Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1992, Síða 32
44 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992. Trimm íþróttadagur verður haldinn i Reykjavik i fjóröa skipti nk. laugardag og þá geta ungir jafnt sem aldnir m.a. fengiö sér ókeypis sundsprett í laugunum. Tilhlökkun að taka þátt í ein- stökumviðburði Áætlunin í fullu maraþoni fyrir næstu viku er sú sama og birtist í DV sl. laugardag. Ég hef nú breytt mínútunum yfir í kílómetra til aö hafa samræmingu í töflunum þremur. Miöaö er við þá sem eru að hlaupa sitt fyrsta maraþon og ætla sér að komast tiitölulega þægi- lega frá því á 4-4 'A klst. Miðað við áðumefndan tíma er kílómetrinn á simnudags-, miðvikudags- og föstu- dagsæfingum hiaupinn á 5:41-6:41 mínútum. Á mánudögum og fimmtudögum á að hiaupa rólegar en hraðar á þriðjudögum og laug- ardögum. Samanlögð vegalengd, miðað við áður uppgefinn tíma, er því 67-85 kílómetrar. í hálfmaraþonáætluninni bætist við svonefnt áfangahlaup (interval) en þá er hlaupið á hraða sem er talsvert meiri en venjulega. Hlaup- in er ákveðin vegalengd með ákveðinni hvíld á milii spretta en mjög gott er að taka þessa æfingu á braut þar sem hver hringur er 400 metrar. Núna ætlum við að hlaupa 3x1000 metra með þriggja mínútuna hvild á milli spretta. Samanlögð vegalengd á þriðjudags- æfingunni er 10 km sem miðar við 4 km upphitun fyrir brautaræflngu og 3 km skokk að henni lokinni. í síðustu viku tók ég lítfllega fyr- ir skófatnað og talaði m.a. um ágæti loftpúða í skóm. Því er við að bæta að sjálfsögðu eru til jafn frambæri- legir skór án loftpúða en þeir hafa þá eitthvað annað í staðinn eins og t.a.m. gel eða loftpumpu. En snúum okkur þá næst að hiaupum og heil- brigöi og þeim jákvæðu áhrifum sem það fyrrnefnda hefur á ein- stakhnga. Það er vísindalega sann- að að langhlaup eykur starfshæfni hjartans og súrefnisupptöku þess, eykur blóðmagn kransæða og starfshæfni öndunarfæra að ógleymdu auknu þoli vöðva í fót- leggjum. Hlaupin gera fólk unglegra, já- kvæðara og umfram ailt heilbrigð- ara og þá má ekki heldur gleyma félagsskapnum sem er í kringum almenningshlaupin sem haldin eru árið um kring. Hlaupahópar eru alls staðar og gróskan í þeim efnum er mikil. En umfram aUt er það stemningin sjálf í hinum ijölmenn- ari almenningshlaupum og sú til- hlökkun að taka þátt í einstökum viðburði. Kveðja, Jakob Bragi Hannesson Skemmti- skokk Hálfmaraþon Maraþon 21.6. 3km 16 km rólega 20 km rólega 22.6. Hvíld Hvíld 9 km rólega 23.6. 2km 10km (3x1000) 10 km jafnt 24.6. Hvíld 8 km jafnt 15 km rólega 25.6. 3km 10 km rólega 5 km rólega 26.6. Hvíld 8 km (hraðal.) 15 km rólega 27.6. Hvíld 8kmjafnt 8km (hraðal.) VOLVO 850 STYRKTARAÐILI REYKJAVÍKUR MARAÞONS DV íþróttadagur í Reykjavík: Stefnan að fá alla til að vera með - segir Jónas Kristinsson, fulltrúi hjá ÍTR „íþrótta- og tómstundaráð ætlar í samráði við íþróttafélögin í Reykja- vík að halda íþróttadag fyrir Reyk- víkinga 27. júní nk. en þetta er í fjórða skipti sem slíkur dagur er haidinn. Á þessum degi verður ókeypis aðgang- ur á sundstaðina en jafnframt verð- um við með leiðbeinendur og þá verða sett bamaleiktæki í laugamar. Einnig hjálpum við fólki með skokk- leiðir en kort af einhveijum þeirra eiga aö vera til á flestum sundstað- anna,“ sagöi Jónas Kristinsson, fuU- trúi h)á Iþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, í samtaU við DV. Eitthvað við allra hæfi Næstkomandi laugardag verður haldinn sérstakm- íþróttadagur í Reykjavík og er það í fjórða skipti eins og fram kom hjá