Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1992, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1992.
41
Fréttir
Farmiðum, vegabréfum og verðmætum stolið frá hjónum á hóteli í Amsterdam:
Þjóf urinn athaf naði
sig meðan við sváf um
- telja einhvem með lykil hafa komið inn í herbergi sitt að næturlagi
„Það var hreinsað út hjá okkur.
Passamir, flugfarmiðamir, veskin,
greiðslukort, úrin okkar, hálsmen og
armband konunnar. Þetta var alveg
ótrúlegt. Það óþægilegasta við þetta
var að þjófurinn athafnaði sig við
rúmið okkar á meðan við sváfum.
Það var þröngt þama, ferðatöskur
úti á gólfi og þjófurinn hefur þurft
að klöngrast yfir þetta á meðan hann
var inni hjá okkur. En það má
kannski segja að við höfum verið
heppin að hafa ekki vaknaö því mað-
ur veit ekki hvaða lýður þetta er,“
sagði Kristinn Sigurðsson, íbúi í
Garðabæ, í samtali við DV.
Kristni og eiginkonu hans brá held-
ur illa er þau vöknuöu á hótelher-
bergi sínu í Amsterdam klukkan sjö
að morgni í síðustu viku. Þau vom
að fara heim til íslands síðar sama
dag er þau uppgötvuðu að vegabréf,
greiðslukort, flugfarmiðar, gjaldeyr-
ir og fleira var horfið. Þjófur hafði
náð að athafna sig inni við rúm
þeima á hótelherbergi um nóttina.
„Ég skil ekki hvemig þetta er hægt.
Það er eins og einhver hafl haft lykil
og komið inn. Við fengum herbergið
hjá næturverði kvöldið áður og hann
vildi fá það greitt strax sem er skrýt-
ið,“ sagði Kristinn. Þau hjón læstu
að sér, með lykli, áður en þau fóra
að sofa klukkan hálftvö um nóttina.
Kristinn segir þau hafa verið þreytt
og sofið fast. Er þau vöknuðu klukk-
an 7 vom verðmæti þeirra horfin en
herbergið ennþá læst - með lykli.
„Þetta var hrikalegt. Við áttum
ekki einu sinni fyrir leigubíl þama
um morguninn. Viö vorum á 2. hæð
og svalimar á herberginu eru fyrir
ofan anddyrið. Þeir ætluðu ekki að
vilja hringja á lögregluna á hótelinu.
En við lentum síðan á góðum lög-
reglumanni sem fór með okkur út
um allt, meðal annars aö sækja nýja
farmiða. Viö sýndum svo lögreglu-
skýrsluna við passaskoðun þegar viö
fórum heim,“ sagði Kristinn.
Kristinn sagöi að greiðslukortum
og öllum peningum hefði verið stohð
um nóttina - 400-500 þýskum mörk-
um, 300-400 dollurum og 4-5 þúsund
íslenskum krónum. Tjón þeirra
hjóna nemur hundmðum þúsunda
króna. Kristinn segist ekki reikna
með að fá neitt bætt. Þau höfðu ekki
svokallaða ferða- og slysatryggingu.
„Hótelin virðast ekki tryggð fyrir
svona. Það var hringt í næturvörð-
inn sem sagðist ekki hafa orðið var
við neitt. Við hölðum lika samband
við konsúlatið en það vildi ekkert
gera,“ sagði Kristinn.
Hann tók sérstaklega fram að Flug-
leiðir hefðu gefið út annan farmiöa
strax í Hollandi og hefði starfsfólk
fyrirtækisins veitt góða hjálp við aö
greiða götuþeirra hjóna vegna þeirra
vandamála sem upp komu.
-ÓTT
Talsmenn Vegagerðarinnar um DýraQarðarbrúna:
Telja framkvæmdina
eina þá hagkvæm-
ustu á Vestfjörðum
Samkvæmt hagkvæmnissútreikn-
ingum sem Vegagerð ríkisins gerði á
sínum tíma um Dýrafjarðarbrúna er
arðsemi hennar um 10 prósent.
Kostnaður við brúna var um 325
milljónir króna eða um 10 prósentum
meiri en kostnaðaráætlun gerði ráð
fyrir. Arðsemi af brúnni mun þar af
leiðandi lækka í um 8 prósent en með
hliðstæðum reikniaðferðum Vega-
gerðarinnar er arðsemi Hvalfjarðar-
ganga um 14-15 prósent.
Við arðsemisútreikningana er mið-
að við 30 ára afskriftartíma en að
sögn Jóns Rögnvaldssonar, tækni-
forstjóra Vegagerðar ríkisins, verður
á þeim tíma bæði búið að ná upp í
stofnkostnað og fjármagnskostnað
við framkvæmdina.
Að sögn Gísla Eiríkssonar, umdæm-
isverkfræðings Vegagerðarinnar á
ísafirði, er þetta óvenju há arðsemi
miðað við vegaframkvæmdir á Vest-
fjörðum.
„Það era að sjálfsögðu mörg verk
sem em miklu hagkvæmari heldur
en þetta en líka mörg sem eru miklu
óhagkvæmari. Miðað við stærð
mannvirkis þá er þetta sæmileg út-
koma og þolanleg arðsemi," segir Jón
Rögnvaldsson.
Að sögn Jóns var meðalumferð um
Dýrafjörð árið 1984 um 80 bílar á dag
en var í fyrra um 120 bílar á dag.
