Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Side 15
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992.
15
Að hengj a sögumann
Æra manna og starfsheiður er
mikils virði. Menn kippa sér þó
ekki upp við smámuni og kynnast
stjómmálamenn og blaðamenn
ýmsu í störfum sínum. Stór orð
falla í daglegri glímu stjómmála-
manna. Það er síðan starf blaða-
manna að greina frá því sem er að
gerast og ekki síður því sem er að
gerast bak við tjöldin. DV greindi
fyrst fjölmiðla frá því að Vinnuveit-
endasambandið, Alþýðusamband-
ið og stjómmálamenn leituðu þver-
pólitískrar samstöðu til bjargar at-
vinnulífmu og tii þess aö draga úr
atvinnuleysi.
Magnús
opnaði málið
Magnús Gunnarsson, formaður
Vinnuveitendasambandsins og
formaður Samtaka fyrirtækja í
sjávarútvegi, opnaði málið eftir
fund talsmanna sjávarútvegsins
með forsætisráðherra í síöustu
viku. Fulltrúar sjávarútvegsins
urðu fyrir vonbrigðum með fund-
inn. Magnús Gunnarsson var því
stóryrtur að honum loknum. Hann
sagði forsætisráðherra telja að enn
meira þyrfti að herða að sjávarút-
vegi til þess að fá fram nauðsynleg-
ar breytingar. Leiðin til þess væri
að gera ekki neitt. Þetta væri svip-
að og að ætla að lækna höfuðverk
með því að höggva af manni tærn-
ar. I þessari fyrstu frétt sagði
Magnús Gunnarsson frá viðræðum
Vinnuveitendasambandsins við
talsmenn verkalýðshreyfingarinn-
ar til þess að koma atvinnufyrir-
tækjunum til bjargar og fá ríkis-
stjórnina ásamt aðilum vinnu-
markaðarins að því verki.
Matthías staðfesti
Strax degi síðar var greint nánar
frá þessum viðræðum. Þar kom
fram að um nokkurt skeið höfðu
menn frá Vinnuveitendasamband-
inu, Alþýðusambandinu og stjórn-
málamönnum allra flokka rætt
þann möguleika að ná þverpóli-
tískri samstöðu til bjargar atvinnu-
lífi og um leið að minnka atvinnu-
leysi. Þetta var meðal annars við-
urkennt af Matthíasi Bjamasyni,
þingmanni Sjálfstæðisflokksins.
„Það þarf engan að vmdra þótt
svona nokkuð komi upp hjá ábyrg-
um öflum sem óttast það sem er
að gerast í atvinnulífinu,“ sagði
Matthías í frétt DV. Og Matthías
bætti við: „Og ef málið er að tryggja
rekstur atvinnulífsins, og þá sér-
staklega útflutningsgreinanna, og
draga úr atvinnuleysi tel ég mögu-
leika á að mynda þverpólitíska
samstöðu á Alþingi um að koma
tillögum þess efnis í gegn á þingi.“
Bent var á í fréttinni að svipað
væri að gerast nú og gerðist þegar
aðfiar vinnumarkaðarins tóku
málin í sínar hendur við gerð þjóð-
arsáttarsamningsins árið 1990.
Menn væru að hugsa um nýja þjóð-
arsátt.
Árás forsætis-
ráðherra
Allt þetta hefur verið staðfest í
íjölda frétta allra fiölmiðla síðan.
Þetta hafa verið aðalfréttir alla
liðna viku.
Þvi kom árás Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra á DV, í fréttatíma
Stöðvar 2 fyrir rúmri viku, heldur
sérkennilega fyrir sjónir. Þar sagði
Davíð að DV væri oft í því að skálda
upp svona fréttir. Við fréttamann
stöðvarinnar sagði hann: „Ef þú
skoðar þessa frétt þá er þetta allt
saman heimatilbúningur og svo
leggja menn út af þeim heimatil-
búningi og þetta var nú ekki mikils
virði.“ Þegar fréttamaðurinn
spurði forsætisráðherra hvort
menn væru ekki að vinna að þessu
bak við tjöldin svaraði ráðherrann:
„Nei, nei, þetta er bara sameigin-
lega uppdiktað hjá blaðamannin-
um og formanni Alþýðubandalags-
ins.“ Þessi ósönnu og ósmekklegu
ummæli forsætisráðherra hafa
rækilega verið rekin ofan í hann.
Það hafa fréttir undanfarinnar
viku einfaldlega gert. Blaðamaður
DV greindi raunar frá því, eins og
strax kom fram í DV, að fyrstu
upplýsingar voru frá Magnúsi
Gunnarssyni, formanni Vinnuveit-
endasambandsins. Aðrir sem gáfu
upplýsingar fyrstu dagana voru
Bjöm Grétar Sveinsson, formaður
Verkamannasambandsins, og síð-
an stjómarþingmennimir Matthí-
as Bjamason og Karl Steinar
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
fréttastjóri
Guðnason. Að auki kannaðist Frið-
rik Sophusson fiármálaráðherra og
varaformaður Sjálfstæðisflokksins
við viðræður aðila þótt forsætis-
ráðherra og formaður sama flokks
kæmi af fiöllum. Annar blaðamað-
ur DV óskaði raunar eftir viðbrögð-
um forsætisráðherra strax sama
dag og fyrsta frétt um málið birt-
ist. Ráðherra neitaði þá að ræða
málið.
