Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Side 14
14 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Æðibuna veldur áhyggjum Ríkisstjómin hefur tamiö sér óvenjulegt verklag, sem líklega er upprunnið viö allt aörar aöstæður í borgar- stjórn Reykjavíkur. Hjá borginni eru mál yfirleitt minna póbtísk og meira tæknileg eöa verkfræðileg. Og þar er Hka hefö fyrir sviphtlum fulltrúum meirihlutans. Yfirleitt hafa borgarstjórar ekki flutt þetta verklag til ráöuneyta, þótt þeir hafi orðið ráöherrar og jafnvel forsætisráðherrar. í landsmálum eru mörg mál í eðli sínu miklu flóknari, viökvæmari og pólitískari að eðlis- fari og sjónarmiö innan flokka geta veriö flókin. Reynslan sýnir, aö verklag ríkisstjórnarinnar nær ekki árangri. Hún lendir í ógöngum meö mörg stærstu máhn og verður afturreka meö sum. Undirbúningur aö gerð hárlagafrumvarps fyrir 1993 er bezta dæmið um, aö ríkisstjómin er á vilhgötum í aðferðafræöi. Almennt má segja, að samráö séu margfalt brýnni í landsmálum en borgarmálum, bæöi út um borg og bý og innan veggja Alþingis. Meira en lítiö vafasamt er aö i setja bráöabirgðalög án þess aö ráðgast við þingflokks- formenn og kveðja saman fundi í þingflokkum. Einræöishneigö er þó ekki versta hliðin á verklagi ríkisstjórnarinnar. Lélegur undirbúningur mála er verstur. Vinnuskjöl, hugmyndir, reglugeröir og jafnvel lagafrumvörp veröa til hjá aöstoöarmönnum, sem hfa í nokkurn veginn sama fílabeinstumi og ráöherramir. Framan af var æðibuna frægust í ráðuneytum heil- brigöis- og menntamála. Þar var farið með offorsi í van- hugsaðan niöurskurð, sem varö síðan aö falla meira eða minna frá, meö þeirri heildarniðurstöðu, aö sparnaður náðist alls ekki í þessum hávaöasömu ráðuneytum. Heildarniðurstaða afreka ríkisstjórnarinnar á þess- um tveimur sviðum er, að þjónusta viö notendur hefur minnkaö nokkuð, en kostnaður ríkisins hefur samt ekki minnkað. Veherðar- og jafnréttiskerfið hefur verið skert, en ekki hefur sparast af fé skattgreiðenda. í sumar hefur verið hliðstæður hamagangur í íjár- mála- og forsætisráðuneytunum, einkum vegna undir- búnings fjárlaga. Spamaðurhugmyndir, sem ráðherr- amir þágu úr höndum aðstoðarmanna sinna, reyndust meira eða minna út í hött og eru óframkvæmanlegar. Ríkisstjómin hefur kastað fram hugmyndum og til- lögum, sem ekki em hugsaðar fram á miöjan veg og hvað þá til enda. Þær eru rifnar í tætlur úti í bæ, enda virðast hagsmunaaðilar átta sig betur en ungliðar í fíla- beinstuminum á ýmsum hhðaráhrifum þeirra. Dæmin hafa hrannast upp í fjölmiðlum á ofanverðu sumri. Heildarútkoman er, að ríkisstjórnin hefur falhð frá flestum spamaðarhugmyndum og einbeitir sér að skattahækkunum. Er nú svo komið, að fjármálaráð- herra er orðinn að skattakóngi íslandssögunnar. Handarbakavinnubrögðin draga úr möguleikum ráð- herra til að komast upp með einræðishneigð. Þingmenn stjórnarflokkanna em famir að efast meira og meira um getu einstakra ráðherra og ríkisstjórnarinnar í heild. í þingflokkum eykst andóf gegn ríkisstjórninni. Ástandið er orðið slæmt, þegar ríkisstjórnin er farin að halda langvinna fundi um helgar og nætur og þegar forsætisráðherra telur sig verða að láta shta þingflokks- umræðum án þess að geta sagt að til sé nein niður- staða, sem þingmenn flokksins fáist til að styðja. Því