Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1992, Qupperneq 12
12
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1992.
Spumingin
Hverju spáir þú um
úrslit ieiks íslend-
inga og Grikkja?
Jóhann Hilmarsson sölumaður: 2-1
fyrir íslendinga.
Yíðir Kristjánsson verslunarmaður:
Ég spái því að ísland vinni 1-0.
Sigríður Ingólfsdóttir húsmóðir:
Leikurinn fer 1-0 fyrir ísland.
Benedikt ívarsson nemi: Hann fer
2-1 fyrir ísland.
Tinna Björk Baldvinsdóttir nemi: ís-
lendingar skora tvö mörk gegn einu
marki Grikkja.
Dröfh Guðmundsdóttir nemi: Leik-
urinn fer 1-1.
Lesendur
Hraðakstur í f lug
Kristinn Snæland skrifar:
Sunnudaginn 27. september sl. var
ég á ferð suður Reykjanesbraut til
Keflavíkur. Nokkuð sunnan viö
Straumsvík, er ég ók á 90 km hraða,
sveif bíll fram úr. Ég tók, fyrir for-
vitni sakir, að elta hann. Við náðum
nokkrum bílum sem óku á 100 km
hraöa og fórum fram úr þeim og enn
öðrum sem óku á 110 km hraða og
fórum líka fram úr þeim. Vitanlega
þutum við fram úr öllum bílum sem
óku á 90 km hraða eða minna.
Ég taldi líklegt að slökkviiiðsmaður
væri þama á ferð í mikinn eldsvoða
en vantaði bara blátt, blikkandi ljós
á bílinn. Auðvitað gat þetta líka verið
læknir í bráðaferð en þá hefði hann
líka átt að aka með blátt, blikkandi
Ijós eða að minnsta kosti hvíta veifu.
Skemmst er frá því að segja að eft-
ir gífurlega skemmtilegan hraðakst-
ur námum við staðar við Leifsstöð
og þar snaraöist ungt og huggulegt
par út úr bílnum en stimamjúkur
bílsijórinn kippti farangri úr skott-
inu og bar inn í flugstöðina. Þama
varð mér ljóst að bifreiðin R-63022
er stjómarráðsbíll eða ráðherrabíll.
Unga parið er hins vegar öragglega
ekki ráðherrar, ráðuneytisstjórar né
diplómatar. Konan var greinilega
ekki komin að því að fæða, enda hefði
þá verið ekið á næsta sjúkrahús og
örugglega var enginn í þessari hrað-
ferð í slökkviliðinu, enda enginn eld-
ur laus í slökkvistöðinni né ná-
grenni. Ástæðan fyrir þessari miklu
hraðferð lá þannig ekki í augum
uppi. Við nánari umhugsun virðist
skýringin þessi:
Almennt virðast rólegustu öku-
menn tryllast ef aka skal farþegum
eða sjálfum sér í flug. Þetta virðist
látið afskiptalaust af lögreglu svo
lengi sem trylhngurinn fer ekki yfir
110 km hraða. Stjómarráðsbílar og
t.d. leigubílar í lögreglufylgd með
háttsetta erlenda gesti aka gjaman
enn hraðar og þá vissulega með blá
ljós lögreglu blikkandi í bak og fyrir.
Það er sumsé orðin eins konar hefð
að aka eins og brjálæðingur ef ferð-
inni er heitið í flug í Keflavík.
Þess vegna ætti líklega að fyrirgefa
mér að halda í við stjórnarráðsbílinn
á sunnudaginn, þótt hraðinn hafi far-
iö eitthvað aðeins yfir 90 km, eða
hvað?
Bréfritari segir það orðið hefð að menn gefi duglega í séu þeir á leið í flug í Keflavik.
Af bilunum kommanna
Ingibjörg Sigurðardóttir skrifar:
Eins og kunnugt er hafa hérlendir
kommar löngum verið sterkir í
trúnni á kenninguna austrænu enda
töluðu þeir áratugum saman með
takmarkaðri virðingu um þá sam-
flokksmenn sína sem leyfðu sér að
draga í efa réttmæti ýmissa geröa
ráðamanna Sovétríkjanna. Komm-
amir töldu sig alla tíð vera öðrum
mönnum gáfaðri, eins og einn ágæt-
ur - fyrrverandi - hösmaður þeirra
hefur skýrt frá á prenti.
Nú hefur það hins vegar komið í
ijós, eftir að jámtjaldið féll, að annað-
hvort hafa kommarnir talað gegn
betri vitund xun áratuga skeið, elleg-
ar þeir hafa haft til að bera mun lé-
legri dómgreind en aðrir menn.
En varöandi þau tilvik sem finnast
úr sögu kommanna, þar sem einstak-
ir liðsmenn þeirra yfirgáfu „Sovét-
óðaiið" höfðu kommamir þau orð,
að viökomandi hefði bilað. Dæmi:
Þegar Sovétríkin réðust á Finnland
gengu allmargir úr flokki komm-
anna. Það hét á máli hinna heittrú-
uðu að þeir menn hefðu bilað í Finna-
galdrinum. Sömuleiðis fóm margir
úr flokknum þegar Sovétmenn réð-
ust á Ungveijaland og Tékkóslóvak-
íu. Það var kallað að bila í Ungó eða
Tékkó. Og enn urðu margir til að
yfirgefa kommana eftir kjamorku-
slysið á níunda áratugnum. Og auð-
vitaö hét það að bila í Tsjemobyl.
En það virðist seint ætla að renna
upp fyrir kommunum að dómgreind
og almenn greind þeirra sjálfra hafi
einhvem tíma á ferli þeirra orðið
fyrir einhvers konar bilun.