Þessa umferðaraukningu má að
mestu rekja til þess að bílaeign hefur
aukist þar sem íbúum svæðisins hef-
ur ekki fjölgað. -ból
Vegaframkvæmd boð-
in út án lagaheimildar
- aðfinnsluverð ákvöröun, segir Ríkisendurskoðun
Vegagerð ríkisins hefur boðið út
vegaframkvæmd á Ólafsfjarðarvegi
þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir
henni í gildandi vegaáætlun. Að mati
Ríkisendurskoðunar er þessi
ákvörðun aöfinnsluverð enda engir
fyrirvarar í útboðsgögnum um sam-
þykki Alþingis.
Um er aö ræða 7,5 kílómetra vegar-
kafla norðan við Dalvík. Fram-
kvæmdin er liður í þeim viðbótar-
framkvæmdum við vegagerð á árinu
1993 sem ríkisstjómin ákvaö nýlega
og kynnti sem lið í aögerðum stjóm-
valda í atvinnumálum. Ráðgert er aö
setja alls 2 milljarða í þessar fram-
kvæmdir.
Aðfinnsla Ríkisendurskoðunar á
rætur að rekja til bréfs sem Guðrún
Helgadóttir alþingismaður ritaði Sig-
urði Þórðarsyni ríkisendurskoðanda
nýverið. í bréfinu óskaði hún álits á
því hvort umrætt útboð stæðist lög.
Að mati Guðrúnar er niðurstaða Rík-
isendurskoðunar afdráttarlaus og
hún hljóti að kalla á viöbrögð Alþing-
is. -kaa
Veðurfræöingar:
Uppsagnarfrestur framlengdur
Veðurfræðingamir, sem sagt hafa
upp störfum hjá Veðurstofu íslands,
hafa fengið bréf frá umhverfisráöu-
neytinu um að beitt verði ákvæði um
leyfi til aö framlengja frest á upp-
sögnum þeirra. AIls hafa sjö fast-
ráðnir veðurfræðingar og einn laus-
ráðinn sagt upp störfum. Samkvæmt
ákvörðun umhverfisráöuneytisins
koma uppsagnimar til framkvæmda
1. febrúar og 1. mars en ekki 1. nóv-
ember og 1. desember eins og gert
var ráð fyrir.
„Það má segja að þetta sé ágrein-
ingur um starfskjör í mjög víðum
skilningi. Það var haldinn einn fund-
ur með veðurfræðingum að ósk um-
hverfisráðuneytisins fyrir rúmum
mánuði. Síöan hefur svo sem ekkert
gerst í stöðunni og við ekki fengið
óskir um annan fund," segir Magnús
Jónsson, trúnaðarmaður veðurfræð-
inga.
-IBS
Þeim gula landað við bryggju I höfninni i Hafnarfirði.
DV-mynd Brynjar Gauti
Siglingamálastofhun bíöur umsagnar landlæknis:
Vinnur að breytingu á lyfja-
reglugerð um lyf í bátum
- heimilt verði að óska eftir deyfílyflum um borö
Að sögn Páls Guðmundssonar yfir-
skoðunarmanns hefúr Siglingamála-
stofnun ríkisins áhuga á að breyting
verði gerð á lyfjareglugerð sem varð-
ar báta minni en 130 tonn að stærð.
Þannig verði heimilt aö hafa deyfilyf
um borð sem nota á þegar alvarleg
slys ber að höndum og beðið er eftir
læknishjálp.
Eins og fram kom í DV nýlega átti
sér stað slys um borð í 50 tonna báti,
Nirði ÁR, í september þar sem sjó-
maður missti framan af fæti. Engin
viðeigandi deyfilyf vom til um borð
enda var slíkt óheimilt samkvæmt
reglugeröinni um lyfjakistur um
borð í bátum undir 130 tonnum. Af
þessum sökum leið sjómaðurinn gíf-
urlegar kvalir. Nú er unniö að breyt-
ingiun á þessu.
„Við höfum skrifað landlækni og
Lyfjaeftirliti ríkisins bréf þar sem
stofiiunin óskar eftir umsögn um
þetta. Vegna heimildarákvæðis þarf
ekki breytingu á lyfjareglugerðinni
til að breyta reglunum ef það er gert
í samráði viö landlækni," sagöi PáU
í samtali við DV.
„Ef beiðnir koma inn frá skipstjóra
eða útgerð verður heimild veitt til
aö hafa þessi lyf ef skipsfjóri gengur
í ábyrgö fyrir notkun þeirra og varð-
veislu. Við gerðum jafnframt Ijóst að
þetta em stungulyf sem era eftirlits-
skyld. Þetta er það sem verið er að
vinna að núna,“ sagöi PáU.
PáU sagði jafhframt að vegna frétt-
ar nýlega um slys um borð í b/v
Höfðavík, sem er stærri en 130 tonn,
hefði fariö fram sérstök rannsókn
vegna ummæla í DV um að engin '
deyfilyf hefðu verið tíl þegar slysið
átti sér stað. PáU sagöi að í ljós hefði
komið aö slíkt hefði ekki verið rétt,
lyfin hefðu verið fyrir hendi og þvi
vangaveltur um að stærri skip og
bátar væm vanbúnir lyfjum ekki á
rökum reistar.
-ÓTT