Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1992, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1992, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1992. LífsstHl DV kannar verð í matvöruverslunum: Mikill munur á hæsta og lægsta verði Neytendasíða DV kannaði að þessu sinni verð í eftirtöldum verslunum: Bónusi í Faxafeni, Fjarðarkaupi í Hafnarfirði, Hagkaupi við Laugaveg, Kaupstað í Garðabæ og Miklagarði við Sund. Neytendur Bónusbúðirnar selja sitt grænmeti í stykkjatali á meðan hinar saman- burðarverslanimar selja eftir vigt. Til þess að fá samanburð þar á milli er grænmeti í Bónusi vigtað og um- reiknað eftir meðalþyngd yfir í kíló- verð. Að þessu sinni var kannað verð á 1 kg af gúrkum, bláum vínberjum, gulri papriku, kartöflum, gulrótum, perum, appelsínum, 400 g af Cheeri- os, 1 kg af nautafillet, 10 stk af Sens- or rakvélarblöðum, 33 cl Coke-dós og viðbitinu Léttu. Það er sérlega áberandi í könnun vikunnar hve miklu munar á hæsta og lægsta verði á grænmeti og ávöxt- um. Munurinn er 426% á gúrkum sem þýöir að meira en fimm gúrkur fást fyrir hverja eina ef verslað er á Munur hæsta og lægsta verðs á grænmeti og ávöxtum er meira en fimmfaldur í nokkrum tilfellum. ódýrasta stað í Verðið á gúrkum stað þess dýrasta. var 74 í Bónusi, 149 Hæsta og lægsta verð Nautafillet 2000r Hæst Lægst Cheerios Hæst Lægst Appelsínur Hæst Lægst Kók 33 cl. 90 70 50 30 10 Hæst Lægst Létta 150 130 r 110! Hæst Lægst Rakvélablöð 700 650 600 ■ 550 ■ Bónus 500 ..Mi.... Hæst Lægst í Fjarðarkaupi, 160 í Miklagarði en 389 í Hagkaupi og Kaupstað. Blá vín- ber voru á lægsta verðinu í Bónusi, á 65, kostuðu 149 í Fjarðarkaupi, 299 í Hagkaupi, 349 í Kaupstað en feng- ust ekki í Miklagarði. Þar er munur hæsta og lægsta verðs 437%. Gul paprika fékkst hvorki í Bónusi né Miklagarði en var á 149 í Fjarðar- kaupi, 399 í Hagkaupi en langdýrust í Kaupstað, 854 krónur kílóið. Munur hæsta og lægsta verðs er 473%. Kart- öflur voru heldur skárri útlits í þess- ari viku en í þeirri síðustu. Þær voru á 18 krónur í Bónusi, 49 í Mikla- garði, 59 í Hagkaupi, 62 í Fjarðar- kaupi og 75 í Kaupstað. Þar er munur hæsta og lægsta verðs 317%. Blaða- maður átti leið inn í Blómaval í vik- unni og þar voru seldar kartöflur frá Homafirði sem líta mjög vel út, fyrsta flokks. Gulrætur vom á lægsta verðinu í Bónusi, á 46, en vom á 49 í Mikla- garöi, 79 í Hagkaupi en 132 í Fjarðar- kaupi og Kaupstað. Þar mæhst mun- ur hæsta og lægsta verðs vera 187%. Eina ávaxtategundin þar sem ekki munaði miklu á hæsta og lægsta verði var perur en munurinn er 35%. Perur fengust á 99 í Hagkaupi, 129 í Fjarðarkaupi og 134 í Miklagarði en vom hvorki til í Bónusi né Kaupstað. Appelsínur kostuðu aðeins 32 krónur kílóið í Bónusi, voru á 85 í Fjarðarkaupi og Miklagarði, 109 í Kaupstað og 119 í Hagkaupi. Munur- inn á hæsta og lægsta verði er mikill eða 272%. Cheerios var á svipuðu verði í verslununum fimm, paldíinn kostaði 160 í Bónusi og Miklagarði, 166 í Hagkaupi, 177 í Fjaröarkaupi og 179 í Kaupstað. Munur á hæsta og lægsta verði er 12 af hundraði. Nautafillet er á 1.349 í Bónusi, fékkst ekki í Hagkaupi, 1.502 í Mikla- garði, 1.685 í Kaupstað og 1.690 í Fjarðarkaupi en munur hæsta og lægsta verðs reiknast vera 25%. Sensor rakvélarblöð fengust ekki 10 saman í pakka í Miklagarði (aðeins fimm saman) en