Apex-fargjöld:
Apex-fargjöld Flugleiða eru orðin úrerlt, að mati bréfritara.
Kristinn skrifar:
Nú, í vaxandi samkeppni flugfélag-
anna, keppast þau við að bjóða far-
þegum sem hagstæðust flugfargjöld.
Spái ég því að í allri þessari sam-
keppni veröi Apex-fargjöld, þessi
þvingunarfargjöld, úrelt innan
skamms.
Því miður halda Flugleiðir stíft í
þessa tegund fargjalda, raunar svo
stíft að maður nokkur sem þurfti að
breyta farseðli sínum í Kaupmanna-
höfn vegna þess að hann þurfti að
vera kominn heim, fyrr en áætlaö
var, þurfti að borga 1000 danskar
krónur eða um 10.000 íslenskar til
þess að breyta einni einustu dagsetn-
ingu. Honum var tjáð að Apex-regl-
umar væru svona strangar og f
DV áskilur sér rétt
til að stytta aðsend
lesendabréf.
þessu efni varð elskulegum af-
greiðslustúlkum á skrifstofu félags-
ins ekki haggaö.
Ég vil spyrja Flugleiðir hvort fyrir-
tækið ætii að halda í þessar úreltu
reglur um Apex? Er ekki eðlilegt aö
Flugleiðir, sem önnur flugfélög, sýni
viðskiptavinum sínum lipurð og
hjálpsemi þegar þannig stendur á að
flugfarþegi erlendis þarf skyndilega,
af persónulegum ástæðum, að breyta
farseðh.
Það getur varla verið hagur Flug-
leiða að viðhalda þessum stirðleika í
þjónustunni. Hann bætir ekki ímynd
fyrirtækisins út á við. Það er ósk mín
að Flugleiðum vegni vel og það hlýtur
að vera hagur Flugleiða að bæta þjón-
ustuna. Þvinganir em aldrei vinsælar
og hljóta að verða aö víkja.
verslana
Sigrún skrifar:
Ekki skil ég hvað fólk er að fetta
fingur út í þótt verslanir séu opn-
ar á sunnudögum. Þaö hlýtur að
vera mál viðkomandi kaup-
manns og starfsfólks hversu góð
þjónusta er veitt.
Nú hafa ýmsir rokið upp til
handa og fóta og sagt að þetta
fólk veröi að eiga frí á sunnudög-
um. Mér finnst óþolandi þegar
einhveijir vitringar em að reyna
að hafa vit fyrír öðrum, oftar en
ekki í óþökk þeírra sem um er
að ræða.
stjérnvalda
Indriöi P. hringdi:
Er þetta ekki dæmigert fyrir
okkur Islendinga? Bandaríkja-
menn hafa beðið í röðum eftir aö
fá að setja upp fyrirtæki á fríiðn-
aöarsvæði á Keflavikui-flugvelli.
Fyrir mörgum mánuðum kom
þetta mál til islenskra stjóm-
valda. En þau hafa akkúrat ekk-
ert gert.
Það er engu líkara en að hér sé
yfrið nóg atvinna og blómlegt
þjóðarbú. Þannig haga stjóm-
málamennimir sér að minnsta
kosti. En þeír mega ekki iáta þetta
tækifæri úr greipum ganga.
skólagörðum
Anna Ólafsdóttir skrifar:
Þegar ég las frásögn konunnar,
sem stóð tvær aðrar að því að
ræna skólagarða barnanna, þá
komu upp í huga raér tveir svip-
aðir atburðir sem áttu sér staö í
haust. í báðum tilvikum var tekiö
úr görðum sem böm höföu hugs-
að um í allt sumar. Þegar þau
komu aö görðunum einn morg-
uninn var búið að róta í þeim og
taka talsvert af grænmeti.
Það er enginhemja að fullorðið
fólk skuli stela frá bömum. Oft
heyrir maður að ungllngarnir
séu svona og svona. En það er
kannski engin furða því það læra
börnin sem fyrir þeim er hafL
til úHanda
Helgi Siguijónsson skrifar:
Það var ánægjulegt að heyra að
íslenskt nautakjöt skyldi hafa
verið metið betra en það banda-
rlska í keppni sem fór fram í New
York á dögunura. Bandaríkja-
menn ero taldir algerir nauta-
kjötssérfræðingar þannig að við
megum vel við una að hafa betur.
En þaö er ekki nóg með að viö
eigum besta nautakjöt í heimi, viö
eigum líka besta lambakjötiö.
Hvemig væri nú að fara aö huga
að því að koma þessu á erlendan
markað? Það hiýtur að vera hæg-
ur leikur úr því að gæðin eru á
heimsmælikvarða.
Síendurtekin um-
ferdariagabrot
Hallgrímur Óskarsson hringdi:
Ég er einn af þeim flölmörgu
sem em óánægðir með umferö-
ina. Þaö er svo mörgu ábótavant
hér aö þaö er meö ólíkindum.
Tökum stefnuljósin sem dæmi.
Rjöimargir ökumenn nota helst
aldrei stefnuljós og geta því hæg-
lega valdið stórslysum. Þeir gefa
ekki til kynna hvert þeir ætla en
snarbeygja svo allt í einu.
Of míkið er um að menn dóli
sér á vinstri akrein þegar þeir
ættu að vera á þeirri hægri. Ótrú-
lega margir aka yfir á gulu ljósi
og oft hef ég séð ökumenn gefa í
þegar gult Ijós er fram undan og
hendast svo yftr á rauðu. Lögregl-
an virðist alltaf víðs fjarri þegar
þessi brot eiga sér staö.