Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1992. 5 Norðlendingar streyma til Skotlands og írlands: Um 1500fara út til að versla - tollgæslan boðar hertar aðgerðir á Akureyrarflugvelli Gylfi Kristjáxisson, DV, Aknreyri: Tæplega 1500 Norðlendingar hyggj- ast fara í svokallaðar verslunarferðir til Skotlands og írlands á næstunni og er það mikil íjölgun frá fyrra ári þegar farþegar í þessum ferðum voru um 1000 talsins. Alls verða farnar 9 feröir í beinu flugi frá Akureyri á vegum tveggja ferðaskrifstofa og er uppselt í aUar ferðirnar. Samvinnuferðir fara 4 ferðir frá Akureyri til Dublin á írlandi og er um að ræða 3 og 4 daga ferðir. Áform- uð var dagsferð en sennilega verður hætt við hana vegna ónógrar þátt- töku. í ferðimar fjórar fara alls 704 farþegar. Á vegum Úrvals-Útsýnar verða fimm ferðir til Edinborgar og er upp- selt í þær allar og samtals fara 765 manns. Þar er einnig um að ræða 3 og 4 daga ferðir. Farþegar í þessum ferðum eru flestir frá Akureyri en þeir koma einnig víðar að, s.s. frá Ólafsfirði, Dalvík, Húsavík og Vopnafirði. Tollgæsla á Akureyrarflugvelh varðandi þessar ferðir hefur undan- farin ár verið fremur Util og flestir hafa fengið að koma heim án af- skipta toUvarða. ToUyfirvöld á Akur- eyri hafa hins vegar lýst því yfir nú að eftirht verði hert frá því sem ver- ið hefur og verður fólki gefinn kostur á að greiöa aðflutningsgjöld af þeim vamingi sem það hefur keypt og er umfram það sem leyfilegt er að kaupa erlendis. Akureyrarhöfn: Um 700 lítrar af gasolíu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Að mínu viti er um handvömm að ræða í báðum þessum tilfeUum. Óhöpp geta auðvitað átt sér stað þeg- ar verið er að dæla oUu um borð í skip en þegar tankar yfirfyUast eins og tvívegis hefur gerst nú á fimm dögum þá er um handvömm að ræða,“ segir Gunnar Arason, hafnar- vörður á Akureyri, en tvívegis á nokkrum dögum hefúr nokkurt magn gasoUu farið í sjóinn í höfninni á Akureyri. í fyrra tilfellinu flaut upp úr tönk- um þegar verið var að setja ohu á togarann Svalbak sem er í eigu Út- gerðarfélags Akureyringa og var þar í sjóinn um að ræða um 200 Utra. Nú í vik- unni gerðist svo það sama þegar oUu var dælt í skip Samherja, Oddeyrina, og fóru þá sennilega um 500 Utrar í sjóinn. Gunnar Arason segir að gasoUan gufi fljótlega upp en hafnarstarfs- menn hafi úðað dreifiefnum á oUu- flekkina. Enginn búnaður er í eigu Akureyrarhafnar til að fást við al- varleg slys af þessu tagi en slík tæki eru þó væntanleg fljótlega. Sveitarfé- lög við Eyjafjörð eru að kaupa slikan búnað sem staðsettur verður á Akur- eyri en fljótlegt er að flytja hann á milh staða. Þar er um að ræða 300 metra flotgirðingu, dælur og fleiri tæki. Svalbarðseyrarmáliö: Jarðir 3ja bænda áleiðáuppboð Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri: „Ég vil sem minnst láta hafa eftir mér á þessari stundu. Við bændurnir ætlum að hittast áður en til uppboð- anna kemur og ég tel að við munum reyna að ná samningum við bankann fram á síðustu stundu," segir Ingi Þór Ingimarsson, bóndi á Dálksstöð- um á Svalbarðsströnd í Eyjafirði, en sýslumaðurinn í Eyjafirði hefur aug- lýst uppboð á jörð hans nk. mánudag. Ingi Þór er einn bændanna fjögurra sem gengust í ábyrgðir fyrir Kaupfé- lag Svalbarðseyrar á sínum tíma en félagið varð síðan gjaldþrota. Lauga- tún 18 á Svalbarðseyri, sem er í eigu Bjama Hólmgrímssonar, hefur einn- ig verið auglýst á uppboði nk. mánu- dag vegna þessa máls og sýslumað- urinn á Húsavík hefur auglýst upp- boð á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal nk. miðvikudag en þar býr Tryggvi Stefánsson, einn fjórmenninganna. Sá fjórði þeirra er Jón Laxdal, bóndi í Nesi í Grýtubakkahreppi. Hann rekur nú mál fyrir Hæstarétti þar sem leitað er svara við spumingunni hverjir eigi Samband íslenskra sam- vinnufélaga en bændumir töldu að Sambandið hefði átt að greiða þær skuldir sem þeir gengust í ábyrgðir fyrir, enda eigi kaupfélögin Sam- bandið. Uppboð hefur ekki verið aug- lýst hjá honum ennþá. Upphæðin, sem íslandsbanki átti kröfu á, nam um 60 milljónum króna. Sú upphæð, sem bændunum er nú gert að