Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1992, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1992, Side 26
34 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1992. Andlát Þorvarður Arnason Þorvarður Árnason forstjóri, Kársnesbraut 9, Kópavogi, lést 1. júlí sl. Útfor hans var gerð frá Kópa- vogskirkjuígær. Starfsferill Þorvarður fæddist 17.11.1920 á Hánefsstöðum í Seyðisfjarðarhreppi og ólst þar upp. Hann var í Eiða- skóla 1936-1938 og íþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar 1939-1940. Þorvarð- ur var í Samvinnuskólanum 1941- 1943 og í framhaldsnámi í verslun- arfræðum í Stokkhólmi 1945-1946. Þorvarður vann á uppvaxtarárun- um við útgerð föður síns og vann hjá Kaupfélagi Austfjarða á Seyðis- firði milh þess sem hann var í skóla 1936-1946. Hann vann hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga 1946-1954 og var lengst af verslunarstjóri í fataversl- uninni Gefjun í Rvík. Þorvarður stofnaöi verslunarfélag með Gylfa Hinrikssyni og 1954 stofnuðu þeir ísbúðina hf. sem hefur rekið Dairy Queen-ísbúðirnar alla tíð síðan. Hann stofnaði með Margréti systur sinni saumastofuna Sportver sem saumaði fatnað fyrir íþróttafélög og framleiddi síðan mikið af vörum úr íslenskri ull. Síðan komu fleiri inn í þetta félag og stofnuðu Fataverk- smiðjuna Sportver sem starfaði í yfir tuttugu ár. Dótturfyrirtæki Sportvers, Herrahúsið, var stofnað 1965 og hefur það síðan rekið fata- verslanir í Reykjavík. Þorvarður var formaður íþrótta- félagsins Hugins á Seyðisfirði og var í stjóm Ungmenna- og íþróttasam- bands Austurlands. Hann var í stjóm Breiðabliks í Kópavogi og í sýóm ÍSÍ1964-1976. Þorvarður var í Olympíunefnd íslands og í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur. Hann var í bæjarstjóm Kópvogs og í safnaðar- nefnd Kópavogssóknar. Þorvarður var í stjóm Iðnlánasjóös og starfaði í Rotaryklúbbi Kópavogs frá stofn- un. Fjölskylda Þorvarður kvæntist 7.12.1946 Gyöu Karlsdóttur, f. 11.5.1926. For- eldrar Gyðu vom Karl Finnboga- son, skólastjóri á Seyðisfirði, og kona hans, Vilhelmína Ingimundar- dóttir. Böm Þorvarðar og Gyðu: Guðrún, f. 6.9.1947, hárgreiðslumeistari í Kópavogi, vinnur hjá Leikfélagi Reykjavíkur, hún á tvo syni; Helga, f. 16.7.1949, gift Magnúsi Þrándi Þórðarsyni, viðskiptafræðinemaí Los Angeles, og eiga þau þijú böm; Margrét, f. 14.5.1953, myndlistar- maður í Reykjavík, gift Einari Árna- syni, deildarstjóra í menntamála- ráðuneytinu, og eiga þau tvær dæt- ur; Vilhelmína Þóra, f. 15.5.1955, kennari í Reykjavík, gift Stefáni Franklín endurskoðanda og eiga þau þrjár dætur; Þorvarður Karl, f. 22.12.1962, starfsmaður á Reykja- lundi. Systkini Þorvarðar: Vilhjálmur, f. 15.9.1917, hrl., kvæntur Sigríði Ingi- marsdóttur; Tómas, f. 