Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Side 46
58 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992. Afmæli Jóhann Sigurjónsson Jóhann Sigurjónsson sjávarlíffræð- ingur og sérfræðingur á Hafrann- sóknastofnun, Barmahlíð 25, Reykjavík, verður fertugur á morg- un. Starfsferill Jóhann er fæddur í Reykjavík og ólst upp þar. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1972'ög BS-próíi í líf- fræði frá Háskóla íslands 1976. Jó- hann lauk cand. real. prófi frá Ósló- arháskóla 1980 og fjallaði lokarit- gerð hans um rannsóknir á hrefnu- stofninum. Hann hefur verið sér- fræðingur og í forsvari fyrir hvala- rannsóknum við Hafrannsókna- stofnunina síðan 1981 og hefur með- al annars stjómað hvalarannsókna- leiðöngrum á vegum stofnunarinn- ar undanfarin ár. Jóhann hefur ver- ið fulltrúi íslands í vísindanefnd Alþjóða hvalveiðiráðsins síðan 1981 og á ársfundum Alþjóða hvalveiði- ráðsins síðan 1982. Fjölskylda Jóhann kvæntist 13.9.1977 Helgu Bragadóttur, f. 5.1.1954, deildararki- tekt á Borgarskipulagi Reykjavíkur. Foreldrar hennar: Bragi Þorsteins- son verkfræðingur og Fríða Sveins- dóttir læknáritari. Börn Jóhanns óg Helgu: Fríða Sig- ríður, f. 28.12.1982; Soffía Dóra, f. 24.10.1987; Sigurjón, f. 29.1.1990. Systkini Jóhanns: Soffía, f. 3.10. 1944, kennari á Akranesi, gift Stef- áni J. Helgasyni yfirlækni, þau eiga þrjú börn: Sigurður, f. 24.3.1946, hdl., giftur Hönnu H. Jónsdóttur, þau eiga þrjú börn; Magnús Kjartan, f. 3.5.1947, deildararkitekt, giftur Þórunni Benjamínsdóttur kennara, þau eiga þrjú börn; Birgir Björn, f. 20.2.1949, hagfræðingurBHMR, giftur Ingileif Jónsdóttur, sérfræð- ing í ónæmisfræði, þau eiga tvö börn; Árni, f. 28.12.1955, bók- menntafræðingur, giftur Ástu Bjamadóttur. Foreldrar Jóhanns: Sigurjón Sig- urðsson, f. 16.1915, fyrrv. lögreglu- stjóri í Reykjavík, og kona hans, Sigríður Magnúsdóttur Kjaran, f. 9.2.1919, húsmóðir og myndlistar- maður. Ætt Sigurjón er sonur Sigurðar, brunamálastjóra í Reykjavík, Björnssonar, b. í Höfnum á Skaga, Sigurðssonar, b. þar, Árnasonar. Bróðir Björns var Árni í Höfnum, faðir Arnórs, prests í Hvammi í Laxárdal, afa Gunnars Gíslasonar, fyrrv. alþingismanns og prests í Glaumbæ í Skagafirði, og listmálar- anna Sigurðar og Hrólfs Sigurðs- sona. Bróðir Sigurðar brunamálastjóra var Árni, prófastur í Görðum á Álftanesi, og voru þeir bræður svil- ar. Árni í Görðum var afi Áma Sig- urjónssonar, yfirmanns útlendinga- eftirlitisins, og langafi Jóns L. Árna- sonar, stórmeistara í skák og fyrrv. heimsmeistara unglinga, og Guð- mundar Árna Stefánssonar, bæjar- stjóra í Hafnarfirði. Föðuramma Jóhanns var Snjó- laug Sigurjónsdóttir, b. og dbrm. á