Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1992, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1992.
37
íþróttir
Island og Grikkland á Laugardalsvelli í kvöld:
Við ætlum
U
okkur sigur
segir Sigurður Grétarsson, fyrirliði islenska liðsins
igurður Grétarsson í hinum eftirminnilega
>ik gegn Ungverjum í Búdapest í maí sl. ís-
mdingar fóru þar með sigur af hólmi og nú
r bara að vona að strákarnir nái að fylgja
eim sigri eftir i leiknum gegn Grikkjum á
augardalsvelli í kvöld. Símamynd/Reuter
Uppselt í stúku
í gærkvoldi voru aðeins eftir eitt þús-
und óseldir miðar á leik íslands og
Grikklands í undankeppni HM á Laugar-
dalsvellinum i kvöld. Þeir eru allir í
sætin í stæðunum því uppseit var í stúk-
una fljótlega eftir hádegið í gær.
Hagnaður KSÍ af sölu aðgöngumiða á
leikinn verður því á sjöttu milljón króna
og búast má við aö sambandiö fái annað
eins fyrir sjónvarpíiútsendingu frá leikn-
um en hann er sýndur beint í Grikk-
landi. -VS
Sigurður Grétarsson, fyrirliði ís-
lands, þekkir gríska knattspymu
betur en aðrir í íslenska liðinu, enda
lék hann einn vetur í 1. deildinni þar
í landi - með Iraklis veturinn 1984-
1985. Hann telur aö íslenska liðið
þurfi að leika af þolinmæði í kvöld.
„Grikkimir koma til með að spila
hraðan og stuttan bolta. Við verðum
væntanlega heldur minna með bolt-
Eum en það er ekkert verra fyrir okk-
ur því það gefur okkur möguleika á
að ná á þá skyndisóknum ef okkur
tekst að stela boltanum. Við megum
ekki taka of mikla áhættu og spila
þannig að við fáum ekki á okkur
mark,“ sagði Sigurður við DV í gær-
kvöldi.
„Þessi leikur er rosalega þýðingar-
mikfll. Ef við náum að vinna lítur
þetta mjög vel út en jafn illa ef við
töpum og með jafntefli stöndum við
í stað. Við ætlum okkur að vinna og
það verður svo að koma í ljós hvort
það tekst. Það er stemmning innan
hópsins til að gera það, úti í bæ hefur
maður fundið fyrir miklum áhuga
fyrir leiknum og ef allir leggja sig vel
fram, sem ég reikna með að menn
geri, þá getur aUt gerst,“ sagði Sig-
urður Grétarsson.
Vonandi sjá menn
okkur í nýju Ijósi
„Mér líst bara vel á þennan leik og
held að það sé hugur í mönnum, sem
fyrr. Við verðum bara að ná góðum
leik og vinna og það skapar vissa
stemmningu að spUa í fyrsta skipti á
veUinum í flóðljósum. Vonandi sjá
menn okkur í nýju Ijósi í kvöld!“
sagði vamarjaxlinn Guðni Bergsson
viðDV.
„Ég vona að leikurinn þróist öðm-
vísi en þegar við mættum þeim í
Grikklandi. Við verðum að vera
ákveðnari og reyna að sækja meira,"
sagði Guðni.
Hann er að jafna sig eftir að hafa
meiðst á viðbeini í leik með varaUði
Tottenham gegn varaUði Oxford í
síðustu viku. „Þetta var rosalegt stuð
sem ég fékk, það lenti 200 punda
maður ofan á mér af fuUum þunga
og hnúarnir á mér á mUU. Það lá við
að ég félU í ómegin! Þetta hefur farið
batnandi, ég hef ekki getað tekið
fyllUega á í samstuðum eða sprettum
og verð því deyfður fyrir leikinn,"
sagði Guðni Bergsson.
