Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1992. Svipmyndir Af hveijum er svipmyndin? Sá sem svipmyndin er af vissi hvað hann vildi verða þegar hann yrði stór. Hann ætlaði að skrifa tímaritsgreinar og bækur. Þegar hann var átta ára fór hann að gefa út htiö blaö. í því voru frétt- ir og myndasögur en sjálfur teikn- aði hann myndimar. Hann skrifaði blaðið í nokkrum eintökum á ritvél foður síns. Svo fór hann um hverfið sem hann bjó í og seldi þau. Honum gekk illa í skóla. Hann hlustaði ekki á það sem kennslu- konan sagði og teiknaði myndasög- ur. Foreldrar hans urðu áhyggjufull- ir. Þeir sendu hann til sálfræðings sem rannsakaði hann vandlega. Sálfræðingurinn komst að þeirri niðurstöðu að sá sem hér er lýst væri „gáfnaljós". Hann hafði reynst hafa gáfnavísitöluna 152. En honum leiddist í skólanum og þess vegna hafði hann ekki fylgst með í kennslustundum. Æskudraumur hans rættist. Eftir nám og herþjónustu tókst honum að fá starf við tímarit. En honum tókst ekki að selja myndasögumar sínar. Þess vegna varð hann blaða- maður og fréttaritari. Næstum alla blaðamenn dreymir um að gefa út eigið blað. Sá sem svipmyndin er af var engin undan- tekning frá því. Löngunin sótti fast á hann. Og loks fannst honum hann vera búinn að fá góöa hugmynd. En peninga átti hann enga. Hann yrði að fá þá að láni. Með því aö veösetja húsgögnin sín tókst hon- um að fá lánaða 600 dali í banka. Þaö var féð sem renndi stoðum undir atvinnurekstur hans. Dag einn sá hann myndir í daga- tali og fannst mikið til þeirra koma. Þær yröi hann að birta í blaðinu sínu. Hann keypti myndimar fyrir 500 dali. Fyrir þá 100 dali sem nú vom eftir lét hann prenta bréfsefni með nafni „fyrirtækis" síns. Hann nefndi það Nationwide News Company. Það var ekki skráð. Hann vonaöi að þeim sem seldu almenningi tímarit í landinu fynd- ist mikiö til bréfsefnisins koma. Svo skrifaði hann miklum fjölda tímaritasala bréf. Mörgum þeirra leist vel á hugmynd hans um tíma- rit. Pantanir tóku að streyma til hans þótt enn hefði ekkert tölublaö komið út. Yrði eintakaflöldinn 20.000 ætti allt að ganga vel að hans mati. En 70.000 eintök vom pöntuð. Sá sem hér er lýst varö mjög glaður. Ár- angurinn hafði orðið betri en hann hafði nokkm sinni gert sér grein fyrir. Hann sagði nú upp starfmu sem hann hafði haft. Þar var hann var- aður við því að ilia gæti farið fyrir honum fjárhagslega. Yrðu honum á mistök missti hann aleiguna. Þá fengi hann ekki einu sinni aö halda skóreimunum sínum. Prentsmiðjan féllst á að lána hon- um. Allt leit því vel út. En á síð- ustu stundu kom upp óvænt vanda- mál. Sá sem hér lýst hafði nefnt blaðið sitt „Stag Party“. En nokkmm dög- um áöur en prentun þess átti að hefjast fékk hann bréf frá lögfræð- ingi. Hann kom fram fyrir hönd tímaritsins „Stag“ og hélt því fram að óleyfilegt væri að nefna nýja tímaritið því nafni sem valið hafði veriö. Því varð aö gefa þvi annað nafn. En hvað átti það að heita? Eftir miklar vangaveltur kom honum annað og betra nafn í hug. Jafnframt gaf hann því tákn sem átti sinn þátt í því aö gera það þekkt. Sá sem svipmyndin er af hélt eignum sínum. Tímaritið fékk feiknagóðar viðtökur. Peningamir streymdu í kassann. Fyrsta tölublaðið kom út í októb- er 1953. Um ári síðar gerði hópur kaupsýslumanna tilboðí tímaritið. En hann hafnaði því. Of lítið var boðið, sagði hann. Auðvitað tók hann rétta afstöðu. Hann hagnaðist um margar miRj- ónir dala á því að eiga tímaritið áfram. Hann fór nú aö festa fé í bílum, húsum, kvikmyndafyrir- tækjum, veitingahúsum og nýjum tímaritum en hélt sömuleiðis jass- konserta og veislur. Hann keypti hús með 100 her- bergjum í besta hverfl Chicago. Þar hélt hann ótrúlegar veislur. Gest- imir voru sú auglýsing sem nýttist tímaritinu hans best. Snemma á áttunda - áratugnum stóð hann á hátindi frægðar sinn- ar. Þá voru árslaun hans 300.000 dalir. Hlutafjáreign hans í eigin fyrirtæki var þá 6,7 milljónir dala Mat á eignum hans til skatts var 200 milljónir dala. Hann var því einn ríkasti tímaritsútgefandi í heimi. En peningar tákna ekki alltaf hamingju. Hann skildi við konuna sína árið 1959. Síðan hefur hann sést í fylgd margra ungra og fag- urra kvenna. Þaö var kvenleg fegurð sem leiddi til þess að hann hlaut fé og frama. Sá sem svipmyndin er af kunni að nýta sér hana vel í tímaritinu sínu. Hver er hann? Svar á bls. 56 Matgæðingur vikunnar N autalundir í portvinssósu „Það var nú af því að ég var bú- inn að fást svo mikið viö sölu á mat að ég fór að fást við elda- mennsku. Ég fékk áhuga á því að prófa sjálfur," segir Sigurður Mar- kússon, markaðsstjóri hjá Hag- kaupi á Seltjarnamesi. Hann segist bæði vera veislukokkur og hvers- dagskokkur en eiginkonan eldar samt oftar en hann. Sigurður ætlar að gefa lesendum uppskrift að ein- um af uppáhaldsréttunum sínum, nautalundum með camembertosti í portvínssósu. „Mér fannst reynd- ar erfitt að búa til nákvæma upp- skrift því ég hef þróað þennan rétt sjálfur smátt og smátt.