Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Page 16
16 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1992. Skák i>v Enn blæs Fischer lífi í uppskiptaafbrigðið - Fischer er vel undirbúinn þrátt fyrir tuttugu ára fjarveru Taflmennsku Spasskijs hefur hrakaö síðan hann missti heims- meistaratitilinn í hendur Fischers í Reykjavík en þó hefur hann ætíð staðið uppi í hárinu á þeim bestu. Staðan í skákum hans við Ka- sparov er t.a.m. jöfn og Spasskíj er þekktur fyrir að taka hraustlega á móti þegar á reynir. Tíöindin frá Sveti Stefan í Svart- fjallalandi eru því óvænt: Spasskíj hefur tapað þremur skákum í röð og þeirri þriðju í aðeins 21 leik. Þetta er stysta vinningsskák Fisc- hers gegn Spasskíj og í raun og veru má segja að hún hafl aöeins verið fimm leikir því að í 17. leik hristi Fischer nýjung fram úr erm- inni sem Spasskíj fann ekki svar við. í þessari skák beitti Fischer gömlu eftirlætisvopni sínu, upp- skiptaafbrigði af spænskum leik. Umsjón Jón L. Árnason Aíbrigðiö virðist falla einkar vel að skákstíl Fischers en aðrir skák- menn hafa ekki náð sama árangri með því. Fischer kom öllum á óvart á ólympiumótinu í Havana 1966 er hann beitti afbrigðinu í fyrsta sinn. Eftir sigurskákir hans gegn Port- isch, Gligoric og Jiminez naut af- brigðið mikilla vinsælda en síðasta áratuginn eöa svo hefur því æ sjaldnar sést bregða fyrir. En nú hefur Fischer aftur náð að blása lífi í þetta afbrigði, sem hefur á sér jafnteflisstimpil, enda verða oft drottningakaup snemma og tafl- ið einfaldast. í níundu skákinni við Spasskíj á miðvikudag sýndi Fisc- her að frumkvæðið er mikils virði þótt mönnum hafi fækkað á borð- inu. Þá kom einnig í ljós að Fischer mætir vel undirbúinn til leiks þrátt fyrir tuttugu ára fjarveru. Lítum nánar á stöðuna í níundu einvígisskákinni eftir 17. leik Fisc- hers sem hafði hvítt. Fyrstu leikir skákarinnar voru: 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Bxc6 (upphafsleikur uppskiptaafbrigðisins) dxc6 5. 0-0 f6 6. d4 exd4 7. Rxd4 c5 8. Rb3 Dxdl 9. Hxdl Bg4 10. f3 Be6 11. Rc3 Bd6 12. Be3 b6 13. a4 0-0-0 14. a5 Kb7 15. e5! Be7 16. Hxd8 Bxd8 17. Re4! og nú á svartur úr vöndu að ráða: Jl *1 * A ii Jl* a a A & A A A A A 2 A B C D E F G H í þessari stöðu lék Spasskfj 17. - Kc6?? og eftir 18. axb6 cxb6 19. Rbxcð! Bc8 20. Rxa6 fxe5 21. Rb4+ gafst hann upp. „Kóngleikur minn til c6 var fing- urbijótur," sagði Spasskíj eftir skákina. „í stað hans var ég að reikna langt afbrigöi með Bd5 og ég sá ekki hvemig hvítur gæti feng- ið betra. Skyndilega skipti ég um skoðun og það voru mikil mistök," sagði Spasskij. En staða hvíts eftir 17. leik er áferðarfalleg - svartur á t.d. enn eftir að koma hrók og riddara sín- Boris Spasskíi er þekktur fyrir að taka hraustlega á móti þegar á reynir og þau tíðindi að hann hafi tapað þrem skákum í röð í Sveti Stefan koma því mjög á óvart. Símamynd Reuter um í leikinn. Ég sé ekki hvemig svartur nær ömggri tafljöfnun frá stöðumyndinni - heldur ekki eftir tillögu Spasskíjs, 17. - Bd5. Eftir 17. - Bd5 gæti teflst 18. axb6 cxb619. Rd6+ (19. Hdl kemur einn- ig til greina) og hvítur getur fylgt sókninni laglega eftir, hvort sem svartur leikur nú 19. - Kc6 eða 19. - Ka7 eins og eftirfarandi afbrigði gefa til kynna: A) 19. - Kc6 20. Hxa6 fxe5 21. Bxc5! Bxb3 22. cxb3 Rh6 (ef 22. - Kxc5 23. Rf7! og hrókurinn á h8 fellur) 23. Ba3 og hvítur á peð til góða og betri stöðu. í stað 21. - Bxb3 er 21. - Bc7 betri tilraun en 22. c4 Be6 23. Re8!? Bxc4 24. Ra5+ Kxc5 25. Rxc4 Kxc4 26. Rxc7 gefur hvítum vinnings- möguleika. B) 19. - Ka7 20. c4 Be6 21. Bxc5! og ef nú 21. - bxc5 22. Rxc5 og bisk- upinn á e6 fellur, eða 21. - fxe5 22. Ra5! bxc5 23. Rc6+ Kb6 24. Rxd8 og vinnur. Frá stöðumyndinni er 17. - Be7 18. axb6 Bxb3 (ef 18. - cxb619. Bxc5! Bxb3 20. Bxe7) 19. cxb3 cxb6 trúlega besti kostur svarts. Áhorfendur í Faxafeni stungu þá upp á 20. Rd6+ (20. e6 f5 21. Rg5 Rf6) Bxd6 21. exd6 með hættulegum fæmm. t.d. 21. - Rh6 22. Bxh6 gxh6 23. Hel Kc6 24. He6 (eða 24. He7) Hd8 25. HxfB Hxd6 26. Hxd6+ Kxd6 og peðsendataflið er nálægt