oftar sem forsætisráðherra telur sig verða að hóta þingmönnum stjórnarshtum, þeim mun minna vægi er í hótuninni og meira saxast á virðinguna. Jónas Kristjánsson Markaðssveiflur urðu stjóm Majors yfirsterkari í október 1990 fór þáverandi fjár- málaráðherra, John Major, með breska sterlingspundið inn í geng- issamflot Evrópubandalagsins að forsætisráðherra sínum, Margaret Thatcher, sárnauðugri. Fram til þess hafði hún fengið því ráðið að pundið stæði utan við samræmda gengisskráningu mynta megin- landsríkjanna en forustumenn í bresku atvinnulífi og fjármálum voru orðnir sannfærðir um að slíkt væri breskum efnahag skaðlegt og því hafði John Major sitt fram. Við inngönguna í gengissamflotið (skammstafað EMS) þurfti aö velja pundinu grunngengi sem hlutfall af ecu, reiknieiningu EB. Þá þegar töldu ýmsir að Mcdor og samstarfs- menn hans hefðu gert skyssu með því að ofverðleggja pundið gagn- vart öðrum EB-myntum, meðal annars til að auðvelda Thatcher að kyngja beiskum bita. Atburðir síð- ustu daga hafa endanlega sannað að sú gagnrýni átti rétt á sér. Frá því Major varð forsætisráð- herra eftir að íhaldsflokkurinn af- sagði Thatcher hefur hann hamrað á því við hvert tækifæri að gengi pundsins yrði varið hvaö sem á gengi. Eftir atburði miðvikudags- ins er sú stefna í rúst. Óvíst er með öllu að Major standi af sér þann storm sem risinn er í þingflokki íhaldsmanna og þótt ríkisstjóm hans hafi á skyndifundi lýst trausti á Norman Lamont fjármálaráð- herra þykir sýnt að dagar hans í embætti séu brátt taidir. Spákaupmennska á peninga- mörkuöum, sem gerir ráð fyriF gengisfalli pundsins og annarra veikari mynta í EMS, eins og ít- alskrar líru og spænsks peseta, hefur ágerst síðsumars. Um síð- ustu helgi var líran felld um 7% í samráði við yfirstjóm EMS. Þá tók steininn úr. Gjaldeyriskaupmenn komust svo að orði að nú hefðu spákaupmennimir fengið blóð á tönnina og úr því héldu þeim engin bönd. Þar með var sviðið sett fyrir svarta miðvikudaginn í London. Strax um morguninn átti pundið í vök að verjast og fjármálaráðu- neytið lét Englandsbanka hækka grunnvexti úr tíu af hundraði í tólf. Það kom fyrir ekki og um hádegi var farið enn hærra meö vaxta-' töluna, í 15%. Undir kvöld hafði bankinn þar á ofan varið milljörð- um punda til að styrkja gengi þess en Edlt kom fyrir ekki. Lamont kallaði saman skyndi- fund í EMS þar sem samþykkt var að pundið og líran fæm úr samflot- inu um sinn og lækkun gengis pe- seta um 5% var heimiluð. Eftir hrakfarirnar koma hrak- yrði. Þegar fréttamaöur spurði Lamont fjármálaráöherra hvort hann ætlaði að biðjast lausnar eftir það sem gerst hefði svaraði hann að ef nokkur ætti að segja af sér væri það Schlesingar, forseti bankasjómar seðlabanka Þýska- lands. Og formaöur 1992-nefndar- innar, áhrifamestu stofnunar óbreyttra þingmanna breska Ihaldsflokksins, sagði í breska út- varpinu, BBC, að enn einu sinni hefði komið á daginn að Þjóðveijar hugsuðu aðeins um þrengstu eigin hagsmuni og sýndu tillitsleysi gagnvart samstarfsþjóöum í Evr- ópu. Sannleikskjaminn að baki þess- um ásökunum er að það er styrkur þýska marksins sem þrýst hefur á gengi veikari myntanna í EMS og reynar Bandaríkjadollars að auki. Frá því Helmut Kohl kanslari brá á það ráð, gegn eindregnum viðvör- unum bankastjómar