Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Side 12
12
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992.
Er 15 ára og hefur þegar leikið í fjölda leikrita:
Leiklistm ekki
áhugamál hjá mér
„Ég hafði engan áhuga á leiklist þeg-
ar ég steig fyrst á sviö en áhuginn
var fljótur aö koma eftir þá reynslu.
Leiklistin er þó ekkert áhugamál hjá
mér, þetta er miklu frekar eins og
vinna sem ég hef mjög gaman af. Ég
er ekki í leiklistarhóp eöa í leikiist í
skólanum og hef aldrei leikið í skóla-
leikriti. Ég hef mestan áhuga á körfu-
bolta,“ segir ívar Öm Sverrisson,
sem leikur stórt hlutverk í leikritinu
Heima hjá ömmu, sem Leikfélag
Reykjavíkur frumsýndi í Borgarleik-
húsinu um síðustu helgi.
ívar Öm er 15 ára gamall en hefur
þegar öðlast töluverða reynslu sem
sviðsleikari. Hann sté fyrst á leiksvið
9 ára gamall þegar Leikfélagið sýndi
Land míns föður. Þá lék hann hlut-
verk í Makbeð hjá Aiþýðuleikhúsinu
og Kai Munk ungan í Kai Munk hjá
Leikhúsinu í kirkjunni. ívar lék
einnig í Vesalingunum í Þjóðleikhús-
inu en fyrsta stóra hlutverkið var
hlutverk Hrapps í Olíver (Twist) sem
hann lék 12 ára gamall. Þá kom ívar
Öm lítillega við sögu í kvikmyndinni
Foxtrott og lék Tuma Sawyer í Stik-
ilsberja-Finni sem fluttur var í út-
varpinu. Nýverið lék hann í útvarps-
leikritinu Eitthvert bam í Ríó sem
flutt verður bráðlega.
Leikritið Heima hjá ömmu gerist í
Bandaríkjunum á tímum síðari
heimsstyrjaldarinnar. Það íjallar um
svolítið sérstaka fjölskyldu þar sem
amman, gyðingur, stálkerling og hið
mesta hex, hefur alltaf haft síðasta
orðið og kúgað böm sín til hlýðni.
Sonur hennar hefur misst eiginkonu
sína úr krabbameini og er skuldum
vafinn eftir viðskipti sín við spítal-
ana. Hann þarf að fara að heiman til
að vinna fyrir skuldunum og kemur
því tveimur sonum sínum, unglings-
strákunum Kobba og Túra, fyrir hjá
ömmunni á meðan. Persónur eða
söguþráður verða ekki rakin hér en
ívar Öm leikur annan strákanna,
Túra, sem er „þrettán og hálfs“.
Hann er á sviðinu nær allt leikritið
sem tekur tvær og hálfa klukkustund
í flutningi.
Góðir dómar
ívar Öm hefur aldrei lært leiklist,
virðist „náttúrutalent". En hann hef-
ur hlotið lofsamleg ummæli leikhús-
gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína
í Heima hjá ömmu þar sem meðal
annars má lesa: „... gefur skóluðum
leikurum ekkert eftir...“ og
....þessi unglingur, sem ekki hefur
lært leiklist,. . . hefur hörkuhæfi-
leika.“
- Hvemig fékkst þú fyrsta hlutverk-
ið þitt?
„Kjartan Ragnarsson vantaði ein-
hvem strák til að leika á móti öörum
strák í Land míns fóður þar sem
margar sýningar voru í hverri viku.
Mamma var með í þessari sýningu
og Kjartan spurði hana hvort hún
ætti ekki strák sem hefði áhuga á að
vera með. Hún hélt reyndar ekki en
ég vildi hins vegar prófa þetta og það
gekk. Þetta voru þijú smáhlutverk
en mér þótti ofsalega spennandi að
leika á sviði og fannst það mjög
skemmtilegt."
ívar segir spennandi að fást við
ólík hlutverk, fjölbreytnin geri
skemmtilegt starf ennþá skemmti-
legra.
- Er erfitt að leika Túra?
„Nei, ekki mjög. Þegar verið er að
æfa leikrit er mjög gott að læra text-
- segir fvar Öm Sverrisson
„Eg hef lært heilmikiö af eldri leikurunum og finnst mjög gaman að vinna með þeim. Leikhúsið er stórkostlegur
vinnustaöur, allt öðruvisi en allir aðrir sem ég þekki til,“ segir ívar Örn Sverrisson sem þrátt fyrir ungan aldur er
ekki óvanur því að leika á sviði. Hann hefur þegar leikið í fjölda leikrita og getið sér gott orð fyrir leik sinn.
ann sem fyrst, sem ég gerði, og losna
við handritið. Þá getur maður ein-
beitt sér betur að stöðum á sviðinu
og að því aö skapa karakterinn. Ég
hugsaði þó ekki sérlega mikið um
Túra sem persónu, hann bara kom
eiginlega þar sem hann er tiltölulega
líkur mér. Svo hjálpar náttúrlega
mjög góð leikstjórn Hallmars."
Við ræddum viö ívar daginn eftir
aðra sýningu, sem hann kallaði af-
slappaða, þar sem mesta spennan
eftir frumsýninguna var horfin. En
getur ekki ýmislegt komið upp á í
svona sýningu?
