Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 24, OKTÓBER 1992.
45
Hressir unglingar í 8. bekk Hagaskóla:
Fólk sér ekki
engla eins og okkur
„Það er svo dýrt fyrir okkur að
kaupa skó, fót og fleira sem við þurf-
um að réttast væri aö veita okkur
unglingabætur. Við fáum vasapen-
inga fyrir að hjálpa til heima, taka
til, vaska upp, skúra og laga kaffl
en þeir duga bara ekki. Það er dýrt
að stunda áhugamálin sín og ef
maður ætlar að fá sér flottar galla-
buxur kosta þær 7 þúsund krónur.
Það gengur ekki,“ sögðu nokkrir
unglingar sem DV rakst á í strætó-
biðskýli við Hagaskóla. Krakkamir
eru aÚir í 8. bekk Hagaskóla og eru
alls ófeimnir við að tjá sig um allt
milli himins og jarðar. Þetta eru þau
Elísabet, Krislján, Axel, Guðbjörg,
Edda Hrönn, Gríma, Agnes og Ás-
laug.
Tilefni samræðna okkar var með-
al annars að fimmtudaginn 29. okt-
óber verður haldinn sérstakur ungl-
ingadagur. Hann er skipulagður af
nefnd, þar sem meðal annars sitja
fiilltrúar Unghngaheimilis ríkisins.
Tilgangur unglingadagsins er að
vekja athygli á lífi og starfi ungl-
inga, því umhverfi sem unglingar
alast upp í, jákvæðum og neikvæð-
um hhðum, og þeim hættum sem
unglingar standa frammi fyrir í
nútímajjjóðfélagi og gildi forvamar-
starfs. I fréttatilkynningu segir að
þegar unglingar séu að mótast og
stíga sín fyrstu skref til fuhorðins-
ára verði þeir því miður oft fóm-
arlömb ýmissa fylgifiska nútíma
þjóðfélags, þar sem hraði, spenna
og veikari staða fiölskyldunnar er
áberandi.
Á unglingadaginn verður reynt að
fá fyrirtæki og stofnanir til að bjóða
unglingum vörur og þjónustu á sér-
stökum kjörum. Fjölbreytt dagskrá
verður í gangi sem endar á ungl-
ingahljómleikum í Reykjavík um
kvöldið.
„Unglingadagur, við höfum ekkert
heyrt um hann. Hvað er nú það?“
sögðu krakkamir í biðskýlinu en
virtust engu að síður fullir áhuga.
Ráðherrakonur
sitji heima
Við ræðum um þann vanda sem
blasir við í þjóðfélaginu, þar sem
gjaldþrot og uppsagnir em nær dag-
legt brauð. Ástandið leggst illa í
krakkana og þeim hst ekkert á að
taka við öllu í msh. „Það á að hækka
atvinnuleysisbætumar og minnka
um leið launin hjá ráðherrunum.
Þeir hafa það alveg nógu gott,“ segja
þau.
- Enhvaðmynduðþiðgeraefþið
fengjuð að ráða þjóðfélaginu?
„Við myndum byija á aö stytta
skólann og minnka heimalærdóm-
inn. Það tekur ahan daginn að vera
í skólanum og læra heima, við fáum
varla tíma th að stunda áhugamál-
in.“
- Enþiðverðiðaðleggjaeitthvaðá
ykkur, erþaðekki?
„ Jú, jú, en okkur finnst þetta
samt.“
Gríma, Agnes og Áslaug halda
áfram: „Okkur finnst að ráðherr-
amir ættu að fá lægri laun og spara
meira við sig. Þeir em ahtaf í út-
löndum og lifa flott og taka svo kon-
umar með. Þeir eiga að láta konum-
ar sitja heima. Svo ættu þeir að
kaupa sína eigin bha og borga bens-
ínið sjálfir eins og aht venjulegt
fólk.“ Hin taka imdir þessi orð og
einnig heyrist: „Það má hins vegar
ekki spara með neinum látum hjá
- þykirvandamálmveramjögýktaffullorðnum
ríkinu, það verður að gerast jafnt
og þétt tíl aö skehurinn verði ekki
of mikih fyrir fólk.“
Frekaríbíó
enbæinn
Krakkamir segjast oft nota félags-
miðstöðina sína, Frostaskjól. Fóm
sumir þeirra í ferð þaðan í Stykkis-
hólm um síðustu helgi og fannst
mjög gaman. Þeir segja böh og
diskótek vera reglulega í skólanum
og em hrifnir af því. En fara þeir í
bæinn um helgar?