því að vera unniö á hvítt. Þessi afbrigði sýna aö svartur á við ýmsa erfiðleika að etja í stöð- unni. Greinilegt er að Fischer hefur ekki setið auðum höndum þessi tuttugu ár! Sex sigrar - tvö jafntefli Með skákinni í Sveti Stefan hefur Fischer átta sinnum á ferlinmn beitt uppskiptaafbrigðinu í kapp- skák. Hann vann Portisch, Gligoric og Jiminez í Havana eins og fyrr segir, síöan jafntefli viö Smyslov á alþjóðamóti í Monaco 1967, vann Rubinetti í Buenos Aires 1970 og Unzicker á ólympíumótinu í Siegen sama ár. Loks jafntefli viö Spasskíj í 16. einvígisskákinni í Reykjavík. Skákina viö Gligoric birtir Fisc- her í bók sinni með 60 minnisstæð- um skákum sem út kom 1969. Glig- oric fékk þar engu bhöari móttökur en Spasskíj á miðvikudag - hefði raunar getað gefist upp eftir 19 leiki! Hvítt: Bobby Fischer Svart: Svetozar Gligoric Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Bxc6 dxc6 5. 0-0 Fyrri tíma meistarar léku hér 5. d4 en grundvallarhugmynd hvíts í þessu afbrigði er að skapa peða- meirihluta á kóngsvæng. Fischer dustar rykið af gömlu afbrigði og nú á dögum þykir sjálfsagt að hróka. „Eg haföi skoðað þetta í langan tíma áður en ég ákvað að bæta því í vopnabúriö," segir Fisc- her. 5. - f6 6. d4 Bg4 í skýringum sínum telur Fischer þetta best en Portisch fór flatt á 6. - exd4 7. Rxd4 c5 8. Rb3 Dxdl 9. Hxdl Bd6 10. Ra5! b5 11. c4! fyrr í mótinu. 7. c3!? Seinna lék Fischer 7. dxe5 gegn Spasskíj í Laugardalshöllinni. 7. - exd4 Nú er talið betra að leika 7. - Bd6 og gefa ekki eftir á miðborðinu. 8. cxd4 Dd7 9. h3! Be6 Eftir 9. - Bh5 10. Re5! Bxdl 11. Rxd7 Kxd7 12. Hxdl tókst Fischer að vinna gegn Jiminez en segir raunar sjálfur að svartur hefði átt að halda taflinu. 10. Rc3 0-tW) 11. Bf4! Re7? Fischer telur 11. - Bd6 12. Bxd6 Dxd6 betra en eftir 11. - g5 12. Bg3 h5 12. d5! cxd5 13. Hcl gefur hann m.a. 13. - dxe4 14. Ra4! Kb8 15. Hxc7! Dxdl 16. Hc8 +! Ka717. Bb8 + Ka8 18. Rb6 mát, sem svo sannar-. lega gleður augað! 12. Hcl Rg613. Bg3 Bd614. Ra4! Bxg3 Aftur gagnrýnir Fischer leik Ghgoric og mælir með 14. - Kb815. Rc5 De7. 15. fxg3 Kb8 16. Rc5 Dd6 17. Da4! Ka7? Nauðsynlegt er 17. - Bc8 18. Hc3 Rf8! að sögn Fischers. 8 X X 7 tir A A A 6 A ifJ!4 5 :+;i-+A 4 W A A - 3 áaS A A z A A A A B S C D B* E F G H 18. Rxa6! Vinnur því að eftir 18. - bxa6 19. Hxc6 verður svartur að láta drottn- inguna til að forðast mát. 18. - Bxh3 19. e5! Rxe5 Svartur hefði eins getað gefist upp því að eftir 19. - fxe5 20. Rc5+ Kb8 21. Hc3 ásamt 22. Ha3 er hann vamarlaus. 20. dxe5 fxe5 21. Rc5+ Kb8 22. gxh3 e4 23. Rxe4 De7 24. Hc3 b5 25. Dc2 - og nú fyrst gaf Ghgoric taflið. Haustmót TR Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hefst á morgun, sunnudag, í húsa- kynnum félagsins í Faxafeni. Mótið verður með svipuðu sniði og áður, nema hvað umhugsunartími verð- ur styttri og engar biðskákir. Tefld- ar veröa 11 umferðir í öllum flokk- um og hefur hver keppandi 90 mín- útur til umhugsunar á 36 leiki og síðan 45 mínútur til aö ljúka skák- inni. Skipt verður í flokka með hlið- sjón af Elo-stigum en í neðsta flokki verður teflt eftir Monrad-kerfi og þar er öllum heimil þátttaka. Teflt er þrisvar í viku, á sunnudögum kl. 14, miðvikudögiun og föstudög- um kl. 19.30. Lokaskráning í keppn- ina er í dag frá kl. 14-22 í símum félagsins. Fyrstu verðlaun í A- flokki eru kr. 65.000, önnur 35.000 og þriöju verðlaun eru kr. 20.000. Keppni í unglingaflokki hefst laugardaginn 26. sepbember kl. 14 og tekur keppnin þrjá laugardaga. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad-kerfi, umhugsunartími 40 mínútur á skák. Hausthraðskák- mótið verður síöan sunnudaginn 18. október kl. 14., Frá Skákfélagi Akureyrar Aðalfundur Skákfélags Akur- eyrar verður haldinn nk. fimmtu- dag, 24. september, kl. 20. Vetrarstarf félagsins hófst með Startmótinu sl. sunnudag en haust- mót Skákfélags Akureyrar hefst sunnudaginn 27. september kl. 14. Starfsemin fer fram í skákheimil- inu, Þingvahastræti 18. Núverandi formaður félagsins er Gylfi Þór- hahsson. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.