Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1992. Útlönd Breska stjórnm fyrirskipar breyttar lífsvenjur Breska stjórnin skipaði í gær þeim Bretum, sem háðir eru áfengi, sígarettum og fitandi mat, að breyta venjum sínum ef þeir vildu lifa lengi. Heilbrigðisráðuneytið gaf út skýrslu sem kallast Heilsa þjóð- arinnar og tilgangur hennar er að berjast fyrir betri lífsvenjum og draga úr dauðsfóllum af völd- um hjartasjúkdóma, krabba- meins, eyðni og annarra kynsjúk- dóma. Ofnæmislyfgefur veriðhættulegt Bandaríska lyfja- og matvæla- stofhunin (FDA) hefur varað við því að sumir notendur ofhæmis- lyfsins Seldane geti hugsanlega fengið lífshættulega óeðhlegan hjartslátt Þeir eru m.a. í hættu að fá sjúkdóminn sem nota lyfið með tilteknum lytjum öðrum. Reuter Ráðstefna um öryggi og samvinnu í Evrópu: Þjóðernisdeil urefstábaugi Þjóðernisdeilur í Júgóslavíu og fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna verða meginmáhð á tveggja daga ráð- stefnu um öryggi og samvinnu í Evr- ópu, RÖSE, sem hófst í Helsinki í Finnlandi í morgun. Leiðtogar 51 ríkis sitja ráðstefnuna sem ætlað er að móta nýja stefnu í öryggismálum Evrópu í ljósi enda- loka kalda stríösins. Leiðtogamir munu leitast við að sameina fyrmm óvini kalda stríðsins og búist er við að ráðstefnunni verði veitt aukið vald til umsjónar með átakasvæðum og friðargæslu. Erindrekar landanna ákváðu ein- ungis fáum klukkusttmdum áður en leiðtogamir byrjuðu að flykkjast til Helsinki að fulltrúa frá nýju Júgó- Gosdagar [™j Sértilboð Pepsi 2 1 Pepsi 0,5 1. 7Up 2 1.... 7Up 0,5 1 Appelsín 2 1.. Appelsín 0,5 ] Mix 0,5 1.. Grape 1,5 1... Grape 0,5 1... Soda 0,5 1. Pilsner 0,5 1.. Malt 0,5 1. SPREN GITILBOÐ 1,5 1 ...kr. 99,- AIIKLIG4RDUR VIÐ SUND Forseti Króatíu, Franjo Tudjman, undirritar hér sáttmála RÖSE-ráðstefnunn- ar en átta nýir þjóðarleiðtogar sitja ráðstefnuna. Simamynd Reuter slavíu, sem samanstendur af Serbíu og Svartfjallalandi. skyldi meinaður aðgangur að ráðstefnunni sökum aðildar Serbíu að átökunum Bosn- íu-Hersegóvínu. Yfirmaður Vestur-Evrópu banda- lagsins, sem er vamarbandalag níu Vestur-Evrópulanda sagði að utan- ríkisráðherrar landanna myndu nota tækifærið og hittast í Helsinki. Hann sagði aö vonir stæöu til þess að þeir kæmust að samkomulagi um að senda flota bandalagsins til Júgó- slavíu. Hann tók þó fyrir notkun landhers til aö binda enda á átökin. Búist er við leiðtogar landanna á RÖSE-ráðstefnunni muni samþykkja yfirlýsingu um átökin á milii Armen- íu og Azerbajdzhan í Nagomo-Kara- bak. Reuter Hvalveiðimálið: Gro skammar Svía og Finna Forsætisráðherra Noregs, Gro Harlem Brundtland, notaði tækifær- iö á fundi norrænu forsætisráðherr- anna í Helsinki í gær til að skamma forsætisráðherra Svía og Finna fyrir frammistöðu þeirra á ráðstefnu Al- þjóða hvalveiðiráðsins í Glasgow fyr- ir stuttu. „Við höfum hingað til verið sam- mála um hvalveiðarnar og ég var hissa þegar sendimenn Svía og Finna ákváðu að taka upp nýjar forsendur og samþykkja lokayfirlýsingu fund- arins. Það er ekki viðfehdið þegar nágrannalöndin byrja að gagnrýna mann á röngum forsendum," sagði Gro Harlem. Stærsta máhð á fundi forsætisráð- herrana var hins vegar ekki hvala- máhð heldur framtíö Norðurlanda- ráðs. Vinnuhópur