Jónasi. Dag- skráin hefst á gervigrasinu í Laug- ardal kl. 9.00 með morgunleikfimi HaUdóm Bjömsdóttur en hana ættu flestir að kannast við úr Ríkisútvarp- inu sem stjórnanda morgunleikfim- innar þar á bæ. í kjölfarið tekur við dagskrá út um alla borg og ættu all- ir, jafnt ungir sem aldnir, að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Sigl- ingaklúbburinn í Nauthólsvík verð- ur opinn og sama er að segja um KeilusaUnn í Öskjuhlíð en á báðum þessum stöðum verða leiðbeinendur fólki innan handar og rétt er taka fram að þessi þjónusta eða kynning er endurgjaldslaus eins og reyndar aUt annað á þessum degi. Fjölskyldutrimm á öllum íþróttasvæðum Golfáhugamenn geta farið á Korp- úifsstaði en þar verður Golfklúbbur Reykjavíkur með leiðbeinendur. Net verða sett á aUa helstu blak- og tenn- isvelU í borginni og má þar t.d. nefna íþróttavelUna við Hagaskóla, HUðar- skóla og í Laugardal en þar verður jafnframt hægt að fara á hjólaskauta Brýn nauðsyn á sameiningartákni fyrir íþróttir í borginni, segir Jónas Kristinsson. DV-mynd Hanna Keiluíþróttin er ein af þeim fjöl- mörgu íþróttagreinum sem standa fólki til boða. á skautasveUinu en yfir sumarmán- uðina tcika fyrrnefndir skautar við af þeim hefðbundnu. Auk áður- nefndra möguleika veröur dagskrá hjá öllum íþróttafélögum í borginni og því ætti enginn að eiga í erfiðleik- um meö að taka þátt í íþróttadegin- um því eitthvað verður um að vera í hverju einasta hverfi að sögn Jónas- ar. „Klukkan tíu byijar dagskrá fyrir yngstu krakkana, 3-6 ára, og hún verður sú sama í öUum hverfum, hvort heldur mætt er í vesturbæinn, á HUðarenda, í Árbæinn og svo fram- vegis. Síðan heldur þetta áfram með 7-8 ára og 9-12 ára en með aUa þessa hópa verður farið 1 ýmsa leiki og ein- hveijar íþróttagreinar kynntar. Dag- skráin hjá félögunum verður aUs staðar sú sama og því þarf enginn að óttast að hann sé að missa af ein- hveiju. Síöar um daginn, eða kl. 14, verður fiölskyldutrimm á hveiju ein- asta íþróttasvæði en þá veröur farinn hringur sem er 3,5 km og þeir sem vilja hlaupa eða skokka lengra fara þá bara tvo hringi.“ Vakning um almenn- ingsíþróttir í fyrri skiptin, sem íþróttadagur hefur verið haldinn, hafa skólaveU- irnir meira verið vettvangurinn en nú er búið að fá íþróttafélögin tíl að slást með í hópinn og þá eru ekki síður hæg heimatökin með aUa að- stöðu. Ágæt þátttaka hefur verið á þessum íþróttadegi fram tíl þessa en í ár á að gera enn betur enda þarf enginn að leita langt yfir skammt til að vera með. Að mati Jónasar er brýn nauðsyn fyrir sameiningartákn um íþróttir í borginni a.m.k. einu sinni á ári og ekki síst í ljósi þeirrar vakningar sem orðið hefur um íþróttir almennings á undanfómum árum. Hann segir mikinn undirbún- ing Uggja að baki svona degi en stefn- an sé að fá aUa tU að vera með. Frekari upplýsingar um íþrótta- daginn verður að finna í fiölmiðlum á næstu dögum en jafnframt er hægt að snúa sér til íþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkur með fyrirspumir. Ráðið er til húsa að Fríkirkjuvegi 11 ogsíminner 622215. -GRS íþróttavika kvenna stendur nú yfir og meðal þess sem boðið er upp á er tenniskynning en meðfylgjandi mynd var elnmltt tekin á einni slfkri fyrr í vikunni. í dag ber hæst Kvennahlaup ÍSÍ en á morgun verður sundmót i Laugardalshöll, golfmót á Selfossi og tenniskynning á Þróttarvelli. íþróttavikunni lýkur á mánudag með tenniskynn- ingu viö Kópavogsskóla og landsleik kvenna í knattspyrnu við Skota á Akranesi. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.