21.7.1923, seðlabankastjóri, kvæntur Þóm Kristínu Eiríksdóttur; Margrét, f. 1.10.1928, leiðbeinandi í Kópavogi, var gift Guðjóni Valgeirssyni hrl„ móðir Valgeirs tónlistarmanns. Foreldrar Þorvarðar vom Árni Vilhjálmsson, f. 9.4.1893, d. 1971, útvegsb. á Hánefsstöðum, erindreki Fiskifélags íslands og skipaskoðun- armaður á Austurlandi, og kona hans, Guðrún Þorvaröardóttir, f. 7.1.1892, d. 26.10.1957. Ætt Föðurbróðir Þorvarðar var Hjálmar, fyrrv. ráðuneytisstjóri, faðir arkitektanna Helga og Vil- hjálms. Annar föðurbróðir Þorvarð- ar var Þórhallur, afi Snorra Sigfúsar Birgissonar tónskálds. Þriðji föður- bróðir Þorvarðar var Hermann, afi Lilju Þórisdóttur leikkonu. Fjórði föðurbróðir Þorvarðar var Sigurður á Hánefsstöðum, faðir Svanbjargar á Hánefsstöðum. Föðursystur Þor- varðar voru Stefanía, skrifstofu- maður, og Sigríður, móðir Vilhjálms Einarssonar, skólameistara á Egils- stöðum, föður Einars spjótkastara. Ámi var sonur Vilhjálms, útvegsb. á Hánefsstöðum, Árnasonar, b. á Hofi í Mjóafirði, Vilhjálmssonar. Móðir Áma var Guðrún Konráðs- dóttir, systir Ragnhildar, langömmu Gísla, föður Ingvars, fyrrv. mennta- málaráðherra. Móðir Áma var Björg, systir Stefaníu, móður Vil- hjálms Hjálmarssonar, fyrrv. ráð- herra. Björg var dóttir Sigurðar, b. á Hánefsstöðum, bróöur Gunnars, afa Gunnars Gunnarssonar skálds. Sigurður var sonur Stefáns, b. í Stakkahlíð, Gunnarssonar, b. á Hallgilsstöðum á Langanesi, Gunn- arssonar, b. á Ási í Kelduhverfi, Þorsteinssonar, ættföður Skíða- Gunnars-ættarinnar. Móðir Sigurðar var Þorbjörg Þórðardóttir, b. á Kjama í Eyjafirði, Pálssonar, ættföður Kjamaættar- innar, langafa Friðriks Friðriksson- ar æskulýðsleiötoga. Móðir Bjargar var Sigríður Vilhjálmsdóttir, systir ÁmaáHofi. Guðrún var dóttir Þorvarðar, út- vegsb. í Keflavík, Þorvarðarsonar, beykis í Keflavík, Helgasonar, lang- afa Þorvarðar Helgasonar leiklist- arfræðings. Móðir Þorvarðar Helga- sonar var Guðrún Finnbogadóttir, verslunarmanns í Reykjavík, Bjömssonar, föður Jakobs, langafa Þorvarður Arnason. Vigdísar Finnbogadóttur forseta. Móðir Guðrúnar Þorvarðardóttur var Margrét Arinbjarnardóttir, út- vegsb. á Tjamarkoti í Innri-Njarð- vík, bróður Gunnars, föður Ólafs rithöfundar og afa Gunnars Bjöms- sonar prests. Arinbjörn var sonur Ólafs, verslunarstjóra í Innri-Njarð- vík, Ásbjarnarsonar, b. í Njarðvík, Sveinbjamarsonar, bróður Egils, föður Sveinbjamar rektors, föður Benedikts Gröndals. Móðir Mar- grétar var Kristín Bjömsdóttir, b. á Skrauthólum á Kjalamesi, Tómas- sonar, og konu hans, Margrétar Loftsdóttur, systur Odds, afa Bjarna Jónssonar vígslubiskups. Afmæli Sveinn Bjömsson Sveinn Bjömsson, stórkaupmað- ur og fyrrv. ræðismaður, Lynghaga 2, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára ídag. Starfsferill Sveinn er fæddur í Reykjavík. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla íslands 1936. Sveinn starfaði hjá G. Helgason & Melsted hf. og víðar til 1937. Hann var við bókhald og skrifstofustörf hjá síldarverksmiðjunni Djúpuvík hf. í Reykjarfirði 1937-40, skrifstofu- störf hjá Fiskveiðihlutafélaginu All- iance í Reykjavík 1940-A2 og for- stjóri heildverslunarinnar Sveinn Bjömsson & Co í Reykjavík 1940-90 en fyrirtækið hét um tíma Sveinn Bjömsson & Ásgeirsson er það var rekið í félagi við Gunnar Ásgeirs- son. Sveinn keypti með fleirum ís- landsstöðina á Siglufirði 1944 og rak þar síldarsöltun og útflutning (Haf- liði hf.) og var í stjórn þess félags 1944-62. Sveinn var formaður stjómar fiskveiðihlutafélagsins Ásvarar 1945-60, framkvæmdastjóri Geva- foto hf. í 15 ár og formaður stjómar frá stofnun 1956-80 og rak í félagi við aðra verksmiðjuna Elg hf. 1944-60 ásamt Aðalbúðinni og Herrabúðunum í Reykjavík. Hann var í stjóm Austurstrætis 6 í Reykjavík, í stjórn Félags íslenskra stórkaupmanna 1959-62, endur- skoðandi Verslunarbanka íslands hf. 1962-70 og í bankaráði 1970-74, endurskoðandi Tollvörugeymsl- unnar hf. frá stofnfundi 1962-80 og endurskoðandi ýmissa annarra fé- laga og í stjórn Verslunarráðs. Sveinn er einn stofnenda Lions- klúbbsins Ægis 1957 og sat í fyrstu stjóm hans, félagi í Rótaryklúbbi Reykjavíkur frá 1970 og í stjóm hans 1972-73 og forseti 1977-78, ræðis- maður Sviss á íslandi 1966-88 og yfirmaður Oddfellowreglunnar á íslandi 1973-81. Sveinn hefur verið sæmdur heið- ursmerki IOOF og er heiðursfélagi, heiðursmerki dönsku og sænsku Oddfellowreglunnar, GDC og PCJ, gullmerki Golfklúbbs Reykjavíkur ogfleira. Fjölskylda Sveinn kvæntist 16.12.1939 Krist- ínu Ingvarsdóttur, f. 8.10.1918, þau shtu samvistum. Foreldrar hennar: Ingvar Guðjónsson, útgerðarmaður í Kaupangi í Eyjafirði, og kona hans Ólafía Hafliöadóttir. Börn Sveins og Kristínar: Ingvar, f. 1940, framkvæmdastjóri, maki Hanna Elíasdóttir, verslunarmaður, Ingvar á þrjú börn; Ólafía, f. 1942, verslunarmaður, maki Agnar Ár- mannsson, rakarameistari, þau eiga fjögur böm; Guðbjörg, f. 1944, skrif- stofumaður, maki Garðar Eyland Bárðarson, skrifstofumaður, þau eiga þrjú böm; Bjöm, f. 1952, skrif- stofumaður, maki BergþóraBerg- þórsdóttir, skrifstofumaður, þau eiga þijú böm; Kristín, f. 1958, hús- móðir, maki Stefán ísfeld Tómas- son, nemi, þau eiga tvö börn. Bræður Sveins: Bjami, f. 1920, for- stjóri í Reykjavík, maki Kristjana Brynjólfsdóttir, þau eiga fimm böm; Guðmundur Kristinn, f. 1925, skrif- stofumaður í Danmörku, hans kona var Else Bjömsson, látin, þau eign- uðusteinnson. Foreldrar Sveins voru Bjöm Sveinsson, f. 20.8.1882, kaupmaöur og bókhaldari, og Ólafía