Arnór þokkalega ánægður
með varnarhlutverkið
Amór Guðjohnsen verður í nýrri
stöðu í kvöld sem aftasti maður í
vöm íslands. Hann lék hana reyndar
á smákafla í vináttuleiknum gegn
ísrael í ágúst en var þá ekki orðinn
fullfrískur eftir meiðsU.
„Ég er þokkalega ánægður með
þetta, ég hef reynslu til að spUa þessa
stöðu en mig langar þó ekki til að
festast í henni strax. Hún gefur mér
visst frelsi en maður verður að finna
sjálfur hvað er hægt að leyfa sér og
það er mismunandi eftir því hvernig
leikimir þróast," sagði Amór við DV
um nýja hlutverkið.
„Við verðum aö ná toppleik tíl að
ná árangri, það er sama hvort mót-
hetjinn er Lúxemborg eða HoUand
eða eitthvað annað. Ef ekki er ekki
hægt að búast við miklu. Viö þurfum
að vinna leikinn, þaö verða alUr að
leggja sig fram svo við getum sýnt
að við eigum sterkan heimavöU sem
nýtist okkur. Takist það getum við
byggt upp stemmningu og tekið á
móti hvaða Uði sem er með stæl.“
Amór er ánægður með nýju flóð-
ljósin. „Ég hef eiginlega aldrei leikið
öðmvísi en í flóðljósum þannig að
þetta er fint fyrir mig. Það er aUt
önnur stemmning, eins og að leika í
miðri gryfju og ég held að strákamir
séu sáttir við þetta,“ sagði Arnór
Guðjohnsen.
Kálfinn er enn
eins og belja
„Sárið er að mestu gróið en ég má
ekki við höggi á kálfann. Þetta tekur
aUtaf í en maður verður bara að bíta
á jaxUnn í 90 mínútur. Maður er stíf-
ur ennþá, það má segja að kálfinn
sé enn eins og belja!“ sagði Eyjólfur
Sverrisson við DV.
„Leikurinn leggst vel í mig en hann
verður erfiður. Ef vUjinn er fyrir
hendi gætum við unnið en það verð-
ur sérstök stemmning að spUa þenn-
an leik í nýju flóðljósunum," sagði
Eyjólfur.
Það verður annríki hjá Eyjólfi
næstu daga því eins og fram kemur
annars staðar á síðunni þarf Stutt-
gart að mæta Leeds í Barcelona á
Spáni á fostudagskvöldið og þangað
fer Eyjólfur strax í fyrramáUð. Síðan
kemur hann tU móts við íslenska
landsUðshópinn á ný í Moskvu en
þar leika Islendingar við Rússa í
undankeppni HM næsta miðvikudag,
14. október.
-VS
Arnór Guðjohnsen
stjórnar varnarleiknum
- þrjár breytingar frá sigurleiknum við Ungveija
Amór Guðjohnsen stjómar vamar-
leik íslands gegn Grikklandi á Laugar-
dalsvelUnum í kvöld. Ásgeir EUasson
ákvað í gær að snlla honum upp sem
aftasta vamarmanni en Amór hefur
til þessa leikið á miðju eða í sókn.
Ásgeir gerir tvær breytingar á Uðinu
sem vann Ungveria í Búdapest í júní-
byriun. Amór kemur í vömina fyrir
Val Valsson og Eyjólfur Sverrisson í
sóknina en Kristinn R. Jónsson hverf-
ur af núðjunni í staðinn.