Laxamýri, Jóhannessonar, b. þar, Kristjánssonar, b. á Halldórsstöðum í Reykjadal, Jósefssonar, b. á Stóru- laugum í Reykjadal, Tómassonar, bróður Jónasar, afa Jónasar Hall- grímssonar skálds. Bróðir Jóhann- esar var Jón í Sýrnesi, langafl Jón- asar frá Hriflu og forfaðir Karls Kristjánssonar skálds og Jónasar Kristjánssonar, forstöðumanns Árnastofnunar. Bróðir Snjólaugar var Jóhann Sigurjónsson skáld en í móðurætt vpru þau systkini af Krossætt á Árskógsströnd og fóöur- ætt Jónasar Hallgrímssonar skálds. Móðir Jóhanns, Sigríður, er dóttir Magnúsar Kjaran, stórkaupmanns í Reykjavík, Tómassonar, b. í Vælu- gerði í Flóa, síðar verkamanns í Reykjavík, Eyvindssonar, afkom- anda Eyvindar Jónssonar, duggu- smiðs á Karlsá í Svarfaðardal, síðar Jóhann Sigurjónsson. á Kirkjubæjarklaustri, sem smíðaði einna fyrstur manna haffæra duggu í byrjun 18. aldar. Móðir Magnúsar Kjaran var Sigríður Pálsdótir, b. og hreppstjóra á Þingskálum á Rang- árvöllum, Guðmundssonar á Keld- um, Brynjólfssonar, afVíkingslækj- arættinni. Meðal afkomenda Guð- mundar eru Ingvar Helgason stór- kaupmaður, Ingvi Ingvarsson sendiherra og Jón Helgason prófess- or. Egill Egilsson Egill Egilsson, eðlisfræðingur og rit- höfundur, Garðastræti 25, Reykja- vík, veröur fimmtugur á morgun. Starfsferill Egill fæddist í Grenivík og ólst upp í Höfðahverfi í Suður-Þingeyjar- sýslu. Hann lauk embættisprófi í eðhsfræði frá Háskólanum í Kaup- mannahöfn 1971, stundaði rann- sóknarstörf og kennslu í Kaup- mannahöfn til 1976 en flutti þá til Reykjavíkur þar sem hann hefur kennt eðhsfræði við MH, MR, og HÍ. Þá hefur Egill stundaði ritstörf ásamt kennslunni, samið fjórar skáldsögur og stundað þýðingar. Fjölskylda Egill kvæntist 29.12.1967 Guð- finnu Eydal, f. 27.2.1946, sálfræð- ingi. Hún er dóttir Brynjars Eydal, iðnverkamanns í Reykjavík, og Brynhildar Eydal húsmóður. Böm Egils og Guðfinnu em Hildur BjörgEydal, f. 26.3.1976, nemi; Ari Eydal, f. 28.11.1980; Bessi Eydal, f. 28.11.1980. Systkini Egils eru Sigurður, f. 1934, húsvörður við Ráðhús Reykja- víkur, og á hann þrjú böm; Lára, f. 1935, sjúkraliði, gift Björgvini Odd- geirssyni og eiga þau fimm böm; Bragi, f. 1937, d. 1958, læknanemi; Áskell, f. 1938, skipasmiður,' kvænt- ur Svölu Halldórsdóttur og eiga þau fimm böm; Valgarður, f. 1940, lækn- ir og rithöfundur, kvæntur Katrínu Fjeldsted og eiga þau fjögur börn; Laufey, f. 1947, hjúkrunarfræðing- ur, gift Þorsteini Gústavssyni og eigaþau þijúböm. Foreldrar Eghs voru Egill Áskels- son, f. 28.2.1907, d. 25.1.1975, b. að Hléskógum í Höfðahverfi og skrif- stofumaður, og kona hans, Sigur- björgGuðmundsdóttir, f. 22.8.1905, d. 10.12.1973, húsmóðir. Ætt Egih var sonur Áskels, b. á Skuggabjörgum í