Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1992, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1992, Qupperneq 32
48 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1992. Fréttir Fjárlagafrumvarpið fyrir 1993 lagt fram á Alþingi: Ríkissjóður eykur sinn hlut af þjóðarkökunni - stígum á bremsur, bæði gjalda- og tekjumegin, segir flármálaráðherra „Með þessu fjárlagafrumvarpi stíg- um við á bremsumar, bæði gjalda- og tekjumegin. Ég tel að í stjómar- flokkunum sé vilji til að draga úr þeim halla sem þar er gert ráð fyrir. Og ég held að það sé skilningur á því að fara betur ofan í frumvarpið og reyna að finna lausnir, bæði til að tryggja þær tekjur sem við þurfum á að halda og eins til að ná gjöldunum niður. Ég fagna því auðvitað ef það getur gerst,“ sagði Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra á blaðamanna- fundi í gær þegar hann kynntí fjár- lagafrumvarp næsta árs. Samkvæmt fjárlagafmmvarpinu er gert ráð fyrir að rekstrarhalli rík- issjóðs árið 1993 verði 6,2 milljarðar króna. Þetta er mestí fjárlagahalli sem sést hefur í fjárlagafrumvarpi til þessa. Að sögn Friðriks má alfarið skýra hallann með samdrættinum í efna- hagslífmu. í þvi sambandi bendir hann á að tekjur ríkisins minnki og gjöld aukist vegna minni fiskveiða og frestunar á álversframkvæmdum. Þá hafi tveggja milljarða framlag rík- isins til.að efla atvinnulífið á næsta ári aukíð enn á hallann. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs á næsta ári verði tæplega 104,8 milljarðar og út- gjöldin tæplega 111 milljarðar. Miðað við áætlaða útkomu þessa árs minnka útgjöld að raungildi um 3 milljarða en tekjumar verða nær óbreyttar. Séu heildartekjur ríkissjóðs hins vegar skoðaðar sem hlutfall af þjóð- arkökunni (landsframleiðslu) kemur í ljós að þær hækka miðað við áætl- aða útkomu yfirstandandi árs eða úr 26,8 prósent í 26,9 prósent. Em þá ýmsar sértekjur ríkisstofnana und- anskildar. Bæði skattheimta og heildartekjur aukast og því bendir allt til þess að Friðrik Sophusson muni slá nýtt skattamet á næsta ári. Samtals er gert ráð fyrir í frum- varpinu að beinir og óbeinir skattar skiU ríkissjóði tæplega 96,7 milljörð- um á næsta ári. Hlutfall skatttekna af þjóðarkökunni verður því um 24,9 prósent. í ár er reiknað með að 24,8 prósent af kökunni fari í formi skatta til ríkissjóðs en á árinu 1991 var hlut- fallið um 24,4 prósent. Á næsta ári er gert ráð fyrir að sértekjur skili tæplega 7,2 milljörð- um til ýmissa ríkisstofnana, svo sem skóla og heilsugæslustöðva. í fjár- lagafrumvarpinu eru sértekjur hins vegar færðar til frádráttar gjalda- megin. Séu þessar tekjur skilgieindar sem hluti skatttekna kemur í ljós að um 26,7 prósent af þjóðarkökunni renna í formi skatta til ríkissjóðs. í ár er gert ráð fyrir að þetta hlutfall verði um 26,5 prósent en í fyrra var það 25,6 prósent. Þrátt fyrir að skattar hækki á næsta ári segir Friðrik að það sé enn yfirlýst stefna ríkisstjómarinnar að lækka skatta og breikka skattstofna. „Það mál er enn til skoðunar hjá ríkisstjóminni og stjómarflokkun- um. Við sjáum það meðal þjóöa í kringum okkur að þær hika ekki við að taka upp fjárlög, hvað þá fjárlaga- fmmvörp. Við ætlum okkur að halda áfram þeirri vinnu sem nú er hafm, jafnvel þótt fj árlagafmmvarpið sé komið fram,“ segir Friðrik. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs á næsta ári verði um 9,5 milljarðar, eða um 2,4 prósent af landsfram- leiðslu. Heildarlánsfjárþörfm er hins vegar áætluð um 15,8 milljarðar. Þar af fara 6,3 milljarðar í afborganir af teknum lánum og 6,2 milljaröar til aö brúa fjárlagahallann. |-............................ Ásókn Friðriks í þjóðarkökuna — Hlutfall skatta og sértekna af landsframleiðslu — i % •jn 0 Skattar án sértekna B Skattar með sértekjum iiuv|; -kaa Heilbrigðis- og tryggingamál: Raunaukning útgjalda þrátt fyrir niðurskurð Fjáriagafrumvarpið 1993 ^ (V (>)• b«-- <§>■ ^ .$> i] Reikningar '91 m Samþykkt fjári. '92 IH Áætlaðar niðurst. 92 | Frumvarp 93 s> & V. <o- Tekjur Gjöld Fjárlagahalli Skipting útgjaida Æðsta stjórrk t 1.044 > 1.044 Forsætisr.^f 340 Menntamr.^^ý ie'726 Utanríkisr.jXy^ JA77 Landbúnaðarr 10.050 Sjávarútvegsr.JP/7^ £g77 Dóms- og kirkjumr.'Mnll115.102 Félagsmálar .^^5^82 Heilbr. og tryggr.^^,^^^ Fjármálar.f j~~] Frumvarp 1993 Hj Fjáriög 1992 Samgöngur.{|j Viðskiptar.fiÍ 773 Hagstofa^ jfó Umhverfisrjr 581 Í 15.25 1%600 Skipting tekna Virðisaukaskattur 39,5% Aðrar tekjur Tekju- og eignaskattar einstaklinga 15,1% Tekju- og eignaskattar kfyrirtæka 3,7% Trygginga- gjald 9,0% 7,7% Allar upphæðir íþúsundum króna. Þrátt fyrir tveggja miUjarða niöur- skurð á áætluðum útgjöldum heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- isins á næsta ári blasir við 3,4 pró- sent raunaukning útgjalda til þess- ara mála. í fjárlagafrumvarpinu fyrir 1993 er gert ráð fyrir 3,4 prósent raunaukningu og að útgjöldin verði rúmir 46,4 milljarðar. Tryggingaútgjöld aukast vegna breytínga í aldurssamsetningu þjóð- arinnar og aukinna atvinnuleysis- bóta. Rekstraxkostnaður stofnana eykst vegna minni sértekna en einn- Byggingasjóðiir verkamanna: Framlög lækka um 119 milijónir I fjárlagafrumvarpinu fyrir 1993 er gert ráð fyrir að framlög til Bygg- ingasjóðs verkamanna lækki um 119 milljómr króna milli ára og verði 961 milljón. Til að mæta lækkuninni er áformaö að leggja niður hönnunar- deild og selja eignir hennar, hætta skylduspamaði í núverandi mynd á vegum stofnunarinnar og minnka umfang annarra þátta í rekstrinum. Á næstunni mun Jóhanna Sigurð- ardóttir leggja fram frumvarp til laga sem lúta að þessum breytíngum. Breytingamar eiga ekki að hafa áhrif á getu sjóðsins til lánveitinga í félags- legahúsnæðiskertíð. -kaa ig kemur til fjölgun og stækkun heilsugæslustöðva. Þá hækka útgjöld til stjómsýslu- og eftirlitsstofnana vegna tilfærslu á útgjöldum frá sjúkratryggingum. -kaa í Qáriagafrumvarpinu fyrir 1993 er gert ráð fyrir að bifreiða- Qöld skili ríkissjóði 7,4 milljörð- um i tekjur. í ár er reiknað með að þessi gjöld skili ríkinu 7,2 miUjörðum. Raunaukning milli ára verður um 2 prósent. Lífeyristryggingar: Eiga að skerðast um 580 milQónir í fjárlagafrumvarpi ríkisstjómar- innar er gert ráö fyrir að lækka út- gjöld ríkisins vegna lífeyristrygginga um 580 miUjónir á næsta ári. Rætt er um aö beitt verði sérstökum að- ferðum í því sambandi. Fram kemur í frumvarpinu að stefnt sé að því að eignatengja lífeyrisgreiðslur enda nái fram að ganga áform um fjár- magnseignaskatt. Þá stendur til að endurskoða lög um fæðingaorlof, mæðra- og feðralaun og ýmsar fé- lagslegar sérbætur lífeyristrygginga. -kaa Þjóðarbókhlaðan: Fær óskert framlag í fjárlagafmmvarpi ríkisstjómar- urinn renni óskertur til Þjóðarbók- innar er gert ráð fyrir að sérstakur hlöðunnar eins og til stóð þegar hann eignaskattur einstaklinga og félaga var innleiddur. Fram til þessa hefur skili 336 milljón krónum í tekjur á þó ekki nema lítill hluti skattsins næsta ári. Gert er ráð fyrir að skatt- farið í þetta þjóðarátak. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.