Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Qupperneq 20
32 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1992. Iþróttir unglinga Hin mikla vinna undanfarinna ára farin að skila sér: Besta leiktímabil Fylkis frá upphafi - segir Smári Björgvinsson knattspymuþjálfari Síðastliöin ár hafa orðið miklar breytingar á knattspyrnuþjálfun yngstu flokka Fylkis. Meiri áhersla hefur verið lögð á að efla allt ungl- ingastarf innan félagsins og auðvit- að hefur þetta allt skilað sér í aukn- um árangri á knattspymuvellin- um. Það er óhætt að segja að Fylk- ir hafl nánast verið allsráðandi í öllum mótum 5., 6. og 7. flókks undanfarin ár - og er þessi mikla vinna þeirra Fylkismanna þegar farin að skila sér upp í 4. flokk því að sá flokkur varð Reykjavíkur- meistari og hafnaði í 3.-4. sæti í íslandsmótinu. Við skulum kynnast svolítið nán- ar hinni glæsilegu frammistöðu Árbæjarfélagsins í sumar en sá árangur er sagður vera sá besti frá stofnun Fylkis, 1967. Umsjón: Halldór Halldórsson Árangur 7. flokks Víkingsmót 31. maí: A- og B-lið í 2. sæti. Toyota-mótið í Keflavík 19. júní: B- og C-lið í 1. sæti og A-lið í 2. sæti. Breiðabliksmót 20. júní: A- og C- hð í 1. sæti -en B-lið í 2. sæti. Lottómótið á Akranesi 17.-19 júlí: A-liðið í 3. sæti, B-liðið í 1. sæti og C-liðið í 3. sæti. Hnokkamót Stjörnunnar 8.-9. ág- úst: A-lið varð í 2. sæti og B-lið í 3. sæti. Landsbankamót Fylkis 29. ágúst: Þrefaldur sigur 1A-, B- og C-liðum. Þjálfari 7. flokks Fylkis er Hall- dór Öm Þorsteinsson. Árangur 6. flokks Tröllatópasmót Fylkis: A-, B-, C- og D-lið sigmðu og þá einnig í saman- lagðri stigagjöf. Reykjavíkurmeistarar (innan- húss). Shell-mótið í Eyjum: Sigur í A-, B- og C-liði. Besti leikmaður móts- ins var kjörinn Andri Fannar Ott- ósson, Fylki, og markakóngur varð Brynjar Harðarson, Fylki. Páskamót Samskipa og FH (inn- anhúss): A-lið í 2. sæti. Fantamót ÍA: A-lið í 3. sæti og C-lið í 3. sæti. Besti sóknarmaður mótsins var kjörinn Andri Fannar Ottósson. Reykjavíkurmeistarar (utan- húss) í A-, B og C-liði og 2. sæti í D-liði. Pollamót KSÍ (Islandsmót): Meistarar í B-liði. Besti leikmaður B-liða var kjörinn Bjarki Smára- son, Fylki. Viðeyjarmót Fram fyrir C- og D- lið: Fylkir sigraði í báðum liðum. Vinamót Fjölnis: 2. sæti í C-hði og 1. sæti í D-liði (Bara keppt í þess- um flokkum). Besti leikmaður C- hða var kosinn Brynjar Harðarson, Fylki. 6. flokkur Fylkis hefur verið mjög sigursæll, eins og sést á framan- töldu. Flokkurinn hefur unnið til verðlauna í öhum mótum sem hann hefur tekið þátt í. 15 sinnum hafa strákamir unnið gull, 5 sinn- um silfur og tvisvar brons. - Þjálf- ari 6. flokks Fylkis er Smári Björg- vinsson. Arangur 5. flokks Reykjavikurmeistarar (innan- húss), 2. sæti utanhúss. ESSÓ-mót KA: A-hð í 1. sæti og B-hð í 3. sæti. íslandsmeistarar (utanhúss) og haustmótsmeistarar. - Þjálfari 5. flokks Fylkis er Þórir Sigfússon. Arangur 4. flokks Reykjavikurmeistarar innanhúss og utanhúss. Á íslandsmótinu hafnaði hðið í 3.