seðlabankans Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson og annarra hagstjómarráðgjafa, að innlima austur-þýska ríkið í skyndingu í Vestur-Þýskaland til að styrkja póhtíska stöðu sína í komandi kosningum, hefur Bun- desbank lagt megináherslu á aö uppfylla lagaskyldu sína að standa vörð um gengi gjaldmiðilsins og halda verðbólgu í skefjum. Þetta hefur verið gert með háu vaxta- stigi. Vextir í Þýskalandi hafa farið enn hærra en ella vegna þess að Kohl kaus, einnig af kjörfylgisástæðum, að kosta sameiningu þýsku ríkj- anna einvörðungu með lántökum en ekki hækka skatta. Þýsku há- vextimir hafa svo haldið uppi vöxt- um í öðmm ríkjum EMS þar sem verðbólguhætta er hverfandi og stjórnvöld hefðu gjaman kosið að örva hagvöxt með lágum vöxtum. En það hefur verið óframkvæman- legt vegna áhrifanna á gengi mynta þeirra gagnvart markinu. Sérstaklega hefur þetta komið hart niður á Bretlandi þar sem samdráttarskeiö hefur staðið árum saman. Atvinnuleysi nú í ágúst fór í 10% eða 2,8 milljónir manna. Há- vextimir halda niðri fjárfestingu og valda stórfelldri fjölgun gjald- þrota, sér í lagi hjá íbúðareigend- um sem keyptu meðan húsnæðis- verð var í hámarki. Um síðustu helgi, þegar gengi lír- unnar var breytt, lækkaði þýski seðlabankinn vexti í fyrsta skipti um langa hríð, um 0,25 og 0,5%, og er hærri talan sú sem breiðast mun um vaxtamarkaðinn. En þessi slaki var of lítill til að hafa-vemleg áhrif á stöðu veiku myntanna í EMS. Ítalíustjóm hefur ákveðið að loka gjaldeyrismarkaðinum • í Mílanó fram yflr þjóðaratkvæðagreiðsluna í Frakklandi um samkomulagið frá Maastricht um frekari einingu EB-ríkja, þar á meðal sameiginlega mynt í fyllingu tímans. Eftir það sem nú hefur gerst spyrja menn hverju ljósi þeir atburðir varpi á áformin frá Maastricht. Fylgis- menn samkomulagsins segja að nú hafi sýnt sig hver þörf sé á fullri mynteiningu þar sem þýska mark- ið renni inn í stærri heild en geti ekki leikið lausum hala. Andstæð- ingar segja aftur á móti að misræmi efnahagsstefnu og fjárhagsstöðu sé slíkt að myntsammni sé ófram- kvæmanlegur í fyrirsjáanlegri framtíð. Misræmi og ójafnvægi á mynt- svæðum sem í raun eru orðin eitt markaðssvæði, hvað sem skipu- lagsramma líður, vegna rafeinda- vædds viðskiptanets sem finnur einhverja markaði opna á hvaða tíma sólarhrings sem er, myndar undirrótina að sviptingum eins og þeim sem nú hafa átt sér stað. Versti bölvaldurinn er léleg fjár- málastjórn í þeim löndum sem láta mest til sín taka í heimsviðskipt- um. Eftir atburði síðustu viku benda spámenn um hagþróun einkum á þrjú fyrirbæri sem ráða verði bót á eigi ekki hættan að haldast óbreytt eöa jafnvel vaxa. Efst á blaði er þar fjárlagahallinn í Bandaríkjunum, sem stefnir í met á íjárhagsárinu, 315 milljarða doll- ara. Næst er talinn fjárausturinn í austurhéruð Þýskalands, um 150 milljarðar marka á ári næsta ára- tug, sem stórskaðlegt sé að fjár- magna áfram án þess íbúar vestur- hlutans finni fyrir því. Loks er bent á gífurlega skulda- söfnun og reiðileysi í ríkisfjármál- um Ítalíu sem nýorðinn forsætis- ráðherra óskar tilskipanavalds til að ráða við. Magnús Torfi Ólafsson Norman Lamont fjármálaráöherra kemur til ríkisstjórnarfundir i Downing Street á fimmtudagsmorgun. Sfmamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.