Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Qupperneq 47
LAUGARDAGUR 24.; OKTÓBRR 1992>
59
Afmæli
Oddur Björnsson rithöfundur,
Njaröargötu 9, Reykjavík, verður
sextugur á morgun.
Starfsferill
Oddur fæddist aö Ásum í Skaftár-
tungu en ólst upp á Bijánslæk
1933-35, á Höskuldsstöðum á Skaga-
strönd 1935-40 og síðan í Reykjavík.
Hann lauk stúdentsprófi frá MA og
stundaði nám í leikhúsfræðum við
háskólann í Vínarborg 1954-56.
Oddur sinnti bókavörslu við Bæj-
arbókasafnið í Reykjavík og kenndi
síðan jafnframt ritstörfum 1958-78.
Hann hefur síðan eingöngu unnið
að ritstörfum og leikstjóm við Þjóð-
leikhúsið, útvarp, víöa á lands-
byggðinni og hjá Leikfélagi Akur-
eyrar, auk þess sem hann var leik-
hússtjóri þess 1978-80.
Oddur er einkum leikritahöfund-
ur. Leikrit hans: Einkennilegur
maður, flutt í útvarp. Hjá Grímu:
5 órir einþáttungar - Köngulóin,
Framhaldssaga, Partí og Amalía.
Fyrir Þjóðleikhúsið: söngleikurinn
Hornakóralhnn (ásamt Leifi Þórar-
líf, Tíu tilbrigði, Dansleikur, bama-
leikritið Krukkuborg, Meistarinn,
og Eftir konsertinn. Þá hefur hann
samið rúmlega tuttugu leikrit fyrir
útvarp og fiögur fyrir sjónvarp,
Postulín, Amalíu, Jóðlíf og Drauga-
sögu. Þá samdi hann skáldsöguna
Kvörnina, hefur skrifað greinar í
blöð og tímarit og gagnrýnt leikrit
fyrirblöðogútvarp.
Oddur hlaut Menningarverðlaun
DV1981 fyrir uppfærslu á Beðið eft-
ir Godot sem sýnt var á Listahátíð
1980 og á Beckett-hátið á írlandi
sama sumar.
Fjölskylda
Sambýliskona Odds er Bergljót
Gunnarsdóttir, f. 27.1.1940, aðstoð-
arskólastjóri við Nýja tónlistarskól-
ann. Hún er dóttir Gunnars Guð-
jónssonar, fyrrv. skipamiðlara, og
Unnar Magnúsdóttur húsmóður.
Böm Odds og fyrstu konu hans,
Borghildar Thors, em Hilmar Odds
son, f. 19.1.1957, kvikmyndagerðar-
maður, og Elísabet Álfheiður Odds-
dóttir, f. 13.7.1958, tónlistarmaður.
Börn Bergljótar Gunnarsdóttur
em Gunnar Stefánsson húsasmið-
ur; Hrefna Stefánsdóttir auglýsinga-
teiknari; Hanna Stefánsdóttir versl-
unarmaður; Elín Jónína Ólafsdóttir
nemi.
Systkini Odds eru Ingibjörg
Björnsdóttir, f. 14.9.1925, g. Bjama
Linnet og eiga þau tvær dætur; Vig-
fús Bjömsson, f. 20.1.1927, bók-
bandsmeistari og rithöfundur,
kvæntur Elísabetu Guðmundsdótt-
ur og eiga þau sjö böm; Sigríður
Björnsdóttir, f. 5.11.1929, myndhst-
armaður og sjúkraliðakennari, var
gift Dieter Rot myndhstarmanni og
á hún þijú böm; Sigrún Björnsdótt-
ir, f. 11.11.1942, leikari og dagskrár-
gerðarmaður, gift Ragnari Björns-
syni, tónhstarmanni og skólastjóra
Nýja tónhstarskólans, og eiga þau
tvö börn.
Foreldrar Hilmars voru Bjöm O.
Björnsson, f. 21.1.1895, d. 29.9.1975,
prestur og ritstjóri, og kona hans,
Guðríður Vigfúsdóttir, f. 2.6.1905,
d. 12.4.1973, húsmóðir.