“ Uppskrift- ina miðar Sigurður við fjóra. Lundimar: 600 g nautalundir 2 ætiþistilhjörtu, hreinsuð og soðin 'A camembert sált og pipar eftir smekk Kjötið er steikt á pönnu um það bil tvær mínútur á hvorri hlið eða eftir smekk. Camembertsneiö og hálft ætiþistilhjarta sett ofan á um Sigurður Markússon, matgæðing- ur vikunnar. leið og kjötinu er snúið við til að osturinn bráðni aðeins. Sósan: 1 tsk. matarolía 1 litill, saxaður laukur 1 msk. tómatmauk bolli portvín 1 bolli sterkt kjötsoð 1 msk. smjör Laukurinn er steiktur í olíunni og tómatmaukinu bætt út í og soðið í tvær mínútur. Síðan er portvín- inu bætt í og soðið í aðrar tvær mínútur. Kjötsoði hellt út í og síðan er allt látið malla þar til sósan hef- ur þykknað. Þá er hún tekin af hit- anum og smjörinu þeytt saman við. Saltað og piprað eftir smekk og svo er sósan sigtuð að lokum. Sigurður segist framreiða réttinn þannig að hann setur fjórar mat- skeiöar af sósu á hvern disk og nautalundirnar ofan á. Best þykir honum að bera fram soðiö græn- meti með, til dæmis spergilkál og soðnar gulrætur og soðnar nýjar kartöflur. Sigurður skorar á Sigurjón Aðal- steinsson, iðntæknifræðing í Vest- mannaeyjum, að vera matgæðing- ur næstu viku. -IBS Hinhlidin Helga Hauksdóttir, tónleikastjóri sinfóníunnar: Sefúr framan við sjónvarpið Helga Hauksdóttir hefur starfað sem tónleikastjóri Sinfóníuhljóm- sveitar íslands frá 1. september 1991. Það má segja að Helga sé á heimavelli í þessu starfi þar sem hún hefur verið viðloðandi hljóm- sveitina síðastliðin 30 ár. Helga byrjaði að leika á fiðlu með Sinfó- níuhljómsveitinni meðan hún var í menntaskóla en varð fastráðin 1968. í dag spilar hún af og til með hljómsveitinni en reglulega með hljómsveit íslensku óperunnar. Tónleikastjómin er hennar aðal- starf. „Tónleikastjóri hefur hönd í bagga með öllu sem lýtur að tón- leikahaldi. Það fer mikill tími í að leita eftir erlendum listamönnum, semja viö þá og sjá um þá þegar þeir koma. Sú vinna er unnin sam- kvæmt samþykktum stjómar sin- fóníunnar," segir Helga. Hún segir áhuga á klassískri tónl- ist vera að aukast. „Það er mikil ásókn í áskriftarkortin hjá okkur. Mikið af nýju fólki ætlar aö sækja tónleika okkar reglulega, ekki síst ungt fólk. Það jafnast ekkert á við lifandi tónlist." Fullt nafn: Helga Hauksdóttir. Fæðingardagur og ár: 29. ágúst 1941. Maki: Kristján Jónsson. Börn Fimm. Bifreið: Mitsubishi Pajero. Starf: Tónleikastjóri Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Laun: Samkvæmt launatöflu BHMR. Áhugamál: Það er ekki hægt að kalla það áhugamál en flestar tóm- stundir mínar fara í hreingeming- ar. Hvað hefur þú fengið margar réttar Helga Hauksdóttir. tölur í lottóinu? Ég er löngu búin aö gefast upp á lottóinu, ég fékk aldrei nema tvær tölur réttar. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Sofa fyrir framan sjónvarpið og spila á fiðluna mína. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Elda mat. Uppáhaldsmatur: Rjúpur. Uppáhaldsdrykkur: Undanrenna. Hvaða iþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Ólafur Ei- ríksson sundmaöur. Uppáhaldstímarit: Ég glugga varla í tímarit nema þegar ég flýg, Því nefni ég Við fljúgum. Sem fyrir- myndarhúsmóðir er ég auðvitað áskrifandi að Gestgjafanum. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan maka? Synir mínir eru alhr íjallmyndarlegir. Michael Jordan er heldur ekki til að fúlsa við. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Andvíg. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Victor Borge. Uppáhaldsleikari: Ég nefni Erling Gíslason og Sigurð Sigurjónsson. Uppáhaldsleikkona: Marilyn Monroe. Uppáhaldssöngvari: Luiciano Pa- varotti. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Mik- hafi Gorbatsjov. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Homer Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: Spaug- stofan, meðan hún var og hét. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Andvíg. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás eitt, gamal gufan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Knútur R. Magnússon. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Ég horfi þó alltaf á fréttir á Stöð 2 þegar ég kem því við. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Jón Ársæll Þórðarson. Uppáhaldsskemmtistaður: Kaffi- stofa Sinfóníuhljómsveitarinnar í Háskólabíói. Uppáhaldsfélag í iþróttum: Vegna bama minna nefni ég KR. Annars held ég alltaf með þeim sem eru að tapa hveiju sinni. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að koma bömum mínum til manns og að verða betri og skemmtilegri manneskja. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég reyndi að slappa af og njóta sum- arsins. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.