Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Side 4
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992.
4
Fréttir_____________________________________________
Austfirðir:
Næg vinna og vant-
ar konur til starfa
- tíu færeyskar konur koma til Seyðisfjarðar í dag
„Viö vorum búnir að auglýsa
héma fyrir austan og í dagblöðunum
eftir fólki en fengum ekki. Við leituð-
um því til atvinnumiðlunar í Færeyj-
um og það koma 10 stelpur þaðan í
dag til að vinna viö pökkun í frysting-
unni,“ segir Sigfmnur Mikaelsson,
framkvæmdastjóri Strandasíldar á
Seyðisfirði.
Að sögn Sigfinns em færeysku
konumar ráðnar fram að jólum.
„Okkur vantaði aöallega kvenfólk en
það er orðið mjög takmarkað sem
kvenfólk gefur sig í fiskvinnslu. Þó
að það sé mikiö atvinnuleysi hjá kon-
um þá er líka mikið um atvinnu-
lausar húsmæður með böm og annað
og þær hlaupa ekki svo auðveldlega
í burtu til að komast í vinnu í öðmm
landshlutum. Það er nóg framboð af
karlmönnum í vinnu og það er hægt
að nota þá í viss störf en þeir em
bara ekki nærri eins vandvirkir og
fljótir og stelpumar,“ segir Sigfinn-
ur.
Gunnarstindur á Stöðvarfirði og
Breiðdalsvík hefur að undanfomu
verið að auglýsa efdr fólki í vinnu
og að sögn Jónasar Ragnarssonar
framkvæmdasfjóra gengur illa að
manna lausar stöður. „Okkur vantar
10-15 manns í vinnu upp úr mánaða-
mótum en fáum lítið af umsóknum.
Við eram aðailega aö leita að kven-
fólki í snyrtingu og pökkun en
reynsla undanfarinna ára hefur ver-
ið sú að fólk af höfuðborgarsvæðinu
hefúr ekki verið tilbúið að koma út
á land til að vinna í fiski,“ segir Jón-
as.
Sömu sögu er að segja frá Höfn í
Homafirði. Tvær færeyskar konur
em nýbyijaðar hjá Borgey en þar
vantar fleira fólk. Að sögn Ara Þor-
steinssonar hjá Borgey er vflji til að
manna stöðumar heimafólki.
Hjá Dvergasteini á Seyðisfirði feng-
ust þær upplýsingar aö næg vinria
væri og að alltaf vantaði eitthvað af
kvenfólki til starfa. Hjá Búlandstindi
á Djúpavogi er næg vinna en þar er
fullmannað og sömu sögu er að segja
frá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar og
Síldarvinnslunni í Neskaupstað.
Hins vegar er eitthvað um atvinnu-
leysi á Fáskrúðsfirði og samkvæmt
upplýsingum frá Pólarsíld er einung-
is verið að salta um tíunda hluta af
því sem verið hefur í góðæri.
-ból
enníhnút
„Þaö má segja að boðaður sam-
dráttur og uppsagnir í álverinu í
Straumsvik hafi hægt á mönnum
varðandi þá kjarasamningadeilu
sem uppi hefur verið við fyrir-
tækiö,“ sagði Sigurður T. Sig-
urðsson, formaður Verkamantia-
félagsins Hlffar í Hafnarfnði, í
samtali við DV.
Sigurður segir aö eftir að sam-
dráttur og uppsagnir hafi verið
boðaöar fljá fyrirtækinu sé ekki
einhugur um aðgerðir hjá þeim
stéttarfélögum sem aðild eiga aö
kjarasamningum við ísal. ■
Hann segir ennfremur að fsal
hafi hafnað allri samvinnu viö
verkalýðsfélögin um hverjum
veröi sagt upp þegar til uppsagna
kemur. Sigurður segir stéttarfé-
lö0n vflja að farið verði eftir
starfsaldri þar en forráðamenn
ísal hafi sagt að verkalýðsfélög-
unum komi það ekkert viö hverj-
um verði sagt upp.
