Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1992, Qupperneq 40
Fór rúm 200tonn
JP w m W m
Tram ur Kvoianum
Verlð er að rannsaka meint brot
útgeröar Eleseusar BA frá Tálkna-
. firði, en grunur er um að aíli báts-
ins á síðasta fiskveiðiári hafi verið
rúmum tvö hundruð tonnum meiri
en kvóti bátsins er. Þá er bent á
að ekki hati verxð keyptur kvóti eða
leigður til að mæta þessum mikla
mun á afla og kvóta. Búast má viö
að aflaverðmæti þeirra tonna sem
fiskuð voru umfram kvóta sé 16 til
20 milljónir króna.
„Þetta er alveg rétt Það þarf ekki
að rannsaka neitt, þaö liggur ljóst
fyrir. Það eru sektargreiðslur við
þessu og ég borga þær núna eins
og áöur. Þetta er ekki sama og þeg-
ar menn landa fram hjá, þá eru
menn brotlegir. Það sem ég fiskaöi
umfram kvóta minn var allt löglega
vegið,“ segii’ Níels Ársælsson, út-
geröarmaður og skipstjóri.
- Getur verið aö þú hafir fiskað
rúm tvö hundruö toim umfram
kvóta?
„Já, ég get vel trúað því."
Eleseus BA var seldur á nauð-
tmgaruppboði í vor sem leið. Upp-
boðinu var skotið til Hæstaréttar,
en Hæstiréttur hefux* staðfest rétt-
mæti þess. Þegar fyrrum eigandi
Eleseusar, þaö er Níels Ársælsson,
varð að láta bátinn frá sér varð þaö
að lögreglumáli þar sem grunur er
um að úr bátnum hafi verið tekin
verðmæti iyrir allt að tíu miHjónir
króna. I samtali við DV neitar Ní-
els þeim ásökunum algjörlega og
segir að það eina sem ekki hafi
verið í bátnum, þegar hann skilaöi
honum af sér en átti að vera um
borð, sé plotter sem er í viðgerð og
þangað geti núverandi eigendur
sótt þegar þeim sýnist svo.
Níels segist hafa sannað með
gögnutn aö kæran á hendur honum
hafi verið lögð fram vegna mis-
Níels Arsælsson sætir ákæru
vegna slyss sem varð í mynni Pat-
reksfjarðar í juni 1990 en þá varð
árekstur milii Eleseusar og trillu.
Einn maður var á triliunni og lést
hann af völdum árekstursins.
Trillan sökk en manninum var
bjargað um borð i Eleseus. Þegar
þyrla Landhelgisgæslunnar kom á
vettvang var maðurinn látinn. í
framhaldi af slysinu gaf rikissak-
sóknari út ákæru á hendur Níelsi
- þar sem hann var ákærður fyrir
manndráp af gáleysi.
Málið er til meðferðar í Sigiinga-
dómi. Níels segist hafa það frá emb-
ætti ríkissaksóknara að það liafi
verið mistök að Ijúka þessu máli
ekki með dómssátt
í áliti Rannsóknamefndar sjó-
slysa segir um þátt Níelsar: „Skip-
stjóri m.b. Eleseusar BA 328 hefur
sýnt vítavert kæruleysi við stjórn
og siglingu skipsins þar sem hann
stjómaði siglingu skipsins um leið
og hann sá um að slaka út veiðar-
færi auk þess sem hann vissi að
bátur var mjög nálægt"
Eftir sjóprófin beindi sýsluroaður
því til sjómanna að koma ekki ná-
lægt flaki trillunnar. í skýrslunni
segir að þrátt fyrir tihnæli sýslu-
manns hafi Eleseusi veriö siglt aö
flakinu og reynt hafi veríð aö koma
krekjuíþaö. -sme
"Bjórinn lækkar
ÁTVR gefur út nýja verðskrá fyrir
áfenga drykki í dag. Aðalbreytingin
er að dregið er úr skattlagningu á.
innfluttum bjór. Algengast er að inn-
fluttur bjór lækki um 1 til 2% en í
sumum tilfellum er lækkunin allt að
5%. Bjór frá Bandaríkjunum lækkar
mest vegna hagstæðs verðs á Banda-
ríkjdal og Holsten bjórinn lækkar um
3 til 5%. -Ari
LOKI
Hvor ætli verði skólastjóri
þessa nýja skóla, Davíð
eða Jón Baldvin?