Bjarnadótt- ir, f. 23.12.1888, húsfreyja, þau bjugguíReykjavík. Ætt Föðurbróðir Bjöms var Bjöm, rit- stjóri og ráðherra, faðir Sveins, sendiherra í Danmörku og síðar for- seta íslands, og Ólafs, ritstjóra ísa- foldar, föður Bjöms konsertameist- ara og Péturs hagfræðings. Björn var sonur Sveins snikkara Jónsson- ar, bónda í Djúpadal í Gufudals- sveit, Jónssonar, bónda í Djúpadal í Gufudalssveit, Arasonar. Móðir Sveins var Sigríður Jónsdóttir, bónda í Látmm, Ólafssonar. Á meðal systkina Ólafíu voru Guðmundur Helgi, eldfæraeftirlits- maður í Reykjavík, Karl, vara- slökkvihðsstjóri í Reykjavík, og Gróa, kona Sigurbjörns Þorkelsson- ar, kaupmanns í Reykjavík. Ólafía Sveinn Björnsson. var dóttir Bjama, trésmiðs í Reykja- vík, Jakobssonar, smiðs í Kjós, Guð- laugssonar, bónda á Hurðarbaki, Ólafssonar. Móðir Bjarna var Guð- björg Guðmundsdóttir, ljósmóðir. Móðir Ólafíu var Sólveig, ljósmóð- ir Hhði í Reykjavík, Ólafsdóttir, þurrabúðarmanns, Magnússonar, bónda í Örfirisey, Ólafssonar. Móðir Sólveigar var dóttir Þorláks Péturs- sonar, vinnumanns í A-Húnavatns- sýslu, og Sólveigar Þorsteinsdóttur, frá Krythóh í Skagafirði. Sveinn tekur á móti gestum á af- mæhsdaginn í Oddfellowhúsinu í Vonarstræti 10 kl. 17-19. Til hamingju með afmælið 9. júlí 85 ára 50 ára Guðjón Runólfsson, Meðalholti7, Reykjavík. ÓlafurBjörgvinss Laufásvegi 11, Rey Hahdór S. Svavai .on, kiavík. sson, Hraunbrún30, Hafnarfírði. 75 ára f v di d Halldórtekurá mótigestumiLi- Kristín Alexandersdóttir, Tangagötu 23, ísafiröi. onsheimilinu, Sigtúni9, Reykja- vík.eftirkl.20. Valgarður Runólfsson, Laugavegi 28d, Reykjavík. Hafdía Jóhannesdóttir, Björgum U, Amameshreppi. Marerét Eeilsdóttir, Malarási 1, Reykjavík. 60 ára /LUuUl' öUjlallHUUlllTt Hagaseh 6, Reykjavik. Þórunn Vilbergsdóttir, Túngötu 50, Eyrarbakka 40ára Sverrir Valdemarsson, Suðurbraut 6, Hafnarfiröi. UnnurEddaM.B Hlaöbrekkul5,Kc iarnason, pavogl Brúðkaup á næstunni Kristín Guðbjörg Ingimundar- dóttir og Páh Hahdór Hahdórsson, til heimihs að Njörvasundi 8, Reykjavík, verða gefin saman í Garðakirkju laugardaginn 11. júh kl. 14 af séra Hirti Hjartarsyni. Foreldrar hennar: Siguijóna Kristófersdóttir og Ingimundur G. Andrésson. Foreldrar hans: Sigrún J.G. Sigurðardóttir og Hahdór P. Friðbjömsson. Sólrún H. Óskarsdóttir og Jakob R. Garðarsson, til heimihs að Hálsa- seh 3, Reykjavík, verða gefin saman í Viðeyjarkirkju laugardaginn 11. júh kl. 16.30 af séra Irmu Sjöfn Ósk- arsdóttur. Foreldrar hennar: Sigrún Gunn- arsdóttir og Óskar Stefánsson. For- eldrar hans: Sigríður Benediktsdótt- ir og Garðar Guðjónsson. Wa smáauglýsingasiminn FYRIR LANDSBYGGÐINA: í 99-6272 / , 6HÆNI . y osa SÍMINN Esa -talandi dæmi um þjónustu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.