Dalsmynni, Hann- essonar, b. í Austari-Krókum, Frið- rikssonar, b. í Austari-Krókum, Gottskálkssonar. Móðir Hannesar var Þuríður, systir Kristbjargar á Lundarbrekku, ömmu Kristbjargar á Ystafelh, ömmu Jónasar búnaðar- málastjóra. Knstbjörg eldri var einnig amma Árna í Múla, föður Jónasar rithöfundar og Jóns Múla tónskálds. Bróðir Þuríðar var Sig- urður á Hálsi, afi Benedikts Sveins- sonar alþingisforseta, föður Bjarna forsætisráðherra, föður Björn al- þingismanns. Þuríður var dóttir Kristjáns, dbrm. ogb. á Illugastöð- um, ættföður Illugastaðaættarinn- ar, Jónssonar. MóðirÁskels á Skuggabjörgum var Hólmfríður Ámadóttir, b. á Austari-Krókum, Einarssonar, b. á Krossi, Árnason- ar. Móðir Eghs í Hléskógum var Lauf- ey, systir Unnar, ömmu Unnar Am- grímsdóttur, framkvæmdastjóra Módelsamtakanna. Laufey var dótt- ir Jóhanns, h. og smiðs á Skarði, Bessasonar, b. í Skógum, Eiríksson- ar. Móðir Laufeyjar var Sigurlaug Einarsdóttir, b. á Geirbjarnarstöð- um, Bjarnasonar af Fellsselsætt. Sigurbjörg var dóttir Guðmundar, b. á Lómatjöm, Sæmundssonar, hreppstjóra í Gröf í Kaupangssveit, Jónassonar, b. á Stórhamri. Móðir Egill Egilsson. Guðmundar var Ingheif Jónsdóttir, b. á Uppsölum í Svarfaðardal, Jóns- sonar. Móðir Ingheifar var Helga Pálsdóttir, b. í Hofsárkoti, Jónsson- ar og konu hans, Guðrúnar Jóns- dóttur. Móðir Sigurbjargar var Valgerð- ur, dóttir Jóhannesar, b. á Kuss- ungsstöðum í Fjörðum, Jónssonar Reykjalíns, prests á Þönglabakka, Jónssonar Reykjalíns, prests á Ríp, Jónssonar. Móðir Jóns á Þöngla- bakka var Sigríður Snorradóttir, prests á Hofsstöðum, Björnssonar, bróður Jóns, langafa Pálínu, móður Hermanns Jónassonar forsætisráð- herra, föður Steingríms, fyrrv. for- sætisráðherra. Móðir Valgerðar var Guðrún Hallgrímsdóttir, b. á Hóli í Fjörðum, Ólafssonar og konu hans, Ingveldar Árnadóttur, b. á Sveins- strönd, Eyjólfssonar, bróður Krist- jönu, móður Jóns Sigurðssonar, þingforseta á Gautlöndum, langafa Jóns Sigurðssonar ráðherra. Lára Pálsdóttir Lára Pálsdóttir félagsráðgjafi, Rauðalæk 63, Reykjavík, verður fer- tugámorgun. Starfsferill Lára er fædd í Reykjavík en ólst upp á Seltjamarnesi. Hún lauk stúd- entsprófi frá MR1973 og nam við heimspekidehd HÍ1973-76. Lára var búsett í Svíþjóð um tíma og lauk prófi í félagsráðgjöffrá Stokkhólms- háskóla 1984. Lára starfaði sem fé- lagsráðgjafi í Svíþjóð og síðar á Bama- og unglingadeild Landspítal- ans við Dalbraut th 1992. Lára er einn stofnenda samtak- anna „Bamahehl" og er varaform. og verkefnisstjóri þeirra. Hún hefur sérstaklega beitt sér fyrir stofnun meðferðarheimhis fyrir vegalaus böm. Lára hefur skrifað margar greinar í hlöð um vegalaus börn. Fjölskylda Lára giftist 1988 Sveini