar í heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu.
Heilbrlgðis- og tryggingamálaráðuneytið.