Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1992. 11 Lífsstffl Óvænt niðurstaða í könnun DV á sölu áfengis á vínveitingastöðum: Sjússamir í öllumtilvikum stærri en þeir eiga að vera Sá orðrómur hefur gengið lengi að á vinveitingastöðum sé reynt að svindla á viðskiptavinum með því að hafa hvem sjúss minni en lög gera ráð fyrir. Reyndin virðist allt önnur. DV heimsótti átta vínveitingastaði á höfuðborgarsvæðinu um síðústu helgi til að kanna þetta og í öllum tilvikum fór magnið yfir það lágmark sem lögin segja til um. Tveir blaðamenn frá DV fóru á eft- irtalda átta vínveitingastaði síöast- liðið föstudagskvöld: Glaumbar, Gauk á Stöng, Rauða ljónið, Bíóbar- inn, Ömmu Lú, Kringlukrána, Hótel ísland og Hótel Borg. Blaðamennirnir fóru inn sem venjulegir gestir, báðu um einn tvö- faldan viskí og er drykkurinn var kominn í glasið var honum hellt í mæliglas og hann mældur fyrir framan þjóninn. Var alltaf beðið um Johnny Walker og ef sú tegund var ekki til þá var beðið um Ballantines. Aldrei var beðið um 12 ára gamalt viskí. Á Glaumbar, Gauki á Stöng, Rauða ljóninu og Hótel íslandi var blaða- mönnum þjónað til borðs en á hinum fjórum stöðunum var viskíið pantað við barborðið. Framreiðslufólkið vissi ekki að um blaðamenn væri að ræða fyrr en eftir að drykkurinn haíði verið framreiddur. Löggiltir sjússamælar taka 3 cl og ætti því einn tvöfaldur að vera 6 cl. Vakti það óneitalega furðu blaða- manna er kom í ljós að á öllum veit- ingastöðunum mældist meira magn en það og á sumum stöðum umtals- vert meira magn. Meira magn Á þremur stöðum, Glaumbar, Rauða ljóninu og Kringlukránni, mældist einn tvöfaldur viskí vera 6,2 cl. Á Hótel íslandi var hann 6,5 cl, á Ömmu Lú reyndust blaðamenn hafa fengið 6,9 cl og á Gauki á Stöng og Hótel Borg var magnið 7 cl. Hjá Bíó- barnum reyndist magnið í viskíglas- inu vera 7,3 cl. Þessi niðurstaða kom Haraldi Tóm- assyni hjá Félagi framreiðslumanna mjögá óvart. Að sögn Haraldar tíðk- aðist að þjónamir keyptu vínflösk- una af veitingamanninum fyrir ákveðna upphæð. í 75 cl flösku eru 25 sléttfullir sjússar og varð þjónninn, að koma út á sléttu til þess að hafa upp í verð flöskunnar. Aðeins voru leyfð 3 prósent afíoll af flöskunnfög fyrir þetta fékk þjónninn síðan 15 prósent þjónustugjald. Ef afíollin voru meiri tapaði þjónninn þjónustu- gjaldinu. Þetta fyrirkomulag er enn við lýði á flestum hótelum borgarinnar og öðrum stöðum, eins og t.d. Perlunni, en á kránum er framreiðslufólki yfir- leitt borgað samkvæmt mánaðar- kaupi. Sala gegn þjónustugjaldi gerir það að verkum að þjónninn hefur annað viðhorf til flöskunnar. Rétt skal mælt „Bæði þjónustufólkið og eigandinn eiga að fylgjast vel með því að rétt sér mælt. Ef alltof mikið er mælt er þetta orðin gífurleg rýrnun og tals- verður kostnaður. Það hljóta flestir veitingamenn að passa upp á þetta,“ sagði Ema Hauksdóttir hjá Sam- bandi veitinga- og gistihúsa. „Ef verið er að skammta svona ríf- lega þarf kúnninn ekki yflr neina að Löglegur sjússamælir tekur 3 cl og á skjaldarmerkið að vera á aðalhaldinu en auk þess nemur það við brún sitt hvorum megin við höldin. DV-mynd Brynjar Gauti Hversu stór er sá tvöfaldi? Gaukur á Rauða Amma Kringlu- Hótel Hótel Glaumbar Stöng Ljónið Bíóbarinn Lú kráin Island Borg 6,2 d 7,0 d 6,2 d 7,3 d, 6,9 d 6,2 d 6,5 d 7,0 d, \j/ \/ \J/. \w Ef keypt yrði magn einnar flösku ( 75 cl) myndi hún kosta krónur. kvarta nema það að sumir kæra sig hreinlega ekki um sterkari drykk en þeir pöntuðu. Það er farsælast að rétt sé mælt, þá fá allir sitt og allir vita hvað þeir em að fá. Menn mega alls ekki klipa af skammtinum." Annað athyglisvert kom í ljós í þessari könnun. Á þremur stöðum af þessum átta, þ.e.a.s. Glaumbar, Hótel íslandi og Hótel Borg, fengu blaðamenn DV dýrari tegund af viskí en beðið var um. Á þessum stöðum var framreitt 12 ára gamalt viskí þó að aldrei hefði verið beðið um það. Vanþekking