Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992.
Sérstæd sakamál
17. febrúar 1962 var fram til kvölds
líkur öörum dögum í lífi Roberts
Miles, sem var þá þijátíu og eins
árs. Hann kom heim til vinnu síö-
degis, snæddi kvöldverð með konu
sinni, Joan, en settist síðan einn
inn í stofu til að lesa og horfa á sjón-
varp því Joan ætlaði aö fara að
spila bingó. , .
Þau hjón bjuggu ein í eigin húsi
við Barnsbury-veg í Ishngton í
norðurhluta London. Þegar Robert
hafði setið um stund við sjóuvarpið
heyrði hann eitthvert þrusk í -eld-
húsinu á neðri hæðinni. Þar átti
enginn að vera og því hefur honum
vafalítið brugðið dálítið. Vera má
að hann hafi ætlað að hringja í lög-
regluna því klukkan var um níu
og hann vissi að kona hans kæmi
ekki heim fyrr en í fyrsta lagi
klukkan hálfellefu. En hafi hann
ætlað að gera það varð ekkert úr
því. Þess í stað fór hann fram í eld-
húsið til að kanna hvað þar væri á
ferð.
Óboðinn gestur
Hægt og rólega gekk Robert niður
stigann og að eldhúsdyrunum. Þeg-
ar hann kom að þeim staðnæmdist
hann og lagði við eyrun. Ekkert
heyrðist. Þá opnaði hann dymar
Joan og Gregory Hughes.
Morð bak við
luktar dyr
og leit inn í eldhúsið. Dimmt var í
því en í daufri birtunni, sem lagði
inn um gluggana, sá hann að þeir
voru lokaðir og sömuleiöis dymar
úr garðinum. Og í hurðinni innan-
verðri stóð lykillinn.
Robert hefur nú vafalítið talið sér
hafa misheyrst. Hann kveikti ljósið
og gekk að eldavélinni til aö hella
sér upp á tesopa. Á meðan hann
beið eftir því að vatnið syði setti
hann bolla á eldhúsborðið og gekk
svo aftur að eldavéhnni.
En hann hellti aldrei upp á teið.
Meðan hann stóð og beið eftir því
að syöi á katlinum læddist einhver
aftan að honum og stakk hann þrí-
vegis með hnifi í bakið. Morðinginn
læddist síðan hljóðlega út og hvarf
út í næturmyrkrið.
Þegar Joan kom heim um hálfri
annarri klukkustund síðar fann
hún mann sinn liggjandi í blóði
sínu með hníf í bakinu. Hún
hringdi þegar í stað á sjúkrabíl og
gerði lögreglunni aðvart. Skömmu
síðar vom rannsóknarlögreglu-
menn komnir á staðinn og rann-
sókn málsins hafin.
Erfið gáta
Ljóst varð strax í upphafi rann-
sóknarinnar að fmna yrði svör við
nokkmm spurningum.
Hvemig hafði morðinginn komist
inn í húsið? Allir gluggar vom lok-
aðir og allar hurðir læstar. Hver
gat hann verið og hver var ástæðan
fyrir morðinu?
Fljótlega komust rannsóknarlög-
reglumennimir að þeirri niður-
stöðu að líklegt væri að Robert
hefði þekkt morðingjann og boðiö
honum inn til sín. Hvergi var þess
nein merki að sjá að neinn hefði
þröngvað sér inn í húsið. Hins veg-
ar mælti eitt á móti þessu. Robert
hafði aðeins sett einn bolla á borðiö
í eldhúsinu þegar hann hugðist
hella upp á te.
Gat verið að morðinginn hefði
haft lykil að húsinu? Allir vinir
Roberts Miles vora nú yfirheyrðir
en ekkert það kom fram sem varp-
að gæti ljósi á gátuna. Og enginn
grunur féll á Joan sem var þá tutt-
ugu og níu ára. Hún hafði verið að
spila bingó allt kvöldið og gat hópur
fólks borið að hún hefði ekki hreyft
sig frá spilaborðinu fyrr en tími var
kominn til að halda heim.
Fingraför
Morövopnið, hnífurinn, stóð í
baki fórnardýrsins þegar rann-
sóknarlögreglan kom á vettvang.
Hún tók hann og fór að kanna hvar
hann væri framleiddur. Kom þaö
brátt í ljós og sömuleiðis að um til-
tölulega nýja gerð hnifs var að
ræða sem hafði ekki verið til sölu
lengi og þá ekki í mörgum verslun-
um. Framleiðandinn hafði lista yfir
þær allar og var nú tekið að ræða
við eigendur verslananna. Einn
þeirra minntist þess að til hans
hafði komið maður, sem hafði
keypt svona hníf, en hagað sér
undarlega. Kaupmaðurinn sagðist
kannast við hann og vísaði á hann.
Reyndist það vera Gregory Hughes,
þijátíu og eins árs gamall maður
sem bjó skammt frá versluninni.
Héldu nú rannsóknarlögreglu-
menn á fund Gregorys og báðu
hann að gera grein fyrir kaupum
sínum á hnífnum og skýra hvað
hann hefði gert við hann. Þannig
væri að hnífurinn, sem fundist
hefði í baki Roberts Miles, hefði
verið sams konar og hann hefði
keypt og með óljósu þumalfari. Var
Gregory sagt að ekki yrði hjá því
komist að fmgrafór hans yrðu tek-
in. Var það svo gert og kom þá í
ljós að farið kom heim og saman
við annað þumalfara hans.