vom á 521 i Bónusi, 540 í Hagkaupi, 634 í Fjarðarkaupi og 639 í Kaupstað. Munur hæsta og lægsta verðs er 23 af hundraði. Coke í 33 cl dósum fæst ekki í ein- ingum hjá Miklagaröi (aðeins 15 saman) en var á 64 í Bónusi, 69 í Fjaröarkaupi og Hagkaupi en 71 í Kaupstað. Sex sinnum meira magn af Coke (tveggja lítra flaska) fæst á 99 krónur í sumum verslunum. Við- bitiö Létta er á 93 krónur í Bónusi þar sem verðið er lægst, 96 í Mikla- garði, 114 í Fjarðarkaupi, 115 í Hag- kaupi og 127 í Kaupstað en munur hæsta og lægsta verðs er 37%. -ÍS Gulrætur og gul papr- ika hækka í verði Ef línurit vikunnar em skoðuö sést að verð tekur miklum breyting- um milli vikna á fjómm tegundum af sex en er heldur stöðugra á hinum tveimur. Meðalverð tveggja tegunda hækkar töluvert, lækkar í tveimur tilfellum en stendur nánast í staö á kartöflum. Meðalverð á perum var neytendum hagstætt í maímánuði, rétt yfir 100 krónur, en hækkaði mjög í júní. Það fer nú lækkandi á ný og er þessa vik- una 121 króna. Gulrætur vom á með- alverðinu í kringum 60 krónur í maí og júní en snarhækka nú í byijun júlí. Meðalveröið á þeim er nú 88 krónur. Meðalverö á gulri papriku hefur veriö frekar hátt í sumar og virðist jafnvel enn fara hækkandi. Á hálfum mánuði hefur það hækkað um 100 krónur og er nú 467 krónur. Á sama tíma í fyrra var græn paprika á um 500 krónur kílóið. Meðalverö á gúrk- um hefur verið ótrúlega sveiflukennt síðustu tvo mánuði en þaö er nú 232 krónur. Á sama tíma í fyrra var meðalverðið 154 krónur. Meðalverð blárra vínbeija hefur haldist stööugt undanfamar vikur og er 216 krónur nú sem er um helm- ingi lægra verð en í fyrra. Ánægjuleg þróun fýrir neytendur. Kartöflur vom á mjög sveiflukenndu verði í fyrra en það hefur haldist mun stöð- ugra í ár. Meðalverðið er nú 53 krón- ur á móts við 76 í fyrra. -ÍS Sértiiboð og afsláttur: Allttilúti- legunnar f Miklagarði við Sund hefst á föstudag sérstakt tilboö á Mix frá Sanitas í tveggja lítra flöskum sem seldar verða á 99 krónur stykkið og einnig verða Goða pylsur á tilboðsverði. Royal Oak grilikolin eru á afsláttarverði í Miklagarði, 2 kg á 192 og 4,5 kg á 377 krónur pakkinn. Ennfremur dönsk Gaucho kolagrill í mörgum tegundum. I Hagkaupi við Laugaveg verð- ur Goðalamb á sértilboðsverðinu 699 krónur alla næstu viku, frá og með fimmtudeginum. Sömu- leiðis Apolló lakkrískonfekt, 420 g á 129, E1 Vital sjampó, 2 stk saman á 199, og Fun appelsínu- djús sem er ný tegund á mark- aðnum, 1,51 á 169 krónur. í Fiarðarkaupi em Libero blei- ur fýrir bömin, tvöfaldir pakkar á 1.490 króna tilboðsverði, sömu- leiðis úr kjötborðinu svínaskank- ar á aðeins 75 kílóið og Blá Band súpur, 6 tegundir. í Fjarðarkaupi voru nýkomnar íslenskar rófur, mjög fallegar, sem kosta 329 krónur kílóið. í Bónusi í Faxafeni einkennast sértilboðin af útiieguvörura. Frauðglös, 75 stykki saman, era á 199 krónur, plasthnífaparasett, 48 stk. er á 149,100 pappadiskar era seldir á 279 og leikfangabilar, tílvaldir fýrir bömin aö leika sér með, 10 bílar i pakka kosta aöeins 149 krónur. f Kaupstað Garðabæ er St. Ives sjampó og hámæring saman í pakka á sértilboðsverðinu 499 krónur, ennfremur Hy Top hrís- gijóh, 454 g á einungis 35 krónur, nautasnitsel á 998 krónur kílóiö og Pims-kex sem er selt á 99 krón- urpakkinn. -ís

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.