Smekkleysi svarað
Smekkleysi forsætisráðherra
hefur verið svarað með viðeigandi
hætti í leiðara DV. Þar sagði að
hvorki viökomandi blaðamaður,
ritsfiórar né fréttasfiórar blaðsins
legðu það í vana sinn að birta til-
hæfulausar fréttir sem kokkaðar
væm upp á flokksskrifstofum,
hvað þá af formanni Alþýðubanda-
lagsins. „Ónot forsætisráðherra
verða ekki skýrð öðmvísi en svo
að hann hafi misst sfióm á dóm-
greind sinni í reiði og svekkelsi
yfir því að aðilar utan ríkissfiórnar
hafi tekið frumkvæðið af ríkis-
stjórninni. Sannleikurinn er nefni-
lega sá að vinnuveitendur jafnt sem
verkalýðsfélög hafa misst þolin-
mæðina gagnvart ríkissfiórninni
og aðgerðaleysi hennar að því er
varðar atvinnuástand og efnahags-
aðgerðir," sagði í leiðara DV um
þetta.
Bjöm fetar
í fótsporin
Þar við sat þar til í gær að Bjöm
Bjarnason, alþingismaður og einn
nánasti samstarfsmaður Davíðs
Oddssonar, skrifaði kjallaragrein í
D V. Hann fetar í fótspor formanns-
ins og lætur að því liggja að fréttir
DV um fiárlagagerðina í haust og
þingflokk Sjálfstæðisflokksins séu
hugarsmíð blaðamanna. Út frá
hugarsmíð blaðamanna sé svo lagt
i ritsfiómardálkum blaðsins.
Upplýsingar
ríkisstjómar og
stjómarþingmanna
Það er rétt hjá Bimi, þingmanni
og fyrrverandi blaðamanni, að
blaðamenn DV vom ötulir viö
fréttaöflun af fiárlagagerðinni.
Honum og öðrum skal á það bent
til upplýsingar að skrif blaða-
manna DV um fiárlagagerðina
byggðust nær eingöngu á upplýs-
ingum sem þeir fengu frá ríkis-
sfiórninni sjálfri og þingmönnum
beggja stjómarflokkanna. Til þess
að koma í veg fyrir misskilning, eða
að rangt væri farið með, var leitað
staðfestingar frá fleiri en einum
aðila áður en fréttimar voru birt-
ar. Af hálfu þessara heimildar-
manna blaðsins úr röðum ráðherra
og stjómarþingmanna voru ekki
gerðar athugasemdir varðandi
skrif blaðsins um fiárlagagerðina.
Þvert á móti höfðu menn á orði
hversu vel blaðinu tækist að ná
upplýsingum. Um það var meðal
annars talað í báðum stjómar-
flokkunum og ríkissfióminni.
Blaðamenn DV vora daglega 1
sambandi við stóran hóp sfiómar-
þingmanna, bæði Alþýðu- og Sjálf-
stæðisflokks, meðan fiárlagavinn-
an stóð sem hæst. Þá vöktuðu
blaðamenn nánast alla ríkissfiórn-
arfundi, hvort sem þeir voru
haldnir að nóttu eða degi. Fyrir og
eftir þessa ríkissfiómarfundi
spjölluðu blaðamenn blaðsins við
flesta ráðherra ríkisstjómarinnar
og nánast undantekningarlaust við
fiármálaráðherra og forsætisráð-
herra.
Upphaf fiárlagaskrifa DV var
frétt um kröfu alþýðuflokksmanna
um niöurskurö í landbúnaði. Sú
frétt byggðist á vinnuplaggi frá
starfshópi ríkisstjómarinnar sem
DV hafði undir höndum. Nokkru
síðar fékk blaðið annað vinnuskjal
þar sem gerð var grein fyrir helstu
niðurskurðarhugmyndum ríkis-
sfiórnarinnar. Þar á eftir fékk DV
staðfestar upplýsingar um tillögur
varðandi telfiuhlið fiárlagafrum-
varpsins, meðal annars áformaðar
breytingar ríkissfiómarinnar á
virðisaukaskatti.
Óþægileg
blaöamennska
Þegar dró að lokum fiárlagavinn-
unnar kom í ljós aö óeining var
meiri í sfióriiarflokkunum en búist
var við af ríkisstjórninni. Á einum
þingflokksfundinum snerist stór
hópur þingmanna gegn Davíð
Oddssyni og fór hann af þeim fundi
án þess að mðurstaða fengist. Á
blaðamannafundi nokkrum mínút-
um síðar gerði hann grein fyrir til-
lögum ríkissfiómarinnar í at-
vinnumálum og væntanlegum nið-
urstöðutölum í fiárlagafrumvarpi
næsta árs.
Þetta sama kvöld ræddi blaða-
maður DV við Bjöm Bjarnason,
þingmann Sjálfstæðisflokksins.
Hann vildi lítið sem ekkert gera
úr ágreiningi innan þingflokksins.
Þetta stangaðist á við frásögn ann-
arra þingmanna Sjálfstæðisflokks-
ins.
Var Björn að reyna að afvegaleiða
blaðamann DV? Sú hugsun leitar
á. Er ekki líklegt að Bimi, þótt gam-
all blaðamaður sé, finnist vont ef
blaðamenn ganga hart eftir því sem
er óþægilegt þótt satt sé? Það sama
virðist eiga við um Davíð flokks-
formann ef marka má viðbrögð
hans við fréttum DV af tilraunum
aðila utan ríkissfiórnar til bjargar
atvinnulífi þegar ríkisstjómin er
ráðalaus.