Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1992, Page 21
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1992. 21 Sóley Eliasdóttir leikur aðalkvenhlutverkið í kvikmyndinni Sódómu Reykjavík. Sóley segist alltaf hafa ætlað að verða leikari og lætur vel af vinnunni við tökur Sódómu. „Þetta er allt toppfólk." DV-mynd Brynjar Gauti Sóley Elíasdóttir leikur aöalkvenhlutverkið í Sódómu Reykjavík: Bameignir og kvikmynd aleikur „NÝTT“ „NÝTT“ „NÝTT“ KARAOKE LEIGJUM ÚT KARAOKE-VIDEOTÆKI. YFIR 200 ÞEKKT LÖG FYRIR ALLA. TIL LEIGU Á EFTIRTÖLDUM MYNDBANDALEIGUM: KEFLAVÍK FRISTUND HOLMGARÐI SÍMI 15005 \ HAFNARFJÖRDUR SKALLI REYKJAVIKURVEGI. SÍMI 53371 GARÐABÆR , SÆLGÆTIS & VIDEOHOLLIN GARÐATORGI SÍMI 656677 k Ti KÓPAVOGUR m «VI % Éo-mfiRHflouRinn amrabong 20a - 200 Köpavogi - Simi 46777 REYKJAVÍK TROLLA VIDEO EIÐISTORGI SÍMI 629820 VIDEÓLJÓNIÐ DUNHAGA SÍMI 627373 „Það er eiginlega best að lýsa myndinni sem reykvískri mafíósa- mynd, hraðri og spennandi með góð- um slatta af gríni,“ segir Sóley Elías- dóttir leikkona. Sóley leikur aðal- kvenhlutverkið í kvikmyndinni Só- dóma Reykjavík sem frumsýnd verö- ur í byrjun næsta mánaðar. Leik- stjóri er Óskar Jónasson. Sóley leikur Unni, prestsdóttur sem stendur á krossgötum eftir menntaskólanám, getur ekki gert upp hug sinn varöandi framtíðina, er úti á lífinu eins og gengur. Moli bróðir hennar, leikinn af Helga Björnssyni, er sprúttsah, bruggar sjálfur og selur skemmtistaðnum Sódómu afurðimar fyrir milligöngu Unnar. Unnur kynnist síðan Axel, sem leikinn er af Bimi Jörundi Frið- bjömssyni. „Axel er lúði og þegar Unnur kynn- ist honum fara hjólin virkilega að snúast," segir Sóley. Fyrsta kvikmynd Sóleyjar Sódóma er fyrsta kvikmynd Sóleyj- ar. Hún útskrifaöist frá leiklistar- skóla í London 1989, eftir fimm ára dvöl þar ytra. Hún segist hafa verið Lundúnafíkill og viljað „meika þaö“ þar ytra. „En það mistókst," segir Sóley og hlær við. Eftir heimkomuna sama ár fór hún norður yfir heiöar, var á Akureyri í eitt ár. Lék hún í fjómm verkum hjá Leikfélagi Akureyrar. Þá varð hún ófrísk og átti stelpu, Gígju, sem nú er 18 mánaða. Skömmu síðar byrjaði hún að vinna við kvikmyndina Só- dómu. Það leið síöan ekki langur tími frá því tökum lauk að annað barn var væntanlegt. Fyrir fjórum mán- uðum fæddi Sóley síðan Eygló. Það er því óhætt að segja að hún hafi haft í nógu að snúast síðastliðin tvö ár, leikið í kvikmynd og eignast tvö börn. „Ég geri ekki mikið meira en að pá'ssa börnin þessa dagana. Ég fékk reyndar aðstoð meðan tökur Sódómu stóðu yfir, öðmvísi hefði þetta ekki gengið. Nú er ég farin að svipast um eftir vinnu og geri mitt besta til að fylgjast með, fara í leikhús, lesa, syngja, vera í leikfimi og fleira." Maður Sóleyjar er Hilmar Jónsson leikari. Hann útskrifaðist úr Leikhst- arskóla ríkisins og hefur unnið í Þjóðleikhúsinu, meöal annars í Kæru Jelenu. Góður hópur Sóley segir leikara Sódómu hafa æft mjög stíft fyrir tökumar. „Það er mjög mikilvægt. Viö spunnum forsöguna og teljum okkur þannig hafa fengið meiri dýpt í kar- akterana sem við leikum. Unnur varð að alvöru persónu í forvinnunni þó búið væri að skrifa handritið að myndinni." Sóley hrósar mjög því fólki sem stendur að og vinnur að gerð Só- dómu. „Þetta er allt topþfólk, hvort sem það hefur unnið við kvikmyndir áður eða ekki. Þetta er góður hópur þar sem geysilegur dugnaður og sam- staða er ríkjandi og það lögðu ahir mjög hart að sér. Þá skiptir hka máh að leikurunum leið alltaf vel, það var vel hugsað um þá. Það er mikilvægt í tökum þar sem biðtími getur veri langur og mismikið að gerast hveriu sinni.“ Sóley er uppalin í Hafnarfirði. Hún segist ahtaf hafa ætlað sér aö veröa leikkona og lagöi hart að sér aö ná því takmarki. En um leið var hún komin inn í harðan heim þar sem samkeppnin er mikil. „Það er mun erfiðara að fá hlut- verk sem kona en karl og geysileg samkeppni meðai leikkvenna. Reyndar er þetta aðeins að breytast þar sem fleiri hlutverk eru skrifuð fyrir konur en áður auk þess sem kvenleikskáld eru farin að láta meira til sín taka.“ Tökum á Sódómu Reykjavík lauk í fyrrahaust og þessa dagana er veriö að leggja síðustu hönd á hljóðsetn- ingu myndarinnar. Sóley segist vera orðin verulega spennt að sjá útkom- una. „Ég er spennt og stressuð þar sem ég hef eiginlega ekkert séð af mynd- irrni. En vona að ég sjái hana fyrir frumsýninguna. Annars fer tauga- stríðið alveg með mann. Það er hka þannig að þegar maöur sér sjáifan sig í fyrsta skipti í kvikmynd einblín- ir maður ekki á annað en sjálfan sig. Það er ekki fyrr en í annaö eða þriðja skipti sem maður fer að skoða sjáifa myndina." -hlh Líkamsrœkt Fullkomin líkamsrækt júdó Byrjendanámskeib Abalþjálfarar: Michal Vachun 6. Dan Bjarni Fribriksson 5. Dan Líkamsrækt GYM 80 tækjasalur Dynavit þrektæki Lifestep þrekstigar Sjálfsvörn ]iu - jitsu Þjálfari: Elín Þórbardóttir 1 Kyu • 500 ferm. glæsilegt húsnæði, að Einholti 6 ° Mánaðarkort kr. 4.500 3 mánaða kort kr. 9.500 3 mánaða kort (dagtímar frá kl. 10-16) kr. 8.000 Upplýsingar og innritun alla virka daga frá kl. 10-22 í síma 627295 eoa frá kl. 11-16 laugardaga og sunnudaga. ÁRMANN Jillln líYIVl I 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.