„Enda þótt nú séu erfiðir tímar
í atvinnumáiunum held ég að
svona framkoma veröi til þess að
þolinmæði verkaiýðsfélaganna
þijóti," sagði Sigurður T. Sig-
urösson. -S.dór
Svarti markaöurinn með dilkakjöt:
Getum boðið upp
á hagstætt verð
- segir Sverrir Sigurjónsson kjötiðnaöarmaöur
„Sé vilji fyrir því hjá neytendum
að kaupa kjöt með þessum hætti er-
um við dlbúnir að koma til móts við
þær óskir. Við getum boðið upp á
mjög hagstætt verð,“ segir Sverrir
Siguijónsson kjötíðnaðarmaður.
Sverrir mun um helgina selja fryst
dilkakjöt í Svarta markaðinum í JL-
húsinu við Hringbraut. Ásamt fleiri
kjötvinnslum hyggst hann koma á fót
eigin kjötmarkaði þar sem neytend-
ur geti keypt allt kjöt milliliðalaust
á lægra verði en tíðkast í verslunum.
í fyrstu verður Sverrir einungis með
dilkakjöt á boðstólum en ef vel geng-
ur ætlar hann að bæta við nauta-
kjöti, svínakjöti og kjúklingum.
Kjötíð, sem Sverrir verður meö um
helgina, er allt niðursagað. Lærin
verða seld á 669 krónur kílóiö, hrygg-
ir á 659 krónur kílóið, súpukjöt á 419
krónur kílóið og hálfir skrokkar á
449 krónur kílóið.
Margt var um manninn á Svarta
markaðinum þegar hann var opnað-
ur í fyrsta sinn um síðustu helgi.
Opið er bæði laugardag og sunnudag
og búist er við að æ stærri hópur
seljenda bætist í hópinn. Alls konar
vörur em á boðstólum og mannlífið
fjölbreytilegt.
-kaa
Klrkjuþing ræðir um atvinnuleysi:
Prestarþurfa
stuðning líka
- segir Ólafur Skúlason biskup
„Það era miklar kröfur gerðar til
prestanna en þess er ekki alltaf gætt
að þeir em mannlegir eins og aðrir
og þurfa stuðning. Þetta á kannski
sérstaklega við núna þegar atvinnu-
leysi er að aukast og álag eykst,"
segir Ólafur Skúiason, biskup ís-
lands, en miklar umræður spunnust
um atvinnuleysi á kirkjuþingi í gær
og á mánudag verður erindi frá fjöl-
skylduráðgjöfum kirkjunnar um
stuðning við presta og fjölskyldur
þeirra lagt fyrir þingið.
Séra Karl Sigurbjömsson flutti í
gær tfilögu um að könnuð yrði aðstoð
við atvinnulausa í landinu.
„Það er hægt aö styðja við atvinnu-
lausa með ýmsu móti. Kirkjan getur
talað við þá sem missa vinnuna og
látið þá vita að þeir njóta stuðnings
hennar. í öðra lagi geta söfnuðimir
veitt aðstoð hver á sínum stað. Þaö
era mörg safnaöarheimili og það er
hægt að nýta þau fyrir þá sem hafa
misst atvinnuna til að þeir geti kom-
ið þar saman og fræðst. í þriðja lagi
var rætt um aö leita leiða tii aö styðja
Hjálparstofnun kirkjunnar til aö
veita þeim íslendingum lið sem leita
til stofnunarinnar," segir biskup en
að undanfómu hefur borið mikiö á
þvi að atvinnulausir leiti til stofnun-
arinnar um aðstoð.
-ból
Fékk þrjú kjattshögg á bensínstöð
Ökumaður, sem kom á bensínstöð
hjá Olíufélaginu hf. í Kópavogi á
miðvikudag, var sleginn þrisvar
sinnum í andlitið er hann var að
versla þar. Það var fótgangandi veg-
farandi sem veitti honum höggin inn-
andyra á bensínstöðinni.