Ætt
Bróðir séra Bjöms var Sigurður
prentsmiðjusfióri, faðir Geirs prent-
smiðjusfióra, Ingibjargar, hóteleig-
anda í Lúxenborg, Odds jarðfræð-
ings og Ragnars augnlæknis. Björn
var sonur Odds, prentmeistara á
Akureyri, bróður Magnúsar, próf-
asts á Prestbakka, íoður Björns guð-
fræðiprófessors, föður Björns, pró-
fessors í trúarbragðasögu. Oddur
var sonur Bjöms, hreppstjóra á
Hofi í Vatnsdal, Oddssonar. Móðir
Odds var Rannveig Sigurðardóttir
frá Marðamúpi. Móðir séra Björns
var Ingibjörg Benjamínsdóttir, vef-
ara frá Stóm-Mörk í Svartárdal, og
konu hans, Ragnheiðar Sigurðar-
dóttur.
Guðríður var dóttir Vigfúsar, b. í
Flögu í Skaftártungu, Gunnarsson-
ar, óðalsb. þar, Vigfússonar. Móðir
Vigfúsar var Þuríður Ólafsdóttir,
systir Ólafar, ömmu Gústafs A.
Pálssonar borgarverkfræðings og
systir Margrétar, ömmu Indriða
Gíslasonar cand. mag.
Móðir Guðríðar var Sigríöur, syst-
Oddur Bjömsson
inssyni og Kristjáni Árnasyni), Jóð-
Oddur Björnsson.
ir Sveins á Fossi, afa Brynju Bene-
diktsdóttur leikstjóra og Sveins
Runólfssonar landgræðslustjóra.
Sigríður var einnig systir Páls, yfir-
kennara við MR, og Gísla þingfor-
seta. Sigríöur var dóttir Sveins,
prests á Ásum, Eiríkssonar, b. í Hlíð,
Jónssonar. Móðir Sveins á Ásum
var Sigríður Sveinsdóttir, náttúm-
fræðings í Vík, Pálssonar. Móðir
Sigríðar var Guðríður Pálsdóttir,
sýstir Páls, prests í Þingmúla,
heyrnleysingja-talkennara. Guðríð-
ur var dóttir Páls, prófasts í Hörgs-
dal, Pálssonar. Oddur verður í út-
löndum á afmæhsdaginn.
Pála Pálsdóttir
Pála Pálsdóttir, kennari, organisti
og húsmóðir, Víðigrund 8, Sauðár-
króki, veröur áttræð á morgun.
Starfsferill
Pála er fædd á Sauðárkróki en ólst
upp á Hofsósi þar sem hún gekk í
barna- og unghngaskóla. Hún var
tvo vetur í Kennaraskólanum og
sótti námskeið til Danmerkur 1935.
Pála fór á sænskunámskeiö í Svi-
þjóð, auk þess að sækja mörg önnur
námskeið hér heima. Hún var kenn-
ari og skólastjóri í Súðavík í 6 ár og
kennari á Hofsósi í 36 ár.
Pála var organisti í 3-4 kirkjum
árin 1940-71, form. SSK í 12 ár, form.
Rauða kross deildar í nokkur ár,
ritari söngfél. og leikfélags í mörg
ár og í sóknarnefnd í 14 ár, svo fátt
eittsénefnt.
Fjölskylda
Pála giftist 31.5.1940 Þorsteini
Hjálmarssyni, f. 14.2.1913, d. 26.3.
1981, kennara, starfsm. Pósts og
síma og oddvita. Foreldrar hans
vom Hjálmar Hjálmarsson og Mar-
ía Rósinkransdóttir. Þau bjuggu á
Hlíð innan við Súðavík og síðar á
Langeyri.
Börn Pálu og Þorsteins: Páh,,f.