hefur veriö skip- aður til að koma með thlögur um það efni. Niðurstaöa mum svo verða ul- kynnt á fundi norrænu forsætisráð- herrana á Bomhólmi 17. og 18. ágúst. Hanna Suchocka hefur verið falið að mynda meirihlutastjórn í Pól- landi. Simamynd Reuter Miklarvonir bundnar við Suchocka Pólska þingið mun ganga th at- kvæða um það á laugardaginn hvort ríkisstjórn Hanna Suchocka verður staðfest. Ríkisstjórnin yrði þá hugs- anlega sjöflokka og í forsvari yrði Suchocka sem er lagaprófessor. Að sögn stjómmálaskýrenda em bundnar miklar vonir við að henni takist að mynda sterka meirihluta- stjórn, þá sterkustu frá faUi komm- únista. Minnihlutastjóm Jan Olszewski féU eftir að hafa aðeins haldið um stjórnartaumana í fimm mánuði og Waldemar Pawlak, sem var eftir- maður hans, gafst upp við að mynda stjórneftirmánuð. Reuter DV Danirdugiegasl- iríEB-laga- breytingum Þrátt fyrir höfnun Dana á Maa- strícht-samkomulaginu og þar með pólitískum samruna við Evr- ópubandalagiö þá er Ðanmörk hvað duglegust af öllum Evrópu- bandalagslöndum við að breyta lögum landsins í samræmi víð EB. Ðanir hafa tekið upp 92 prósent þeirra laga sem þarf til að þeir verði tilbúnir í EB-samrunann sem á að verða nú í árslok. Belg- ía þar sem Evrópubandalagiö er til húsa er neðst í röðinni og hef- ur einungis tekið upp 69 prósent nauðsynlegra laga. Aurskriða gref ur 40mannarútu í Ecuador Rúta meö 40 farþegum grófst í aurskriðu í Ecuador i Suður- Ameríku í gær. Björgunarmenn vinna við aö grafa sig niöur á rútuna. Þeir eru óvissir um hve margir, ef ein- hver, hafa lifað af. Rútan sem grófst í aurinn nálægt perúsku landamærunum var á leið frá Quito, höfuðborg landsins. Mikið hefur rignt í Andes-Söllunum upp á síökastið og þvi er hætta á skriðum. 20látastaf völdum hunda- Hundar eða kettir smitaðir af hundaæði bitu og drápu 20 manns í Alsír á síöasta ári að því er einbættismenn landsins skýrðu frá í gær. Alls þurftu um 56 þúsund manns að leita sér læknis eftir að hafa komist í tæri við dýr með hundaæði. Rúmlega helmingur þeirra katta og hunda sem yfir- völd hafa fundið dauð og rann- sakað sérstaklega hafa reynst vera meö hundaæði. Talsmaður yfirvalda sagði að þeir 20 sem dóu hafi vanrækt að leita læknis og fá þar rétta með- ferð við æöinu. Bretar styðja MajoríEB- málum Bretar virðast styðja og treysta núverandi forsætisráðherra sín- um, John Major betur en Margr- éti Thatcher í Evrópubandalags- málum ef marka má skoðana- könnun sem birt var í gær. Bretar voru spurðir um þaö hver hefði áreiðanlegustu skoð- anir á framtíð Bretlands í Evr- ópubandalaginu. 61 prósent að- spuröra sögðu að það væri Major, 24 prósent studdu Thatcher og 15 voru óvissir. Það var breska dagblaöið the Guardian sem stóö aö könnun- inni. Drapmörgæsí sjálfsvöm Eftirlaunaþeginn Nimrod Nbini frá Suður-Afríku sem sakaður er um að drepa mörgæs sagði dóm- aranum í gær að hann hafi haldið aö mörgæsin væri kjúklingur í drápshugleiðingum. Nbini sem er 76 ára sagði að mörgæsin heíði goggaö í fótlegg- inn á honum þegar hann lá á ströndinni. „Ég taidi aö það værí best að drepa þetta því að það leit út fyr- ir að ætla að drepa mig,“ sagði Nbini sem var sýknaður af ákær- unni. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.