Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992. 41 Helgarpopp Ný dönsk komin heim eftir vel heppnaða Bretlandsför: Viðuðum fyrst og fremst aó okkur reynslu segir Jón Ólafsson, orgel- og píanóleikari hljómsveitarinnar Ný dönsk fékk Breta til að leggja við eyrun. Að minnsta kosti er hún flutti lög með íslenskum textum! „Við ákváðum fyrst og fremst að taka næstu plötu okkar upp erlendis til að afla okkur reynslu og kynnast fólki ytra. Fólki sem ef til vill getur hjálpað okkur við að koma okkur á framfæri þar,“ segir Jón Ólafsson sem verið hefur í Bretlandi um skeið ásamt félögum sínum í hljómsveit- inni Ný dönsk. Fimmmenningamir tóku næstu plötu sína upp í hljóðveri í Surrey, skammt frá London. Jafn- Umsjón Ásgeir Tómasson framt léku þeir þrívegis á hljómleik- um í borginni ásamt þarlendum hljómsveitum. „Upphaflega ætluðum við bara að taka upp plötuna," segir Jón. „Þegar við vorum komnir út langaði okkur að gera meira og fengum tækifæri til að spila í þremur klúbbum í London sem allir þykja standa framarlega á rokksviðinu. Hljómsveitimar, sem spiluðu með okkur, vom einnig að kynna sig. Þetta gekk ágætlega. Stemningin var fín og nokkrir út- sendarar plötufyrirtækja sýndu áhuga. Við búumst svo sem ekM við neinum áþreifanlegum árangri en fáum væntanlega að spila á betri tíma ef við forum aftur til London til að halda hljómleika." Nýja platan kemur væntanlega út fyrri partinn í nóvember. Á henni verða tiu lög. Þijú þeirra voru jafn- framt hljóðrituð með enskum text- um. Þær upptökur em í höndum Jakobs Magnússonar menningar- fulltrúa og nokkurra umboðsmanna enskra hljómsveita sem ætla að hlusta betur á þær. Platan fær nafniö Himnasending. Hljómsveitin er þeg- ar farin að leika nokkur lög af henni á dansleikjum og hyggst æfa hin á næstu dögum. „Ég held að það verði dálítið léttari blær yfir nýju plötunni en þeim fyrri,“ segir Jón Ólafsson. „Lögin em einnig ívið hraðari í heildina tekið. Við höfum verið dálítiö fyrir milli- hraðann hingað til. Síðan emm við allir famir að semja. Meira að segja Ólafur Hólm sem hingað til hefur ekki flíkað eigin lögum. Hann á eitt lag á plötunni." Hljóðverið, sem Ný dönsk tók plöt- una upp í, heitir Jacobs. Það er vel búið tækjum og hið vandaðasta. Jón nefnir sem dæmi að mixerborð hljóð- versins kostar á að giska þrjátíu sinnum meira en dýrasta borðiö hér á landi. „Við bíðum spenntir eftir því að hlusta á diskinn til að kanna hvort þessar góðu græjur skila betri hljómi," segir hann. „En hvemig sem endanleg útkoma verður erum við þó reynslunni ríkari og vitum betur hvemig við eigum að bera okkur að þegar við fóram utan næst.“ Trúbrot, stórveldi íslenska poppsins í upphafi áttunda áratugarins. ÁM-hátíð á Suðumesjum og íslenskum tónlistardegi: Sinfónían spilar... lifun Hátíðahöld í tilefni íslensks tónlist- ardags á laugardaginn kemur verða nýstárleg. Sinfóníuhljómsveit ís- lands stendur þá fyrir tónleikum í Háskólabíói þar sem verður boðið upp á efni eftir lagahöfunda frá Suð- umesjum. Höfunda sem fyrst og fremst hafa samið rokk- og popptón- Jist. Efnisskrá Sinfóníunnar verður raunar fmmflutt á fimmtudaginn kemur í Keflavík í tengslum við M- hátíð á Suðumesjum. Hæst á efnisskránni ber tvímæla- laust verkið ... lifun eftir Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Magn- ús Kjartansson, Karl Sighvatsson og Gunnar Jökul Hákonarson. Þeir skipuöu hljómsveitina Trúbrot þegar verkið var samið og hljóðritað árið 1971. Hópur dægurtónhstarmanna hefur verið kvaddur til leiks, Sinfón- íunni til halds og trausts. Þeir em Gunnlaugur Briem trommuleikari, Eiður Amarson bassaleikari, gítar- leikaramir Vilhjálmur Guðjónsson og Tryggvi Hubner, Eyþór Gunnars- son píanóleikari og Jón Ólafsson sem leikur á Hammond orgel. Söngvarar verða Björgvin Halldórsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Eyjólfur Kristj- ánsson, Sigríður Beinteinsdóttir og Stefán Hilmarsson. Þórir Baldursson hefur fært... lif- un í rokk-sinfónískan búning. Þor- steinn Eggertsson íslenskaði alla söngtexta sem upphaflega vom samdir á ensku. Tónleikamir heíjast raunar á for- leik sem byggður er á laginu Suður- nesjamenn eftir Sigvalda Kaldalóns. Ed Welch, sem stjómar hljómsveit- inni þennan dag, útsetti forleikinn. Þá verður flutt næturljóðið Nocturne eftir Gunnar Þórðarson, nýtt verk eftir Þóri Baldursson er hann nefnir Sjávarmál og Suðumesjásvíta sem byggð er á þekktum lögum eftir núlif- andi lagahöfunda af Suðumesjum. Hljómleikamir enda síöan á ísland er land þitt, eftir Magnús Þór Sig- mundsson. Vaya Con Dios frá Belgíu er af þrettán lögum í samvinnu við ágætlega þekkt hér á landi, þökk aöra lagahöfunda. Þá stjórnaöi sé tveimur plötum sem komu út Klein upptökum á plötunni. árin 1988 og 1990. Nú er sú þriðja Vaya Con Dios hefur átt mikilli komin út og virðist einnig ætla að velgengni aö fagna í Evrópu. Það slá í gegn. Alltént er lag af henni, er aö segja á Norðurlöndunum og Heading For A Fall, farið að njóta Mið- og Vestur-Evrópu að BreHandi talsveröra vinsælda. undanskildu. Fyrsta platan, sem . Vaya Con Dios byrjaði sem tríó. heitir Vaya Con Dios, seldist í rúm- Áður en tríóið sló I gegn hætti gít- lega sex hundrað þústmd eintök- arleikarkm Willy Willy og eftir um. Night Owls seldist í tveimur vorusöngkonanDaniKleinogDirk miiljónum eintaka. Allt kapp er Schoufs. Hann hætti skömmu eftir lagt á að Time Flies geri enn betur. að önnur platan, Night Owles, kom Vaya Con Dios leggur í sína stærstu út vegna erfiðleika í samstarfi. hljómleikaferð hingað til í byrjun Haim lést nokkru síðar. Vaya Con næsta árs og ætlar að fara sem víð- Dios er því raunar einungis söng- ast. Hver veit nema ísland veröi á konan Dani Kléin. kortinu að þessu sinni. Alltént er Hún lætur sér þó ekki nægja að áhugi fyrir tónlist Dani Klein tals- syngja á nýju plötunni. Hún hefur veröur. samið alla textana á henni og tólf vinsælda í popptónliat og hún.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.