17.5.1941, maki Dröfn Pétursdóttir,
þau eiga tvö böm, Dröfn átti tvö
böm fyrir; María, f. 25.2.1943, María
á eitt bam; Dóra, f. 31.3.1944, maki
Sigurgeir Angantýsson, þau eiga tvö
böm; Gestur, f. 6.9.1945, maki Sóley
Skarphéðinsdóttir, þau eiga fimm
böm; Anna, f. 19.3.1947, maki Valur
Ingólfsson, þau eiga fiögur börn;
Þorsteinn, f. 27.3.1948, maki Þórdís
Viktorsdóttir, þau eiga þrjú börn;
Broddi, f. 5.11951, maki Hjördís Þor-
geirsdóttír, þau eiga tvö böm;
Snorri, f. 23.6.1956, maki Anne Koff-
meyer; Rósa, f. 12.8.1958, maki
Guöni Óskarsson, þau eiga þrjú
böm.
Systkini Pálu: Unnur, f. 22.6.1905,
látin, hennar maður var Sveinn
Guðmundsson, látinn, þau eignuð-
ust þrjú börn; Gestur, f. 13.1.1907,
d. 1908; Anna,f. 14.5.1910.
Pála Pálsdóttir.
Foreldrar Pálu voru Páll Ámason,
f. 9.7.1879, d. 15.12.1965, kennariog
bóndi, og Halldóra Jóhannsdóttir,
f. 21.8.1875, d. 31.7.1957, ljósmóðir
og húsmóðir. Þau bjuggu í Ártúni
viðHofsós.
Pála tekur á móti gestum í Höfða-
borgáHofsósi.
Hilmar B. Jónsson
Hhmar Bragi Jónsson matreiðslu-
meistari, Bessastöðum, Bessastaöa-
hreppi, verður fimmtugur á morg-
un.
Starfsferill
Hhmar er fæddur á ísafiröi og ólst
þar upp til fimm ára aldurs hjá fóö-
urömmu sinni og fóðursystkinum á
Ljárskógum th 12 ára aldurs og síð-
an hjá móður sinni í Keflavík.
Hhmar lauk námi sem matreiöslu-
maöur frá Hótel- og veitingaskóla
íslands 1966. Hann var matreiðslu-
maður á Hótel Loftleiðum í 4 ár, 1
ár sem yfirmatreiðslumaður á Hótel
Esju og 11 ár sem veitingasfióri á
Hótel Loftleiðum. Hhmar stofnaði
og ritstýrði tímaritinu Gestgjafan-
um 1981-68, ásamt konu sinni og
stofnaði og rak Matreiðsluskólann
okkar 1988-90. Hann hefur síðan
unnið ýmis verkefni, aðahega fyrir
Iceland Seafood í Bandaríkjunum
og íslenskar sjávarafurðir hér á
landi. Hilmar hefur séð um veislur
fýrir forseta íslahds frá 1981, einnig
fyrir Útflutningsráö íslands, Flug-
leiðir og fleiri aöha á erlendum vett-
vangi.
Hhmar er meðhmur og einn stofn-
enda Klúbbs matreiöslumeistara og
forseti hans í 8 ár, meðlimur í Club
des Chefs, forseti Chaine des Rot-
isseurs á Islandi, meðhmur í Nor-
disk Kokkechefs Federation og
WACS. Hann hefur unniö th gull-
verðlauna fyrir matreiðslu og hlotið
ýmsar aðrar viöurkenningar.
Fjölskylda
Hilmar kvæntist 16.11.1963 Ehnu
Káradóttur, f. 23.6.1942, ráöskonu
forseta íslands að Bessastöðum.
Foreldrar hennar: Kári Þórðarson,
fyrrv. rafveitusfióri í Keflavík, og
Kristín Ehn Theodórsdóttir hús-
móðir.
Börn Hhmars og Elínar: Jón Kári
viðskiptafræðingur, unnusta hans
er Sigríöur Einarsdóttir; Gyða Björk
tækniteiknari, unnustihennar er
Einar Þór Guömundsson.
Systkini Hhmars, sammæðra:
Magnús Brimar Jóhannsson flug-
sfióri, maki Sigurhna Wíum, þau
eiga þijú böm; Hanna Rannveig
Sigfúsdóttir húsmóðir, maki Ágúst
Pétursson, þau eiga fiögur böm;
Drífa Jóna Sigfúsdóttir, forseti bæj-
arsfiómar Keflavíkur, maki Óskar
Karlsson, þau eiga þrjú böm; Sjöfn
Hilmar Bragi Jónsson.
Eydís Sigfúsdóttir tohvörður, maki
Jóhann Hauksson, þau eiga eitt
bam; Snorri Már Sigfússon.