greiða, nemur um 20 milljón- um króna. Samningaviðræður, sem fram fóm milh bankans og bænd- anna í vor, leiddu ekki til samkomu- lags og aðilum ber ekki saman um hvort það hafi verið lokaviðræður eða ekki. Dagsb ■■i . ■ ■ _ _ r » m rún: IK * ■ W i-æKKar a awinnuieysissKra ijruoinuniuiir u. uuwuuuuyiiuu, formaður Verkamannafélagsins ostæouna iyrir pvi nve iæKKao hefur á atvinnuleysisskrá hjá Dagsbrúnar, segir að það sem af er september hafi fækkað um fast Dagsbrún undanfarið taldi Guð- mundur vera Jtá að þegar skóla- að 80 manns á atvinnuleysisskrá fólkið hættir vinnu sé alitaf eitt- leysiskrá 130-140 manns og hafi ekkijafnfáirveriðáskrái sumar. ljúka og því séu verkamenn ráðnir, cnoftastískammantíma. -S.dór Dúi Bjömsson, kirkjugarðsvöröur á Akureyri, við lyftubúnaðinn sem kisturn- ar eru settar á og slakar þeim niður í grafirnar. DV-mynd gk Kirkjugarðar Akureyrar: Lyftubúnaður f lytur kisturnar í graf irnar Gylfi Kristjánssom, DV, Akureyri: „Þetta er sáraeinfaldur búnaður en gerir það mun auðveldara og þægi- legra að koma kistunum fyrir,“ segir Dúi Bjömsson, kirkjugarðsvörður á Akureyri, um nýjan lyftubúnað sem starfsmenn kirkjugarðsins hafa tek- ið í notkun. Með þessum útbúnaði er úr sög- unni aö fjórir menn láti kistuna síga í gröfina á köðlum. Jámgrind er komið fyrir hringinn í kringum gröf- ina hverju sinni. Á þessa grind em strengdir.borðar sem kistan er sett á og með einu handtaki slaknar á borð- unum og kistan sígur niður í gröfina. Dúi segir að mikið hagræði sé að þessu og mun þægilegra að vinna þetta verk á þennan hátt en með gömlu aðferðinni. Fréttir IsstöðináDalvík: Hagnaður fyrstu sex mánuðina Heímir Kristinsson, DV, Dalvík: i milliuppgjöri ísstöðvarinnar hf. á Dalvík fyrir fyrstu sex mán- uði þessa árs kemur fram að tekj- ur fyrirtækisins voru rúmar 4,5 milljónir og gjöld um 4,1 milljón þannig að um 450 þúsunda króna hagnaður var fyrstu 6 mánuðina. Um 1,6 milljóna tap varö á rekstri ísstöðvarinnar í fyrra. í reikningum fyrirtækisins fyrir árið 1991 kemur fram að eigið fé var 1 árslok röskar 12,6 milljónir króna. Skammtímaskuldir fyrir- tækisins um síðustu áramót voru 12,3 milijónir króna og eignir rúmar 38 milljónir. ísstöðin hf. hóf framleiðslu í júni 1991. Á síðasta ári störfuðu að meðaltali 3 menn við stöðina. i sumar var ísþörfm í skip og báta óvenju mikil eða nær helm- ingi meiri en í fyrra þegar mest var og hafði stöðin engan veginn undan um tíma. Annarri véla- samstæðu verður bætt við eftir áramótin. Steinullarverksmiðjan: Tekjulækkun varðminnien búistvarvið f'óiiiafiux Asmundss., DV, Sauðárkr: Fyrstu átta mánuði þessa árs varö 14 prósent samdráttur á sölu steinullar. Er það svipað og áætl- að var en tekjulækkunin hefur ekki orðið eins mikil og búist var við eða 8,3 prósent. Má það rekja til þess að hærra verð hefur feng- ist fyrir framleiðslu Steinullar- verksmiðjunnar en reiknað var með. Mestur hefur samdrátturinn orðið í útflutningum, eða 12,5 pró- sent milli ára, en hafa ber í huga að á síðasta ári voru seld um 500 tonn ísiórt verk í Bretlandi. Þrátt fyrir það hefur útflutningur verið nokkuð stöðugur það sem af er ári. Að sögn Einars Einarssonar framkvæmdastjóra kom ágúst- tnánuður vel út í sölu og gott út- lit væri íýrir semtember. Hins vegar væri ekki bjart framundan þar sem byggingamarkaðurinn bæri með sér greinileg merki um samdrátt. Uggandi um fiskvinnsluna Þórhallur Asmundss., DV, Sauöárkr: Á síðasta fundi hreppsnefndar Höfðahrepps áttu sér stað tals- verðar umræður um stöðu og horfur í atvinnulífi staðarins. Fram kom að hreppsnefndar- menn eru mjög uggandi um fram- tíð fiskvinnslunnar. Samþykkt var að stjórnir fiskvinnslu og út- gerðar fundi ásamt hreppnefnd- inni um málið. Sveinn Ingólfsson, oddviti Höfðahrepps, upplýsti að afli á hvern úthaldsdag hefði stórm- itmkað undanfarið og sjómenn óttist mjög þá þróun sem virðist vera í fiskistofnum. Sveinn skýrði einnig frá því að Skag- strendingur hefði látið skoða hvaöa möguleikar væru hag- kvæmastir til útgerðar og einnig hefði veriö leitaö leiða um sköpun nýrra atvinnutækifæra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.