Mennimir höföu verið aö rífast fyr-
ir utan bensínstöðina þegar ökumað-
urinn kom inn. Sá fótgangandi kom
á eftir honum og rak sig í hann.
Ökumaðurinn ýtti þá frá sér en þá
skipti engum togum að hinn gaf hon-
um þijú kjaftshögg. Maðurinn vank-
aðist og var kallað á lögreglu sem
náði’í árásarmanninn. Sá er varð
fyrir höggunum mun ekki hafa orðið
fyrir teljandi meiðslum. Lögreglan í
Kópavogi hefúr þetta mál til meö-
ferðar. -ÓTT
Toiigæslan i Reykjavik hefur lagt
hald á um 80 flöskur af vodka, Stolic-
hnaya og fleiri tegundir i rússneska
rannsóknarskipinu Boris Pasternak
i Hafnarfirðl. Vamingurinn var faiinn
og grunur um að Rússarnir ætluðu
aö selja hann hér á landi. Skipverj-
unum, sem óttu smyglið, verður
gert að greiða sektir iður en skipið
heldur úr höfn. Á annarri myndinni
er tollvörður að handleika „eina
glæra“ en á hinni sést skipið.
DV-myndir Sveinn
Skagatvíburamir í atvinnumeimsku hjá Feyenoord:
Arnar og Bjarki hafa
gengið frá samningum
- ÍA og Feyenoord eiga eftir aö semja sln á milli
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir,
knattspymutvíburamir frá Akra-
nesi, haifa gengið frá samningum við
hollenska úrvalsdeildarfélagið Fey-
enoord um að leika með því næstu tvö
árin, eða þar til í júlí 1994. ÍA og Fey-
enoord eiga eftir að seipja sín á milli
og fara þær viðræður fram fljótlega.
„Þetta er mjög spennandi og ég
held að hollenski boltinn henti okkur
vel því þar er spiluð skemmtileg
sóknarknattspyma. Ég á ekki von á
því að við vinnum okkur sæti í aðal-
liðinu strax, markmiðið er að komast
í 16 manna hópinn í vetur og síðan
vonandi lengra á næsta keppnistíma-
bili,“ sagði Amar í samtali við DV í
gær.
Það er tvíburunum í hag að Fey-
enoord er aðeins með tvo erlenda
leikmenn og annar þeirra, ungverski
landshðsmaðurinn Jozsef Kiprich,
telst HoUendingur samkvæmt þar-
lendum reglum. Hinn er frá Nígeríu
og hefúr ekki átt fast sæti í liðinu.
Leyfilegt er að vera með þijá útlend-
inga inná í einu, þannig að Amar og
Bjarki standa strax vel að vígi hvað
það varðar.
í frétt í DV í gær neitaði Amar því
að þeir bræður hefðu fengið tilboð frá
Feyenoord. „Það var leiðinleg staða
sem við vorum settir í því forráða-
menn Feyenoord gerðu þá kröfu að
þetta fréttist ekki og það mætti ekk-
ert um þetta segja í fjölmiölum. Það
vora þeirra leikreglur sem við urð-
um að fara eftir, en þetta var vegna
þess aö Feyenoord er að vinna í aö
fá fyrir okkur atvinnuleyfi og það er
eitthvað viðkvæmt þama úti. En ég
á von á því að atvinnuleyfið verði
komið fljótlega, í síðasta lagi um ára-
mót,“ sagði Amar.
Þeir bræður era tilbúnir til að fara
til Hollands á næstu dögum en það
veltur þó á hvemig samningar ÍA og
Feyenoord ganga. „Við gætum þó
farið út og byijað að æfa og spila
með varaliöinu þangað til þau mál
kæmust í höfn,“ sagði Amar Gunn-
laugsson.
-VS