-4. sæti. Strákarnir eiga eftir að spila í haustmótinu. - Þjálfari 4. flokks Fylkis er Ólafur Geir Magn- ússon. Fylkir sigraði f A-, B- og C-liði á Landsbankamóti Fylkis í 7. tlokki stráka sem fór fram laugardaginn 29. ágúst á grasvöilum Fylkis. - Fremst er C-liölð, frá vinstri: Sigurður Guöjónsson, Guðjón Hauksson, Siguröur Helgi Grimsson, Eggert Ellerts- son, Kjartan Ágúst Jóhannsson, Þórólfur Þorsteinsson, Hlynur Pétursson, Bjaml Helgason og Haukur Kristinsson. í annarri röð er B-lið Fylkis: Rögnvaldur Þorkels- son, Heiðar Þór Gunnarsson, Bjöm Bragi Árnason, Páll Þorsteinsson, Jens Haröar- son, Sverrir Daviðsson, Einar Brag) Þórðarson, Bjarni Sturluson, Geir Jón Geirsson, Ólafur Páll Ámason og Samúel Kristjánsson. í þriðju röð er A-lið Fylkis, frá vinstri: Þórarinn Þrándarson, Eyjóifur Héðinsson, Þórarinn Hauksson, Gunnar Tómas Kristj- ánsson, Hrafn Davíðsson, Hjörleifur Gislason, Slguröur Stefánsson, Kristján Hafliöa- son og Kristján Valdimarsson. í öftustu röð er C-liö(2), sem ekki sigraði en stóð sig samt af mikilli prýöi. Frá vinstri: Guðmundur Andrés Gujónsson, Guömundur Sigur- jón Hallgrfmsson, Jón Anton Jóhannsson, Alexandra G. Frimannsdóttir, Hannes Slg- urösson, Hjalti Geir Pétursson, Jakob Óskar Helðarsson og Eli Bæring Frímanns- son. ÞJálfarar strákanna eru þeir Halldór Þorsteinsson og Lúðvík Bragason. Þorgrfmur, fulltrúi Landsbankans, afhenti verðlaunin og er hann til hægri á myndinni. Fylkisstrákarnir í 5. flokki fagna Islandsmeistaratigninni á Þróttarvelli í ágúst. Arangur meistaraflokks: Fylkir varð íslandsmeistari 2. deildar og leikur því í 1. deild á næsta leikári. Flestir leikmanna hðsins hafa leikið upp alla flokka félagsins en það er draumur þjálf- ara yngri flokka Fylkis að sem flestir leikmenn meistaraflokks verði til innan félagsins. Þjálfari meistaraflokks er Magnús Jónat- ansson og eru allar hkur á því að hann verði áfram. Þetta byrjaði 1986 Til þess að fá nánari fregnir af hin- um mikla uppgangi Árbæjarfélags- ins var ekki úr vegi að hitta að máli Smára Björgvinsson ungl- ingaþjálfara en hann hefur undanf- arin ár kennt yngstu knattspyrnu- mönnum Fylkis og náð mjög góð- um árangri. „Árið 1986 var stofnaður Knatt- spymuskóh Fylkis og var Guðjón Reynisson, sem er núverandi þjálf- ari íslandsmeistara Blika í 1. dehd kvenna, ráðinn skólastjóri. Ég tel að hann hafi unnið mjög mikið og gott starf fyrir Fylki og hann á að mínu mati stóran þátt í þeirri upp- byggingu sem varð hjá félaginu." 7. flokkur jafnhár hinum „Á svipuðum tíma og skólinn byij- aði fór 7. flokkur í gang og hann varð strax tekinn sem fullgildur flokkur en ekki einhver taglhnýt- ingur 6. flokks." Öflugt starf foreldra „Yngstu flokkamir hafa ávallt ver- ið mjög vel mannaðir og með svona stóra hópa, eins og hjá okkur, kah- aði það að sjálfsögðu á framlag for- eldranna sem hafa svo sannarlega ekki legið á hði sínu. Það er til dæmis algengt að þegar foreldrar koma meö krakkana sína á 7. flokks æfingu í fyrsta sinn hrífast þeir með og koma til starfa kring- um