Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Síða 22
22
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992.
Sérstæð sakamál
Þrír sjóræningiar
Hákarlamir voru famir aö synda
kringum sökkvandi vélbátinn og
mennimir þrír um borð gengu ör-
væntingarfullir milli boröstokka
og fylgdust með því er sjórinn gekk
æ hærra upp eftir þeim. Á milli
vom þeir önnrnn kafnir við að
reyna að ausa bátinn. Sjór lak jafnt
og þétt inn í hann en vélin gekk
ekki og því var ekki hægt að ræsa
dælumar. En þremenningamir
höfðu ekki undan og því var þeim
ljóst að það var aðeins spuming
um hvenær en ekki hvort báturinn
sykki undan þeim. Þá yrðu þeir
hákörlunum að bráð og við tilhugs-
unina setti að þeim hroll í öllum
hitanum langt úti á Indlandshafi.
Björgun á
síðustu stundu
En þremenningamir höfðu
heppnina með sér. Skyndilega sáu
þeir til skips úti við sjóndeildar-
hringinn. Og það nálgaðist. Þeir
fylgdust með því af áhuga. Vonandi
breytti það ekki um stefnu fyrr en
mennimir í brúnni hefðu komið
auga á bátinn. Og svo var sem þeir
gerðu það því allt í einu breytti
skipið örlítiö um stefnu og stefndi
nú beint á bátinn.
Stundarfjórðungi síðar varð þre-
menningunum ljóst að hér var
flutningaskip á ferð. Og þegar það
lagðist aö bátnum kom í ljós að hér
var á ferö Corviglia frá Durban í
Suður-Afríku. Þama hafði vissu-
lega mátt litlu muna. Bátnum yrði
ekki bjargað og nokkm síðar sökk
hann.
Allir voru glaðir yfir því að svo
vel skyldi hafa tekist til á elleftu
stundu. Ekki var þó hægt að til-
kynna umheiminum um það sem
gerst hafði því fjarskiptatæki Cor-
viglia vom í ólagi. Og það kom sér
ekki sem verst fyrir þremenning-
ana því það var þeim í hag að sem
fæstir vissu um ferðir þeirra.
Grunsemdir vakna
Skipstjórinn á Corviglia var í
upphafi manna glaöastur yfir því
aö hafa getað bjargaö þremur
mannslífum. En þegar hann fór að
ræða við þremenningana komst
hann aö raun um aö þeir höfðu
engin skilríki meðferöis og fannst
honum sú skýring þeirra aö þau
hefðu oröiö eftir í bátnum vart fá
staðist. Þeir höfðu vissulega haft
nógan tíma til aö taka úr honum
jafnmikilvæga hluti og vegabréf.
Þá fannst skipstjóranum frekar
ólíklegt aö menn sem þessir hefðu
átt jafndýran bát og þann sem
sokkiö hafði. Þeir bára ekki með
sér aö vera eignamenn heldur
þvert á móti. Um hríö velti skip-
stjóri því fyrir sér hvað hann ætti
að gera. Svo ákvað hann að gera
lögreglunni aövart þegar í land
væri komið. Það reyndist skynsam-
leg ákvörðun.
Eftirlýstir
fyrir morð og rán
Lögreglan í Durban kom um borð
í Corviglia er skipið lagði að
bryggju en skipstjóri hafði gert
henni orð með aðstoð hafnsögu-
manns. Kom þá f ljós að í heilan
mánuð hafði staðið leit að þremur
mönnum sem eftirlýstir vora fyrir
morö og bátsrán á Seychelles-eyj-
um. Hafði málið fengið verulega
umftöllun í blöðum og þótti með
þeim sérstæðari um langan tíma.
Þremenningamir, sem fundust á
Indlandshafi, reyndust vera bræð-
umir Len og Axel Lionel og Dave
Antoine. Allir vora þeir á þrítugs-
aldri.
Ferðamannaparadísin Seychelles-eyjar. Þar vakti morðið mikinn óhug.
Santos að sökkva vlð hllðlna A Corvlglla.
Seychelles-eyjar eru með feg-
urstu eyjum og hafa um langan
tíma veriö eftirsóttur ferðamanna-
staður. Hefur efnafólk einkum sótt
þangað. Þar er hins vegar atvinnu-
leysi eins og víðar og því njóta ekki
allir Ijúfa lífsins sem ferðamann-
anna bíður. Þannig höfðu þre-
menningamir ungu fengið að
kynnast dapurlegu hlið tilverunn-
ar á eyjunum. Þeir höfðu búið í
höfuðborginni, Mahé, en komist í
kast við lögregluna og óttast hand-
töku og fangelsun. Er þeir höfðu
husgaö ráö sitt um hríð komust
þeir að þeirri niðurstöðu að eina
leiðin væri að flýja eyjamar. En
hvemig gátu þeir það, eftirlýstir,
vegabréfslausir og félausir?
Lausnin talin fundin
Loks töldu ungu mennimir sig
hafa fundið lausnina. Þeir myndu
stela bát og sigla frá eyjunum. Nú
þurfti aðeins að finna réttan bát.
Og brátt ákváöu þeir að reyna að
komast yfir vélbátinn Santos sem
var bæði öflugur og virtist fær í
flestan sjó. Eigandi hans var efnað-
ur plantekraeigandi, Reg Sout-
hwell. Hann bjó á eyjunni Cerf, sem
er ein ytri SeycheUes-eyja. Leigði
hann stundum ferðamönnum bát-
inn.
Kvöldið sem bátnum skyldi rænt
sat SouthweU veislu með nokkrum
vina sinna á Mahé-strandhótelinu.
