Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992. 25 Omar Sharif skrifar skýringar með spilunum í Epson-alheimstvímenningnum sem spilaður var í gær. DV-mynd EJ EPSON alheimstvímenningskeppnin: Þrír riðlar spilaðir á Islandi í gær var 7. Epson alheimství- menningskeppnin spiluð og er talið að yfir 100.000 spilarar frá 90-100 löndum hafi tekið þátt. Þrír riðlar voru spilaðir á íslandi, einn í Sigtúni 9, annar á Akureyri og sá þriðji á Reyðarfirði. í fyrra sigruðu Pólverjarnir Kopowski og Maczkowski með 79,53% skor, sem er ein sú hæsta sem um getur. Eins og í fyrra skrifar Omar Sharif skýringar með spilun- um og að lokinni keppni fær hver keppandi eintak af bók með öllum spilunum með útskýringum Sharifs. Við skulum skoða eitt spil frá keppninni í fyrra og hlusta á skýring- ar Sharifs. N/N-S ♦ Á 10 8 6 V Á 8 4 3 ♦ G 7 5 ♦ 42 * K 9 5 V D 10 7 ♦ Á D 10 6 4 + Á9 ♦ 4 V 652 ♦ K 9 2 + D 10 8 7 5 3 í útskýringum sínum gerði Sharif ráð fyrir því að flestir myndu spila íjóra spaða á spil a-v og þeir myndu fara einn niður. Vömin myndi fá einn slag á hjarta, einn á tígul og tvo trompslagi. Omar sýndi síðan fram á að þijú grönd væru betri samningur, þau myndu ávallt vinnast og raunar myndi sagnhafi fá 10 slagi. En hann gerði ekki ráð fyrir þeirri vöm sem óheppinn sagnhafi fékk á sig. » u u I 3 z V K G 9 ♦ 83 tr n c N V A S Suður spilaði út laufi gegn þremur gröndum austurs og sagnhafi fékk fyrsta slaginn á laufníu. Þá kom spaði á drottningu, sem norður gaf án hiks. Enn spaði á kónginn og suð- ur kastaði laufi. Sagnhafi hætti nú við spaðann og spilaði hjarta á gos- ann, sem norður gaf. Nú var kominn tími til þess að prófa tígulinn og aust- ur spilaði þristinum og svínaði tíunni. Suður gaf án þess að hika og allt virtist ganga sagnhafa í haginn. Umsjón Stefán Guðjohnsen Að vísu vom samgönguerfiðleikar milli handanna, en það er ekki hægt að gera kröfur um allt. Hann tók nú laufaás, spilaði hjarta á níuna og enn gaf norður án þess að hika. Hann var nú í síðasta sinn í blind- um, tók því laufkóng og spilaði tígli. Hann hafði nú fengið átta slagi og tígulásinn var sá níundi. Hann sá hins vegar fram á það að með tígul- kóng réttan ynnu allir fjóra spaða, sem væru í þeim, og þá voru 400 fyr- ir þrjú grönd botn. Hann svínaði því tíguldrottningu til þess að fá tíu slagi og þar með var draumurinn búinn. Suður drap á tígulkóng, tók tvo slagi á lauf og spilaði hjarta. Norður fékk því tvo síðustu slagina á hálitaásana og spilið var einn niður. Einstök vöm, því gefi vörnin ekki fimm fyrstu slagina, sem hún átti kost á, þá vinnur sagnhafi sennilega spilið með yfirslag. Staða heilbrigðisfulltrúa (framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits) á Norðurlandi vestra er hér með auglýst laus Umsóknir með upplýsingum sendist formanni svæð- isnefndar í pósthólf 83 á Sauðárkróki fyrir 20. júlí nk. en hann og formenn heilbrigðisnefnda á svæðinu veita frekari upplýsingar. Sauðárkróki 18. júní 1992 Héraðslæknirinn Norðurlandshéraði vestra Bridge Epson tvímenningurinn verður spilaður um allan heim föstudags- kvöldið 19. júní næstkomandi. Spil- aðir verða þrír riðlar á íslandi og reiknað út á landsvísu cins og í PIúlip Morris tvímemúngnum síð- astliðið haust. Einn riðill verður sa 9. þriðjí á annar á Akureyri og Reyðarfirði. Mitchell-þyrirkomulag verður notað og hvert par fær aö lokinni spilamennsku bók meö spilunum, sem spiluð verða, með umsögn um hvert spil eftir Omar Sharif. Skráning er hafin á skrif- stofu BSÍ í síma 689360 og í sumar- bridge á Akureyri og Reyðarfirði. -ÍS Nýttglæsilegt afmælishefti á næsta sölustað eða í áskrift í síma 63 27 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.