Lið íslands verður þannig skipað í
Bjarki
Gauti
kvöld eftir leikaðferðinni 3-5-2, lands- RúnarKristinsson 26
leikjaíjöldi fylgir: Þorvaldur Örlygsson 25
Markvörður: Framherjar:
BirkirKristinsson 14 Sigurður Grétarsson 44
Varnarmenn: Eyj ólfur Sverrisson 9
AmórGuðjohnsen 43 Varamenn:
GuðniBergsson 46 Ólafur Gottskálksson 3
Kristján Jónsson 21 Ragnar Margeirsson 44
Kanttengiiiðir: Haraldur Ingólfsson 2
Baldur Bjarnason 8 ValurValsson 13
Andri Marteinsson 12 Sveinbjöm Hákonarson 8
Miðjutengiliðir: -VS
Amar Grétarsson 8
Arnór Guójohnsen leikur i
stöðu í kvöld gegn Grikkjum.
nýrri
Það er langt síðan knattspymu-
landsleiks hér á landi hefur veriö
beðið meö jafnmikUli eftirvænt-
ingu og nú er raunin með viöureign
íslands og Grikklands í undan-
keppni heimsmeistarakeppninnar
sem fram fer á flóðlýstum Uugar-
dalsvellinum i kvökl og hefst
kiukkan 20.
Tvennt keraur tU. Hinn óvænti
sigur íslands á Ungverjum í Búda-
pest í júníbyriun hefur gefið mönn-
um vonir um að nú sé röðin loksins
komin að íslenska landsliðinu - nú
eigi þaö alvöru möguleika á að berj-
ast um sæti í lokakeppninni í
Bandaríkjunum 1994. Og svo það
að í kvöld verða flóðljósm lang-
þráðu tendruö af alvöm í fyrsta
skipti - og þar með fer landsleikur
hérlendis á þessum árstíma í fyrsta
skipti fram að kvöldlagi.
Þetta þýðir að nú er talsverð
pressa á íslensku ieikmönnunum.
Þeir eru almennt taldir eiga mikla
möguleika á að sigra Grikki, marg-
ir cru famir aö reikna með hag-
stæðum úrslitum eins og fram
kemur t\já nokkmm sem DV ræddi
við í gær og sést hér tU hliöar.
Svona var bjartsýnin líkajúnidag
einn fyrir rúmum flmm árum. Þá
voru Austur-Þjóðverjar „fórn-
ariömbin" og þeim rassskelli
gleymir enginn - sigurvissir fs-
lendingar fengu 0-6 ósigur á bauk-
inn og undan honum sveið lengi.
Menn verða því að fara variega í
væntingunum - í kvöld getur
bragðið tU beggja vona. Gleymum
því ekki að Grikkir eiga að vera
öflugri knattspymuþjóð en fslend-
ingar og eru á pappírunura með
Grikkja myndi þykja eðlUeg úrsflt
í knattspymuheimmum - sigur ís-
lands óvæntur.
En í kvöld eru skUyrðin fyrir
hendi, ísland getur aftur komið á
óvart. f tyrri leik liðanna í Aþenu
í vor sýnáu Grikkir enga snxUdar-
tilburði þrátt fyrir 1-0 sigur og sá
leikur, ef undanskUdar em fyrstu
30 mínútumar, gefur vonir um að
Island geti k '
kannskitvö.
Hvernig fer leikurinn gegn
Grikkjum í kvöld?
Hörður Hilmarsson: Þetta er erfið
spuming. ÆtU ég tippi ekki svona
í blindni á jafntefli, 1-1. Eyjólfur,
Sigurður, Þorvaldur eða Rúnar
skora mark íslands.
Magnús Jónatansson: Ég er
sannfæröur um aö ísland vinnur,
2-1 eða 3-1. Ef Rúnar leikur fram-
arlega á miðjunni hef ég trú á að
hann skori og þeir Ragnar og
Eyjólfur eru líklegir tU að bæta
við.
Bjarni Sigurðsson: ísland vinnur
þennan leik, 2-1. Ætii Eyjólfur
skori ekki bæði mörkin meö
skalla.
Kristján Arason: Við vinnum
þennan leik, 1-0, og það verður
Siggi Grétars sem skorar sigur-
markiö.
Jakob Sigurðsson: Ég segi að Is-
land vinm, 3-1. Rúnar skorar
fyrsta markiö, Ragnar annað og
Sigurður Grétars það þriðja.