Er Uðiö var að miðnætti hélt hann
niður að Santosi en hann hugðist
sofa í bátnum um nóttina. Er hann
gekk niður að höfninni fylgdu í
humátt á eftir honum ungu af-
brotamennimir þrír en þeir hugð-
ust einnig ræna fé af SouthweU.
Kom síöar fram að tilvfijun hafði í
rauninni ráðið því að þeir ákváðu
að stela þessum bát en ekki ein-
hverjum öðrum. Sú tilvUjun varð
Reg SouthweU til ólífis.
Morðingjarog
sjóræningjar
Þremenningamir biðu þess við
bátahöfnina aö ljósin um borö í
Santosi slokknuöu. Er þeir töldu
að eigandinn væri sofnaður lædd-
ust þeir um borð. Var ætlun þeirra
sú að yfirbuga hann. En SouthweU
vaknaði og snerist til vamar af
miklum ákafa. Um hríö stóðu mik-
U átök en svo féU SouthweU í höfn-
iná. Nokkram augnablikum síða
vora ungu mennimir orðnir að
morðingju'm.
Dave Antoine svipaðist í skyndi
um eftir einhverju sem hann gæti
notað til að beija á bátseiganda
með. Það nærtækasta var krók-
stjaki og með honum lagði hann
nú til Southwells þar sem hann
reyndi að halda sér á floti í sjónum
en áöur hafði Alex Lionel stungið
hann mörgum sinnum með hnífi.
Bróðir hans, Leon, lagöi svo sitt til
með. því að berja á Southwell með
jámstöng.
Eftir atiöguna sáu þremenning-
amir aö lík SouthweUs rak á bak-
inu burt frá bátnum.
Flóttinn
Vél Santosar var nú ræst. Hún
reyndist aflmeiri en þremenning-
amir höfðu gert sér grein fyrir og
eftir skamma stund var báturinn
kominn út úr höfninni í Mahé. Var
nú tekin stefna á haf út. í óðagotinu
eftir morðið lá ungu mönnunum
svo mikið á að þeir hugðu hvorki
að vistum né eldsneyti og má segja
að það hafi verið í stíl við þá van-
hugsuðu áætiun að ætia að sigla
út á Indlandshaf án nokkurrar
þekkingar á úthafssighngum.
Reyndar var æsingurinn svo
mikUl að komast burt að akkerið
var ekki tekið um borð. Dró bátur-
inn það því á eftir sér og var ekki
annað að sjá en eitthvað hefði fest
í því. En svo var sem það sem hékk
á þvi dytti af. Tókst þá að ná akker-
inu inn.
Þremenningarnir voru þeirrar
skoðunar að líkið af Southwell
kynni að hafa fest í akkerinu og
vera mætti að hákarl hefði gripið
það og losað. Einn ungu mannanna
var reyndar svo kaldhæöinn aö
segja glottandi að vera mætti að
SouthweU heföi aUs ekki verið dá-
inn. Hann hefði náð taki á akkerinu
en orðið bráð hákarls.
Daprir í bragði
Það vottaði hins vegar ekki fyrir
brosi á neinum þremenninganna
þegar lögreglan í Durban leiddi þá
í land eftir að skipstjóri CorvigUa
hafði gert boð fyrir hana. Skömmu
síöar kom einnig í ljós að þetta
vora mennirnir þrír sem eftirlýstir
vora á SeycheUes-eyjum. Skömmu
eftir bátsránið hafði eintijáningur
þremenninganna fundist á strönd-
inni. Einnig höfðu fundist fótspor
í sandinum og sömuleiðis greiða
með nafni Daves Antoines.
Sagan um að CorvigUa hefði kom-
ið að Santosi eldneytislausum,
mataralausum, nær vatijslausum
og sökkvandi, á síðustu stundu í
orðanna fyllstu merkingu, varö
víöa fréttaefni. En mannanna
þriggja, sem ekkert hafði um tíma
virst bíða nema að verða bráö há-
karla, biðu nú ákærur og réttar-
höld.
Eftir að lögreglan í Durban hafði
yfirheyrt þá var þeim tilkynnt að
þeir yrðu fluttir til Seychelles-eyja.
Eftirmálin
Á SeycheUes-eyjum vora flestir á
eínu máU um hvaö biöi þeirra Lion-
el-bræöra og Daves Antoines.
Moröiö á Reg SouthweU haföi vakiö
mikla reiði og reyndar höföu marg-
ir haft af því áhyggjur aö þaö yrði
til þess að draga úr áhuga ferða-
manna á eyjunum en ferðamanna-
iðnaðurinn er ein helsta tekjuUnd
eyjarskeggja eftir að Bretar veittu
þessari fyrrum nýlendu þeirra
sjálfstæði.
Ekki hefur þess gætt að atburður-
inn hafi orðið til þess að draga úr
ferðamannastraumnum. Hann hef-
ur aftur á móti leitt til þess að
ýmsir hafa farið að rifja upp Utríka
sögu sjóræningja þama á eyjunum
á fyrri tíö.
Þá höfðu þama tímabundið að-
setur frægir sjóræningjar á við La
Buze og John England. Og þeir
settu það ekki fyrir sig að kasta
mönnum fyrir hákarla. Tækju þeir
fanga sem þeim fannst ástæða til
að taka af lífi var þaö venjulega
gert á þann hátt að binda um þá
reipi, kasta þeim fyrir borð á sjó-
ræningjaskipunum og bjóða þá
hákörlunum.
Réttarhöldunum yfir Len og Alex
Lionel og Dave Antoine lauk með
því að allir vora þeir dæmdir í lífs-
tíðarfangelsi.