á víntegundum Að sögn Haraldar Tómassonar hjá Félagi framreiðslumanna á það aldr- ei að eiga sér stað að sá sem pantar viskí fái 12 ára gamalt viskí án þess aö hafa beðið sérstaklega um það. Sagði Haraldur að því miður hefðu margir staðir ekki fengist til að hafa faglært fólk og oft þekkti fram- reiðslufólkið ekki tegundirnar. Þegar tilfelli sem þessi kæmu upp gæti hreinlega verið um vankunnáttu að ræða. „Ef fólk biður um viskí eða koníak þá hélt ég nú að yfirleitt væri fólk spurt að því hvaða tegund það vildi. Það á ekki að afgreiða fólk með sér- stakar súpertegundir eins og 12 ára gamalt viskí eða XO koníak nema það spyrji efitir því,“ sagði Ema Hauksdóttir hjá Sambandi veitinga- og gistihúsa. „Afgreiðslumaður á að ganga úr skugga um að ekki sé mis- skiíningur um hvað beðið er um.“ Skjaldarmerkið á sjússamælinum Allir sjússamælar eiga að vera löggiltir af Löggildingarstofunni og er löggildingin auðþekkjanleg á því aö skjaldarmerkið er stimplað í aðal- haldið og lítfí skjaldarmerki nema við brún bikarsins á honum miðjum sitt hvorum megin við höldin. Fram- reiðslufólk á að blanda drykkinn fyr- ir framan viöskiptavininn og vinnu- reglan er sú að sjússamælirinn á að hvíla ofan á glasinu á meðan hellt er í hann. Sá sem framreiðir á ekki að halda á sjússamælinum á meðan skammtað er. Álagning á vínfongum á veitinga- stöðum hefur verið fijáls síðustu þrjú árin. Áöur en það varð var álagning á léttu víni 50 prósent og á sterku víni 80 prósent. Þrátt fyrir frjálsa álagningu var verðið það sama á funm stöðum af átta. Einn tvöfaldur viskí, annaðhvort Ballanti- nes eða Johnny Walker, kostaði 600 krónur á Glaumbar, Gauki á Stöng, Bíóbarnum, Ömmu Lú og Kringlukr- ánni: Á Rauða ljóninu kostaði sá tvö- faldi 560 krónur, en 660 krónur á Hótel íslandi og 640 krónur á Hótel Borg. Þar sem blaðamenn fengu 12 ára gamalt viskí borguðu þeir 720 eða 740 krónur 181 % álagning Veitingastaðir kaupa vínið hjá ÁTVR á sama verði og hinn almenni borgari. Venjuleg flaska af Ballanti- nes kostar 2.710 krónur en tólf ára' gamalt Ballantines kostar 3.010 krón- ur. Johnny Walker Red Label (venju- legur) kostar 2.750 krónur en Johnny Walker Black Label (12 ára gamalt vín) kostar 3.320 krónur. Ef síðan litið er á hvað vínveitinga- húsin fá fyrir flöskuna þá kemur í ljós að það var á bilinu 6.165 krónur til 7.613 krónur. Þetta verð fékkst með þvi að deila verði drykkjarins í magnið og margfalda síðan með 750 ml. Ef framreiðslumanninum tækist að ná út úr flöskunni nákvæmlega 25 sjússum fengist fyrir flöskuna 7.500 krónur á flestum stöðunum. Á Hótel íslandi kostar flaskan 8.250 krónur, á Hótel Borg kostar hún 8.000 krónur og á Rauða ljóninu aðeins 7.000 krónur. Ofangreint verð sýnir hvað stað- irnar ættu að fá fyrir viskíflöskuna en ef allir fá jafn ríflega úr henni og DV fékk þarna um kvöldið þá eru tölumar aðrar. Flaskan á Glaumbar var á 7.260 krónur, á Gauk á Stöng var hún á 6.428 krónur, á Rauða ljón- inu á 6.773 krónur, á Bíóbarnum að- eins 6.165 krónur (álagning 127 pró- sent), á Ömmu Lú kostar flaskan 6.525 krónur, á Kringlukránni kostar hún 7.260 krónur, á Hótel íslandi 7.613 krónur (álagningin 181 prósent) og á Hótel Borg var veröið 6.855 krón- ur. Tíkall fyrir millilítrann Á Hótel íslandi kostaði millilítrinn af viskíinu 10,15 krónur og í Glaum- bar kostaði millilítrinn af 12 ára gömlu viskíi 11,60 krónur. Til saman- burðar má sjá að ef sama áfengi er keypt hjá ÁTVR þá kostar millilítr- inn af venjulegum Ballantines 3,61 krónu og millilítri af Johnny Walker Black Label kostar 4,43 krónur. Álagningin á skemmtistöðunum er gífurleg, eins og sjá má, og er hægt að kaupa heila flösku af áfengi út úr ÁTVR á sama verði og tæplega fimm tvöfaldir kosta á börunum. -GHK Landinn lætur það ekki á sig fá þó dropinn sé dýr og biðraðir fyrir utan öldurhúsin eru algeng sjón um helgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.