Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Side 28
40 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1992. Skoppandi þjóðhagsspá fyrir 1993 — Breytingar á landsframleiðslu í prósentum — Spá í sept. Smáauglýsingar Fréttir ■ Sumárbústaðir Arlnofnar. Arinofaar, íslensk smíði. Gneisti hf., vélsmiðja, Smiðjuvegi 4E, sími 91-677144, fax 91-677146. ■ Bílar til sölu Tveir góðir fjölskyldubilar. MMC Lancer ’87, ekinn 92 þús., VW Passat ’82, ekinn 136 þús. Báðir í góðu ástandi og skoðaðir ’93. Sími 676935. Ford Econoline F 150 '83, 44" dekk, álfelgur, 5 tonna spil, 60 hásinga að aftan, 44 hásinga að framan, stærri gerðin, no spin að framan. Uppl. á Litlu bílasölunni í síma 91-679670 eða 91-656694 á kvöldin. Menning Magnús Ólafesan, DV, Húnaþingi: Hljómeyki í Kristskirkju Tónleikar voru í Dómkirkju Krists konungs í gærkvöldi. Þar söng kórinn Hljómeyki undir stjóm Sigursveins Kristins Magnússonar. Á efnis- skránni vom verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Pablo Casals, Benjamin Britten, Igor Stravinsky og Gunnar Reyni Sveinsson. Efnið á þessum tónleikum var að mestu það sama og Hljómeyki flutti á tónleikum í Skálholti í sumar. Tónleikamir hófust á verki Hjálmars, Ave María, sem er gullfallegt verk byggt á þrí- hljómum sem er skipað á svolítið óveiyulegan hátt með góðum árangri. Verk Casals 0 vos om- nes getur ekki kallast frumlegt eða sérstakt að neinu öðm leyti en því að það hljómar mjög vel og er einhvem veginn alveg eins og það á að vera. Hymn to Ceciha eftir Britten er viðamikið verk, það hjjómaði svolítið misgott að þessu sinni en Tónlist Finnur Torfi Stefánsson margir staðir em þar mjög fallegir. Verkið, sem auðvelt væri að heyra nokkram sinnum í viðbót, er Anthem eftir Stravinsky. Það hefur mjög sér- kennilegt sterkt aðdáttarafl og er ekki annað hægt en að dást að fjölhæfni hins mikla snillings Stra- vinskys. Missa Piccola eftir Gunnar Reyni hefur margt að geyma sem gaman var að heyra aftur. Það vora helst staðir þar sem ostinato hendingar era áberandi sem misstu áhrif við aðra heym. Ekki fer milli mála að Hljómeyki er einhver sá besti kór sem hér starfar enda þótt varlega beri að fara með slíkar alhæfingar. Kórinn sýndi á sér sínar bestu hliðar þetta kvöld. Nákvæmni, fjöl- breytt blæbrigði og smekkleg túlkun var það sem blasti við áheyrendum tónleikana í gegn og fóra þeir glaðir heim að tónleikunum loknum. Þessi mynd var tekin úr lofti yfir Skrapatungurétt. Fjöldi fólks kom i réttina og fylgdist með. DV-mynd Magnús Opel Kadett GSi, árg. ’85, til sölu, rauður, 15" álfelgur, 205/5Ó ný dekk, Recaro stólar og digital mælaborð, tvívirk sóllúga o.fl. Verð kr. 570.000 staðgreitt. Sími 93-12373 e.kl. 19, Gunnar. Fjölmenni var í Skrapatungurétt á sunnudag þegar þar voru hrossarétt- ir. Hópur fólks kom víðs vegar af landinu og fór með gangnamönnum að smala hrossunum til rétta en á síðasta ári hófu bændur og ferða- þjónustuaðilar átak í að markaðs- setja göngur á Laxárdal. í sumar var sett upp nýtt hús við réttina fyrir veitingasölu. Fjöl- mennií Skrapa- tungurétt Nissan Patrol ’84 til sölu. Uppl. í síma 91-44016. Þjóðhagsspá fyrir 1993 hefur hoppað og skoppað: Munar 5 prósentu stigum á 4 spám Þjóðhagsspár Þjóðhagsstofnunar fyrir næsta ár, 1993, hafa breyst gífurlega á skömmum tíma. Stofn- unin hefur gert fjórar slíkar spár síðan í apríl og þar munar hvorki meira né minna en heilum fimm prósentustigum þegar stofnunin hefur verið að spá ýmist