Foreldrar Hhmars: Jón Jónsson,
f. 28.3.1914, d. 7.10.1945, skáld, kenn-
ari og meðlimur í MA kvartettinum,
og Jónína Kristín Krisfiánsdóttir, f.
3.5.1922, húsmóðir og leiksfióri.
Fósturfaöir Hhmars: Sigfús Krist-
jánsson, tollfuhtrúi.
Hhmar og Ehn taka á móti gestum
á afmælisdaginn í Garöaholti í
Garðabækl. 16-19.
Til hamingju með afmælið 25. október
Benoný Guðbergur Danielsson,
Suöurgötu 117, Akranesi.
...- ÁsaGunnarsdóttir,
Sígurlina Sigurðardóttir, BergstaðastrætiSO.Reykjavík.
Sjúkrahúsinu, Blönduósi. ““
80 ára
Anna Ólafsdóttir,
Sefiahhð 13 A, Akureyri.
Hahfríður Nielsen húsmóðir,
Búðargerði 4, Reykjavík.
Eiginmaður hennar var Hans Ni-
elsen raj ólkurfræðingur sem lést
1978.
Hallfríður tekur á móti gestum í
Kornhlöðunni, Lækjarbrekku, á
aftnælisdaginn frá kl. 15.00.
Sigrún Dúfa Helgadóttir,
Torfufehi 44, Reykjavík.
JósefValgeirsson,
Hjallavegi 3 E, Njarðvík.
Þórður Ámason,
Furugrund 43, Akranesi.
Ásta Hrafnkelsdóttir,
Mánagötu29, Reyðarfirði.
Ambj örg Mar ía S veinsdóttir,
Reykjavíkurvegi 22, Hafnarfiröi.
Sigrún Grímsdóttir,
Saurbæ, Áshreppi.
Eriing Pétursson,
Reykási21, Reykjavík.
70 ára
Valdimar Óskarsson skrifstofu-
stjóri,
Drápuhhð 47,
Reykjavík.
Hanntekurá
mótigestumá
Hohdaylnná
afinælisdagimi
kl. 16.00-19.00.
Óskar Hahgrímsson,
Stangarholti 28, Reykjavík.
60ára____________________
Ástríður Hjartardóttir,
Sunnubraut 38, Keflavík.
ÓmarM. Waage,
Úthlíð 16, Reykjavík.
Lára Júlía Kristjánsdóttir,
Árholti 14, Husavík.
Jón Bergmundsson,
Seiðakvisl 23, Reykjavik.
Magnús S.R. Jónsson,
Aðalgötu 40, Ólafsfirði.
Kristín Haraldsdóttir,
Fjarðarseh 13, Reykjavik.
Þórunn Amdís Eggertsdóttir,
VaðliII, Barðastrandarhreppi.
Dagrún Hjaltadóttir,
Mávahlíð 27, Reykjavík.
Björn Sigurðsson,
Laufhaga 17, Selfossi.
Stephen R. Johnson
Stephen Róbert Johnson, mat-
sveinn á Haukafelh SF11, Höfðavegi
10, Höfn í Homafiröi, varð fertugur
sl. fimmtudag.
Fjölskylda
Stephen er fæddur í Epsom á Eng-
landi en ólst upp í Forest Hih í suö-
austurhluta London. Hann er
menntaður sem lab. technician og
starfaði við það í sjö ár í London en
th íslands kom Stephen 1978 og hef-
ur verið búsettur hér síðan.
Stephen kvæntist 29.2.1980 Her-
dísi Tryggvadóttur, f. 2.3.1953. For-
eldrar hennar: Tryggvi Sigjónsson
og Herdís Clausen á Höfn í Homa-
firði.
Sonur Stephens og Herdísar er
Janus Ghbert, f. 20.6.1988.
Stephen á tvær systur, Lindu og
Rebeccu.
Stephen Róbert Johnson.
Foreldrar Stephens: Leonard
Johnson, f. 1.7.1918, múrari, og
Muriel Johnson, f. 11.7.1929, kokk-
ur. Þau em th heimhis að 24 Wood-
vale í Forest Hhl í London.