Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Page 11
LAUGARDÁGUR 24. OKTÓBER 1992. 11 Vísnaþáttur Jón úr Vör fleiri vísur úr þeirri bók sem ég nefni. Jón úr Vör Á stríðsárunum síðustu gerðust veður öll válynd í þjóðréttar- og menningarsögu íslendinga, eins og annarra þjóða. Viðbrögðin voru margvísleg. En heimurinn allur breyttist og hefur, eins og allir vita, ekki orðið samur síðan. Um það verða menn aldrei sammála hvað hefur orðið til góðs. Ekkert er með öllu illt, en eitt er víst að almenn mannást og samúð með öllum sem eiga bágt og verða að þola þjóðern- islega kúgun og efhalegt misrétti, hefur varla enn komist í samt lag. Þetta leyfir sér maður á mínum aldri að fullyrða. Ég var tvítugur þegar síðari styijöld hófst, mótaður af mannúðarstefnu millistríðsáranna. Þáttastjóri er ekki vel að sér í átthagafræðum. Ekki nóg að heyra eða sjá nöfn og bæjarheiti til þess ' að geta séð hvar höfundarnir eiga sínar rætur, en lesendur vilja vita nokkur deili á höfundum vísnanna. Ég kasta fram spumingum. En bréfin, sem ég fæ, eru æði fá. Fæð- ingarárs er auðvelt að afla sér. En er maðurinn á lífi? Ef ekki, þá er æskilegt að geta birt dánarár og nokkur orð um stöðu og störf, enn- fremur helstu dvalarstaði. Ég á oft- ast í fórum mínum eina eða fleiri vísur, sem ég birti síðar, þegar mér berast persónusögulegar upplýs- ingar. Hafið mig í huga, lesendur góðir. Heimilisfang: Fannborg 7, Kópavogi. Húnvetningaljóð komu út í all- stórri bók á Akureyri 1955 og voru höfundamir rúmlega sextíu. Hve margir þeirra em nú fallnir frá? Og hvað mætti segja meira af höf- undar- og starfsferli þeirra, en gert er í bókinni? Hér eru aðeins fáir höfundar nefndir og vísur fáar. Þóra Jónsdóttir frá Kirkjubæ í Norðurárdal, f. 1895, var dóttir Halldóru Einarsdóttur frá Bólu í Skagafirði og manns hennar, Jóns Jónssonar. Það var skagfirsk hag- mælskuætt. Varð húsfreyja í Reykjavík, mun nú látin. Hér eru þrjár vísur eftir hana sem bera heitið Svar. Árblik skráir unaðsspá æsku gljáir drauma. Vekur þrá, er útsýn á yfir bláa strauma. Geislaslóðir hulduhljóð heillar fljóð að drengjum. Sjafnarglóðir sólaróð seiða af ljóðastrengjum. Ýmsir fást þar um og slást, óska, þjást og dreyma. Rúnir mást, er ristir ást, ráð er skást að dreyma. Arinbjörn Ámason frá Neðri- Fitjum, Víðidal, f. 1904, starfaði í Hafnarfirði og Reykjavik: Roðar tinda röðull fagur, reifar gulli dal og hól. Rís í austri dýrðardagur. Drottin lofa jörð og sól. Ljómar snilli lífs á grund, ljósið gyllir voga, Iðar hilling yst við sund öll í stilliloga. Auðunn Bragi, fyrrverandi skólastjóri, sonur Sveins frá Eli- vogum, fór snemma til náms heima og erlendis. Hann hefur gefið út bækur, þýtt og frumsamið, enn starfsamur, f. 1923. Fyrsta tilfærð vísa er ort yfir moldum Elivoga- skáldsins: Hann mót neyð og heimsins önn hart nam ota spjótum. Hans á leiði heiðahvönn hefur skotið rótum. Hallgrímur Jónasson yfirkennari flutti oft ferðaþætti í útvarpið. Til hans orti Auðunn þessar stökur: Meir en tísku og munaðspijál metur gróður jarðar, öræfanna söngvasál, sonur Skagafjarðar. Stakan heillar hugann þrátt, hækkar andans veldi. Þú berð merki hennar hátt að hinsta ævikveldi. Og um vorið í Laxárdal: Ekki er lengi að leysa snjó Laxárdals úr hlíðum, þegar Suðri sendir nóg af sunnanvindum þíðum. Bjöm Daníelsson, f. 1920, skóla- stjóri á Sauðárkróki, gaf út bækur, en féll frá ungur að aldri. Tvær vísur eftir hann: Ef hríð er grá og heillatreg, með hóp af fláum draugum, lýsa þá um langan veg ljós úr bláum augum. Þótt sölni grösin græn á vori, glói hrím á blaði og steinum, gróðurilm úr gengnu spori geymum við í hugans leynum. Þormóður Pálsson frá Njálsstöð- um í Austur-Húnavatnssýslu, f. 1914, lengi gjaldkeri Tóbakseinkasölunn- ar og bæjarfulltrúi í Kópavogi. Þó að orni enn við fund ylur handabandi. Finnst mér eins og seilst um sund sitt frá hvom landi. Helgimyndir heimskunnar hyllir blindur fjöldinn. Svo fer yndi æskunnar allt í syndagjöldin. Nú leyfi ég mér að bíða eftir bréf- um um það efni, sem ég nefni í upphafi þessa máls. Síðar koma Sýnum einnig fjölbreytt úrval fylgihluta fyrir JCB vélar. JCB mest seldu traktorsgröfurnar á Islandi í dag. -heimurgœða! Laugardaginn 24. október frá kl. 13.oo - 17.oo í sýningarsal Globus, Lágmúla 5 Sýnum VÖKVA-SERVO og POWER skiptingar í nýju JCB tra kto rsg röf u n u m. Komið og kynnist af eigin raun fullkomnum og öflugum traktorsgröfum. Efhríðergrá...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.