hagvexti eðasamdrætti. Þjóðhagsstofnun ber fyrir sig að aðstæður hafi breyst. Það eru eink- um ákvarðanir stjómvalda sem Sjónarhom Haukur Helgason hafa sett strik í reikninginn. Þjóð- hagsstofnun spáði í apríl í vor að næsta ár, 1993, yrði hagvöxtur og landsframleiðslan ykist um eitt prósent. Þessi spá féll með sumar- komunni. Stofnunin spáði þannig í júní að samdráttur yrði árið 1993. Lands- framleiðslan drægist samkvæmt því saman um 4 prósent á því ári. Þetta gerði stofnunin eftir að fiski- fræðingar, erlendir og innlendir, komu fram með upplýsingar um slæma stöðu þorskstofnsins og nauðsyn mikillar minnkunar afla. Einnig þetta breyttist. Ríkisstjórnin lagði fram ákvarð- anir um kvóta. Meðal annars skyldi veitt meira af öðrum tegund- um til að bæta upp minnkun þor- skafla. Við þetta breytti Þjóðhags- stofnun spá sinni fyrir 1993 mjög verulega. Nú átti samdrátturinn 1993 að verða mun minni en áöur stefndi eða 1-1,5 prósent. Stofnunin er þessa dagana að ganga frá þjóðhagsspá fyrir 1993 sem verður lögð fram í þingbyrjun 1. október. Nú breytist spáin enn. Ríkisstjómin segist ætla að leggja tvo milljarða króna til nýrra við- fangsefna til að örva atvinnulífið á næsta ári. Samdrátturinn verður því minni, nokkurn veginn sem því nemur, eða innan við 1 prósent minnkun landsframleiðslu, líklega um 0,8 prósent, samkvæmt spánni. EES hefur verið inni Taka verður fram vegna frásagna í sjónvarpi í fyrradag að þau áhrif á efnahag okkar, sem Þjóðhags- stofnun telur EES-samninginn munu leiða af sér, hafa verið inni í þjóðhagsspánni fyrir 1993 síðan EES-samningurinn var gerður í vor. Því er kúnstugt að stíga á stokk og ræða þessi áhrif nú eins og ein- hverja nýlundu í spánni. Þjóðhags- stofnun gerir ráð fyrir að EES- samningurinn geti á næsta ári orð- ið okkur ígildi 2 prósent verðhækk- unar útfluttra sjávarafurða eða þannig aukið tekjur sjávarútvegs um 1500 milljónir króna. Þarna gæti munað um 0,4 prósentum sem landsframleiðsla okkar ykist við þetta og dugir ekki til eins og sést af framangreindum tölum. Eitt prósentustig af landsfram- leiðslu okkar era um 3,8 milljarðar króna. Kjarasamningar verða almennt lausir 1. mars í vetur. Samdráttur- inn á næsta ári þýðir að varla geta orðið miklar breytingar á kaup- mætti launa. Verðbólgan er nú inn- an við 2 prósent miðað við árið. Hún ætti að geta haldist svo lítil á næsta ári. Viðskiptahalli við útlönd var mikill í fyrra, 5 prósent af fram- leiðslu í landinu eða 18,7 milljarðar króna. Hann minnkar í ár því að dregið hefur úr innflutningi, einka- neyslu ogfjárfestingu. Samdráttur- inn segir til sín. Staða sjávarútvegs er .slæm um þessar mundir og verður það áfram samkvæmt Þjóðhagsstofnun. Botn- fiskveiðar og -vinnsla eru nú rekin með 1,4 prósent tapi, að sögn Þjóð- hagsstofnunar. En miklu skiptir að endurgreiðslur úr Verðjöfnunar- sjóði nema nálægt 4 prósentum, svo að tapið væri 5,6 prósent ef ekki yæri um þessar endurgreiðslur að ræða. Þetta era slæmar tölur þar sem botnfiskveiðar og -vinnsla eru um 70 prósent af greininni. Rækjan stendur einnig illa en aukning verð- ur á loðnuafla. Minni afli í heildina er mikið áfall fyrir útveginn og áhrif EES verða lítil upp í það þótt rétt reynist hjá stofnuninni. Ilssan king cab, ðrg. '90, til sölu, lágrár, 5 gíra, upphækkaður á 33" ekkjum. Uppl. í síma 91-677599. Látum bíla ekki vera í gangi aö óþörfu! Utblástur bitnar verst á börnunum tfas”*" J\

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.