Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Page 8
8
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992.
Svipmyndir
Af hverjum er
svipmyndin?
Ef til vill ætti hann að verða arkí-
tekt. Strax á unga aldri fékk sá sem
svipmyndin er af mjög mikinn
áhuga á alls kyns byggingum. Væri
hafist handa um að gera grunn að
húsi mátti treysta því að hann
kæmi á staðinn.
En hvers vegna yrði hann ekki
viðskiptajöfur? Þegar hann var tíu
ára var hann farinn að safna
skýrslum frá ýmsum fyrirtækjum.
Það mátti því reikna með að hann
heíði góða möguleika á að verða
forstjóri.
Á þessum tíma skipti það miklu
að sýna dugnaö, vildu menn ná
langt. Sá sem hér er lýst var mjög
metorðagjam. Hann las allar bæk-
ur norrænu fjölskylduútgáfunnar
til að geta komið félögum sínum á
óvart með þekkingu sinni. Þá las
hann í bíblíunni og söng í bamakór
kirkjunnar.
Hann hafði lítinn áhuga á því að
gera prakkarastrik og knattspyma
var ekki eitt af áhugamálum hans.
Félagamir Utu því stundum horn-
auga þennan dreng með stóm
dökku augun og liðaða dökkbrúna
hárið sem lét sig dreyma um svo
margt.
En það leið þó ekki á löngu þar
til hann ávann sér virðingu allra
með kímni sinni, þekkingu og kald-
hæðnislegum ummælum um sjálf-
an sig.
Gekk illa í latínu
Eftir gagnfræðaskólanámið fór
hann í menntaskóla. Þar gekk hon-
um illa að ná tökum á latínu. Eftir
nokkum tíma tók sá sem svip-
myndin er af þvi þá ákvörðun að
læra rússnesku í stað latínu en
rússneskan var þá nýlega orðin
námsgrein.
Vorið 1930 tók sá sem lýst er stúd-
entspróf. Síðar gegndi hann her-
þjónustu í Örebro. Þar var hann í
260 daga og stundaði heræfingam-
ar af kappi. Hann vildi verða góður
hermaður. Hann fékk því hæsta
vitnisburð þegar herþjónustunni
lauk.
Sá sem svipmyndin er af var af
efnaðri flölskyldu og naut því mik-
ils valfrelsis er að því kom að hann
kysi sér starfsgrein. Þaö var list-
hneigð hans og áhugi á húsagerð-
arlist sem réð úrslitum. Árið 1931
fór hann til Bandaríkjanna. Og
fjórum árum síðar var hann með
fyrstu námsgráðu í húsagerðarlist
frá Michigan-háskóla.
Hann lenti í ýmsum ævintýrum
í Bandaríkjunum. Er hann var á
ferðalagi fyrir utan Chicago var
hann rændur af glæpaflokki. Þá
ferðaðist hann um Mexíkó í göml-
um Ford-bíl.
Sumarið 1935 sneri hann aftur til
Svíþjóðar til að hefja störf sem
arkítekt. Þar vakti hann athygli
fyrir tillögur sínar um sundlaug á
Riddarholmen, en alls lagði hann
fram sjö hugmyndir um gerð henn-
ar. Teikningar hans vom fallegar
og þaulhugsaðar. Hann vann til
annarra verðlauna. En því miður
varð engin tillagnanna að vera-
leika.
Sá sem hér er lýst áttti áhrifa-
ríkan föðurafa sem leit svo á að
sonarsonurinn þyrfti að öðlast al-
þjóðlega reynslu. Fyrst lá leiðin til
Suöur-Afríku. Sjóferðin frá Osló til
Höföaborgar tók tuttugu og einn
dag. Margir Svíar vom um borð.
Þeir höfðu sér margt til dægradval-
ar á leiðinni. En sá sem svipmynd-
in er af vann alla leiðina að teikn-
ingum að nýrri slökkvistöð í Lulea
en efnt haföi veriö til samkeppni
meðal arkítekta um útlit hennar
og búnað.
Eftir hálfsársdvöl í Höföaborg
hélt hann áfram til Haífa í Palest-
ínu. Þar var hann sömuleiöis í hálft
ár og hafði sú dvöl mikil áhrif á
framtíð hans.