Álversdeilan:
Verkalýðsfor-
ráðherra
„Þetta var gagnlegur viðræðufund-
ur þar sem upplýsingum var miðl-
að,“ sagði Sigurður Tr. Sigurðsson,
formaður Hlífar í Hafnarfirði, eftir
fund með Davíði Oddssyni og Jóni
Sigurðssyni iðnaðarráðherra í gær.
Til umræðu var vmnudeilan 1 álver-
inu í Straumsvík. Auk Sigurðar vom
á fundinum þeir Ásmundur Stefán-
son, forseti ASÍ, Öm Friðrikson og
Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðarmað-
ur í Straumsvík.
Sigurður segir VSÍ stefna friði á
vinnumarkaðmum í hættu með því
að samþykkja ekki miðlunartillögu
ríkissáttasemjara. -kaa
Veðriðámorgun:
Veðurfer
kólnandi
Á hádegi á morgun veröur hæg
norðlæg átt og kólnandi veður í
bih. Skúrir eða slydduél við norð-
ur- og austurströndina en þurrt
annars staðar.
Veðrið í dag er á bls. 52
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1992.
jpt Morgunfundur Verslunarráðs:
Kenna fólki
að vera at-
vinnulaust
Ölvaður olli
- sagði Páll Kr. Pálsson
„Vandinn liggur í minnkandi fram-
legð í rekstri fyrirtækja. Fyrirtækin
verða að ráðast á fastakostnaðinn,
allt sem nöfnum tjáir að nefna, jafn-
vel launin," sagði Páll Kr. Pálsson,
framkvæmdasljóri Vífilfells, en
hann hélt ásamt Einari Oddi Kristj-
ánssyni framsögu á morgunverðar-
fundi Verslunaráðsins nú í morgun.
Fundurinn bar yfirskriftina íslenskt
atvinnulíf - ástand og úrræði.
„Hið opinbera þarf að skera niður
útgjöld sem alls ekki hefur verið gert
sem skyldi. Síðast en ekki síst verða
stjórnvöld að kenna fólki að vera
atvinnulaust, þaö er að segja byggja
upp félagslegu hliðina,“ sagði Páll.
„Ég held að þetta tal um að enginn
megi vera atvinnulaus muni bara
skilja okkur eftir standandi frammi
fyrir vandanum með kannski 6% at-
vinnuleysi en enginn veröi búinn að
gera neitt til að kenna fólkinu aö
vera atvinnulaust og sætta sig við
það. Menn segja að við megum ekki
sætta okkur við atvinnuleysi en eng-
inn segir hvemig eigi að leysa það.
' Ég veit ekki hvemig á að gera það,“
sagðiPáli. -Ari
Fyrsti morgunveröarfundur Verslunarráðs islands á þessum vetri var haldinn í morgun. A myndinni sjást Lára
V. Júlíusdóttir, Sigurður B. Stefánsson, Páll Kr. Pálsson, Einar Oddur Kristjánsson og Vilhjálmur Egilsson.
DV-mynd GVA
slysi og mikl-
um skemmd-
umínótt
Maður sem olii slysi á mótum
Hringbrautar og Bústaðavegs var
látinn gista fangageymslur lögregl-
unnar í nótt. Hann ók fólksbíl austur
Hringbraut er hann kom að gatna-
mótunum við Bústaðaveg og Snorra-
braut. Þar beið lítill þailbíli á rauðu
ljósi en ölvaði ökumaðurinn ók sín-
um bíl harkalega aftan á pallbíhnn
með þeim afleiðingum að hann kast-
aðist út á gatnamótin og í veg fyrir
annan bíl sem var ekið yfir þau á
grænu ljósi. Ökumaður pallbílsins
meiddist á höfði og fæti en ekki var
nákvæmlega Ijóst í morgun hve al-
varlegs eðlis meiðslin voru.
Tvo af framangreindum bflum
' varð að fiarlægja með krana af slys-
stað í nótt. Vegna ölvunar þess aðila
sem olli slysinu var hann færður í
fangageymslur og verður skýrsla
tekin af honum í dag.
-ÓTT
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gaett. Við tökum við frétta-
í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn.
0Fennei
Reimar og reimskífur
Vauisen
SuAuriandsbraut 10. S. 680409.