„ Jú, stundum," segja sum og bæta
þó við aö það sé misskemmtílegt.
Guðbjörg hefur ákveðna skoðun á
bæjarferðum á kvöldin: „Það er
miklu skemmthegra að fara í bíó en
hanga niðri í bæ í skítakulda," segir
hún og fleiri taka undir.
Fáir unglingar
til vandræða
- Núerahtafveriðaðtalaum
vandamál unglinga, hvað finnst
ykkurumþað?
Kristján: „Þetta með vandamálin
er tómt kjaftæði og mikiö ýkt. Það
er stundum eins og allir haldi að
unglingar séu ahtaf fullir og aht
það. Það er mjög ýkt mynd.“ Hin
bæta viö: „Það era mjög fáir ungl-
ingar sem em th vandræða en það
er gert svo mikið vandamál úr því.
Við föhum næstum í skuggann af
vandamálaunglingunum þannig að
fólk sér ekki „engla“ eins og okk-
ur,“ segja þau og hlæja hátt.
- Verðiðþiðmikiðvörviðstétta-
skiptingu í skólanum ykkar þar sem
sumir hafa aht th ahs en aðrir ekki?
„ Já,“ segja þau öh „ hún er mjög
áberandi. Sumir virðast ahtaf eiga
fuht af vasapeningum, ganga um 1
nýjum og flottum fötum meðan
sumir virðast ekki fá neitt. Þaö er
kannski ekki svo gott að fá ahtaf
aht, það getur ruglað fólk. Það hefn-
ir sín kannski þegar þessir krakkar
þurfa að standa á eigin fótum
seinna. Þeir geta ekki endalaust leit-
að th pabba og mömmu.“
Tónlistoghestar
Við spyijum að lokum hvað
krakkamir æth að verða seinna
meir.
Krislján: „Ég ætla að verða tón-
listarmaður. Eg spha í rokkhljóm-
sveit, á trommur og hljómborð. Við
höfum sphað á skólaböhum í Vest-
urbæjarskóla en vantar almennilegt
nafn.“ Þess má geta að Kristján er
afabam Baldurs Kristjánssonar,
þekkts píanista á árum áður.
Gríma: „Ég ætla að verða tamn-
ingamaður, ég hef mjög gaman af
hestum. ég á ekki sjálf hest en
frændfólk mitt á hesta svo ég kemst
stímdum á bak. Það er æðislegt."
Elísabet: „Mig langar að læra inn-
anhússarkitektúr. Eg hef gaman af
húsum og innbúum og svo býst ég
við að maöur getí orðið ríkur sem
innanhússarkitekt.“
Krakkamir vom að bíða eftír
strætó í nepjunni þegar við ræddum
við þá. Þeir slepptu einni ferð th að
slíta ekki samtalinu en nú var
strætó aftur væntanlegur og öhum
orðið kalt. Því kvöddum við þessa
hressu og skemmthegu krakka.
-hlh
„Ráðherramir eiga að láta konurnar sitja heima þegar þeir ferðast. Svo ættu þeir að kaupa sina eigin bíla og
borga bensinið sjálfir eins og allt venjulegt fólk,“ segja þau (f.v.) Elísabet Ásgeirsdóttir, Kristján H. Kristjánsson,
Axel Pétursson, Guðbjðrg Vigdfs Guðmundsdóttir, Edda Hrönn Kristinsdóttir, Gríma Jónsdóttir, Agnes Hrönn Gunn-
arsdóttir og Ásiaug Dröfn Sigurðardóttir, nemendur i 8. bekk Hagaskóla. DV-mynd GVA
ISKNATTLEIKSFELA6IÐ mA
BJÖRNINN
B1ÖRNINN
Æfingatímar vetrarins
Sunnudaga:
Þridjudaga:
Fimmtudaga:
18:15-19:05
19:05-19:55
19:55-20:45
20:45-21:35
21:35-23:15
21:35-23:15
18:05-18:55
18:55-19:45
19:45-20:35
20:35-21:25
9ára og yngri
drengjaflokkur
drengjaflokkur
unglingaflokkur
meistaraflokkur
meistaraflokkur
drengjaflokkur
drengjaflokkur
unglingaflokkur
meistaraflokkur
Skráning og upplýsingar verða á æfingatímum niðrá
skautasvellinu í Laugardal um leið og svellið opnar.
ALLIR VELKOMNIR
Stjórn Í.K.B.
skautar þeirra BESTU
KRINGLU
Oooper
ÍSHOKKÝVÖRUR