bömin sín. Starf foreldra í Fylki hefur verið mjög öflugt, þeir vinna að fjáröflun og hafa sinnt ýmsum öðrum mikilvægum verk- efnum fyrir flokkana og em mikih stuðningur fyrir þjálfara og þá um leið félagið." Endastöðin er meistaraflokkurinn Nú er sífeht streymi í 7. flokk fé- lagsins og samfelld keðja leik- manna til og með upp í 4. flokk. Svo langt hafið þiö náð síðan átakið hófst 1986. Er meiningin að ná til síðasta hlekksins sem er meistara- flokkurinn? „Það vona ég vissulega - en það kostar mikla og stranga vinnu. Til að það takist þurfa menn að halda vöku sinni og mega helst aldrei verða fullkomlega sáttir - þá er hætt við að hahi undan fæti. Við þurfum að vera sífellt vakandi og alltaf að reyna að bæta okkur. Endapunkturinn er að sjálfsögðu meistaraflokkurinn og það er ekk- ert leyndarmál að við ætium Fylki stóra hluti í framtíðinni. Við erum mjög stoltir af meistaraflokki okk- ar í dag þar sem flestir leikmanna hðsins eru aldir upp hjá félaginu." Hvað með álagið? „Ef ég á að svara fyrir mig þá finnst DV-myndir Hson mér sjálfsagt að hvetja krakkana til að gera sitt besta. Ef það dugar th þess að vinna leiki eða mót þá er það af hinu góða. Við megum ekki horfa framhjá því að sigrar eru afleiðing þeirrar þjálfunar sem krakkarnir fá en koma ekki samkvæmt pöntun. Þetta sjáum við best hjá þeim félög- um sem hafa öflugt unglingastarf. Við þjálfararnir verðum þó að gera okkur grein fyrir því að við erum að meðhöndla brothætt fjöregg og þurfum því að gæta að okkur varð- andi kröfur. Þetta er þó keppni og allir vilja vinna og þegar vel gengur verður starfið léttara. En það má ekki verða einhver stór sorg þegar leikir tapast. Ekki er sama hvernig á þessu er tekið og er það skylda okkar þjálfara að reyna að bregðast rétt við. Hann er vandrataður hinn gullni meðalvegur og gleymum því ekki að krakkarnir eru í þessu vegna þess að þeim finnst gaman í fótbolta,“ sagði Smári Björgvins- sonaðlokum. -Hson Sigurvegarar í 6. flokks vormóti Fram og Kiwanisklúbbsins Viöeyjar urðu lið Fylkis, bæði C- og D-liö en þetta mót er einmitt hugsaö fyrir þessi lið. Fremsta röð frá vinstri: Baldur örn Arnarsson, BJörn Ingi Árnason, Sigurður Hjörvar Sigurðsson, Árni Þór Ragnarsson og Andri Þórarinsson. önnur röö frá vinstri: Egill Einarsson, Brynjar Harðarson, Páll Eiríkur Kristinsson, Marteinn Guðjónsson og Birgir Guöjóns- son. Þriðja röö frá vinstri: Róbert Skúlason, Einar Ágúst Einarsson, Kristleifur Hall- dórsson, Bjarni Halldórsson og Stefnlr Stefnisson. Fjórða röð frá vinstri: Hermann öm Pálsson, Sindri Þórarinsson, Jón Óskar Agnarsson, Vilhjálmur Þór Vilhjálms- son, Gunnar örn Jóhannsson, Finnbogi Karl Andrésson og Þórarinn Einarsson. Fimmta röð frá vinstri: Bogi Hauksson, Marteinn Vöggsson, Ágúst Bent Sigbertsson, Tryggvi Áki Pétursson, Birgir Már Danielsson, Ólafur Ingi Skúlason og Ólafur Gylfi Gylfason. Þjálfari strákanna er Smári Björgvinsson og fyrir aftan hann er Axel Axels- son aðstoðarþjálfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.