Þegar hann kom aftur til Stokk-
hólms haföi sá sem svipmyndin er
af aö mestu misst áhugann á húsa-
gerðarlist en í staðinn fengið mik-
inn áhuga á viðskiptum. Þýskur
maður, sem flust haföi til Svíþjóð-
ar, haföi þá fengið einkaleyfi á
nýrri gerð af tappa. Sá sem hér er
lýst lagöi mikið fé í fyrirtækið. En
uppfinningin hlaut aldrei þær við-
tökur sem hann haföi vænst og féð
tapaðist.
Erlend viðskipti
í upphafi árs 1941 sótti hann um
starf hjá Mið-evrópska verslunar-
sambandinu. Hann haföi þó enga
reynslu af alþjóðaviðskiptum.
Þrátt fyrir þaö var hann ráðinn til
starfans og skömmu síðar var hann
orðinn framkvæmdastjóri þeirrar
deildar sem sá um erlendu við-
skiptin.
Nú var komið fram í miöja síöari
heimsstyrjöldina. Starfinu fylgdu
margar utanlandsferöir. Sá sem
svipmyndin er af fór til Sviss,
Frakklands og Þýskalands. í febrú-
ar 1942 og haustið 1943 var honum
fengið að vinna að viðskiptum við
eitt landanna í Mið- Evrópu. Ferða-
lögin áttu eftir aö hafa mikil áhrif
á framtíð hans.
Sunnnudag einn í júní 1944 hélt
heimavamarliðið sænska æfingar
við Drottningholm. Þar var sá sem
hér er lýst í hlutverki liðþjálfa.
Hann þótti góður þjálfari nýliða.
Skyndilega kemur boðberi á reið-
þjóli. Hann færir þeim sem hér er
lýst skipun um aö koma á fund
ráðningarstjóra utanrikisráðu-
neytisins í Stokkhólmi.
Skipunin varð upphafið að at-
burðum sem áttu eftir að verða
fréttaefni um allan heim og tengj-
ast fólki í mörgum löndum. Margt
af því telur sig geta þakkað þeim
sem svipmyndin er af fyrir að vera
álífi.
Hver var hann?
Svar á bls. 56
Matgæðingur vikurinar
Sætt og súrt
„Ég ætla ekki að veröa við ósk
Önnu Svölu um gæsafyllingu, held-
ur koma með kínverskan rétt,“ seg-
ir Sigurmundur G. Einarsson,
bankamaður í Vestmannaeyjum og
matgæðingur vikunnar. Hann ætl-
ar að bjóða lesendum upp á súrsæt
svína/lambarif sem er mjög spenn-
andi réttur, matreiddur í Wok
pönnu. „Ég reyni að matreiða við
hátíðleg tækifæri og hef mjög gam-
an af því. Austurlenskur matur
hefilar mig. Þessi uppskrift sem ég
gef núna er að mestu eftir sjálfan
mig þó ég styðjist oft við erlendar
matreiðslubækur," segir Sigur-
mundur. Hann segist t.d. hafa gam-
an af að nota hvalkjöt í rétti sína.
í þennan kínverska rétt, sem Sig-
urmundur býður, má nota hvort
sem er svína eða lambarif eftir
smekk. Fyrst þarf að leggja kjötiö
í marineringu og hún er löguð
þanriig:
Það sem þarf
1 kg svína/lambarif
'A bolli sykur
1 tsk. salt
1 msk. sojasósa
1 þeytt egg
Kjötiö skorið í kubba og þeir sett-
ir í löginn þar til hann hefur geng-
ið inn í kjötið.
Sætt og súrt
1 lítill grænn pipar niðurskorinn
(hægt aö mala fimm kom)
1-2 afhýddir tómatar
1 lauf rifinn hvítlaukur
4 sneiðar af engiferrót, rifnar niður
1 gulur laukur, niðurskorinn
/2 bolli vinedik
Vi bolli púðursykur
1 tsk. salt
2 msk. kartöflumjöl
/2 bolli niðurskorinn ananas, þurr
Sigurmundur Einarsson, matgæðingur vikunnar. DV-mynd Omar, Eyjum
Aðferðin
Veltið marinemðu kjötinu í kart-
öflumjöli þannig að það þekist vel.
Hellið hálfum lítra af hnetuolíu
(steikingarolíu) í Wok pottinn og
hitið til að djúpsteikja kjötið þar til
þaö verður ljósbrúnt á lit, ca 6-8
mínútur. Fjarlægist og þurrkist á
pappír og haldist heitt.