„Jú, jú. Það getur einhver leikari
hlaupið yfir setningu og þá getur
stikkorð horfið. Þá er um að gera að
fylgjast vel með og halda bara áfram
eins og ekkert hafi ískorist."
Bróðir líka með
Þó ívar Öm segist ekki hafa neinn
sérstakan áhuga á leiklist er óhætt
að segja aö hann sé alinn upp í ná-
lægð við leikhús og framkomu á
sviði. Faðir hans er Sverrir Guðjóns-
son, kennari, söngvari, kennari í
Alexanderstækni og búksláttarmað-
ur með meiru. Móðir hans er Elín
Edda Ámadóttir, leikmynda- og bún-
ívar örn, t.h., i hlutverki sinu sem Túri i leikritinu Heima hjá ömmu. Á
myndinni eru einnig leikararnir Elva Ósk Ólafsdóttir (Bella frænka) og
Gunnar Helgason (Kobbi). DV-myndir Brynjar Gauti
ingahönnuður. Móðuramma hans
hefur-unnið á saumastofu Þjóðleik-
hússins um árabil og einnig lang-
amma og móðurafi hans á smíða-
verkstæðinu.
Yngri bróðir ívars Amar, Daði,
bráðum 14 ára, hefur einnig nokkra
reynslu af að leika í leikritum, lék
meðal annars í Olíver, Kai Munk og
hinu nýja útvarpsleikriti.
Meiri heimavinna
ívar Öm er nemandi í 10. bekk í
Langholtsskóla. Hann segist reikna
með að fara í menntaskóla næsta
vetur en er þó alveg óráðinn varð-
andi framtíðina. „Ég hef ekki hug-
mynd um hvað ég ætla að verða.“
- Nú em væntanlega stífar æfingar
fyrir leikrit eins og þetta. Rekst ekki
leiklistin á við skólann hjá þér?
„Þegar við vorum að æfa Heima
hjá ömmu varð ég að fara úr skólan-
um eftir nokkrar kennslustundir á
hverjum degi. Æfingarnar byijuðu
klukkan ellefu og stóðu alveg til
klukkan fiögur. Svo var líka æft á
kvöldin en þá vom dagæfingamar
styttri. Skólinn hefur hliðrað til fyrir
mig svo ég geti stundað æfingar og
það er mjög gott.“
- Enhefuröuekkiorðiðáeftirínám-
inu?
„Ég hef þurft að leggja harðar að
mér við heimavinnuna. Nú sýnum
við þrisvar í viku og æfingar eru
hættar svo að ég hef náð að vinna
upp það sem ég hafði dregist aftur
úr. Svo er pabbi menntaður kennari
og hefur hjálpað mér mikiö."
- Verður þú ekki þreyttur að vera i
skólanum, sinna áhugamálum og
leika í leikriti þar sem þú ert á svið-
inu nær allan tímann?
„Ef ég verð þreyttur hvíli ég mig
heima. Annars finnst mér gott að
vinna á kvöldin og fannst alltaf betra
að æfa á kvöldin en á daginn. Þegar
ég lék í Olíver var ég stundum mjög
þreyttur. En þá var ég bara tólf ára
og hlutverkið gerði meiri kröfur til
mín. Annars finnt mér gott að hafa
nóg að gera, hafa alltaf eitthvað fyrir
stafni. Þess vegna leggst ágætlega í
mig að vinna með skólanum."
Æfir körfubolta
ívar Örn er mjög glaðlegur og hress
strákur sem talar óþvingað og hisp-
urslaust um hlutina. Eins og fram
kom hér að ofan er körfubolti aðalá-
hugamál hans. Kemst fátt annað að.
Hann æfir með 10. flokki ÍR og fylg-
ist vel með leikjum í körfuboltanum.
Eins og vænta má er NBA-körfubolt-
inn í Bandaríkjunum ofarlega á blaði
en stórlið Cliicago Bulls er þar í
miklu uppáhaldi, hefur verið það frá
því hann var 12 ára. Á sumrin hefur
Ivar Örn unnið í unglingavinnunni
og einnig í auglýsingum, er til að
mynda ’Cheérios-strákurinn í sjón-
varpsauglýsingunum.
Lært hjá þeim eldri
Túri er stærsta hlutverk ívars til
þessa. Hann segist ekki hafa átt von
á að leika í jafn stóru hlutverki þegar
hann var beðinn um að taka að sér
hlutverk Túra. Hins vegar hafi þaö
hjálpað að hafa reynslu og aö hafa
unnið með reyndum leikurum.
„Ég hef lært heilmikið af eldri leik-
urunum og finnst mjög gaman að
vinna með þeim. Leikhúsið er stór-
kostlegur vinnustaður, allt öðruvísi
en allir aðrir sem ég þekki til.“
ívar Öm segist ekki hafa verið beð-
inn um að leika í fleiri leikritum en
skyldi hann eiga sér eitthvert óska-
hlutverk?
„Nei, ég hugsa ekkert um það. Ég
hélt satt að segja að ég væri hættur
að leika þegar ég fékk hlutverkið í
Heima hjá ömmu. Ég sækist ekki eft-
ir að fá hlutverk og læt mér nægja
að hugsa bara um það leikrit sem ég
leik í hveiju sinni.“
-hlh