Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Side 9
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992. 9 pv_______Vísnaþáttur Aðhitta nagla á höfuðið Fyrir allmörgum árum annaðist hinn landskunni hagyrðingur og gamanvísnahöfundur, Guðmund- ur Sigurðsson, kveðskaparþátt í Ríkisútvarpinu. Hann fékk sér til fulltingis nokkra snjalla hagyrð- inga, þar á meðal Stein Steinarr, Karl ísfeld og Helga Sæmundsson. Einnig komu þar við sögu sjálfboö- aliðar, sem sendu vísu og ,vísu, oft og einatt nokkurt skens um snill- ingana í vísnaþættinum. Skúli Benediktsson, frá Efra-Núpi í Mið- firði, sem var þá kennari í Ólafs- vík, skrifaði snillingunum bréf og bar við getuleysi sínu til skáldskap- ar. Guðmundur svaraði honum þannig: Orðsins gandur ekki snar er að vanda staður. Heilagur andi ekki var okkar bandamaður. Skúli svaraði með eftirfarandi vísu þar sem hann vék að stjórn- málaástandinu í von um að finna snöggan blett á snillingunum: Enn er vandinn kratakyns, klíkustand og daður, spilltur andi íhaldsins er þeim bandamaður. Guðmundur svaraði honum með þessari vísu: Við íhalds kórbak kratar sofna og kúra þar til frambúðar, en framsókn hyggur helst aö stofna til hneykslanlegrar sambúðar. Þetta mun hafa verið á tímum viðreisnarstjómarinnar en þegar henni var komið á var kveðiö (höf- undur ókunnur): Hjónaband er háskagarn, hæpið lán og gaman þeim, sem óvart áttu barn og urðu aö taka saman. En það var löngu seinna, nánar tiltekiö þegar Gunnar Thoroddsen stofnaði sína stjóm, að Sigursteinn Hersveinsson, rafeindavirkja- meistari og kennari, sagöi: „í tilefni Vísnaþáttur af nýrri stjórnarstefnu, viðbrögð- um og umræðum um hana datt mér í hug eftirfarandi: Að hitta nagla á höfuðið er heiður fyrir hvem einn smiö, en oft rekst naglinn utan við eða heykist bara. Svo vill líka um stjórnarstefnur fara. Samt óskar maður þess að nýja stjómin haldi stefnu sinni og þeir sem hafa rekið hana saman hafi hitt naglann á höfuðið." Þegar Björn Pálsson hafði fellt Jón Pálmason á Akri í alþingis- kosningum og tekið sæti á Alþingi í hans stað var gengi íslensku krón- unnar fellt. Á sama tíma stóð Björn í hinu fræga Skjónumáli. Jón, sem var þá nær áttræður, kvað af þessu tillefni: Þingið er við þekkta tjörn, þar er lækkaö gengi. Skyldi gamli Skjónu-Björn skreyta staðinn lengi? Um sjálft Alþingi kvað Jón: Þingsins valda þungt er loft, þrútin alda og raki; þræðir kaldir þekkjast oft þar að tjaldabaki. Allmörgum árum áður kvað Jón Arason, verkamaður í Reykjavík, svo um þingið: Hér er sálin hroka klædd, hér eru öflin verstu. Hér eru málin mikið rædd, minna af viti en festu. Og löngu áður, eða á árinu 1925, orti Páll J. Árdal, skáld og kennari á Akureyri: Þeir sem minnsta þekking hafa þykjast vita mest. Þjóð að stjóma er þeirra krafa. Þar af heimskan sést. En fari svo kann það naumast „góðri lukku að stýra“, að minnsta kosti mætti ætla að Jóni S. Berg- mann hafi fundist það er hann kvað: Aldrei frelsisskúma skraf skapar menning vígi, meðan hugur heimskast af hatri og flokkalygi. En hverfum aftur til nútímans. Það fór ekki fram hjá neinum aö þegar Jón Baldvin Hannibalsson klofaði milli kjördæma á sínum tíma og hélt þrumuræður yfir háttvirtum kjósendum með þeim árangri að skoðanakannanir urðu Aiþýðuflokknum mjög hagstæðar og var nýkjömi formaðurinn að vonum alldijúgur ytir því. Þá kvað Böðvar Guðlaugsson: Nú er kátt í koti hjá Krötum hér á Fróni. En ætli þeir lifi lengi á loftinu í honum Jóni? Ingvar Gíslason, fyrrverandi al- þingismaður, orti svo um stjórn- málin í gamni og alvöm: Ýtni, frekja, pot og pex, pukur, flím og slaður, skens og hæðni, rag og rex, rógur, lygi, þvaður. Það er víst nokkuð útbreiddur siður að hallmæla stjórnmála- mönnum, sem em á öndverðum meiði við mann sjálfan, og oft óm- aklega. Steinbjöm Jónsson frá Háafelli í Hvítársíðu, bóndi á Syðri-Völlum í V.-Hún., tók upp hanskann fyrir einn slíkan: Verkamestur hefur hann hlotið verstu skeyti. Þann ég bestan þekkti mann þó, að flestu leyti. Og eftir að hafa hugleitt það sem skráð er hér að framan kemst mað- ur ekki hjá því að taka undir orð Bjama Jónssonar frá Gröf um Þingmessuna: í kirkjunni prestur var settur á svið, aö signa og blessa vort þing- mannalið, en þegar hann sá hina syndugu hjörð, hann sagði: guð hjálpi þér, íslenskajörð. Torfi Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.