Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Síða 25
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992.
25
Húni frá Waldhof, ræktunarbúi Hans Dieter Piitz, er ein helsta von Hindisvikurstofnsins í Þýskalandi.
DV-mynd Wolfgang Junge
Hindisvíkur-
hrossvekja
athygli
í Þýskalandi
Þaö er fátítt að haldnar séu sýningar á íslenskum
hrossastofnum í útlöndum, en nýlega var boðiö upp á
sýningu hrossa af Hindisvíkurætt í Roderath í Þýska-
landi.
„Við seldum tvær Hindisvíkurhryssur til Þýskalands
fyrir fimm árum tíl þeirra bræðra Hans Dieter Piitz
og Claus Piitz, sem búa í Nettersheim í Eiffelhéraði,
og árangurinn hefur ekki látíð á sér standa," segir
Agnar Norland, sem í félagi við son sinn, Ástmund
Norland, hefur verið að endurreisa Hindisvíkur-
hrossastofninn á íslandi.
„Áhugi á Hindisvíkurhrossunum hefur aukist veru-
lega í Þýskalandi og komu um það bil 400 manns á
þessa sýningu. Sýnd voru tæplega fimmtíu hross og
var helmingur þeirra fullkomin Hindisvíkurhross en
hinn helmingurinn var blandaður til helminga við
aðra stofna. Auk þess var folaldasýning og dómar á
folöldum af ýmsum stofnum og ættum.
Það stutt er síðan hrossin fóru út að elstu afkomend-
ur þeirra eru fjögurra vetra. Þau voru því flest sýnd
á fætí en stóðhestunum; Húna, Hrafnfaxa og Heljari,
var riðið auk þriggja geldinga. Töluverðum tíma var
varið í sýningu hrossanna sem stóð yfir fram á kvöld,“
segir Agnar.
Folaldadómar marka
framtíð hrossanna
„Flestöll folöld í Þýskalandi eru dæmd og hafa dóm-
amir töluvert að segja fyrir framtíð hrossanna því flest
þeirra sem dæmast vel halda sínu síðar á lífsleiðinni
og hátt dæmd folöld hækka snarlega í verði.
Reising, fas og vilji gilda 20%, bygging 30% og gang-
ur 50%. Hindisvíkurstofninn fékk mjög góða auglýs-
ingu í sumar vegna þess að hæst dæmda folald sumars-
ins til þessa er af Hindisvíkurætt og er með 8,29 í eink-
unn. Andreas Trappe keypti það folald frá Josef Krum-
pen og kom með það á sýninguna.
Hindisvíkurstofninn
hundrað ára gamall
„Við feðgarnir erum að rétta Hindisvíkurstofninn
við eftir töluverða lægð. Stofninn er kominn út af einni
hryssu, Rauðskjónu frá Hindisvík, sem var reiðhross
Jóhannesar Sigurðssonar í Hindisvík. Hann hóf rækt-
un hrossanna skömmu fyrir 1890, en hross hans eru
út af hrossum frá Ánastöðum í Húnavatnssýslu.
Sonur hans og fóðurbróðir minn, séra Sigurður Nor-
land Jóhannesson, tók við Hindisvíkurstofninum, en
þegar hann lést árið 1971 erfðum við þrír bræðurnir
jörðina og hrossin. Bræður mínir höfðu ekki áhuga á
hrossunum og því tók ég við þeim og hef verið að
rækta upp stofninn ásamt syni mínum, Ástmundi.
Um þaö bil 60 hreinræktuð hross voru í stóðinu og
höfum við passað upp á að hreinleikinn haldist, við
blöndum ekítí inn öðrum hrossastofnum inn í Hindis-
víkurstofninn og vonumst til að aðrir ræktendur ís-
lenskra hrossastofna haldi hreinleika síns stofns sem
mestum," segir Agnar Norland að lokum.
-E.J.
ALTERNATORAR & STARTARAR
I BÍLA - BÁTA - VINNUVÉLAR - VÖRUBiLA
FÖLKSBlLA
Chevrolet, Ford, Dodge, Wagoneer, Oldsm. dís.
Chevrol. dis. 6.2. Ford dís., 6,9 og 7,3, Datsun,
Mazda 323,626, 929, Daihatsu Charade, Mitsub.
Colt, Pajero, Toyota Corolla, Tercel, Honda,
Benz, Opel, VW Golf, Peugeot. Volvo, Ford Esc-
ort, Lada, Fiat, o.fl. o.fl.
SENDIBÍLA
M. Benz 207 D, 209 D. 309 D. 407 D, 409 D.
Peugeot, Ford Econoline. Ford 6,9 L. Renault.
Volvo, Volkswagen, o.fl. o.fl.
VÖRUBÍLA
M. Benz, Scania, Man, GMC, Volvo, Bedford o.fl.
VINNUVÉLAR
JCB, M. Ferguson, Ursus, Zetor, Case, Deutz,
Cat, Breyt o.fl.
BÁTAVÉLAR
BMW, Bukh, Caterpillar, Ford, Cummings, Iveco.
Mann, Mercury Mercruiser, Perkins. Lister,
Sabb, Volvo-Penta, Renault o.fl.
BÍLARAF H/F
BORGARTÚNI 19, SÍMI 24700-624090
GERIÐ
VERÐSAMANBURÐ
Ódýrt/IADA
Vetrartilboð
1. Vélarstilling (tölvustilling)
2. Ljósastilling
3. Tímakeðja strekkt
4. Kúpling stillt
5. Hleðsla mæld
6. Smurt í læsingar
7. Öll Ijós athuguð
8. Frostþol mælt og bætt á ef þarf
9. Mæld olía á vél, bætt á ef þarf
10. Geymasambönd hreinsuð
11. Stýrisgangur athugaður
12. Silíkon borið á þéttikanta
13. Skipt um loftsíu ef þarf
14. Settur ísvari á rúðusprautu
15. Hreinsuð bensínsía í
blöndungi
16. Handhemill hertur
17. Viftureim athuguð
Verð á vetrartilboði
kr. 5.500,- m/vsk.
Innifalið í verði: kerti, platínur, kveikjuþéttir
ÁTAK SF.
Bifreiðaverkstæði
Nýbýlavegi 24 (Dalbrekkumegin)
200 Kópavogi
Símar: 46040 og 46081
Viðskiptavinir, gerið verðsamanburð
Gildir til 15. desember ’92.