Ath! mjög gott er að hita kjötið
aftur í olíu áöur en það er borið
fram.
Hreinsið pottinn og setjið síðan
tvær matskeiðar af olíu til að
steikja pipar, lauk, hvítlauk, og
engifer í 1-2 mín. Setjið marinn
tómatinn ásamt legi búnum til úr
vínediki, púðursykri, salti ananas
og kartöflumjöli í pottinn. Þegar
gumsið hefur þykknað og er orðið
tilbúið, berist þá fram með kjötinu.
Gott er að bera fram með þessu
gulan maís og hrísgrjón að sjálf-
sögðu.
„Ég ætla að skora á Kristínu Ósk
Gestsdóttur (Kiddý kokk) að vera
matgæðingur næstu viku,“ sagði
Sigurmundur Einarsson, banka-
maður í Vestmannaeyjum.
-ELA
Hinhliðin
Langar ekki í stjómmál
- segir Siggi Sveins, handboltahetja og fleira
Sigurður Sveinsson handbolta-
maður hefur í nógu aö snúast þessa
dagana. Hann æfir með Selfoss-
Uöinu og ekur á hverium degi aust-
ur fyrir íjall eftir að vinnudegi lýk-
ur. Á daginn starfar Siggi Sveins í
Kringlusporti. Og að auki er hann
með þætti á Aðalstöðinni. „Vinnu-
dagurinn er langur hjá mér, frá níu
á morgnana til tíu á kvöldin," segir
Siggi. Hann segir að Selfoss-liöið
stefni á að minnsta kosti einn titil
þennan veturinn og því ýmislegt í
vændum. Það er Siggi Sveins sem
sýnir hina hliðina að þessu sinni:
Fullt nafn: Sigurður Valur Sveins-
son.
Fæðingardagur og ár: 5. mars 1959.
Maki: Sigríður Héðinsdóttir.
Böm: Auður 5 ára og Styrmir tæp-
lega tveggja ára.
Bifreið: Subaru árgerð 87.
Starf: Verslunarmaður og dag-
skrárgerðarmaður.
Laun: Þokkaleg.
Áhugamál: íþróttir og eiginkonan.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Einhvemtíma fékk
ég þijár.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Það er að sjálfsögðu að spila
handbolta og að vera með fölskyld-
unni í leik og starfi.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Ætli það sé ekki að ryksuga
íbúðina á sunnudagsmorgnum. Eg
er mikill morgunhani og drif mig
upp um helgar þótt aðrir í fjöl-
Sigurður.Sveinsson.
skyldunni sofi.
Uppóhaldsmatur: Lambalæri „Be-
arnaise".
Uppóhaldsdrykftur: Kaldur bjór.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Þetta er erf-
ið spuming en ég nefni Einar Öm
Þorvarðarson og Gísla Felix
Bjarnason.
Uppóhaldstímarit: Ég les yfirleitt
aldrei tímarit nema helst ég gluggi
í íþróttablaðiö.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan maka? Jessica
Lange.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkis-
stjórninni? í augnablikinu er ég
hlynntur.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Ætli mig langi ekki helst að
hitta Hannibal Lecter yfir léttum
kvöldverði.
Uppóhaldsleikari: Robert De Niro.
Uppóhaldsleikkona: Jessica Lange.
Uppóhaldssöngvari: Kenny Rogers.
Uppóhaldsstjórnmólamaður: Allir
jafn klikkaöir.
Uppóhaldsteiknimyndapersóna:
Skuggi.
Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir.
Ertu hlynntur eða andvígur veru
varnarliðsins hér ó landi? Ég er á
móti því.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Aðalstöðin.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Sigmar
Guðmundsson.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Stöð 2.
Uppóhaldssjónvarpsmaður: Bjami
Fel.
Uppáhaldsskemmtistaður: Hylur-
inn á Selfossi.
Uppáhaldsmatsölustaður: Götu-
grillið - Ameríkumaður í París - í
Borgarkringlunni.
Uppáhaldsfélag í iþróttum? Selfoss
og Þróttur.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtiðinni? Já, að verða ekki
stjómmálamaður.
Hvað gerðir þú i sumarfríinu? Ég
gerði mest lítiö. Fór þó í Svartá og
veiddi fimm laxa. Það var fínt frí.
-ELA