Skýring Gregorys Hughes var sú
að hann hefði keypt hnifmn en týnt
honum áður en hann hefði komið
heim með hann. Gæti hann því
enga skýringu á því gefið hvað orð-
ið hefði um hnífinn en skýringin á
þumalfarinu væri sú að hann hefði
handleikið hann lauslega í verslun-
inni.
Robert Miles.
Ákæra, dómur
og reynslulausn
Allnokkrum sinnum var Gregory
Hughes yfirheyrður. En í hvert
sinn neitaöi hann því algerlega að
hafa myrt Robert Miles. Hann
spurði hvaða ástæðu hann hefði átt
að hafa til þess því hann hefði ekki
einu sinni þekkt manninn. Og ekk-
ert það sem fram kom við þessar
yfirheyrslur né annað sem upplýst-
ist viö rannsókn málsins gat varp-
að á það ljósi hvemig morðingi
Roberts Miles hafði komist inn í
hús hans.
Þrátt fyrir að engjn játning lægi
fyrir frá Gregory var hann ákærð-
ur fyrir morðið á Robert, því margt
þótti benda til þess að hann væri
sá seki þótt ekki væri hægt að sýna
fram á ástæðuna til morðsins. Var
máhð tekið fyrir í Old Bailey-
sakamálaréttinum í júní 1%2. Þar
þótti sannað að Gregory Hughes
hefði myrt Robert Miles. Var kveð-
inn upp lífstíðarfangelsisdómur yf-
ir Gregory. Hann neitaði hins veg-
ar sekt sinni staðfastlega.
Árið 1974 var ákveðið að veita
Gregory reynslulausn. Þá var mál-
iö fallið í gleymsku og enginn sýndi
honum neinn sérstakan áhuga. Og
hefði ekki dálítið sérstakt gerst ell-
efu árum síðar hefði hans líklega
aldrei verið getið aftur í sambandi
við morðið á Robert Miles.
Hjónaband tilkynnt
Dag einn árið 1985 var ritstjóm-
arfulltrúi á Mið-Englandi að lesa
hjónabandstilkynningar. Þá kom
hann auga á tilkynningu frá Wol-
verhampton og hún vakti strax at-
hygli hans vegna morðmálsins sem
hann hafði fylgst með fyrir blað
sitt tuttugu og þremur áram áður.
Fyrsta stóra máhð, sem honum
hafði verið fahð að fylgjast með og
skrifa um, hafði einmitt verið
morðið á Robert Miles. Og nöfnin
í hjónabandstilkynningunni, Greg-
ory Hughes og Joan Miles, komu
honum því kunnuglega fyrir sjónir.
Þau vora sögð hafa gengið í hjóna-
band þann 15. mars 1985.
Ritstjómarfulltrúinn leitaði nú
uppi hjónin nýgiftu og þótt langt
væri um liðið þekkti hann þau
strax er hann sá þau. Hann barði
síðan að dyram á heimili þeirra en
þegar hann lýsti yfir því að hann
væri blaðamaður var hurðinni
skeht á hann. Næstu daga hélt
hann sig í nágrenni hússins og loks
tókst honum að ná nærmynd af
hjónunum. Ekkert varð þó úr því
að hann fengi viðtal við þau.
Kenningin
sem nú hefur verið sett fram til
skýringar á morðinu á Robert
MUes er sú aö Gregory og Joan
hafi óskað að giftast árið 1962 en
Joan ekki getað fengið Robert til
að veita sér skUnað. Þá hafi hún
og Gregory ákveðið að ráöa Robert
af dögum. Gregory hafi síðan kom-
ist inn í húsið þetta febrúarkvöld
árið 1962 með lykli að aðaldyrunum
og hafi Joan látið hann fá hann eða
þá að hann hafi haft með höndum
aukalykU sem smíðaður hafi verið
sérstaklega svo hann kæmist óséð-
ur inn. Þykir það líklegt því það
tryggði að þau Joan og Gregory
þyrftu ekki að hittast fljótlega eftir
morðið.
Hefði Gregory ákveðið að taka
morðvopnið með sér hefði rann-
sóknarlögreglan að öllum líkind-
um aldrei haft uppi á honum. Og
hefði hann sett annan bolla á borð-
ið kann að vera að rannsóknarlög-
reglan hefði aldrei tahð ástæðu til
að leita morðingjans utan kunn-
ingjahóps þeirra MUes-hjóna.
Ast þeirra Joan og Gregorys virð-
ist hafa verið jafnmikU eftir að
fangelsisvist Gregorys lauk árið
1974 og fyrir hana. Þó kom Joan
aldrei í heimsókn tíl hans í fangels-
ið. Enda hefði það líka þegar í stað
vakið upp gransemdir um þátt
hennar í að skipuleggja morðið.
Þá biðu þau með að gifta sig í eU-
efu ár eftir að Gregory varð á ný
fijáls maður. Þykir ljóst að þau
hafi vUjað sýna eins mikia var-
kámi og þau gætu. Enn hafa Hug-
hes-hjónin ekki fengist til að gefa
viðtal og lýsa því hvemig á því stóð
að þau ákváðu að giftast. Og rann-
sóknarlögreglunni hefur ekki þótt
ástæða tíl að taka málið upp.
Ástæðan er vafalaust sú að lög
kveða svo á um að ekki megi lög-
sækja neinn tvívegis fyrir sama
glæpinn. Þá yrði ekki hægt að fang-
elsa Gregory á ný nema fyrir skU-
orðsbrot. Og vafalaust þykir nú
vonlaust að sanna að Joan hafi átt
þátt í morðinu á Robert MUes, fyrri
manni sínum.