Kjartans- syni, f. 13.21951, barnalækni, en þau hófu sambúð 1972. Foreldrar Sveins: Kjartan Magnússon skurðlæknir, og Snjólaug Sveinsdóttir, látin, tannlæknir. Börn Lám og Sveins: Snjóiaug, f. 21.2.1973; Kjartan Páh, f. 28.4.1977; Jóhann Jökull, f. 11.10.1989. Systkini Lára: Katrín hjúkrunar- færðingur, maki Gunnar Þorvalds- son, forstj. íslandsflugs, þau eiga þrjár dætur; Guðrún ballettdansari, maki Þórir Baldursson tónhstar- maður, þau eiga tvær dætur; Ingi- björg baílettdansari, á eina dóttur; Unnur kennaranemi, maki Sigfús Sigfússon markaðsstjóri. Unnur á Lára Pálsdóttir. tvö börn. Foreldrar Lám em Páll Guð- mundsson, f. 29.8.1926, skólastjóri Mýrarhúsaskóla, og Unnur Ágústs- dóttir, f. 11.7.1927, kennari í Mýrar- húsaskóla. __________________ írisSigurjónsdóttir, Smáragrund 10, Sauðárkróki. _______■■■■■■■... ....... Eiríkur Ö. Hólmsteinsson, Þóra G. Þorsteinsdóttir, Aðalstræti 61, Patreksfirði. Lokastíg 18, Reykjavik. HelgaMagnusdott.rkennan, Óiafur Sveinsson, Hraunsvegi 12, Njarðvik. BQ,nuni, Skaliárhreppi. SSSSSfe.. Ámý Aurangasri Hinriksson, Aðalstrætil3,ísafirði. Jóhann Halldórsson, -------------------------------- Höfðavegi 34, Vestmannaeyjum. ÓlafurB. Þórðarson, Sigfus Guðlaugsson, Neðstaleiti4, Reykjavík. Hæðargeröi28, Reyöarfirði. KáriKárason, Ásgeir Sigurðsson, Hjarðarslóð 2 C, Dalvik. Langagerði 48, Reykjavík. Ingibjörg Sigurðardóttir, ______________________________ Otrateigi36, Reykjavik. 40 ára Hannes Ingibergsson, Lálandi 2, Rey kjavík. Þórdís Karelsdóttir, Sólheimum 28, Reykjavík. ÓU Bj örn Hannesson, Grerúlundi 1, Garðabæ. Elín Jakobsdóttir, Bogarholtsbraut 30, Kópavogi. Sigfús Sumarliðason, Þorsteinsgötu 14, Borgarnesi. Erna Ingólfsdóttir, Ðverghamri 3, Vestmannaeyjum. Hermundur Svansson, Uppsalavegi 25, Húsavík. Anna Pálsdóttir, Fjóluhvammi 9, Hafnarfirði. Kj artan Ólafsson, Botnum, Skaftárhreppi. Þórarinn Arinbjarnarson, Heiðarlundi 4 H, Akureyri. Ólafur Magnús Hauksson, Hólabraut 1B, Höfh í Homafirði. Elisabet Guðný Einarsdóttir, Illugagötu 46, Vestmannaeyjum. Óla Friðmey Kjartansdóttir, Þórustöðum, Broddaneshreppi. Hahdór Guðmundsson, Holti, Svínavatnshreppi. Garðar Steinþórsson, Þórustig 20, Njarðvík. Sviðsljós Hann Lárus Jónsson, sem er fyrrverandi strætisvagnabílstjóri hjá SVR, á sér nokkuð sérstakt áhugamál. Fyrir mörgum árum hól hann að safna kveikjurum og í dag eru í safni hans nálægt átta hundruð slíkir gripir. Lárus, sem er fæddur í Ungverjalandi en kom til íslands 1956, fær kveikjarana úr ýmsum áttum en ekki er óalgengt að vinir og ættingjar laumi að honum nokkrum stykkjum þegar komið er úr ferðalögum er- lendisfrá. DV-mynd Sveinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.